Sjá spjallþráð - Linsuráðgjöf? :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Linsuráðgjöf?

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Almenn umræða
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Alliat


Skráður þann: 03 Jún 2005
Innlegg: 497
Staðsetning: Kópavogur
Canon EOS 550D/Rebel T2i
InnleggInnlegg: 22 Nóv 2016 - 21:19:07    Efni innleggs: Linsuráðgjöf? Svara með tilvísun

Góðan og blessaðan!

Mig langaði að vita hvort hér væri einhver sjéní sem vissi hvaða linsa myndi henta best fyrir íþróttaljósmyndun innandyra. Þ.e. í íþróttahúsum þar sem lýsingin er oft ekkert ofurmikil. Budgetið er algjört max 200.000 kr.

Það þarf ekki að vera neitt dúndur zoom en hún verður skiljanlega að vera björt.

Einnig, þið sem eruð að taka svona innanhússíþróttamyndir, hvaða ISO eruð þið að hætta ykkur upp í?
_________________
Alliat. Get yours at bighugelabs.com
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
joiph


Skráður þann: 25 Feb 2011
Innlegg: 76
Staðsetning: Reykjavík
alls konar
InnleggInnlegg: 22 Nóv 2016 - 22:31:46    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Með þetta budget er örugglega best að taka Tamron SP 70-200mm f/2.8 Di frá Aliexpress eða ebay

https://www.aliexpress.com/item/Genuine-New-Tamron-SP-70-200mm-f-2-8-Di-LD-IF-Marco-Lens-For-Canon/32505205053.html?spm=2114.13010208.99999999.264.Kypg7M

Varðandi ISO er það alltaf spurning um málamiðlun hvað þú vilt taka myndirnar á löngum tíma og hvað þú þolir mikið noise.
_________________
http://www.bjartoggott.is/

https://www.flickr.com/photos/joipetur/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda Yahoo-skilaboð
einhar


Skráður þann: 17 Ágú 2005
Innlegg: 5372
Staðsetning: Á milli Selkóps
Cnn
InnleggInnlegg: 22 Nóv 2016 - 23:30:47    Efni innleggs: Svara með tilvísun

24 70mm væri mitt val.
_________________
Dagskot Rodors

Siððan wæs rodor áræred and ryne tungla, folde gefæstnad - Síðan var himinn settur upp svo og gangur tungls, jörð var sett föst
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
keg


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 2089
Staðsetning: Suðvesturhornið
Fujifilm X-T1/Canon EOS M3
InnleggInnlegg: 23 Nóv 2016 - 8:24:47    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Alltof stutt, 70-200 fyrir ff eða 40-150 fyrir minni skynjara f/2.8 er lágmark

einhar skrifaði:
24 70mm væri mitt val.

_________________
Kveðja,
Kristján Emil Guðmundsson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
sigurdsson


Skráður þann: 15 Ágú 2011
Innlegg: 28


InnleggInnlegg: 23 Nóv 2016 - 9:29:07    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Sigma 50-100 ƒ/1.8 er spennandi.
_________________
Magnús Sigurðsson [flickr]
Canon 80D • 50 ƒ/1.8 STM
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
jho


Skráður þann: 17 Mar 2012
Innlegg: 1161
Staðsetning: Akranes
Canon EOS 5D Mark-III
InnleggInnlegg: 23 Nóv 2016 - 13:01:18    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég hef notað fasta 100mm f2 lisnu í körfuboltann, en er með aðgang að endalínum beggja vegna þannig að ég kemst nálægt vellinum. Canon 135 f2 er líka mjög skemmtileg í sport en með fasta linsu færðu stærra ljósop sem þýðir lægra ISO og/eða meiri lokunarhraði. Hins vegar þá eru þær ekki með sveigjanleikann sem zoom-ið hefur.

Ef þú telur þig þurfa zoom linsu er eina vitið að taka 70-200 f2.8 linsu. Til að frysta hraðan action þarftu að lágmarki 1/400 í hraða og ISO stillngar geta verið mjög mismunandi eftir íþróttahúsum. Birtan í sumum húsunum er skelfileg og oft þarf maður að veraí 6400, stundum jafnvel meira í verst lýsut húsunum, en stundum sleppur 1600, í best lýstu húsunum og þá miðað við að þú þurfir að vera með hraðann 1/400. Mjög góð kaup í Canon 70-200 f2.8 L (ekki með hristivörn), hef notað hana mikið og hún er mjög góð.

Stundum sleppur maður með minni hraða, sérstaklega í krakkasporti þar sem hraðinn er minni en þá dugar stundum 1/320.

Sterkir kandídatar undir 200 þús, þ.e. a.s ef þú notar Canon

Canon EF 70-200 f2.8 USM L (180.000 ný um 100.000 notuð)
Canon EF 85 mm f1.8 (góðar á kropp vélar) 55000 ný
Canon EF 100 mm f2 (60.000 ný /brilliant portrait linsa að auki og líklega besta bang for the buck sem þú færð í þessum linsum).
Canon EF 135 mm f2 L (goðsögn á 160.000 ný )
_________________
Kveðja, Jónas

http://www.flickr.com/photos/jonas-ottos/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
THUMB


Skráður þann: 04 Mar 2005
Innlegg: 923
Staðsetning: Kópavogur
Canon 5D
InnleggInnlegg: 23 Nóv 2016 - 14:52:06    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Sigma 50-100mm f1.8 er klárlega lang besti kosturinn fyrir þetta tiltekna dæmi.

annars góðir punktar frá jho
_________________
http://thebigpicturelibrary.com/thumall
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
jho


Skráður þann: 17 Mar 2012
Innlegg: 1161
Staðsetning: Akranes
Canon EOS 5D Mark-III
InnleggInnlegg: 23 Nóv 2016 - 20:39:09    Efni innleggs: Svara með tilvísun

THUMB skrifaði:
Sigma 50-100mm f1.8 er klárlega lang besti kosturinn fyrir þetta tiltekna dæmi.


Sigman fær virkilega góða umfjöllun og miðað við aðrar nýlegar frá Sigma er hún örugglega með bestu kostum.
_________________
Kveðja, Jónas

http://www.flickr.com/photos/jonas-ottos/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Alliat


Skráður þann: 03 Jún 2005
Innlegg: 497
Staðsetning: Kópavogur
Canon EOS 550D/Rebel T2i
InnleggInnlegg: 30 Nóv 2016 - 13:52:15    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Takk fyrir svörin! Þetta er allt gullið info! Very Happy
_________________
Alliat. Get yours at bighugelabs.com
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Almenn umræða Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group