Sjá spjallþráð - Að ljósmynda flugvélar :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Að ljósmynda flugvélar

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Almenn umræða
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Micaya


Skráður þann: 17 Des 2009
Innlegg: 5018


InnleggInnlegg: 10 Feb 2018 - 13:10:28    Efni innleggs: Að ljósmynda flugvélar Svara með tilvísun

Komið sæl öllsömul !! Án gríns, þá er ég komin með nýtt áhugamál, og það eru flugvélar. Ekki að ég fari að gerast flugmaður eða neitt svoleiðis, en það er sennilega ágætis áskorun að fara að ljósmynda þær, sérstaklega þessar stóru.

Eru einhverjir hér með reynslu af því? Ég er að hugsa um KEF lendinga og þess háttar.

Spurning um hvar á maður að vera staddur, og hvernig fréttir maður að flottum vélum að koma.

Og vídeó upptaka. Það er örugglega nokkuð mál.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
vilhj


Skráður þann: 11 Sep 2013
Innlegg: 56

Nikon D800
InnleggInnlegg: 10 Feb 2018 - 20:58:16    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég veit ekkert um praktísk atriði við að taka myndir af flugvélum sem eru að koma inn til lendingar, en hitt veit ég að þú getur fylgst með umferðinni á
https://www.flightradar24.com
og þar eru myndir af vélunum ásamt upplýsingum um þær.
kv.
Villi
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Flugnörd
Umræðuráð


Skráður þann: 22 Jún 2006
Innlegg: 3332
Staðsetning: BIRK
Canon EOS 5D Mark II
InnleggInnlegg: 12 Feb 2018 - 14:18:21    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hæ. Ég hef verið að mynda flugvélar í um 16 ár.

Þetta er alls ekki flókið þannig séð en aðal atriðin eru að vera með hraða undir 1/200 þegar þú myndar vélar með skrúfu til þess að skrúfan virðist ekki vera stopp. Þetta skiptir ekki eins miklu máli á þotum.

Ég hef aðalega myndað í reykjavík, en það er meira mál í keflavík þar sem að vélarnar lenda svo langt inni á hafasvæði að því þyrftir aðgangspassa og annað til að komast nær þeim.

Á sínum tíma keypti ég mér scanner til þess að hlusta á talstöðvarsamskipti og vita hvenær vélar eru að koma og á hvaða flugbraut. Núna í seinni tíð hefur flightradar komið fram og er mun betra að sjá þetta þar.

Ég er að mestu hættur að mynda flugvélar frá jörðinni og farinn að mynda þær uppi í loftinu, en það er mun meiri skemmtun. Getur séð eitthvað af þeim hér : https://500px.com/urr og https://500px.com/doddi757

Margir tala um að það sé nauðsinlegt að vera með linsu með IS, en það er kjaftæði. Það hjálpar alveg en það er enganveginn nauðsin. Ég myndaði í mörg ár án þess og það kom ekki að sök.

En talandi um álagstíma í kef þá eru flestar brottfarir á milli 06-08 og svo aftur milli 15-18, og komur á milli 04-07 og 14-16.

Að lokum langar mig til þess að benda þér á síðuna www.airliners.net en sú síða er mjög góð bæði til að skoða myndir og til þess að sjá hvernig aðrir gera hlutina. Þeir eru mjög strangir á því hvaða myndir komast inn og benda manni á hluti sem maður tekur ekki endilega eftir.

Vona að þetta hjálpi eitthvað. Vertu í bandi ef það er eitthvað meira sem ég get sagt þér. Kv. Þórður A. Flugmaður/Ljósmyndari
_________________
Þórður Arnar - Ljósmyndari... 865-8943

Canon RÚLAR!!! Flickr URRRRR
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Micaya


Skráður þann: 17 Des 2009
Innlegg: 5018


InnleggInnlegg: 12 Feb 2018 - 22:40:16    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Crossing the Atlantic by Thordur Arnar on 500px.com

Ertu að segja mér að þessi mynd er ... alvöru !!? Vá! Fljúgandi ... ekki fótósjoppað?!!

Ég hef flogið í Cessna nokkrum sinnum, og ljósmyndað úr lofti.

Einhvers staðar verður maður að byrja! Takk fyrir þetta!
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Almenn umræða Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group