Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði |
Höfundur |
Skilaboð |
| furby
|
Skráður þann: 02 Jan 2007 Innlegg: 2
Fujifilm FinePix s5500
|
|
Innlegg: 03 Jún 2016 - 15:42:37 Efni innleggs: Langar í Canon vél |
|
|
Dagin öll.
Nú er ég algjör byrjandi í myndatöku en langar í einhverja góða vél.
Mig langar að fá mér Canon en hef bara ekki vit á því hvaða vél myndi henta mér.
Ég er búin að vera að skoða EOS 1200D. Getið þið sagt mér eitthvað um hana, er það góð vél fyrir byrjanda eða ætti ég að skoða eitthvað annað.
Er aðallega að hugsa hana í að taka myndir af fjölskyldunni og fjölskyldutengdum viðburðum. |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| Gúrúinn
| 
Skráður þann: 02 Júl 2007 Innlegg: 280 Staðsetning: Reykjavík Canon EOS 70D
|
|
Innlegg: 03 Jún 2016 - 20:28:26 Efni innleggs: |
|
|
EOS 600 (og uppúr) og 1000 (+1100/1200/1300) serían eru fínar byrjendavélar ef þú ert að leita að almennri vél. Meira að segja EOS 450/500/550. Þetta snýst allt um hvað þú vilt borga.
Ég þekki ekki 1200D sjálfur en átti 650D og var mjög sáttur. Dóttir mín á 450D sem hún er hæstánægð með. _________________ Flickr
500px.com |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| ArnarBergur
| 
Skráður þann: 08 Feb 2009 Innlegg: 7515 Staðsetning: Reykjavík The Sexy thing - 6D
|
|
Innlegg: 04 Jún 2016 - 0:38:17 Efni innleggs: |
|
|
Ég myndi skoða 1300D
Hún er alveg glæný frá canon og var að koma út
1300D eru alveg byrjendaflokkurinn hjá Canon, mjög einfaldar vélar
Ekkert að því að byrja á þeim flokki og færa sig svo í annan...
En svo er ekkert að því að fara í dýrari flokk...t.d. 70D, flott í video og ljósmyndun en mögulega flóknar stillingar fyrir byrjenda en lærast fljótt ef áhugi er sýndur
kveðja
ps. Elko var að selja 1300D á 49.900 kr úti á Granda...veit ekki hvort það er mögulega bara búið hjá þeim _________________ Myndasmiður
www.facebook.com/abmyndir
www.flickr.com/arnarbg |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
|
Innlegg: 04 Jún 2016 - 13:27:40 Efni innleggs: |
|
|
Canon 550D-700D notuðu meira eða minna allar sama 18 mp myndnemann og gæðamunurinn á þessum vélum myndrænt séð er svo gott sem enginn. Það er eitthvað af fítusum sem Canon bætti við með árunum en myndrænt séð er hæpið að þú sjáir nokkurn mun. Ef eitthvað er skorar 550D betur myndrænt séð en arftakarnir.
750D kom síðan með nýjan 24MP nema. Ég veit ekki nákvæmlega hversu mikill gæðamunurinn er en finnst eins og hann eigi að vera einhver.
Sama gildir líklegast um 1000D-1300D. Framfarirnar milli kynslóða eru svo takmarkaðar að að mínu mati er takmarkaður ábati í því að kaupa dýrari vél myndrænt séð. (Fyrirvari: Ég hef lítið skoðað 1xxxD línuna þannig að ef einhver þeirra tók gæðastökk þá er mér ekki kunnugt um það.
Þú átt að geta fengið 550D-700D notaðar á svona 40k-90k miðað við að 750D eru að fara á allt niður í 100k. Verðið á 1xxxD vélunum ætti að vera á sama bili.
P.S. Ég er að tala um myndgæði hérna. Það er algerlega persónubundið hvaða fítusa hver og einn vill hafa í sinni vél og þeir eru helsta breytan í þessum samanburði. |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
|