Sjá spjallþráð - Framköllunarvökvar ending :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Framköllunarvökvar ending

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Filma
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
alpinus


Skráður þann: 13 Júl 2015
Innlegg: 15


InnleggInnlegg: 14 Ágú 2016 - 10:11:21    Efni innleggs: Framköllunarvökvar ending Svara með tilvísun

Góðan dag

Fór í Ljósmyndavöruverslun hér í bæ, Rvk, og starfsmaður sagði mér að framköllunarvökvinn, DD-X sem ég vildi kaupa, entist bara í nokkrar vikur þegar búið væri að opna hann og þó hann væri óblandaður. Hef ekki prófað að framkalla áður á hefðbundin hátt en fannst þetta lítil ending, en hann benti mér bara á að gúggla ef ég þyrfti aðrar upplýsingar.

Getið þið eitthvað frætt mig um hvað svona vökvar endast ca og hvernig sé best að geyma þá?

Mbk Hans M
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Villi Kristjáns


Skráður þann: 09 Okt 2005
Innlegg: 722
Staðsetning: Hveragerði
Nikon D3200
InnleggInnlegg: 14 Ágú 2016 - 19:05:31    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ef þetta er vökvi þá er nú bara nokkuð gott að hann endist í nokkrar vikur.
Það er eðlilegt að framköllunarvökvi oxist við það að loft komist að honum. Hægt er þó að hægja á oxununni. Hægt er að kæla vökvann og halda honum i kæliskáp við væga kælingu, minnka loftrúmtakið og geyma vökvann í framköllunarbrúsa og þrýsta út öllu lofti eftir notkun, og geyma hann á dimmum stað í ljósþéttu íláti. Eftir því sem hann er notaður meira því meira minnkar ending hans því efni í honum ganga í samband við pappírinn og efni úr pappírnum saman við framkallarann, þessi blöndun eyðileggur framkallarann að lokum.
_________________
Bloggið mitt og ljósmyndirnar mínar eru á;
http://www.flickr.com/photos/villi_kristjans/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Meso


Skráður þann: 28 Feb 2007
Innlegg: 593

Leica M6
InnleggInnlegg: 15 Ágú 2016 - 10:17:04    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ef þú ert að stíga fyrstu skref í framköllun mæli ég með Kodak D76, hann er ódýr og einfaldur í notkun.
Ég hef geymt hann blandaðan í 6 mánuði án vandræða, bara geyma hann í brúsa sem hægt er að kreista loftið úr þegar þú notar af honum.
Ilford ID-11 er víst sama formúla en hef ekki prófað hann þar sem d-76 er ódýrari.
Síðast er ég gáði var hann til í Beco í 1 líter kit.
_________________
Andri
Flickr
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Villi Kristjáns


Skráður þann: 09 Okt 2005
Innlegg: 722
Staðsetning: Hveragerði
Nikon D3200
InnleggInnlegg: 15 Ágú 2016 - 13:43:49    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Kodak D76 er duft sem er hægt að blanda á tvenna vegu og er í það heila tekið heppilegasti framkallarinn fyrir filmur, sjá hér; http://www.kodak.com/global/en/professional/support/techPubs/j78/j78.pdf
_________________
Bloggið mitt og ljósmyndirnar mínar eru á;
http://www.flickr.com/photos/villi_kristjans/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
alpinus


Skráður þann: 13 Júl 2015
Innlegg: 15


InnleggInnlegg: 10 Jan 2017 - 1:14:16    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Takk fyrir góðar upplýsingar Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Filma Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group