Sjá spjallþráð - Gurrý [Gurrý] :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Gurrý [Gurrý]

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Sjálfskynning
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Gurrý


Skráður þann: 14 Feb 2005
Innlegg: 3358
Staðsetning: Nú í Garðabænum
Nikon D200
InnleggInnlegg: 14 Feb 2005 - 16:17:02    Efni innleggs: Gurrý [Gurrý] Svara með tilvísun

Halló allir, var að skrá mig hérna og er að skoða mig um. Þetta lítur allt bara ljómandi út og fullt af fólki að bralla með myndavélar.
Ég er kölluð Gurrý og bý í Jórdaníu síðan 1980, gift og á 2 uppkomna krakka, bæði við háskólanám eins og stendur. Ég ætla loksins að láta verða af því að læra að nota myndavélargarminn sem ég er búin að eiga í 4 ár og alltaf stillta á "auto" tók uppá því að lesa bókina sem fylgdi vélinni og þar kom margt á óvart en allavega það er gaman að kynnast nýju fólki með svipuð áhugamál og vonandi er það ekkert verra að ég bý í útlandinu.
Kveðja
Gurrý
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
zeranico


Skráður þann: 28 Nóv 2004
Innlegg: 3640

Það sem hendi er næst
InnleggInnlegg: 14 Feb 2005 - 16:18:20    Efni innleggs: Svara með tilvísun

ahh það ætti að rata ýmislegt spennandi á sensorinn þinn þarna sem þér eruð staddar Wink

velkomin Exclamation
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Bolti


Skráður þann: 15 Nóv 2004
Innlegg: 5961
Staðsetning: Bakvið myndavélina
Canon
InnleggInnlegg: 14 Feb 2005 - 16:29:36    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hnuss.... Amman sounds pretty cool....

Verður gaman að sjá þáttöku í keppnum frá þinni hálfu Smile
_________________


Hjalti.se Myndablog
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
jonr


Skráður þann: 26 Nóv 2004
Innlegg: 5113
Staðsetning: Shrödinger's box
Olympus OMD E-M5
InnleggInnlegg: 14 Feb 2005 - 16:38:48    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ertu amma í Jórdaníu? Shocked
_________________
jonr.light.is
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
smali


Skráður þann: 26 Nóv 2004
Innlegg: 1490
Staðsetning: Hafnafjörður
Canon EOS 1D Mark III
InnleggInnlegg: 14 Feb 2005 - 17:26:27    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Velkomin
Ég get ekki annað en öfundað þig í því að búa þarna myndalega séð.
Ég hef eitt ráð fyrir þig.
Þú gætir seninlega komist langt í þessu ef þú myndir læra að setja í svarthvítt.
Myndir frá þessum heimshluta prýðir sig alltaf vel í svörtu.

Endilega vertu dugleg að pósta myndum hingað inn þar sem hver einasta mynd frá þér hefur það framyfir okkar að hún er tekin af stað þar sem mjög líklega engin af okkur hefur komið á né eigi mikla möguleika á að komast þangað.

Smali
_________________
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Gurrý


Skráður þann: 14 Feb 2005
Innlegg: 3358
Staðsetning: Nú í Garðabænum
Nikon D200
InnleggInnlegg: 14 Feb 2005 - 21:38:38    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Takk strákar fyrir móttökurnar, jú það er margt skemmtilegt að mynda hér í Jórdaníu og ljósið getur verið frábært. Það sem er verst að það hangir ryk oft í loftinu þannig að myndir af landslagi geta mislukkast.

Jónr, ég er farin að hlakka til að geta kallað sjálfa mig amman í Amman en heimasætan eða einkasonurinn eru ekkert að flýta sér að fara að fjölga mannkyninu en vonandi þarf ég ekki að bíða alltof lengi.

Ég ætla að lurka smá á síðunni áður en ég set nokkra mynd inn enda yrði hún/þær auðþekkjanlegar svona úddlenskar eða þannig...sjáum til.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
daniel


Skráður þann: 12 Des 2004
Innlegg: 2406
Staðsetning: Hér
Canon EOS 5d M3
InnleggInnlegg: 14 Feb 2005 - 22:47:50    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Velkomin Wink

Bara af forvitni, þú ræður að sjálfsögðu hvort þú svarir eða ekki, en hvað ertu að bardúsa svona langt frá skítaeyjunni okkar? Wink
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
skipio


Skráður þann: 14 Des 2004
Innlegg: 4972

Ricoh GRD
InnleggInnlegg: 14 Feb 2005 - 23:16:15    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hæ Gurrý og velkomin á litla hornið okkar á veraldarvefnum! Wink

Gurrý skrifaði:
Ég ætla að lurka smá á síðunni áður en ég set nokkra mynd inn enda yrði hún/þær auðþekkjanlegar svona úddlenskar eða þannig...sjáum til.

Við bíðum spennt!
_________________
Að horfa á eitthvað er gjörólíkt því að sjá það.“ - Oscar Wilde
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Gurrý


Skráður þann: 14 Feb 2005
Innlegg: 3358
Staðsetning: Nú í Garðabænum
Nikon D200
InnleggInnlegg: 15 Feb 2005 - 7:21:51    Efni innleggs: Svara með tilvísun

daniel skrifaði:
Velkomin Wink

Bara af forvitni, þú ræður að sjálfsögðu hvort þú svarir eða ekki, en hvað ertu að bardúsa svona langt frá skítaeyjunni okkar? Wink


Tja, bardúsa, það er nú orðið svo margt, varla hægt að segja merkilegt. Ég kom hingað 1980 og réði mig sem flugfreyja hjá þá Alia nú Royal Jordanian flugfélaginu, kaupið var frekar lélegt svo að þeir gáfu mér einn flugstjórann í sárabætur þegar ég var búin að klára samningstímann. Sá þ.e. flugstjórinn er núna enn að vinna fyrir mér og tveim krökkum og ég læt mér bara líða vel í húsmóðurstarfinu og eitthvað í störfum við líknarmál og þess háttar.
Ég setti inn bloggið sem vefsíðu en þar er svona það helsta um mig og áhugamálin http://www.folk.is/gurrygudfinns/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Arnþór


Skráður þann: 10 Feb 2005
Innlegg: 1853
Staðsetning: Hafnafjörður
Það sem hendi er næst
InnleggInnlegg: 15 Feb 2005 - 12:59:35    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Gaman að sjá þig Very Happy
Hlakka til að sjá myndir frá þér
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 15 Feb 2005 - 15:41:08    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hey nóg um hvað þú ert að gera, hvenær fer maður að sjá einhverjar myndir frá þér Very Happy
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
DanSig


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 7452
Staðsetning: Reykjavík
iPhone 4s
InnleggInnlegg: 15 Feb 2005 - 15:53:06    Efni innleggs: Svara með tilvísun

oskar skrifaði:
Hey nóg um hvað þú ert að gera, hvenær fer maður að sjá einhverjar myndir frá þér Very Happy


slatti af þeim á blogginu hennar Wink
_________________
innlegg mín endurspegla stundum mína persónulegu skoðun og ber ekki að taka of bókstaflega !
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Gurrý


Skráður þann: 14 Feb 2005
Innlegg: 3358
Staðsetning: Nú í Garðabænum
Nikon D200
InnleggInnlegg: 15 Feb 2005 - 21:26:12    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Var að setja inn nokkrar myndir á DPC, ég er þar undir nafninu Xilebo, vonandi verður ekki spennufall við að sjá þær myndir Smile
http://www.dpchallenge.com/profile.php?USER_ID=31443
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Gurrý


Skráður þann: 14 Feb 2005
Innlegg: 3358
Staðsetning: Nú í Garðabænum
Nikon D200
InnleggInnlegg: 16 Feb 2005 - 8:12:49    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þegar ég fór inn á DPC í morgun blasti við mér Xilebo komin í gráa peysu aftur Crying or Very sad Jóhannes hjálpaði mér með að gerast meðlimur í blárri peysu Wink og ég fór og setti inn nokkrar myndir í möppur og var heillengi að þessu með minni "dial-up" tengingu en í dag fékk ég póst frá þeim að meðlimatíminn er útrunninn og allt draslið horfið Evil or Very Mad ég sendi þeim póst tilbaka, vonandi kippa þeir þessu í lag aftur. En vara þeir fólk ekkert við þegar á að klippa svona á, kanski eitthvað með tímamismun að gera? Pirrandi
_________________
DPC fyrir Xilebo Gurrý

Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Sjálfskynning Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group