Sjá spjallþráð - Vantar skerpu :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Vantar skerpu

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Ljósmyndir
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Andri G3


Skráður þann: 22 Jan 2005
Innlegg: 138
Staðsetning: Iceland
Canon EOS 6D
InnleggInnlegg: 03 Sep 2015 - 1:32:27    Efni innleggs: Vantar skerpu Svara með tilvísun

Hæ hæ

Ég er búinn að vera í talsvert miklum vandræðum með að ná fram skerpu í myndirnar mínar, finnst alltaf eins og þær eru pínu hreyfðar eða eitthvað.
Næ ekki að festa fingur á það hvað ég er að gera vitlaust til að ná fram almennilegri skerpu.

Er þetta linsan? Vélin? Focuspunktarnir í vélinni? What to do...

Tek hér eitt dæmi, er þetta kannski bara vitleysa í mér?
Er að nota: Canon 6D, 24-70mrkI.
Þessi mynd er: 2.8 - 1/40 - 1600ISO, RAW.
Fyrst smá unnin:

Svo Orginal:

Smá crop inní:


Þessi: 3.5 - 1/125 - ISO 800


_________________
Canon 6D | Canon M | Canon G11 | Zeiss 50/1.4 | Canon EF-M 18-55mm | Canon EF-M 22mm | Canon EF-M Lens Adapter | Canon 2x EF Extender II | Speedlite 270 EX II | Canon Speedlite 90EX | 2XInterFit Softbox Kit |
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
orkki


Skráður þann: 25 Mar 2008
Innlegg: 2404
Staðsetning: Reykjavík
*Besta vél í heimi*
InnleggInnlegg: 03 Sep 2015 - 7:15:50    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Það er mjög erfitt að negla fókusinn á 2.8 svo er hraðinn frekar lítill.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
BGÁ


Skráður þann: 14 Mar 2007
Innlegg: 3543
Staðsetning: Reykjavik
Canon EOS 3
InnleggInnlegg: 03 Sep 2015 - 7:52:35    Efni innleggs: Svara með tilvísun

taka myndir í betri birtu
og nota minna ljósop minna iso meiri hraða. Wink
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 03 Sep 2015 - 8:28:09    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þú svaraðir sjálfum þér þegar þér fannst þær smá hreyfðar...
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
jho


Skráður þann: 17 Mar 2012
Innlegg: 1161
Staðsetning: Akranes
Canon EOS 5D Mark-III
InnleggInnlegg: 03 Sep 2015 - 9:22:14    Efni innleggs: Svara með tilvísun

oskar skrifaði:
Þú svaraðir sjálfum þér þegar þér fannst þær smá hreyfðar...


.... og gamla 24-70 er ekki pinnskörp galopin.
_________________
Kveðja, Jónas

http://www.flickr.com/photos/jonas-ottos/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Andri G3


Skráður þann: 22 Jan 2005
Innlegg: 138
Staðsetning: Iceland
Canon EOS 6D
InnleggInnlegg: 03 Sep 2015 - 11:50:58    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Takk fyrir þetta, ég hélt ég væri safe með 1/40. Er eitthvað gott viðmið, eitthvað sem ég ætti að reyna fara ekki undir til að losna við "venjulegar" hreyfingar á fólki og börnum? (þá er ég ekki að tala um fólk á langi eða slíkri hreyfingu)
_________________
Canon 6D | Canon M | Canon G11 | Zeiss 50/1.4 | Canon EF-M 18-55mm | Canon EF-M 22mm | Canon EF-M Lens Adapter | Canon 2x EF Extender II | Speedlite 270 EX II | Canon Speedlite 90EX | 2XInterFit Softbox Kit |
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
i_fly


Skráður þann: 30 Des 2005
Innlegg: 2660
Staðsetning: Kópavogur
Canon EOS 5D Mark-III
InnleggInnlegg: 03 Sep 2015 - 12:33:47    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ef þú ert að taka svona myndir handheld, þá er skerpusviðið svo þröngt að bara örlítil færsla á þér sjálfum og / eða myndavélinni frá því þú neglir fókusinn og þar til þú smellir af nægir til að skapa þetta vandamál. Þetta er því ekki bara spurning um hreyfingu á myndefninu sjálfu.

Ég held, miðað við hversu nálægt þú ert myndefninu, þá eigir þú að geta náð þeim DOF effekt sem þú ert að leita að með f/4 eða f/5,6, og þá er miklu líklegra að þú fáir þá skerpu sem þú ert að leita að, og hættan á að missa fókusinn snarminnkar.
_________________
Páll Guðjónsson
http://www.flickr.com/photos/i_fly/

https://500px.com/pall_gudjonsson

http://pallgudjonsson.zenfolio.com/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
kiddi


Skráður þann: 03 Jan 2005
Innlegg: 2230

Nikon D810
InnleggInnlegg: 03 Sep 2015 - 13:06:09    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Til þess að "frysta" hreyfingu ljósmyndarans/myndavélarinnar/linsunnar er þumalputtareglan að lokarahraði þarf að vera að lágmarki 2x lengd linsunnar. Þannig að ef þú ert með 24-70mm stillta á 70mm þá þarftu a.m.k. 1/140 lokarahraða til þess að lágmarka tjónið af völdum eigin hreyfingar. Hinsvegar dugar þessi regla bara nákvæmlega ekki neitt þegar þú ert að mynda hluti sem sjálfir hreyfast, t.d. fólk. Þar myndi ég segja að 1/200 lokarahraði sé lágmark, helst 1/500+, þó vissulega sé hægt að vera heppinn og negla óhreyfða mynd á minni hraða. En ef þú passar þetta tvennt þá ættirðu að vera í nokkuð góðum málum til þess að ná óhreyfðum myndum.

Svo er hitt, að hátt ISO lækkar sýnilega skerpu, þeas. suðið (noisið) felur skerpuskil og það er mun líklegra að þér þykir ISO 1600 mynd ekki eins skörp eins og ISO 100 mynd.

Svo að lokum skiptir auðvitað réttur fókus öllu máli. Gamla Canon 24-70mm er mjög fín í miðjunni á f/2.8 svo framarlega sem hún fókusar rétt, en margir telja linsurnar sínar vera "soft" þegar þær eru í raun örlítið vanstilltar, og fókusinn ekki þar sem hann á að vera. Þú getur sannreynt þetta með því að setja vélina á þrífót og smella af mynd á eitthvað munstur, setja svo linsuna í manual focus mode, kveikja á live view á myndavélinni ef þú hefur slíkt, og athuga hvort þú getir náð betri fókus með því að snúa fókushjólinu á linsunni, ef það er mikill munur þarna á, þá er linsan líklega vanstillt og þá þarftu að fara og læra á AFMA, eða AF Microadjustments.
_________________
flickr / augnablik.is
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Andri G3


Skráður þann: 22 Jan 2005
Innlegg: 138
Staðsetning: Iceland
Canon EOS 6D
InnleggInnlegg: 04 Sep 2015 - 1:55:05    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Takk fyrir þessa punkta, hjálpar helling!
_________________
Canon 6D | Canon M | Canon G11 | Zeiss 50/1.4 | Canon EF-M 18-55mm | Canon EF-M 22mm | Canon EF-M Lens Adapter | Canon 2x EF Extender II | Speedlite 270 EX II | Canon Speedlite 90EX | 2XInterFit Softbox Kit |
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Ljósmyndir Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group