Sjá spjallþráð - Fyrsta Milky Way myndatakan mín :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Fyrsta Milky Way myndatakan mín

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Gagnrýni
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
geiristudio


Skráður þann: 29 Jan 2011
Innlegg: 15

Canon 5D Classic
InnleggInnlegg: 22 Sep 2015 - 10:29:04    Efni innleggs: Fyrsta Milky Way myndatakan mín Svara með tilvísun

Í gær var alveg einstaklega stjörnubjart og heiðskýrt hér í Önundarfirði og ég ákvað að gera tilraun við að taka mynd af þeim litla hluta Milky Way sem hægt er að sjá.

Ég er að nota Canon T3i, sem mér þykir ekki höndla háan ISO vel og fannst ég vera að keyra vélina í botni með ISO 1600 (þó hún komist í 6400 en myndin verður að algjörri drullu yfir 1600 að mínu mati). Ég notaði Canon EF-S 10-18mm f/4.5-5.6 IS STM, stillt á 10mm og f/4.5 í 30 sek.

Það er alveg hrikalegt að finna fókus á þessarri linsu, þó ég sé ánægður með flestar þær myndir sem ég tek, en það er ekki hægt að sjá hvar maður er með fókusinn, hvað þá í algjöru svarta myrkri! Mér tókst þó að finna eina góða og bjarta stjörnu til að fókusa á.

Ég veit að myndin er frekar dökk en það var líka, eins og ég sagði, alveg niðamyrkur og finnst mér myndin alveg sýna ágætlega hvernig aðstæður voru.

Það vill svo skemmtilega til að efsti parturinn af staurnum fékk smá lýsingu frá bíl sem var að koma úr fjarlægð.

Jæja, dembið á mig gagnrýninni RazzEin í viðbót!
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Hamarius


Skráður þann: 20 Maí 2007
Innlegg: 2581
Staðsetning: Reykjavik
Canon 600D
InnleggInnlegg: 23 Sep 2015 - 13:47:39    Efni innleggs: Svara með tilvísun

persónulegra finnst mér skemmtilegra að sjá hreinar stjörnumyndir en það er bara ég...
en allavega það er mjög góð leið til að fókusa í myrkri að setja í live view og "zooma" inn í skjáinn alla leið og fokusa manual þannig.
færa þig svo aftur í manual eða það sem þú notar og smella af.
_________________
Panoramaland
Flickr síðan
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
geiristudio


Skráður þann: 29 Jan 2011
Innlegg: 15

Canon 5D Classic
InnleggInnlegg: 23 Sep 2015 - 14:27:10    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hvað meinarðu með hreinar stjörnumyndir?
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Hauxon


Skráður þann: 07 Des 2005
Innlegg: 6372
Staðsetning: Skipaskagi
Fujifilm X-T1
InnleggInnlegg: 24 Sep 2015 - 16:06:23    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hann er væntanlega að meina með engu öðru inni á myndinni. Ég er reyndar ekki sammála. Mér finnst yfirleitt stjörnu og norðurljósamyndir leiðinlegar nema þær myndu líka ganga upp sem ljósmyndir án þeirra.
_________________
Hrannar Örn Hauksson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
geiristudio


Skráður þann: 29 Jan 2011
Innlegg: 15

Canon 5D Classic
InnleggInnlegg: 24 Sep 2015 - 16:11:27    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ah ég skil! Já ég var búinn að ákveða að fara út taka myndir og tvær staðsetningar komu til greina, nema hvað að það er alveg örugglega klukkutíma keyrsla á milli þeirra þannig að ég ákvað að fara bara á annan þetta skiptið og reyni svo við hinn staðinn næst þegar tækifæri gefst.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
ofilydz


Skráður þann: 25 Maí 2010
Innlegg: 204
Staðsetning: Reykjavík
Canon 5D Mark III + 7D
InnleggInnlegg: 25 Sep 2015 - 17:43:18    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Er sammála að vissu leiti að hafa ekki eitthvað auka inná. Í þessu tilfelli stela rafmagnslínurnar og staurinn mjög athyglinni frá stjörnunum. Það er annað að hafa landslag með stjörnunum. Ég myndi verða mér útum bjartari linsu. F2.8 eða F1.4 og stilla á stæsta ljósop. Þá geturðu minnkað tímann og færð minni hreyfingu á stjörnurnar eins og kemur á þessum 30 sek. Svo er best að skjóta í RAW því þá er auðveldara að vinna með myndirnar í eftirvinnslu. Ég mæli með því að þú googlir milkyway myndir og skoðir hvernig þær eru uppsettar. Nú er ég samt ekki að meina að þú eigir að gera eins en það er gott að hafa til viðmiðunar því það er jú búið að finna upp hjólið Wink
_________________
http://ofeigr.is
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Tryptophan


Skráður þann: 23 Apr 2007
Innlegg: 4777
Staðsetning: fjær en capa
webcam 2,0mpx
InnleggInnlegg: 28 Sep 2015 - 18:02:04    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Rafmagnslínur? Án gríns?

Það er alveg kúl að hafa hluti inná myndinni, gera þetta að áhugaverðari mynd en bara stjörnumynd... en rafmagnslínur??
_________________
kv. W
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst MSN-skilaboð
 sje
Stjórn


Skráður þann: 04 Sep 2004
Innlegg: 14460

Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 29 Sep 2015 - 9:50:27    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þetta er alveg skemmtileg pæling. Væri t.d. gaman að hafa fyrri myndina 1x1 þannig að staurarnir sjáist ekki bara línurnar.
_________________
Sigurður Jónas Eggertsson
Ljósmyndar af áhuga
sje@ljosmyndakeppni.is
gsm: 663-4321
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
geiristudio


Skráður þann: 29 Jan 2011
Innlegg: 15

Canon 5D Classic
InnleggInnlegg: 30 Sep 2015 - 11:22:35    Efni innleggs: Svara með tilvísun

ofilydz - Ég tek alltaf í RAW. Ég var að útvega mér f/2.8 linsu sem ég mun prófa næst

Tryptophan - Ömm.. viltu að ég biðjist fyrirgefninar eða?

sje - Já þú segir nokkuð!
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Gagnrýni Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group