Sjá spjallþráð - Suðurland :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Suðurland

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Almenn umræða
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
raggasnagga


Skráður þann: 26 Ágú 2012
Innlegg: 144

Canon
InnleggInnlegg: 04 Maí 2016 - 19:32:56    Efni innleggs: Suðurland Svara með tilvísun

Hæ, er að spá í að taka dagsrúnt austur fyrir fjall. Langar að skoða Flúðir og Sólheima og þar um kring, er mjög ókunnug þessum landshluta, veit ekki alveg hvað maður kemst langt á einum degi og til baka, varla mikið lengra en að Vík? Eða hvað?

En allavega, getið þið komið með uppástungur að einhverjum skemmtilegum myndvænum stöðum á þessu svæði? Svona fyrir utan helstu túristagildrurnar... og sem hægt er að komast að á Subaru Legacy ef það er eitthvað afskekkt.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Villi Kristjáns


Skráður þann: 09 Okt 2005
Innlegg: 722
Staðsetning: Hveragerði
Nikon D3200
InnleggInnlegg: 07 Maí 2016 - 20:34:24    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Eyrarbakki - kirkjan og húsin, Ströndin neðan við Stokkseyrarbakka, Rjómabúið Baugsstöðum og vitinn þar nærri, Hveragerði - Ganga upp með Varmá frá Fossflöt og ganga upp með henni upp í Reykjadal (bílastæði upp í dal), Kerið í Grímsnesi sunnan frá - smá labb. Svona sem mér dettur í hug í fljótu bragði.
_________________
Bloggið mitt og ljósmyndirnar mínar eru á;
http://www.flickr.com/photos/villi_kristjans/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
raggasnagga


Skráður þann: 26 Ágú 2012
Innlegg: 144

Canon
InnleggInnlegg: 08 Maí 2016 - 11:54:06    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Takk. Var einmitt búin að plana að fara á Eyrarbakka og Stokkseyri. Langaði líka að fara dálítið lengra inn í land en nenni samt ekki Gullfossi og Geysi, hef séð það. Langar t.d. að fara að upp að Brúarfossi. Veistu nokkuð hvað myndi taka langan tíma að komast þaðan og niður að Eyrarbakka?
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
ingaDD


Skráður þann: 09 Jún 2008
Innlegg: 761
Staðsetning: selfoss
Canon 7D MKII
InnleggInnlegg: 08 Maí 2016 - 14:15:09    Efni innleggs: Svara með tilvísun

brúarfoss - -eyrakakki er myndi ég halda um 60 mín
_________________
canon EOS 7DmarkII, 50mm 1,4f, 17-40L 4f, 70-200L 2,8, 10-20 3,5f, 24-105L f4

http://www.flickr.com/photos/ingaduranie
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Villi Kristjáns


Skráður þann: 09 Okt 2005
Innlegg: 722
Staðsetning: Hveragerði
Nikon D3200
InnleggInnlegg: 08 Maí 2016 - 15:59:24    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Fyrst þú ferð þarna uppeftir þá er tilvalið að skoða fossinn Faxa og réttirnar þar. Á leiðinni er sniðugt að stoppa við Urriðafoss. Vitinn nærri Baugsstöðum heitir Knarrarósviti, hann er fallegur. Reykjaréttir nærri Brautarholti eru fallegar en enn fallegri eru þó Skaftholtsréttir á leið til Árness. Fjöllin þar eru einnig tilkomumikil og ef þú ferð lengra þangað uppeftir þá er Gaukshöfði vel þess virði að rölta upp á, þaðan er víðsýnt. Og þó þú farir ekki þarna núna þá er tilvalið að fara þarna uppeftir síðar.
Brúarhlöð fyrir ofan Flúðir eru sérlega tilkomumikil, ekki gleyma gamla kirkjustaðnum Hruna á leiðinni og Hrunalaug. Töluvert af túristum eru farnir að leggja leið sína á þessa staði en það er enn ekki of mikið. Á Flúðum gæti verið sniðugt að skoða gömlu sundlaugina sem nú er uppbyggð og í rekstri. Kirkjan í Bræðratungu er sérdeilis falleg og gömul leiði þar.
Og mundu, náðu þér í fríkort af Árnessýslu, þau hafa reynst mér vel, öll þessi fríkort.
_________________
Bloggið mitt og ljósmyndirnar mínar eru á;
http://www.flickr.com/photos/villi_kristjans/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
raggasnagga


Skráður þann: 26 Ágú 2012
Innlegg: 144

Canon
InnleggInnlegg: 09 Maí 2016 - 16:39:27    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Frábært, takk fyrir þessi svör. Fríkort - ertu þá að meina einhvers konar landakort? Eða er það eitthvað annað?
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Villi Kristjáns


Skráður þann: 09 Okt 2005
Innlegg: 722
Staðsetning: Hveragerði
Nikon D3200
InnleggInnlegg: 10 Maí 2016 - 22:24:26    Efni innleggs: Svara með tilvísun

raggasnagga skrifaði:
Frábært, takk fyrir þessi svör. Fríkort - ertu þá að meina einhvers konar landakort? Eða er það eitthvað annað?


Já, frí landakort sem maður pikkar upp hjá Turist info. Á þeim eru einnig oft lýsingar á áhugaverðum stöðum. Einnig má pikka upp leiðarbækur ársins sem eru þar einnig.
_________________
Bloggið mitt og ljósmyndirnar mínar eru á;
http://www.flickr.com/photos/villi_kristjans/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
raggasnagga


Skráður þann: 26 Ágú 2012
Innlegg: 144

Canon
InnleggInnlegg: 11 Maí 2016 - 16:16:10    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ok flott, tékka á því. Þá er bara að vona að veðrið verði sæmilegt um helgina.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Almenn umræða Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group