Sjá spjallþráð - Fókus í norðurljósamyndum? :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Fókus í norðurljósamyndum?

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Ljósmyndatækni
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
hendrix


Skráður þann: 25 Des 2009
Innlegg: 178

Nikon D610
InnleggInnlegg: 28 Sep 2016 - 14:45:27    Efni innleggs: Fókus í norðurljósamyndum? Svara með tilvísun

Eru þið með einhver tips hvernig er best að fókusera þegar það er svona dimmt úti? Notið þið alltaf infinity? En þegar það er eitthvað í forgrunni líka?

Í gær tók ég nokkrar myndir og mér fannst mjög erfitt að ná ljósum og húsum sem voru í forgunni (sirka 1-2km fjarlægð) í réttan fókus. Átti mjög erfitt með að fókusera með því að horfa í gegnum augað og handstilla þannig. Sá í raun ekki fyrr en heim var komið hvaða myndir virkuðu svo og hverjar ekki. Er eitthvað trick í þessu?

Linsan sem ég er með er föst í f4, er það of dimmt að öllu jöfnu? Eða á það alveg að sleppa?

Takk!
_________________
we are ugly but we have the music
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
kiddi


Skráður þann: 03 Jan 2005
Innlegg: 2230

Nikon D810
InnleggInnlegg: 28 Sep 2016 - 18:40:53    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Margar af mínum uppáhalds norðurljósamyndum eru teknar með f/4, svo það er ekki vandamálið. f/4 hefur einmitt akkurat næga fókusdýpt til að negla stjörnuhiminn og sjóndeildarhring saman í fókus.

Það er ekki hægt að treysta á infinity, því allar autofocus linsur eru gerðar til að þola smá frávik vegna ýmissa ástæðna, m.e. þennslu/þjöppun vegna hita og kulda, og því er infinity markið á þeim eingöngu til viðmiðunar.

Þegar ég var að byrja í þessu þá fann ég rétta eilífð að degi til og merkti í huganum hvar sú lína réttilega er, en það er þó ekki 100% marktækt því aðstæður innan í linsunni geta breyst lítillega þegar hún er búin að standa lengi í nokkurra stiga frosti.

Í dag notast ég við skjáinn á myndavélinni, annað hvort tek ég nokkrar myndir sem ég skoða svo í 100% og prófa að hnika fókushringnum til í hvert sinn til að finna það besta (mundu að slökkva á autofocus), og stundum er nægilega bjart til þess að ég geti einfaldlega notað live view og zoomað í 100% og neglt fókusinn bara í beinni.

Gangi þér vel!
_________________
flickr / augnablik.is
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
einhar


Skráður þann: 17 Ágú 2005
Innlegg: 5372
Staðsetning: Á milli Selkóps
Cnn
InnleggInnlegg: 28 Sep 2016 - 19:18:51    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég vil bæta við hjá Kidda.
Ef sést í tunglið er það prýðilegt til að fá fókus, en því miður er það ekki á himni eftir myrkur í kvöld.
Þú átt eftir að geta notað það seinna og þá notarðu autofocus og stillir síðan linsuna á manual focus þegar fókus hefur verið náð.
_________________
Dagskot Rodors

Siððan wæs rodor áræred and ryne tungla, folde gefæstnad - Síðan var himinn settur upp svo og gangur tungls, jörð var sett föst
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
hendrix


Skráður þann: 25 Des 2009
Innlegg: 178

Nikon D610
InnleggInnlegg: 28 Sep 2016 - 21:51:57    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Takk drengir!
_________________
we are ugly but we have the music
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
 sje
Stjórn


Skráður þann: 04 Sep 2004
Innlegg: 14460

Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 01 Okt 2016 - 13:03:13    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ef það er eitthvað ljós sem er nógu langt í burtu þá er hægt að nota það eins og Einhar lýsir með tunglið. Fókusa með autofocus og svo skipta yfir á manual.
_________________
Sigurður Jónas Eggertsson
Ljósmyndar af áhuga
sje@ljosmyndakeppni.is
gsm: 663-4321
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Ljósmyndatækni Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group