Sjá spjallþráð - Leica Q umsögn/review/myndir :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Leica Q umsögn/review/myndir
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Myndavélar
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
AlliHjelm


Skráður þann: 15 Jan 2005
Innlegg: 1682
Staðsetning: Akureyri

InnleggInnlegg: 29 Nóv 2015 - 18:58:06    Efni innleggs: Leica Q umsögn/review/myndir Svara með tilvísunHef lengi langað að setjast niður og skrifa nokkrar línur um Leica Q sem kom á markaðinn í sumar en ég var svo lánssamur að fá upp í hendurnar um leið þökk sé frábærri þjónustu hjá Beco. Leica Q hefur farið sigurför um heiminn en aðrir hafa ekki verið eins heppnir og ég og hafa þurft að bíða eftir myndavélinni í upp undir fjóra mánuði.

En hvað um það, forsaga mín er sú að ég hef verið margra manna maki þegar kemur að myndavélum og hef að meðaltali uppfært og prófað nýja vél einu sinni á ári. Þar hef ég átt ófáar DSLR vélar frá Nikon og Canon, crop og FF, hver með sína kosti og galla. Einn helsti gallinn við DSLR er fyrirferðin, en það að hafa þurft að rogast um með 1-2kg flykki á öxlinni út um allar trissur er nokkuð sem ég fékk nóg af og kom því að því að ég seldi allt draslið, Canon 5d MKII, 24-70mm, 50mm f/1.2 ofl. linsur, breytti algerlega um kúrs og keypti mér Fujifilm X100, skemmtilega litla APS-C vél með 35mm fastri linsu. Þarna fann ég mig strax og ljósmyndaáhuginn öðlaðist nýtt líf. Ég tók færri myndir en vandaði mig betur, þurfti meira að pæla í rammanum og hvað ég ætlaði fram að færa með mynunum. Ofan í allt var vélin fislétt og hékk á öxlinni á mér allar stundir og gerði mér því kleyt að myndum sem ég ella hefði aldrei náð. Þvílíkt frelsi! Árið eftir uppfærði ég í Fujifilm X100S, jafnvel enn skemmtilegri vél, öllu hraðvirkari og nákvæmari. FF hefur þó alltaf togað í mig og finnst mér gefa myndunum sérstakan blæ, en ári 2014 stökk ég til og skipti yfir í Sony RX1, hreint frábæra 24mp FF myndavél með fastri 35mm Zeiss linsu. Myndgæðin úr RX1 eru virkilega góð en myndavélin sjálf mjög nett og meðfærileg og ferðaðist með mér víða. Helsti akkílesar hæll RX1 var þó frekar hægur fókus og stundum óþarflega ónækvæmur, nokkuð sem er frekar vont þegar hlaupandi krakkar eru annars vegar. Smile

Leica hefur alltaf haft ákveðið sex-appeal en hefur um leið verið frekar mikið out of reach þegar kemur að FF og góðu gleri. Ég ákvað samt að venda kvæði mínu í kross sl. vor, seldi mína ástsælu RX1 og lét slag standa og keypti mér Leica X Vario (APS-C vél), og steig þar með inn í heim þessa legendary framleiðanda. Leica er mjög íhaldsamur framleiðandi sem fetar varlega sína slóð þegar kemur að tækninýjunum og er lítið fyrir það að standa í tæknilegum yfirboðum og markaðslegum hundakúnstum. Framleiðandinn minnir mig svolítið á Mercedes-Benz, sem ég hef átt nokkra, framleiðandi sem lítur ekkert sérstaklega vel út á blaði þegar kemur að hestöflum, hámarkshraða eða staðalbúnaði en siglir um leið sinn lygna sjó með mjög stöðugan kúnnahóp sem sækist eftir þessum einstaka X-factor sem Benz tekst að viðhalda með undraverðum hætti. En hvað um það, X-Vario kom mér verulega á óvart með eiturskarpri Vario-Elmar zoom linsu, frábærum “Leica litum” og heilt yfir meiriháttar myndgæðum. X-Vario varð þó að víkja um leið og sú frétt barst út að Leica væri að senda frá sér netta FF vél með 24mp myndflögu og 28mm f/1.7 Summilux gleri og lagði ég strax inn pöntun hjá Beco, sem sem fyrr segir voru ekki lengi að færa mér í hendur þrátt fyrir gríðarlega biðlista um allan heim sem enn er verið að greiða úr.

Boddýið/búkurinn
Til að gera langa sögu stutta er Leica Q algjör gullmoli og “home run” hjá Leica. Þessi 640g eðal málm- og glerkgripur ber með sér að mikill metnaður hafi verið lagður í hönnun og ýmsa nýstárlega fídusa sem old school Leica böffs myndu kalla guðlast s.s. EVF (Electronic Viewfinder), Wi-Fi og snertiskjár, sem reynast svo gríðarlega skilvirkir. Augljóst er að hönnuðir Leica Q hafi haft það að leiðarljósi að hafa vélina mjög stílhreina og mínimalíska. Að aftan eru einungis sjö hnappar; Play, Delete, ISO, Menu, tveir forritanlegir hnappar og fjögurra ása happur. Að ofan er hjól fyrir hraðann, skrunhjól við þumalinn til að stilla yfir og undirlýsingu, flakka á milli mynda ofl, On/Off hnappur með Single og Continuous shooting valmöguleikum, og að sjálfsögðu triggerinn sjálfur. Að framan eru engir hnappar fyrir utan einn á linsunni sjálfri sem svissar úr auto-focus yfir í manual-focus, en næst vélinni er hringur sem breytir yfir í Macro en þá færist fjarlægðakvarðinn yfir í macro á linsunni sjálfri með hálf göldróttum hætti. Millihringurinn þjónar svo manual fókus, og sá ysti stjórnar ljósopinu. Hægt er að stilla vélina á fulla sjálfvirkni með því að stilla á A á hraðahjólinu og A á ljósopshringnum fyrir þá sem vilja fara varlega í allar sakir. Undir vélinni er svo lúga sem undir leynist batteríið og rauf fyrir SD kort. Hálsólin sjálf er úr ekta leðri, 120cm (sem mér finnst persónulega fullkominn lengd), vönduð í alla staði í takt við allt annað. Sem sagt, gríðaeinföld og þægileg í notkun, stutt í allar aðgerðir og laus við það hnappa-bonanza sem aðrir framleiðendur hafa tileinkað sér. Viewfinderinn er óaðfinnanlegur og býður upp á bestu upplausnina á markaðnum, heila 3.68 megapixla! LCD skjárinn er skýr og góður, er 3” með 1,040k upplausn og er sem fyrr nefnir snertiskjár sem gerir manni kleyft að swipa á milli mynda, snúa og þysja inn og út ofl..

Linsan
Summilux 1:1.7/28 ASPH linsan framan á Leica Q er kapitúli útaf fyrir sig, en ég held ég sé ekki að ýkja þegar ég segi að þessi linsa er sú allra skarpasta sem ég hef séð, allt frá miðjunni út í ysta jaðar á öllum ljósopum frá f/1.7 upp í f/16. Þar sem linsan er tiltöluega stór um sig er bjögunin hverfandi miðað við t.d. 35mm Zeiss á RX1 og Fujinon á X100/X100S/X100T, CA (Cromic Abberation eða fjólublár blær á sterkum skilum í myndum) er ekki til staðar, litirnir eru stórkostlegir og kontrastinn "out of this world”. Þessi linsa er ein særsta ástæðan fyrir kaupunum, enda kostar Summilux 28mm f/1.4 ein og sér, mun meira en Leica Q, en Summilux 28mm f/1.7 gefur henni ekkert eftir í myndgæðum! Fyrir þá sem kjósa að taka myndir í 35mm, eða 50mm er Leica Q stillt þannig “by default” að happurinn við þumalinn skiptir á milli fulls 28mm sjónarhorns, 35mm og 50mm og birtast þar til gerðir rammar sem sýna hvernig umræddar myndir klippast út. Þessi valkostur virkar bara á jpg myndir en raw myndirnar hlaðast alltaf inn í 28mm (rendar byrtist raw-myndin í viðkomandi mm í LR en þegar Crop Tool er valið birtist öll 28mm myndin). Gagnlegur valkostur sem gerir vélina jafnvel enn notadrýgri.

Stórt ljósop á borð við f/1.7 getur oft reynst erfitt við mjög bjartar aðstæður sem gerir það að verkum að ef ekki er vegið nægilega upp á móti í meiri hraða verður að skella ND filter á linsuna til að minnka lýsinguna og ná tilætluðum hraða. Þetta er oft til mikilla ama, Sony RX1 fer t.d. einungis upp í 1/2000 úr sekúndu sem er hreinlega of lítill hraði fyrir f/2.0 ljósopið á Zeiss linsunni ætli menn ekki að rogast um með ND filter. Hins vegar fer Leica Q upp í 1/16000 og því fyrrgreint vandamál ekki til staðar.

Sensorinn
Sensorinn er frábær. Menn hafa enn ekki ráðið í það hver framleiðir, sumir segja Panasonic en það þykir um leið ólíklegt þar sem Panasonic er ekki með vél á markaðnum sem skartar þessum sensor. Aðrir hafa nefnt ísraelska framleiðandann TowerJazz sem framleitt hefur sensora m.a. fyrir Panasonic, en enn sem komið er hefur enginn gefið sig fram og Leica ekki nefnt einu orði um hver sé framleiðandinn. Þessi rúmlega 24mp sensor er mjög góður á háu ISO-i (fer upp í ISO 50.000), en kannski ekki jafn góður og RX1 sensorinn (enda Sony að framleiða hands down bestu sensorana í dag). Er ekki frá því að það örli smá á “banding” í skuggunum sem auðvelt er að hafa hemil á ef passað er upp á lýsinguna (exposure) að fyrra bragði. En banding er nokkuð sem ég hef séð í nánast öllum vélum sem ég hef átt og var sérstaklega slæmt fyrirbæri t.d. í Canon 5D mark II, en banding lýsir sér þannig að ef myndin er lýst ákveðið mikið geta birst leiðinlegar rendur í myndina, sérstakelga í skuggana, sem oft skemma myndirnar eða truflar a.m.k augað. DR, eða Dynamic Range, það hversu “djúp” myndin er, eða hversu mikil smáatriði er hægt að kreista út úr skuggum og ljósi, slagar upp í 13 stopp í ISO 100 sem verður að teljast mjög gott. Leica Q getur tekið allt að 10 myndir á sekúndu (fps) og er með það rúman buffer að hún ræður vel við gott börst og er fljót að afgreiða myndirnar yfir á SD korti (mæli þar með Sandisk Extreme).

Lokaorð/pælingar
Sem fyrr segir er Leica Q gríðarlega skemmtileg og vel heppnuð myndavél. Ef þú getur sætt þig við að einskorða þig við fasta 28mm linsu (sem reyndar býður upp á 35mm og 50mm crop eins og ég kom inn á hér áðan) er Leica Q fullkomin vél sem fullnægir öllum helstu kröfum sem við gerum í dag til góðrar myndavélar. Með einu handtaki er hægt að veiða jpg myndirnar út vélinni yfir í snallsímann með einföldu Leica Q appi og pósta strax á Facebook, myndavélin kveikir á sér á örfáum millisekúndum og er því alltaf tilbúin þegar þegar gullna tækifærið kemur. En hvað kosta þá herlegheitin? Vélin, sem hér situr á borðinu og horfir á mig, er sú eina á landinu mér vitanlega, enda ekki alveg fríkeypis frekar en flest annað sem kemur úr smiðju Leica. Síðast þegar ég athugaði hjá Beco er vélin að kosta hátt í 700þ kr. og fæst einungis með sérpöntun. Mjög bratt verð kynnu margir að segja, en þegar öllur er á botninn hvolft er vélin hverrar krónu virði séu menn á annað borð á þeim buxunum að sleppa næsta sumarfríi og fjáfesta í drauma vélinni. Ég lét slag standa í sumar, enda búinn að safna grimmt fyrir vélinni og hef uppskorið myndir sem a.m.k. ég tel að ég hafi ekki geta náð með öðrum vélum við öll þau tækifæri sem ég hef gengið um með vélina á öxlinni. Í dag tek ég færri myndir en ég hef gert í lengri tíma, en um leið betri að mínu mati. Ég pæli í hverjum ramma og spyr sjálfan mig í hvert skipti hvort myndin sé frásögu færandi og nái að fanga þann anda sem ég verð vitni að hverju sinni. Föst linsa á meðfærilegri vél hefur einfaldlega frelsað mig, svo einfalt er það! Smile

Til að fá ítarlegri umsagnir/review mæli ég með umsögn hins danska hipsters Thorstein von Overgaard sem er Leica-perri par excellence og umsögn hins vandaða ljósmyndara og Leica aðdáanda Kristian Dowling.

Vona að þið hafið haft gaman af þessari lesningu. Smile

Hér eru nokkrar myndir úr vélinni birtar með þeim fyrirvara að ég er bara einfaldur ljósmyndaáhugamaður en enginn fagmaður í greininni. Wink

Evening sun in North Iceland

Marchmallows

Barren land of Northeast Iceland

Midnight light over North Iceland

Ytri-Vik in Eyjafjordur North Iceland

Naughty and nice

Nothing beats a warm bath

Niels Jonsson whale watcher

Horseback riding

Icelandic horses in Eyjafjordur

Meeting in the woods

Winter just around the corner

Niels Jonsson goes whale watching

Proud fisherman

Interrogation

Autumn horses

Sunset fun

Church of Illias

Lagonisi stray dog

Seen better times

Ionic columns

Upp á skerpuna að gera finnst mér þessar tvær myndir undirsrika ágætlega hversu skörp Summilux linsan er:

Full mynd:
L1000470

100% crop:
L1000470

Full mynd:
Glyfada sunset

100% crop:
L1010413
_________________
- ¡Viva la Resolución! -
flickr


Síðast breytt af AlliHjelm þann 27 Apr 2016 - 10:09:24, breytt 9 sinnum samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Broadbandjes.us


Skráður þann: 14 Des 2004
Innlegg: 183
Staðsetning: Running up on ya

InnleggInnlegg: 29 Nóv 2015 - 21:16:05    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Takk fyrir að skrifa þessa umsögn um gripinn.

Ég hafði séð hjá þér eitthvað af myndum frá sumrinu sem leið í Q grúppunni á FB, sá einhverjar þar sem höfðu ekki þennan Q factor en allar myndirnar sem eru með þessum pistli hafa hann.
_________________
---------
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
orkki


Skráður þann: 25 Mar 2008
Innlegg: 2404
Staðsetning: Reykjavík
*Besta vél í heimi*
InnleggInnlegg: 29 Nóv 2015 - 22:40:54    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Já SÆLL Shocked Hvað tekurðu mikið fyrir ljósmyndakennslu? Laughing Greinilega gæti ég lært MJÖG mikið af þér Cool ER lélegur í myndvinnslu og myndatöku og þetta eru æðislegar myndir allar saman. Very Happy
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
keg


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 2089
Staðsetning: Suðvesturhornið
Fujifilm X-T1/Canon EOS M3
InnleggInnlegg: 30 Nóv 2015 - 11:38:13    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Af hverju að gefa sér myndvinnslu, það er geðveik linsa framan á vélinni og ég gæti trúað að þetta séu n.v. allt beint úr vélinni (með millilendingu í Lightroom) myndir.

orkki skrifaði:
Já SÆLL Shocked Hvað tekurðu mikið fyrir ljósmyndakennslu? Laughing Greinilega gæti ég lært MJÖG mikið af þér Cool ER lélegur í myndvinnslu og myndatöku og þetta eru æðislegar myndir allar saman. Very Happy

_________________
Kveðja,
Kristján Emil Guðmundsson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
orkki


Skráður þann: 25 Mar 2008
Innlegg: 2404
Staðsetning: Reykjavík
*Besta vél í heimi*
InnleggInnlegg: 30 Nóv 2015 - 18:10:38    Efni innleggs: Svara með tilvísun

keg skrifaði:
Af hverju að gefa sér myndvinnslu, það er geðveik linsa framan á vélinni og ég gæti trúað að þetta séu n.v. allt beint úr vélinni (með millilendingu í Lightroom) myndir.

orkki skrifaði:
Já SÆLL Shocked Hvað tekurðu mikið fyrir ljósmyndakennslu? Laughing Greinilega gæti ég lært MJÖG mikið af þér Cool ER lélegur í myndvinnslu og myndatöku og þetta eru æðislegar myndir allar saman. Very Happy


Ég sagði líka ljósmyndakennslu sem er ljósmyndun og svo myndvinnsla. Bæði er eitthvað sem ég er slappur í.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
AlliHjelm


Skráður þann: 15 Jan 2005
Innlegg: 1682
Staðsetning: Akureyri

InnleggInnlegg: 30 Nóv 2015 - 20:32:21    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Eigum við ekki bara að skrifa þetta á kokteil af góðri græju, ágætis auga fyrir myndefni og augnablikum, og slarkfærni í LR. Wink

Ég tek nánast allar myndir mínar í RAW sem þýðir frekar "dull" myndir sem eru svo unnar áfram þar til tilætluðum árangri er náð. Ef menn eru sammála um eitt sem Q er ekki að gera allt of góða hluti í, og væntanlega verður lagað með nýju firmware, þá eru það SOOC JPG myndir úr vélinni sem mér finnast heldur ómerkilegar miðað við gefnar forstendur.

En LR er ómissandi og kannski athugandi hvort maður bjóði ekki bráðum upp á fleiri námskeið í því frábæra myndvinnsluforriti. Very Happy
_________________
- ¡Viva la Resolución! -
flickr
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
totifoto


Skráður þann: 11 Des 2004
Innlegg: 6860


InnleggInnlegg: 30 Nóv 2015 - 22:23:06    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Flott review og gaman að heyra að þú sérst ánægður Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Hauxon


Skráður þann: 07 Des 2005
Innlegg: 6372
Staðsetning: Skipaskagi
Fujifilm X-T1
InnleggInnlegg: 01 Des 2015 - 19:58:34    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Flott grein og í samræmi við það sem maður hefur lesið um vélina annarsstaðar. ...og góðar myndir að vansa.
_________________
Hrannar Örn Hauksson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Noddysson


Skráður þann: 04 Apr 2005
Innlegg: 3586
Staðsetning: Borg óttans
Fujifilm X-T1
InnleggInnlegg: 01 Des 2015 - 20:25:33    Efni innleggs: Svara með tilvísun

heyrðu vinur minn.. það vantar þarna inn í söguna..

"eftir x100s skipti ég í smá tíma við félagaminn á x100s vélinni og xpro1 með 35mm f1.4. en skiptum svo til baka eftir smá tíma... "

annars flott hjá þér.. allt að vanda..
_________________
kv: Hilmar Örn

http://www.flickr.com/photos/noddysson/
"camera bodies come and go but lenses last forever".
It´s better to be dead and cool, than alive and uncool....
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
AlliHjelm


Skráður þann: 15 Jan 2005
Innlegg: 1682
Staðsetning: Akureyri

InnleggInnlegg: 01 Des 2015 - 21:04:48    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Noddysson skrifaði:
heyrðu vinur minn.. það vantar þarna inn í söguna..

"eftir x100s skipti ég í smá tíma við félagaminn á x100s vélinni og xpro1 með 35mm f1.4. en skiptum svo til baka eftir smá tíma... "

annars flott hjá þér.. allt að vanda..


Hehe.. alveg rétt. Tókum smá makaskipti á þetta til sælla minninga. Báðar vélarnar hreint frábærar hjá Fuji eins og allt sem þaðan kemur!
_________________
- ¡Viva la Resolución! -
flickr
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Noddysson


Skráður þann: 04 Apr 2005
Innlegg: 3586
Staðsetning: Borg óttans
Fujifilm X-T1
InnleggInnlegg: 02 Des 2015 - 21:58:50    Efni innleggs: Svara með tilvísun

AlliHjelm skrifaði:
Noddysson skrifaði:
heyrðu vinur minn.. það vantar þarna inn í söguna..

"eftir x100s skipti ég í smá tíma við félagaminn á x100s vélinni og xpro1 með 35mm f1.4. en skiptum svo til baka eftir smá tíma... "

annars flott hjá þér.. allt að vanda..


Hehe.. alveg rétt. Tókum smá makaskipti á þetta til sælla minninga. Báðar vélarnar hreint frábærar hjá Fuji eins og allt sem þaðan kemur!


Gott Gott Gott
_________________
kv: Hilmar Örn

http://www.flickr.com/photos/noddysson/
"camera bodies come and go but lenses last forever".
It´s better to be dead and cool, than alive and uncool....
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Steinimagg


Skráður þann: 10 Feb 2005
Innlegg: 104

Nikon
InnleggInnlegg: 03 Des 2015 - 21:44:14    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Mjög gott og vel gert review, ég vildi óska þess að það væru fleiri svona.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
keg


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 2089
Staðsetning: Suðvesturhornið
Fujifilm X-T1/Canon EOS M3
InnleggInnlegg: 12 Mar 2016 - 14:07:34    Efni innleggs: Svara með tilvísun

DP Review er búið að setja grein á netið...

Veit ekki um ykkur en mér finnst hún örla á skorti á sjálfsgagnrýni...

http://www.dpreview.com/articles/8885047481/on-assignment-the-leica-q-at-a-portland-wedding
_________________
Kveðja,
Kristján Emil Guðmundsson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
gullig


Skráður þann: 23 Jan 2009
Innlegg: 567

Panasonic GX7
InnleggInnlegg: 12 Mar 2016 - 20:42:51    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Glæsilegar myndir ... takk, takk
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
AlliHjelm


Skráður þann: 15 Jan 2005
Innlegg: 1682
Staðsetning: Akureyri

InnleggInnlegg: 12 Mar 2016 - 23:04:14    Efni innleggs: Svara með tilvísun

keg skrifaði:
DP Review er búið að setja grein á netið...

Veit ekki um ykkur en mér finnst hún örla á skorti á sjálfsgagnrýni...

http://www.dpreview.com/articles/8885047481/on-assignment-the-leica-q-at-a-portland-wedding


Full metnaðarlaus umsögn þykir mér og sýnir langt í frá hve megnug þessi græja er. Very Happy
_________________
- ¡Viva la Resolución! -
flickr
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Myndavélar Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
Blaðsíða 1 af 2

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group