Sjá spjallþráð - Felutjald :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Felutjald

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hvað á ég að kaupa?
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
orkki


Skráður þann: 25 Mar 2008
Innlegg: 2404
Staðsetning: Reykjavík
*Besta vél í heimi*
InnleggInnlegg: 12 Apr 2016 - 2:38:15    Efni innleggs: Felutjald Svara með tilvísun

Hvar er hægt að fá felutjald sem er einfalt í uppsetningu og líka hægt að sofa í og hefur op fyrir linsuna?
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Bettinsoli


Skráður þann: 20 Maí 2013
Innlegg: 270
Staðsetning: Selfoss
Canon 5dm3 og Canon 7dm2
InnleggInnlegg: 12 Apr 2016 - 8:02:57    Efni innleggs: Svara með tilvísun

ég fékk mér í fyrra "sitjandi felubyrgi" - svipað og liggjandi felubyrgi sem skotveiðimenn nota, sitjandi því að baxið við að reisa sig upp og möndla með vél/linsu var of mikið brambolt. Ég á líka "rúlllubaggabyrgi" sem er handhægt fyrir 2 en er miklu stærra um sig.
Kíktu á skotveiðivefina og -búðirnar.
Liggjandi/sitjandi byrgin verja vel fyrir vindi og úrkomu.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
oae


Skráður þann: 14 Jún 2005
Innlegg: 268
Staðsetning: Hafnarfjörður
Canon
InnleggInnlegg: 12 Apr 2016 - 13:08:34    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Flest tjöld sem eru gerð sérstaklega sem feultjöld eru yfirleitt botnlaus og frekar háreyst (gert ráð fyrir að maður sitji). Þau eru ekki endilega gerð með það í huga að fullorðin manneskja leggist niður endilöng til þess að sofa..... en það má nú láta sig hafa ýmislegt. Með dýnu og svefnpoka er ekki mikið mál að sofa á jörðinni. Ég hef notað tjöld frá Ameristep sem heita Doghouse (hef líka notað outhouse), sem er reyndar hugsað fyrir veiði en er með mörgum gluggum sem henta einkar vel fyrir myndavélar. Þau eru mjög meðfærileg, stór og rúmgóð en hafa þann galla að spennast um með stálfjöðrum og eru þessvegna ekki góð í að standa af sér vond veður...... enda myndi maður sennilega alltaf ganga frá felutjaldi ef það væri von á vondu veðri. L.L. Rue hafa framleitt tjöld sem eru sérstaklega ætluð fyrir ljósmundun. Þau eru talsvert sterkari og fyrirferðaminni þegar að þau eru uppsett. Mig minnir samt að þau sé það lítil að það sé ekki séns að leggjast niður í þeim og þau eru ekki alveg eins meðfærileg. Ekkert af þessu fæst hérna á íslandi svo að ég viti, ég hef einfaldlega pantað þetta sjálfur. Síðan er það nú bara þannig að felutjald er bara tjald.... með auka gluggum. Mörg kúlutjöld gætu vel verið nothæf í þetta og ég hef bæði séð og notað kúlutjöld sem eru græn og/eða cam lituð til að mynda fugla. Óksturinn við tjald með botni er að það heyrist rosalega mikið þegar að maður hreyfir sig (skrjáf í botninum).... en maður er þurr í lappirnar og getur lagt sig Smile Hef ekkert af þessu hentar þá liggja nú engin geymvísindi á bakvið það að búa til tjald sérstaklega fyrir þínar þarfir. Ég hef reyndar ekki búið til tjald sjálfur en hef notað nokkur slík tjöld sem hafa verið allt frá rétt passa utan um axlirnar og vera nógu stór fyrir 2 til að leggjast niður og sofa.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hvað á ég að kaupa? Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group