Sjá spjallþráð - Hvernig vél, barn að fæðast, eiga góðar myndir af því :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Hvernig vél, barn að fæðast, eiga góðar myndir af því
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hvað á ég að kaupa?
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
flokason


Skráður þann: 02 Jan 2010
Innlegg: 60


InnleggInnlegg: 07 Jan 2016 - 10:44:16    Efni innleggs: Hvernig vél, barn að fæðast, eiga góðar myndir af því Svara með tilvísun

Nú er erfingi á leiðinni og á að koma í heiminn í mars. Núna á ég enga myndavél, en hef áður átt vélar eins og Canon 30D, Nikon D7000 og Fuji x100
Get viðurkennt að ég er enginn ljósmyndari heldur tengdist þessi myndavéla eign mest græjufíkn sem ég var haldinn. Ég hef hinsvegar mikið róað mig í fíkninni undanfarin ár.
Mér fannst samt gaman að geta tekið gæða myndir og þykir vænt um margar þeirra.

Mig langar auðvitað að geta átt góðar myndir af barninu, amk betri en farsíminn minn getur tekið. Ég mun hinsvegar alltaf fara til ljósmyndara í ungbarnamyndatöku til að eiga "professinal" myndir af henni

En þá hef ég skýrt stöðu mína smá og þá er spurningin. Hvaða myndavél á að kaupa?
Budgettið er nokkuð sveigjanlegt, kannski 100þús upp í 300-400þús max (kannski ólíkegt að ég fari svo hátt)
Þar sem ég er að reyna minnka græjufíknina þá langar mig heldur að láta skynsemina ráða.
Ég hef ekkert á móti því að kaupa notað. T.d. var 5d mark ii draumavélin mín einu sinni,en nú stefnir sú myndavél í að verða 8 ára, mig langar t.d. að vita hvort nýrri ódýrar vélar eiga séns í hana. Ég væri t.d. mjög til í að eiga 5d mark ii, með 50mm 1.4 og svo 24-105 L 4.0. Það væri möguleiki að fá þannig pakka kannski í kringum 250-300þús notað

Svo er það auðvitað spurningin um spegla vél á móti spegla lausri, eins og t.d. einhverja m43 vél.
Kosturinn við þær er auðvitað stærðin og yfirleitt eru þær ódýrari.
Ókosturinn er kannski helst að þær eru lengur að fókusa, en það ætti svosem ekki að vera vandamálið fyrsta árið með barnið, þá situr það yfirleitt kyrrt, en eftir það er það önnur saga.

Ég var mjög hrifinn af Fuji X100 vélinni minni, en kærastan vill hafa zoom linsu

Nokkrar vélar sem ég hef séð notaðar til sölu sem ég gæti haft áhuga á er
5 d mark ii, oft hægt að fá á 120-150þús
Nikon D600, ein auglýst á 180þús
Canon 7D 85þús

Þessi listi skýrist mikið af því að mig langaði alltaf hrikalega mikið að eiga full frame vél (fyrir utan 7D auðvitað). En núna langar mig að láta kannski skynsemina ráða, þeas ég ætla ekki að kaupa full frame eingöngu til að kaupa full frame

Fyrir utan Fuji X100, þá hef ég lítið skoðað annað en DSLR svo ég þekki ekki alveg hvað ég gæti skoðað þar, en ég er alveg opinn fyrir öllum uppástungum.

Svo eru litlu DSLR myndavélarnar ódýrar, t.d. Nikon D3300 með 18-55 linsu á einhvern 85þús í elko. Kannski er það bara alveg nóg fyrir mig


Ég afsaka lengdina á þessu og væri þakklátur fyrir öll ráð.

edit:
Svo varðandi nýjar vélar, sem ég hef skoðað
Sony A7 með 28-70 linsu - full frame speglalaus vél,
Canon 6D með 24-105 STM
Svo ódýrari kanturinn
Sony A6000
Nikon D3300
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Snjolfur1200


Skráður þann: 15 Des 2010
Innlegg: 119


InnleggInnlegg: 07 Jan 2016 - 13:12:38    Efni innleggs: Svara með tilvísun

eða Nikon D5200 á 70 þúsund. Skjár sem þú getur snúið. Mun eflaust geta nýst þér betur. Myndgæðin eru svo gott þau sömu.

http://www.elko.is/elko/is/vorur/Myndavelar_a_utsolu1/Nikon_D5200_myndavel_-_18-55mm_linsa.ecp?detail=true

Verður eflaust svikinn af hvorugri.

http://www.dpreview.com/reviews/nikon-d5200
http://www.dpreview.com/products/nikon/slrs/nikon_d3300
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
keg


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 2089
Staðsetning: Suðvesturhornið
Fujifilm X-T1/Canon EOS M3
InnleggInnlegg: 07 Jan 2016 - 13:51:31    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Fuji X-T1 er fáanleg með XF 18-55 á c.a. 262 þúsund, X-T1 er meira og minna veðurvarin X100 með 8 FPS.

XF 18-55 er mjög skemmtileg linsa, pínu mjúk wide open (f/2.8!) en hnífskörp við f/4 og niður úr.

Fuji X-T10 er svo ódýrari.

Síðan er náttúrulega fleiri kostir eins og Canon EOS M3, þrátt fyrir hvað allir segja að þá er hún nógu hraðvirk til að taka mynd af börnum og hún er helmingi ódýrari en X-T1, ásamt því að kærastan mun líka vilja nota hana.
_________________
Kveðja,
Kristján Emil Guðmundsson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Noddysson


Skráður þann: 04 Apr 2005
Innlegg: 3586
Staðsetning: Borg óttans
Fujifilm X-T1
InnleggInnlegg: 07 Jan 2016 - 18:46:59    Efni innleggs: Svara með tilvísun

ég á fyrir þig flotta fuji x100s á 100.000
_________________
kv: Hilmar Örn

http://www.flickr.com/photos/noddysson/
"camera bodies come and go but lenses last forever".
It´s better to be dead and cool, than alive and uncool....
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
bjartmar


Skráður þann: 07 Nóv 2006
Innlegg: 333

Panasonic Lumix LX5
InnleggInnlegg: 07 Jan 2016 - 21:05:16    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég var sjálfur að eignast barn og keypti mér myndavél fyrir það. Ég keypti mér Nikon D5500 ásamt 18-55mm kit linsunni, 35mm f/1.8 , 50mm f/1.8 og 85mm f/1.8.

Ég mæli hiklaust með því að þú kaupir þér prime linsur með stóru ljósopi. ( min f/1.8 ). Með þær fullopnar í lélegri heimilisbirtu og ISO 6400 nærðu c.a. 1/100 sek shutter speed. Annars er ég einnig með flash sem ég nota stundum til þess að bouncha í vegg/loft fyrir myndir sem mig langar að hafa í betri gæðum. T.d. jólakortamyndirnar o.s.frv.

Til að byrja með er barnið ekki á miklum hlaupum og þú hefur gott svigrúm til þess að stilla rammann af með prime linsum.

Nikon D5500 er 1.5x crop vél svo brennivídd 35mm linsunnar verður sambærileg við 50mm linsu á 35mm formati og brennivídd 50mm linsunnar verður sambærilegt við 75mm. Ég nota aldrei kit linsuna og hef ekki einu sinni prófað 85mm linsuna þar sem mér finnst 50mm linsan oftast í þrengri kantinum innandyra.

Ég mæli s.s. með 35mm f/1.8 og 50mm f/1.8... Hvort sem þú myndir velja þær fyrir Canon eða Nikon vélar. Svo má auðvitað bæta við linsum seinna sem henta betur við aðrar aðstæður en heima í stofu.
_________________
Nikon D5500: 35mm f/1.8G | 50mm f/1.8G | 85mm f/1.8G | SB-910
Panasonic Lumix LX5
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
THUMB


Skráður þann: 04 Mar 2005
Innlegg: 923
Staðsetning: Kópavogur
Canon 5D
InnleggInnlegg: 07 Jan 2016 - 21:51:18    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ef þetta snýst um að ná góðum myndum og ódýrt myndavélakit, þá eru frábær kaup í 5d classic í dag, oft hægt að fá hana á 50þ sem er auðvitað grín verð. Þetta er frábær full frame vél og mun aldrei verða úreld.

Tamron 28-75mm f2.8 er oft hægt að fá á um 45þ notaða. Þetta er frábær linsa og án efa ein bestu kaup sem þú getur gert.

fáðu þér svo eitt flass með þessu, ættir að fá það á 15-20þ. Ikea hleðslubatteríin eru fín á 750kall 4stk

Þarna ertu kominn í rétt rúman 100þ með frábært kit.

Ef svigrúm er til þá er ekki vitlaust að bæta einni canon 85mm f1.8

Held ég geti lofað þér að engin cropvél getur gert þig jafn ánægðan og þetta kit hér að ofan.
_________________
http://thebigpicturelibrary.com/thumall
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
keg


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 2089
Staðsetning: Suðvesturhornið
Fujifilm X-T1/Canon EOS M3
InnleggInnlegg: 08 Jan 2016 - 1:44:51    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Fyrir utan að það fást ekki varahlutir í 5D lengur.

THUMB skrifaði:
Ef þetta snýst um að ná góðum myndum og ódýrt myndavélakit, þá eru frábær kaup í 5d classic í dag, oft hægt að fá hana á 50þ sem er auðvitað grín verð. Þetta er frábær full frame vél og mun aldrei verða úreld.

Tamron 28-75mm f2.8 er oft hægt að fá á um 45þ notaða. Þetta er frábær linsa og án efa ein bestu kaup sem þú getur gert.

fáðu þér svo eitt flass með þessu, ættir að fá það á 15-20þ. Ikea hleðslubatteríin eru fín á 750kall 4stk

Þarna ertu kominn í rétt rúman 100þ með frábært kit.

Ef svigrúm er til þá er ekki vitlaust að bæta einni canon 85mm f1.8

Held ég geti lofað þér að engin cropvél getur gert þig jafn ánægðan og þetta kit hér að ofan.

_________________
Kveðja,
Kristján Emil Guðmundsson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
THUMB


Skráður þann: 04 Mar 2005
Innlegg: 923
Staðsetning: Kópavogur
Canon 5D
InnleggInnlegg: 08 Jan 2016 - 11:38:57    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ef hún bilar þá bara færðu þér nýja notaða, ekki mikill munur á notuðu kaupverði og viðgerðarkostnaði. Efast samt ekki um að það er til fullt af varahlutum á lager í þessa vél
_________________
http://thebigpicturelibrary.com/thumall
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
keg


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 2089
Staðsetning: Suðvesturhornið
Fujifilm X-T1/Canon EOS M3
InnleggInnlegg: 08 Jan 2016 - 15:24:31    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þessi umræða hefur komið áður:

Tilvitnun:
Eitt con sem ég get nefnt. Canon fer að hætta að þjónusta þessa vél svo að það fer að vera erfitt að fá varahluti í hana.


http://www.ljosmyndakeppni.is/viewtopic.php?t=88404&view=previous&sid=1235980d3e44c96770fabc81c0f87265
_________________
Kveðja,
Kristján Emil Guðmundsson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Noddysson


Skráður þann: 04 Apr 2005
Innlegg: 3586
Staðsetning: Borg óttans
Fujifilm X-T1
InnleggInnlegg: 08 Jan 2016 - 17:36:39    Efni innleggs: Svara með tilvísun

THUMB skrifaði:
Ef þetta snýst um að ná góðum myndum og ódýrt myndavélakit, þá eru frábær kaup í 5d classic í dag, oft hægt að fá hana á 50þ sem er auðvitað grín verð. Þetta er frábær full frame vél og mun aldrei verða úreld.

Tamron 28-75mm f2.8 er oft hægt að fá á um 45þ notaða. Þetta er frábær linsa og án efa ein bestu kaup sem þú getur gert.

fáðu þér svo eitt flass með þessu, ættir að fá það á 15-20þ. Ikea hleðslubatteríin eru fín á 750kall 4stk

Þarna ertu kominn í rétt rúman 100þ með frábært kit.

Ef svigrúm er til þá er ekki vitlaust að bæta einni canon 85mm f1.8

Held ég geti lofað þér að engin cropvél getur gert þig jafn ánægðan og þetta kit hér að ofan.


þær eru nú nokkrar sem skáka henni blessaðri fyrstu fimmuni
_________________
kv: Hilmar Örn

http://www.flickr.com/photos/noddysson/
"camera bodies come and go but lenses last forever".
It´s better to be dead and cool, than alive and uncool....
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
keg


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 2089
Staðsetning: Suðvesturhornið
Fujifilm X-T1/Canon EOS M3
InnleggInnlegg: 09 Jan 2016 - 10:48:55    Efni innleggs: Svara með tilvísun

X-T1 er betri að n.v. öllu leiti.

Noddysson skrifaði:
THUMB skrifaði:
Ef þetta snýst um að ná góðum myndum og ódýrt myndavélakit, þá eru frábær kaup í 5d classic í dag, oft hægt að fá hana á 50þ sem er auðvitað grín verð. Þetta er frábær full frame vél og mun aldrei verða úreld.

Tamron 28-75mm f2.8 er oft hægt að fá á um 45þ notaða. Þetta er frábær linsa og án efa ein bestu kaup sem þú getur gert.

fáðu þér svo eitt flass með þessu, ættir að fá það á 15-20þ. Ikea hleðslubatteríin eru fín á 750kall 4stk

Þarna ertu kominn í rétt rúman 100þ með frábært kit.

Ef svigrúm er til þá er ekki vitlaust að bæta einni canon 85mm f1.8

Held ég geti lofað þér að engin cropvél getur gert þig jafn ánægðan og þetta kit hér að ofan.


þær eru nú nokkrar sem skáka henni blessaðri fyrstu fimmuni

_________________
Kveðja,
Kristján Emil Guðmundsson


Síðast breytt af keg þann 09 Jan 2016 - 12:27:32, breytt 1 sinni samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
orkki


Skráður þann: 25 Mar 2008
Innlegg: 2404
Staðsetning: Reykjavík
*Besta vél í heimi*
InnleggInnlegg: 09 Jan 2016 - 11:53:42    Efni innleggs: Svara með tilvísun

THUMB skrifaði:
Ef þetta snýst um að ná góðum myndum og ódýrt myndavélakit, þá eru frábær kaup í 5d classic í dag, oft hægt að fá hana á 50þ sem er auðvitað grín verð. Þetta er frábær full frame vél og mun aldrei verða úreld.

Tamron 28-75mm f2.8 er oft hægt að fá á um 45þ notaða. Þetta er frábær linsa og án efa ein bestu kaup sem þú getur gert.

fáðu þér svo eitt flass með þessu, ættir að fá það á 15-20þ. Ikea hleðslubatteríin eru fín á 750kall 4stk

Þarna ertu kominn í rétt rúman 100þ með frábært kit.

Ef svigrúm er til þá er ekki vitlaust að bæta einni canon 85mm f1.8

Held ég geti lofað þér að engin cropvél getur gert þig jafn ánægðan og þetta kit hér að ofan.


NR1. nei eldgömul tækni, VAR frábær full frame, aldrei verða úreld? Varð það fyrir MÖRGUM árum.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
keg


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 2089
Staðsetning: Suðvesturhornið
Fujifilm X-T1/Canon EOS M3
InnleggInnlegg: 09 Jan 2016 - 12:35:11    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hér er t.d. eitt sem spegillausar hafa fram yfir 5D (fyrir utan smáatriði eins og betra fókuskerfi og vera í ábyrgð og viðgerðarþjónustu):

Þær eru miklu minni og léttari.

Á þessu tæpa ári sem ég er búinn að eiga X-T1 er ég búinn að hamra rúmlega 15 þús römmum í gegnum hana, hluti reyndar af þessu vegna þess að ég er búinn að þurfa að nota vélina sem íþróttamyndavél, en aðallega vegna þess að ég er búinn að nenna að taka vélina með mér hvert sem er.

orkki skrifaði:
THUMB skrifaði:
Ef þetta snýst um að ná góðum myndum og ódýrt myndavélakit, þá eru frábær kaup í 5d classic í dag, oft hægt að fá hana á 50þ sem er auðvitað grín verð. Þetta er frábær full frame vél og mun aldrei verða úreld.

Tamron 28-75mm f2.8 er oft hægt að fá á um 45þ notaða. Þetta er frábær linsa og án efa ein bestu kaup sem þú getur gert.

fáðu þér svo eitt flass með þessu, ættir að fá það á 15-20þ. Ikea hleðslubatteríin eru fín á 750kall 4stk

Þarna ertu kominn í rétt rúman 100þ með frábært kit.

Ef svigrúm er til þá er ekki vitlaust að bæta einni canon 85mm f1.8

Held ég geti lofað þér að engin cropvél getur gert þig jafn ánægðan og þetta kit hér að ofan.


NR1. nei eldgömul tækni, VAR frábær full frame, aldrei verða úreld? Varð það fyrir MÖRGUM árum.

_________________
Kveðja,
Kristján Emil Guðmundsson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
gudmgu


Skráður þann: 14 Okt 2009
Innlegg: 418

Canon
InnleggInnlegg: 09 Jan 2016 - 14:40:38    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Canon 70D getur allt þokkalega vel (nema að vera lítil og létt). Bæði hvað varðar video upptöku með sjálfkrafa fókus kerfi og allar tegundir af ljósmyndun.
Hún ætti að fást frekar ódýrt í dag ný vegna þess að arftaki hennar hlýtur að vera að koma.
Ef-s STM linsurnar frá Canon eru svo alger snilld hvað varðar myndgæði og verð, auk þess að vera léttar.
Ég held að það sé engin vél á markaðnum eins fjölhæf og þessi fyrir sambærilegt verð.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
keg


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 2089
Staðsetning: Suðvesturhornið
Fujifilm X-T1/Canon EOS M3
InnleggInnlegg: 09 Jan 2016 - 15:22:42    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég held að það sé þokkalegt úrval af vélum í kringum 180 þús, t.d. X-T10 á 199 þús MEÐ XF 18-55.

gudmgu skrifaði:
Canon 70D getur allt þokkalega vel (nema að vera lítil og létt). Bæði hvað varðar video upptöku með sjálfkrafa fókus kerfi og allar tegundir af ljósmyndun.
Hún ætti að fást frekar ódýrt í dag ný vegna þess að arftaki hennar hlýtur að vera að koma.
Ef-s STM linsurnar frá Canon eru svo alger snilld hvað varðar myndgæði og verð, auk þess að vera léttar.
Ég held að það sé engin vél á markaðnum eins fjölhæf og þessi fyrir sambærilegt verð.

_________________
Kveðja,
Kristján Emil Guðmundsson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hvað á ég að kaupa? Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
Blaðsíða 1 af 2

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group