Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði |
Höfundur |
Skilaboð |
| hamer
|
Skráður þann: 01 Maí 2008 Innlegg: 152
Canon 5D MK IV
|
|
Innlegg: 21 Feb 2017 - 11:21:29 Efni innleggs: Að ferðast til Balí. |
|
|
Nú vantar mig leiðbeiningar Því ég ætla að að gefa mér sjálfum í afmælisgjöf ferð til Balí og dvelja þar í 4-6 vikur og gista á 2-3 Hótelum víðsvegar um eyjuna og mynda allt sem að augum ber!
Nú hef ég ekki ferðast svona áður og er því nokkuð óviss hvað maður tekur með og hvað maður sleppur með.
Ég á lítinn og léttan Mannfrotto þrífót í axlarpoka Sem er þægilegur og alveg nógu stappíl. Ég hugsa á LEE safnið fari með líka.
Það sem ég er óviss með er um Vélar og linsur, Ég er með
5D mark ii
5D Mark iv
16-35 2,8 Mark III
70-200 2,8 IS II
24-105 f/4 L IS ( Sem ég er að spá í á endurnýja og fá mér 24-70 2.8 Þarna úti)
Hvað mundir þú taka með? _________________ Kveðja
Þráinn Maríus
http://flickr.com/photos/mariusing/ |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| Páll Ágúst
| 
Skráður þann: 09 Mar 2010 Innlegg: 104 Staðsetning: Reykjavík Nikon D500
|
|
Innlegg: 22 Feb 2017 - 18:09:48 Efni innleggs: |
|
|
Myndi taka 5D Mark4, 16-35mm og 24-105mm. Myndi líklegast samt skilja 24-105mm eftir og endurnýja í 24-70mm hið fyrsta til að hafa hana.
Ein vél 2 lisnur, en það myndi henta mér vel m.v. hvað ég skýt, hefði minna við þröngu linsuna að gera. Er meira í landslagi, street og fólki. En ef þú ætlar að taka mikið dýralíf eða surf o.s.frv. myndi ég hugsa það að taka 70-200mm í staðinn fyrir 16-35mm.
En að sjálfsögðu taka allar þrjár (eða tvær og kaupa eina úti) _________________ Flickr |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| magnusbj
| 
Skráður þann: 16 Okt 2009 Innlegg: 349 Staðsetning: Akureyri Canon 70D
|
|
Innlegg: 23 Feb 2017 - 10:16:41 Efni innleggs: |
|
|
Sammála Páli með linsurnar. Ég mundi skilja 70-200 eftir, aðallega út af stærð og fyrirferð. Tvær linsur eru alveg nóg hefði ég haldið. Ef þú ætlar aftur á móti að fara að taka t.d. fuglamyndir inni í skóg þá væri málið annað. En á venjulegu ferðalagi þá er held ég betra að vera með minni farangur í bakpokanum (þarft pláss fyrir vatn) og þægilega linsu á röltinu. Ég sjálfur er ekki með þrífót með mér en mundi mögulega gera það í svona ferð. Ég aftur á móti er túristi með ljósmyndaáhuga og vill ferðast um og skoða og smella af þegar ég sé eitthvað sem er áhugavert (sem er alltaf nóg af)
ps
mundu bara eftir að hafa nóg af minniskortum  _________________ https://www.flickr.com/photos/magnusbjorns/
https://plus.google.com/u/0/+MagnusBjornsson |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| BenniH
| 
Skráður þann: 09 Ágú 2009 Innlegg: 169 Staðsetning: Reykjavík Canon 5D Mark III
|
|
Innlegg: 27 Feb 2017 - 19:34:03 Efni innleggs: |
|
|
Ég var á Bali í þrjár vikur vorið 2015 og hafði með mér sama kombo og þú ert að lýsa, 5D mark III og svo sömu linsur. Ekkert mál að geyma 70-200 linsuna á hótelinu ef þú vilt ekki nota hana þann daginn, en það er bara svo margt sem þig langar að draga aðeins að þér, fólk að vinna á hrísgrjónaökrunum, börn og apar td. Þrífótur og stop filterar (ég var með big stopper) eru bráðnauðsynlegir, sérstaklega ef þú ferð til Ulun Danu hofsins og reyndar á fleiri stöðum. Staðir sem þú verður að heimsækja eru Tampak spring temple, Ulun Danu, Tanah Lot, Batur fjall, Ubud og Monkey forest, Jatiluwih hrísgrjónaakrarnir svo eitthvað sé nefnt - en þú ert væntanlega búinn að lista upp hvað þú vilt gera. Svo kostar ekki mikið að hafa sinn einkagæd, minnir að við höfum borgað um 5.000 kr fyrir heilan dag með einkadriver á góðum bíl. Ef þú vilt fá nafn og númer hjá einum góðum sem var mikið með okkur þá er bara að láta vita  _________________ http://www.flickr.com/photos/benni65/
Canon EOS 5D Mark III; Canon EOS 7D; EF 16-35mm f/2.8 L II USM; EF 24-105mm f/4 L IS USM; EF 70-200mm f/2.8 L IS II USM; EF 100-400mm f/4.5-5.6 L IS USM; EF 100mm f/2.8 L IS USM Macro; Canon Speedlite 600EX-RT |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| hamer
|
Skráður þann: 01 Maí 2008 Innlegg: 152
Canon 5D MK IV
|
|
Innlegg: 02 Mar 2017 - 10:16:29 Efni innleggs: |
|
|
BenniH skrifaði: | Ég var á Bali í þrjár vikur vorið 2015 og hafði með mér sama kombo og þú ert að lýsa, 5D mark III og svo sömu linsur. Ekkert mál að geyma 70-200 linsuna á hótelinu ef þú vilt ekki nota hana þann daginn, en það er bara svo margt sem þig langar að draga aðeins að þér, fólk að vinna á hrísgrjónaökrunum, börn og apar td. Þrífótur og stop filterar (ég var með big stopper) eru bráðnauðsynlegir, sérstaklega ef þú ferð til Ulun Danu hofsins og reyndar á fleiri stöðum. Staðir sem þú verður að heimsækja eru Tampak spring temple, Ulun Danu, Tanah Lot, Batur fjall, Ubud og Monkey forest, Jatiluwih hrísgrjónaakrarnir svo eitthvað sé nefnt - en þú ert væntanlega búinn að lista upp hvað þú vilt gera. Svo kostar ekki mikið að hafa sinn einkagæd, minnir að við höfum borgað um 5.000 kr fyrir heilan dag með einkadriver á góðum bíl. Ef þú vilt fá nafn og númer hjá einum góðum sem var mikið með okkur þá er bara að láta vita  |
Takk Benni þetta kemur sér aldeilis vel:-) Enn ég er bara sétt byrjaður að skoða þetta _________________ Kveðja
Þráinn Maríus
http://flickr.com/photos/mariusing/ |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
|