Sjá spjallþráð - Sony A6000 - Olympus OM-D E-M10 II - Fuji X-T10 :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Sony A6000 - Olympus OM-D E-M10 II - Fuji X-T10
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Myndavélar
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
siggi_runar


Skráður þann: 06 Jún 2009
Innlegg: 14

Canon Powershot S3 IS
InnleggInnlegg: 07 Apr 2016 - 0:46:32    Efni innleggs: Sony A6000 - Olympus OM-D E-M10 II - Fuji X-T10 Svara með tilvísun

Sæl öll,

Þar sem fjölskyldan er að stækka langar mig að kaupa eitthvað til að taka myndir af nýja einstaklinginum og fyrir hin almennu tilefni. Fyrir um 4 vikum vissi ég ekkert um myndavélar eða hvernig þær virkuðu fyrir utan "auto" fítusinn þannig að við höldum því til haga.
Eftir að hafa hugsað málið langar mig í mirrorless vél eingöngu útaf stærðinni. Eftir að hafa skoðað úrvalið sem í boði er og horft á á youtube til enda hef ég komist að því að þrjár myndavélar koma til greina sem eru á svipuðu verðbili.

Sony A6000
Olympus OM-D E-M10 Mark II
Fuji X-T10

Á leið minni hef ég komist að nokkrum hlutum sem meðal annars eru að myndgæðin fara mikið eftir því hvaða linsa er notuð og hver tekur myndina.

Í hnotskurn sýnist mér allar þessar vélar vera góðar þó svo að hver og ein hefur sitt einkenni ef segja má.

Mig langar að zoom linsan geti dugað mér til að byrja með og kaupa svo einhverjar prime linsur fljótlega. Mér skilst að 35mm (FF) og 50mm (FF) henti ágætlega í portrait og almenna myndatöku en leiðréttið mig endilega ef ég hef rangt fyrir mér.

Því er ég aðallega að velta fyrir mér hvaða vél er með "best value" linsurnar? Varðandi kit linsunar þá hef ég aðalleg komist að því að sony er með verstu kit linsuna.

Ef einhver þekkir til allra þessa myndavéla þá má hinn sami endilega segja skoðun sýna á þeim.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst MSN-skilaboð
Broadbandjes.us


Skráður þann: 14 Des 2004
Innlegg: 183
Staðsetning: Running up on ya

InnleggInnlegg: 07 Apr 2016 - 8:08:56    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Farðu bara og skoðaðu þessar þrjár týpur og finndu hvað hentar þér best. Þessar vélar eru allar mjög frambærilegar.

Ég þekki einungis kit linsuna af Fuji vélinni og hún er skörp og fín. Notaði hana á X-T1 aðeins í fyrra og fékk myndir úr henni sem stóðu alveg á pari við myndir sem komu úr Canon 17-40 L linsu sem er margfalt dýrari.

Það sem pirrar mig mest við Sony er hvað þeir vilja troða mikið í stýrikerfi/valmyndir og hnappa. Fuji hefur reynt að halda jarðtengingunni þegar kemur að þessum hlutum að hafa þá einfalda.

XF27mm linsan kom skemmtilega á óvart á Fuji ekki sú sprækasta í sögunni að fókusa. XF35 f1.4 er mjög fín líka.
_________________
---------
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
keg


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 2089
Staðsetning: Suðvesturhornið
Fujifilm X-T1/Canon EOS M3
InnleggInnlegg: 07 Apr 2016 - 9:55:46    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Það eru tvær kitlinsur fyrir X-T10, XF 18-55 og XC 16-50, ég á XF 18-55 og hún er stórfín, hún hefur líka það fram yfir hinar að vera f/2,8 við 18 mm og f/4,0 á lengri endanum.

Svo er líka a6300 nýkomin, a6000 ætti að vera komin á feitan afslátt núna.

Broadbandjes.us skrifaði:
Farðu bara og skoðaðu þessar þrjár týpur og finndu hvað hentar þér best. Þessar vélar eru allar mjög frambærilegar.

Ég þekki einungis kit linsuna af Fuji vélinni og hún er skörp og fín. Notaði hana á X-T1 aðeins í fyrra og fékk myndir úr henni sem stóðu alveg á pari við myndir sem komu úr Canon 17-40 L linsu sem er margfalt dýrari.

Það sem pirrar mig mest við Sony er hvað þeir vilja troða mikið í stýrikerfi/valmyndir og hnappa. Fuji hefur reynt að halda jarðtengingunni þegar kemur að þessum hlutum að hafa þá einfalda.

XF27mm linsan kom skemmtilega á óvart á Fuji ekki sú sprækasta í sögunni að fókusa. XF35 f1.4 er mjög fín líka.

_________________
Kveðja,
Kristján Emil Guðmundsson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Broadbandjes.us


Skráður þann: 14 Des 2004
Innlegg: 183
Staðsetning: Running up on ya

InnleggInnlegg: 07 Apr 2016 - 10:04:44    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég átti við XC16-50 linsuna. Hef aldrei komið höndum yfir hina. Biðst velvirðingar.

keg skrifaði:
Það eru tvær kitlinsur fyrir X-T10, XF 18-55 og XC 16-50, ég á XF 18-55 og hún er stórfín, hún hefur líka það fram yfir hinar að vera f/2,8 við 18 mm og f/4,0 á lengri endanum.

Svo er líka a6300 nýkomin, a6000 ætti að vera komin á feitan afslátt núna.

Broadbandjes.us skrifaði:
Farðu bara og skoðaðu þessar þrjár týpur og finndu hvað hentar þér best. Þessar vélar eru allar mjög frambærilegar.

Ég þekki einungis kit linsuna af Fuji vélinni og hún er skörp og fín. Notaði hana á X-T1 aðeins í fyrra og fékk myndir úr henni sem stóðu alveg á pari við myndir sem komu úr Canon 17-40 L linsu sem er margfalt dýrari.

Það sem pirrar mig mest við Sony er hvað þeir vilja troða mikið í stýrikerfi/valmyndir og hnappa. Fuji hefur reynt að halda jarðtengingunni þegar kemur að þessum hlutum að hafa þá einfalda.

XF27mm linsan kom skemmtilega á óvart á Fuji ekki sú sprækasta í sögunni að fókusa. XF35 f1.4 er mjög fín líka.

_________________
---------
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
karlg


Skráður þann: 09 Okt 2007
Innlegg: 8352
Staðsetning: Sverige
Olympus
InnleggInnlegg: 07 Apr 2016 - 13:16:05    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þetta eru allt fínar vélar eins og fram hefur komið. Alltaf viðeigandi að fikta í vélunum til að sjá hvað maður fílar en líka mjög góð spurning hjá þráðarhöfundi um linsuvalið.

Ég vil taka fram að ég nota sjálfur Olympus E-M5, svona bara til að það komi fram, en ég er ekkert sérstaklega merkishollur vil ég meina Smile

Sony virðist mér vera með slakasta úrvalið af linsum en það eru stór EN hvað það varðar. Maður getur líka notað FE linsurnar sem eru gerðar fyrir A7-línuna ef maður vill. Margar af þeim linsum eru örugglega mjög góðar en að sama skapi stundum stórar og dýrar líka.

Svo er visst flækjustig í þessu þar sem Sigma hefur nýlega kynnt adapter fyrir Sony sem fær kannski Canon EF linsur að virka snuðrulaust á Sony vélum. Hve mikið maður á að leggja upp úr þessu er svo annað mál. Allar vélarnar geta, með adapterum, notað stórt úrval af linsum en þökk sé Sigma er mögulegt að Sony geti það enn betur. Ég hefði ekki nefnt þetta ef ekki hefði verið fyrir þennan nýja Sigma adapter.

Fuji vs. M43 er öllu erfiðara hvað varðar linsur. Bæði kerfin hafa mjög fínt úrval af linsum og metnaðurinn til að dekka allar helstu þarfir virðist mikill hjá aðilum að þessum kerfum. Svona án þess að kafa dýpra virðast Fuji linsur almennt mjög góðar en ef gæðin eru kannski eitthvað misjafnari hjá Olympus og Panasonic þá held ég að það sé kannski hægt að finna meiri bargain fyrir M43. Nú reyndar bý ég í Svíþjóð og grunar að íslensk verðlagning þurfi ekki endilega að endurspegla þá í Svíþjóð eða restinni af heiminum.

Þetta er fín pæling hjá þér að byrja bara með myndavél með kittlinsu og svo bæta við linsum seinna. Þá hefurðu líklega betri hugmynd hvað meira þú þarft ef kittlinsan dugar ekki alveg. Svo er fjárfestingin líka minni ef þú kemst síðar af því að þú fílar ekki myndavélina eða kerfið sem þú fjárfestir í og vilt skipta yfir í annað.

Það er samt ágætt líka að kíkja á hvaða kerfi hafa þær linsur sem myndu henta þér og þínum fjárhag seinna meir.

Þú nefnir 35mm-e og 50mm-e linsur fyrir portrett og þannig virka vel ef þú vilt taka myndir af fleiri persónum, topp-til-táar-portrett eða portrett þar sem þú tekur aðeins meira af umhverfinu með. Ég fíla einmitt að taka portrett þar sem ég tek með meira en bara höfuð og herðar og nota þá oftast 20mm linsu á mína Olympus (40mm-e). Þegar ég þarf að taka höfuð-herðar portrett nota ég alltaf 45mm linsuna mína (90mm-e).

Eitt sem ég vil nefna hvað varðar Olympusvélina er að hún er sú eina af þessum þremur sem hefur innbyggða hristivörn. Þetta er einn af uppáhaldsfídusunum mínum í minni Olympusvél en hve mikið þetta nýtist veltur mikið á því af hverju maður tekur myndir. Fyrst og fremst nýtist þetta við að taka ljósmyndir af hreyfingarlausu myndefni. Hve stór kostur þetta er umfram hinar myndavélarnar veltur líka á því hvaða linsur maður ætlar að velja.

Einn kostur sem allar vélarnar hafa, af því er ég best veit, og gæti nýst mjög vel við að taka myndir af afkomandanum tilvonandi er sjálfvirkur andlitsfókus Smile
_________________
kal.li

„Strictly handheld is the style I go.“ – MCA
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda AIM-vistfang MSN-skilaboð
keg


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 2089
Staðsetning: Suðvesturhornið
Fujifilm X-T1/Canon EOS M3
InnleggInnlegg: 07 Apr 2016 - 13:27:28    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Andlitsfókus er stórkostlegur á X-T1 og þar sem X-T1 og X-T10 eru eins þegar að það kemur að skynjaranum og fókuskerfinu að þá get ég hiklaust mælt með þeim.

Sakar heldur ekki að verðlagning á Fuji er með sanngjarnasta móti hér á klakanum
_________________
Kveðja,
Kristján Emil Guðmundsson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Broadbandjes.us


Skráður þann: 14 Des 2004
Innlegg: 183
Staðsetning: Running up on ya

InnleggInnlegg: 07 Apr 2016 - 13:29:23    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þarna verð ég að vera sammála þér einu sinni. Kom mér á óvart þegar ég skoðaði verðin hérna í UK hversu vel Ljósmyndavörur hafa staðið sig í verðlagningunni.

keg skrifaði:

Sakar heldur ekki að verðlagning á Fuji er með sanngjarnasta móti hér á klakanum

_________________
---------
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
siggi_runar


Skráður þann: 06 Jún 2009
Innlegg: 14

Canon Powershot S3 IS
InnleggInnlegg: 07 Apr 2016 - 23:59:32    Efni innleggs: Svara með tilvísun

keg skrifaði:
Það eru tvær kitlinsur fyrir X-T10, XF 18-55 og XC 16-50, ég á XF 18-55 og hún er stórfín, hún hefur líka það fram yfir hinar að vera f/2,8 við 18 mm og f/4,0 á lengri endanum.


Ég hef einmitt aðeins kynnt mér þessar tvær kitlinsur og þær fá báðar mjög góða dóma. Fyrir utan að vera f/2.8-4.0 vs f/3.5-5.6 má segja að 18-55 linsan er aðeins betur byggð en aftur á móti er 16-50 linsan aðeins smærri og léttari að virðist. Svo er spurning um sérvisku hvers og eins hvort þessir 2mm á víðari endanum skipti máli eða ekki.

karlg skrifaði:
Eitt sem ég vil nefna hvað varðar Olympusvélina er að hún er sú eina af þessum þremur sem hefur innbyggða hristivörn.


Þetta er einmitt ein af helstu ástæðum þess að ég er að velta Olympusvélinni fyrir mér.

Eftir að hafa rennt aðeins yfir linsuúrvalið á B&H er greinilegt að töluvert meira er í boði fyrir m43 og á hagstæðara verði en fuji x mount linsurnar. Svo tók ég eftir því að margar af fuji linsunum eru ekki með OIS en maður þarf ekki að hafa áhyggjur af því með Olympus IBIS.

Það er reyndar eitt sem fer svakalega í taugarnar á mér með Sony kit-linsuna og það er elektróníska zoomið.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst MSN-skilaboð
keg


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 2089
Staðsetning: Suðvesturhornið
Fujifilm X-T1/Canon EOS M3
InnleggInnlegg: 08 Apr 2016 - 1:54:34    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hristivörn er stórlega ofmetinn fítus, síðan er staðreynd að Fuji (og Sony líka) vélar eru mjög góðar við ISO 6400.

Síðan verðurðu að taka tillit til:

1) Sendingarkostnaðurinn frá B&H til Íslands er um $90
2) Olympus vörur keyptar í bandaríkjunum hafa enga ábyrgð í Evrópu.

siggi_runar skrifaði:
keg skrifaði:
Það eru tvær kitlinsur fyrir X-T10, XF 18-55 og XC 16-50, ég á XF 18-55 og hún er stórfín, hún hefur líka það fram yfir hinar að vera f/2,8 við 18 mm og f/4,0 á lengri endanum.


Ég hef einmitt aðeins kynnt mér þessar tvær kitlinsur og þær fá báðar mjög góða dóma. Fyrir utan að vera f/2.8-4.0 vs f/3.5-5.6 má segja að 18-55 linsan er aðeins betur byggð en aftur á móti er 16-50 linsan aðeins smærri og léttari að virðist. Svo er spurning um sérvisku hvers og eins hvort þessir 2mm á víðari endanum skipti máli eða ekki.

karlg skrifaði:
Eitt sem ég vil nefna hvað varðar Olympusvélina er að hún er sú eina af þessum þremur sem hefur innbyggða hristivörn.


Þetta er einmitt ein af helstu ástæðum þess að ég er að velta Olympusvélinni fyrir mér.

Eftir að hafa rennt aðeins yfir linsuúrvalið á B&H er greinilegt að töluvert meira er í boði fyrir m43 og á hagstæðara verði en fuji x mount linsurnar. Svo tók ég eftir því að margar af fuji linsunum eru ekki með OIS en maður þarf ekki að hafa áhyggjur af því með Olympus IBIS.

Það er reyndar eitt sem fer svakalega í taugarnar á mér með Sony kit-linsuna og það er elektróníska zoomið.

_________________
Kveðja,
Kristján Emil Guðmundsson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
keg


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 2089
Staðsetning: Suðvesturhornið
Fujifilm X-T1/Canon EOS M3
InnleggInnlegg: 08 Apr 2016 - 2:04:23    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Olympus ábyrgð:

http://www.43rumors.com/olympus-kills-grey-market-by-dropping-the-worldwide-warranty/

Samanburður:

http://www.bhphotovideo.com/c/product/1182677-REG/panasonic_h_h025k_25mm_f_1_7_lens_for.html

Linsan kostar $247 sem þýðir að á klakann komin kostar hún 54 þúsund (og ábyrgðarmál eru vésen)

Fuji XF 35/2,0 kostar hins vegar 62 þúsund og kemur með tveggja ára ábyrgð.
_________________
Kveðja,
Kristján Emil Guðmundsson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Solid


Skráður þann: 25 Júl 2011
Innlegg: 5
Staðsetning: Iceland

InnleggInnlegg: 12 Apr 2016 - 11:42:49    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Keypti A6000 um helgina, fékk hana á dúndur góðu verði í Elko.

Ætlaði að fara í A6300 en ákvað að láta ekki verða af því og kaupa þá frekar A7RII ef ég fýla þennann myndavéla bissness Laughing

Tók eina í gær með kit linsuna (ISO100, f14, 1/250, 50mm)
https://www.flickr.com/photos/141003040@N07/26311940351/

1) Sony E-Mount er líklega besta linsukerfið sem er til vegna fjölda adaptora sem eru í boði [1].
Það sem Sony vélin hefur fram yfir hinar tvær er Auto Focus kerfið, Continious shooting (11fps vs 8fps), XAVC-S video, léttari, ódýrari (eftir að a6300 kom út), center-weighted, complete remote control með android + touch focus, meiri upplausn (24 vs 16 megapixels).

2) Olympus vélin er með svo litlum skynjara að hún er eiginlega ekki samanburðarhæf hinum tvemur, en það er flottari skjár, viewfinder og innbyggð hristivörn. [2]

3) Fuji vélin er með ruglaðann shutter, eða 1/32000, og svo flottari view finder. [3]

[1] http://briansmith.com/gear/sony-lens-adapters/
[2] http://cameradecision.com/compare/Sony-Alpha-a6000-vs-Olympus-OM-D-E-M10-II
[3] http://cameradecision.com/compare/Sony-Alpha-a6000-vs-Fujifilm-X-T10[/i]
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
keg


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 2089
Staðsetning: Suðvesturhornið
Fujifilm X-T1/Canon EOS M3
InnleggInnlegg: 13 Apr 2016 - 13:28:16    Efni innleggs: Svara með tilvísun

1) E-Mount er ekki besta linsukerfið vegna þess að úrval af native linsum er hrikalega lélegt.

2) Það er til endalaust úrval af millistykkjum fyrir M43 og miklu fleiri native linsur

3) Helsti munurinn á 24 MP og 16 er að það er hægt að prenta 24 MP mynd 20% breiðar en 16.

4) Bæði Olympus og Fuji eru með lossless RAW, meira að segja 14 bita.

5) Bæði Olympus og Fuji taka upp í MP4

6) M43 skynjarnir eru furðu góðir, ég er með 24 MP APS-C, 16 MP APS-C og 16 MP M43 frá 2012 og við allt nema mögulega ISO 6400 að þá er munurinn sáralítill

7) Stærðarmunurinn á 1,5 og 2,0 skynjara er c.a. 33% og ekki alveg sambærilegur því að 1,5 skynjaranir eru í hlutföllunum 3:2 þegar 2,0 eru í hlutföllunum 4:3.Solid skrifaði:
Keypti A6000 um helgina, fékk hana á dúndur góðu verði í Elko.

Ætlaði að fara í A6300 en ákvað að láta ekki verða af því og kaupa þá frekar A7RII ef ég fýla þennann myndavéla bissness Laughing

Tók eina í gær með kit linsuna (ISO100, f14, 1/250, 50mm)
https://www.flickr.com/photos/141003040@N07/26311940351/

1) Sony E-Mount er líklega besta linsukerfið sem er til vegna fjölda adaptora sem eru í boði [1].
Það sem Sony vélin hefur fram yfir hinar tvær er Auto Focus kerfið, Continious shooting (11fps vs 8fps), XAVC-S video, léttari, ódýrari (eftir að a6300 kom út), center-weighted, complete remote control með android + touch focus, meiri upplausn (24 vs 16 megapixels).

2) Olympus vélin er með svo litlum skynjara að hún er eiginlega ekki samanburðarhæf hinum tvemur, en það er flottari skjár, viewfinder og innbyggð hristivörn. [2]

3) Fuji vélin er með ruglaðann shutter, eða 1/32000, og svo flottari view finder. [3]

[1] http://briansmith.com/gear/sony-lens-adapters/
[2] http://cameradecision.com/compare/Sony-Alpha-a6000-vs-Olympus-OM-D-E-M10-II
[3] http://cameradecision.com/compare/Sony-Alpha-a6000-vs-Fujifilm-X-T10[/i]

_________________
Kveðja,
Kristján Emil Guðmundsson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
keg


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 2089
Staðsetning: Suðvesturhornið
Fujifilm X-T1/Canon EOS M3
InnleggInnlegg: 13 Apr 2016 - 15:13:21    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Cool Velflestar myndavélar núorðið skila hörkufínum myndum sem flestir ættu að geta sætt sig við.

9) Þetta er alltaf spurning um málamiðlun.

keg skrifaði:
1) E-Mount er ekki besta linsukerfið vegna þess að úrval af native linsum er hrikalega lélegt.

2) Það er til endalaust úrval af millistykkjum fyrir M43 og miklu fleiri native linsur

3) Helsti munurinn á 24 MP og 16 er að það er hægt að prenta 24 MP mynd 20% breiðar en 16.

4) Bæði Olympus og Fuji eru með lossless RAW, meira að segja 14 bita.

5) Bæði Olympus og Fuji taka upp í MP4

6) M43 skynjarnir eru furðu góðir, ég er með 24 MP APS-C, 16 MP APS-C og 16 MP M43 frá 2012 og við allt nema mögulega ISO 6400 að þá er munurinn sáralítill

7) Stærðarmunurinn á 1,5 og 2,0 skynjara er c.a. 33% og ekki alveg sambærilegur því að 1,5 skynjaranir eru í hlutföllunum 3:2 þegar 2,0 eru í hlutföllunum 4:3.Solid skrifaði:
Keypti A6000 um helgina, fékk hana á dúndur góðu verði í Elko.

Ætlaði að fara í A6300 en ákvað að láta ekki verða af því og kaupa þá frekar A7RII ef ég fýla þennann myndavéla bissness Laughing

Tók eina í gær með kit linsuna (ISO100, f14, 1/250, 50mm)
https://www.flickr.com/photos/141003040@N07/26311940351/

1) Sony E-Mount er líklega besta linsukerfið sem er til vegna fjölda adaptora sem eru í boði [1].
Það sem Sony vélin hefur fram yfir hinar tvær er Auto Focus kerfið, Continious shooting (11fps vs 8fps), XAVC-S video, léttari, ódýrari (eftir að a6300 kom út), center-weighted, complete remote control með android + touch focus, meiri upplausn (24 vs 16 megapixels).

2) Olympus vélin er með svo litlum skynjara að hún er eiginlega ekki samanburðarhæf hinum tvemur, en það er flottari skjár, viewfinder og innbyggð hristivörn. [2]

3) Fuji vélin er með ruglaðann shutter, eða 1/32000, og svo flottari view finder. [3]

[1] http://briansmith.com/gear/sony-lens-adapters/
[2] http://cameradecision.com/compare/Sony-Alpha-a6000-vs-Olympus-OM-D-E-M10-II
[3] http://cameradecision.com/compare/Sony-Alpha-a6000-vs-Fujifilm-X-T10[/i]

_________________
Kveðja,
Kristján Emil Guðmundsson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
keg


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 2089
Staðsetning: Suðvesturhornið
Fujifilm X-T1/Canon EOS M3
InnleggInnlegg: 14 Apr 2016 - 22:53:08    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég tók mynd á EOS M3 (24 MP), X-T1 (16 MP) og Lumix G3 ( 16 MP ), munurinn er sláandi lítill...

http://www.dpreview.com/forums/post/57417160
_________________
Kveðja,
Kristján Emil Guðmundsson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
siggi_runar


Skráður þann: 06 Jún 2009
Innlegg: 14

Canon Powershot S3 IS
InnleggInnlegg: 14 Apr 2016 - 23:14:06    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Eftir að hafa skoðað þetta fram og til baka ákvað ég að Fuji XT-10 hentaði mér best. Ég keypti vélina notaða á B&H um hádegisbil á þriðjudaginn og náði í hana til DHL í Skútuvoginum um hádegin í dag. Ótrúlegt að þetta taki bara tvo sólahringa.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst MSN-skilaboð
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Myndavélar Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
Blaðsíða 1 af 2

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group