Sjá spjallþráð - Svolítið sérkennilegt - tilviljun / ásetningur. :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Svolítið sérkennilegt - tilviljun / ásetningur.
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Keppnisúrslit
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
plammi


Skráður þann: 05 Jan 2005
Innlegg: 985

Nikon
InnleggInnlegg: 08 Jún 2015 - 16:21:53    Efni innleggs: Svolítið sérkennilegt - tilviljun / ásetningur. Svara með tilvísun

Ég var að fara yfir myndirnar sem voru í síðustu keppni (myndir maí mánaðar) og skoðaði stigagjöfina. Þar er eitthvað sem er skoðunarvert. Af hverju gefur einhver myndunum sem lentu í 5 efstu sætunum bara 1 stg.

Getur verið að viðkomandi átti sig ekki á því að þetta er stigagjöf en ekki kosning um sæti.

Ef viðkomandi er mjög ánægður með myndina, þá á að hann að gefa myndinni mörg stig 8,9, eða jafnvel 10. - Er þetta tilviljun eða ásetningur !

Þarf ekki að benda notendum á þetta.
Vonandi getur SJE skoðað þetta og sent meil á viðkomandi.

En þetta vakti forvitni mína að þessar flottu 5 myndir skuli fá 1 stig frá notenda - furðulegt.
_________________
Ljósmyndanámskeið - Lightroom námskeið
www.ljosmyndari.is
www.fjarnamskeid.is
www.imageree.com/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Míka


Skráður þann: 02 Apr 2012
Innlegg: 16

50D
InnleggInnlegg: 08 Jún 2015 - 19:40:28    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Kannski þátttakandi sem er að kjósa á móti....

bara pæling...
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
totifoto


Skráður þann: 11 Des 2004
Innlegg: 6860


InnleggInnlegg: 08 Jún 2015 - 20:37:59    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þessi umræða poppar upp hérna með reglulegu millibili.

Sumir gera þetta kannski eins og Plammi segir því að þeir kunna kannski ekki á einunargjöfina. Sumir eru að þessu því að þeir halda að það rífi myndina þeirra upp. Svo eru bara alltaf einhverjir sem finnst vinningsmyndirnar einfaldlega ekki flottar.

Mjög eðlilegt að vinningsmyndir fái líka 1 í einkunnargjöf.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Tryptophan


Skráður þann: 23 Apr 2007
Innlegg: 4777
Staðsetning: fjær en capa
webcam 2,0mpx
InnleggInnlegg: 09 Jún 2015 - 0:26:16    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Nú hef ég ekki tekið þátt í svona kosningu svo árum skiptir, en ég myndi ekki gefa vinningsmyndunum í þessum keppnum meira en 5-7. Ekki vegna þess að ég taki sjálfur svo frábærar myndir (sem eru í þokkabót orðnar ansi fáar núorðið), heldur vegna þess að mér finnst svona bleikar konfektkassamyndir að jafnaði mjög leiðinlegar og óspennandi. Hinsvegar er hægt að gefa þeim einhver stig fyrir tæknilega framkvæmd, þannig að 1 er kannski full lágt. Svo sannarlega undarleg einkunnagjöf.

Það væri áhugavert ef maður þyrfti að gefa einhverja (hugsanlega nafnlausa) útskýringu á einkunnum sem væru ákveðið mörgum staðalfrávikum frá einhverju meðaltali.
_________________
kv. W
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst MSN-skilaboð
Gunnarthor2


Skráður þann: 13 Okt 2009
Innlegg: 76

Canon 600D
InnleggInnlegg: 09 Jún 2015 - 13:12:43    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Persónulega finnst mér að það þyrfti að skipta einkunnagjöfinni í tvennt.

1-5 fyrir Framkvæmd
1-5 Myndefni

Framkvæmd.
Er myndin vel tekin ? Er ramminn flottur ? Vel unnin ? Hallar hún ? Er Noice ? Eitthvað sem hefði mátt hugsa betur í lýsingu ?

Myndefni. Frumleiki, Er myndefnið spennandi ? Áhugavert ? Draga réttir hlutir að sér athygli ? Fókus í lagi ? Er myndin flott ?

Svona hef ég allavega einkunn. Mér finnst persónulega að ef þú ert með frábæra hugmynd sem tekst ekki nógu vel t.d undirlýst, vantar skerpu, eða fókus ekki vera mynd sem á skilið 1-2. Frumleiki er mjög mikilvægur fyrir mér til að vera topp mynd.

Sömuleiðis getur þú tekið elstu klisjurnar í bókinni og framkvæmt þær fullkomlega þá eru að fá 5 fyrir framkvæmd en ef það er enginn frumleiki og myndefnið eins og ég hef séð það þúsundsinnum áður þá er það mjög líklega 2 fyrir þann part.

7 er alls ekki slæm einkunn en ef menn ætla að skoða hærra en það hjá mér þá þarf bæði að vera í lagi frumleiki og framkvæmd. Það nennir enginn að skoða sömu myndirnar aftur og aftur.
_________________
Gunnar Þór áhugaljósmyndari og tölvugaur.
http://www.gunnarthor.is
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
plammi


Skráður þann: 05 Jan 2005
Innlegg: 985

Nikon
InnleggInnlegg: 09 Jún 2015 - 17:43:27    Efni innleggs: Svara með tilvísun

totifoto skrifaði:
Mjög eðlilegt að vinningsmyndir fái líka 1 í einkunnargjöf.


Mér finnst það frekar óeðlilegt að myndir sem lentu í 5 efstu sætunum, skuli fá 1 í einkunnargjöf, (allar 5) Hvað er hér í gangi ? Ég held að SJE eigi að geta séð hver það er sem gefur þessum myndum stigið eina og það þarf að ræða við hann. Af hverju ættu þessar 5 efstu skilið að fá svo lága einkunn ? Spyr sem ekki veit....
_________________
Ljósmyndanámskeið - Lightroom námskeið
www.ljosmyndari.is
www.fjarnamskeid.is
www.imageree.com/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Hingo


Skráður þann: 22 Ágú 2008
Innlegg: 4183

Fjölmargar og fjölbreyttar
InnleggInnlegg: 09 Jún 2015 - 18:06:55    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Mér finnst sinfóníur leiðinlegar (yfirleitt), en samt eru þær tæknilega fullkomnar og ekki feilnótu að finna. Ferrari F40 þykir flestum fallegur bíll, en ég þori að
ábyrgjast að ekki öllum finnst það, þá er ég að tala um fegurðargildið, ekki tæknilegu hliðinu.

Smekkur fólks er misjafn! Það er útgangspunturinn með þessu röfli í mér.
_________________
www.hingo.is

www.flickr.com/photos/129404113@N08/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst
torfi01


Skráður þann: 16 Ágú 2010
Innlegg: 938
Staðsetning: Reykjavík
*Besta vél í heimi*
InnleggInnlegg: 09 Jún 2015 - 18:14:45    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Er hættur að taka þátt vegna dræmrar þátttöku. Finnst bara gaman flickerast og skoða flottar myndir sem maður getur lært eitthvað að. Fyrir mér má fólk gefa það sem það vill. En svona ásagjafir koma í veg fyrir að ég taki þátt. En þetta er svo sem ekkert nýtt, bara farið að hafa meiri þýðingu þegar nokkrir eru að taka þátt.
_________________
Flicker dótið mitt
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
keg


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 2089
Staðsetning: Suðvesturhornið
Fujifilm X-T1/Canon EOS M3
InnleggInnlegg: 10 Jún 2015 - 9:34:29    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Einfalt, krefjast þess að menn setji lýsingu fyrir 1 - 2 og 9 - 10
_________________
Kveðja,
Kristján Emil Guðmundsson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Alli69


Skráður þann: 29 Mar 2005
Innlegg: 910
Staðsetning: Reykjavík

InnleggInnlegg: 10 Jún 2015 - 12:21:07    Efni innleggs: Svara með tilvísun

keg skrifaði:
Einfalt, krefjast þess að menn setji lýsingu fyrir 1 - 2 og 9 - 10


Hverju breytir það?

"Gef 1 því mér finnst hún ljót"
"Gef 1 því mér finnst hún léleg"
"Gef 10 því mér finnst hún flott"
"Gef 10 því mér finnstu hún frábær"

Skilar sér í sömu stigagjöf.

Kerfið er bara ekki fullkomnara en þetta.

Þyrfti helst að vera 3 einkunnir per mynd. (mín skoðun)

Tækni : myndin í fókus og svona.
Efni : áhugavert? boring? öðruvísi?
Stemmir við keppnina : kannski flott mynd en tengist keppninni ekkert.

Svo bara hætta að hafa þetta nafnlausa kosningu. Skammast fólk sín svona mikið fyrir eigin skoðanir? Til hvers þennan feluleik?

Veit ekki, þessi umræða kemur alltaf upp reglulega. Ekki hægt að ætlast til að SJE sé einhver Löggimann til að elta uppi ÁSA liðið Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
keg


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 2089
Staðsetning: Suðvesturhornið
Fujifilm X-T1/Canon EOS M3
InnleggInnlegg: 10 Jún 2015 - 13:39:03    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Vegna þess að auðveldara er að spotta út þá sem nota rusl komment og henda atkvæðunum.

Alli69 skrifaði:
keg skrifaði:
Einfalt, krefjast þess að menn setji lýsingu
fyrir 1 - 2 og 9 - 10


Hverju breytir það?

"Gef 1 því mér finnst hún ljót"
"Gef 1 því mér finnst hún léleg"
"Gef 10 því mér finnst hún flott"
"Gef 10 því mér finnstu hún frábær"

Skilar sér í sömu stigagjöf.

Kerfið er bara ekki fullkomnara en þetta.

Þyrfti helst að vera 3 einkunnir per mynd. (mín skoðun)

Tækni : myndin í fókus og svona.
Efni : áhugavert? boring? öðruvísi?
Stemmir við keppnina : kannski flott mynd en tengist keppninni ekkert.

Svo bara hætta að hafa þetta nafnlausa kosningu. Skammast fólk sín svona mikið fyrir eigin skoðanir? Til hvers þennan feluleik?

Veit ekki, þessi umræða kemur alltaf upp reglulega. Ekki hægt að ætlast til að SJE sé einhver Löggimann til að elta uppi ÁSA liðið Smile

_________________
Kveðja,
Kristján Emil Guðmundsson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
plammi


Skráður þann: 05 Jan 2005
Innlegg: 985

Nikon
InnleggInnlegg: 10 Jún 2015 - 16:18:32    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Var að skoða með mars og apríl keppnina, þar fengu efstu 5 myndirnar enga ása. Þannig að annaðhvort er viðkomandi ekki meira inn í atkvæðagreiðslunni eða þetta er öfund. - Kannski bara tilviljun...?
_________________
Ljósmyndanámskeið - Lightroom námskeið
www.ljosmyndari.is
www.fjarnamskeid.is
www.imageree.com/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
ÞS


Skráður þann: 28 Okt 2008
Innlegg: 1093
Staðsetning: Reykjavík
Nikon D7000
InnleggInnlegg: 11 Jún 2015 - 0:58:01    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Svona upp á forvitni þá fór ég og fann elstu keppni um mynd maí sem ég fann hér á síðunni.

Það var maí 2008 og þá tóku 146 manns þátt í keppninni, þá voru greidd 30349 atkvæði og skrifaðar 572 athugasemdir.

Í maí 2015 keppninni þá tóku 22 þátt, það voru greidd 891 atkvæði og settar inn 39 athugasemdir.
_________________
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
selli


Skráður þann: 27 Mar 2006
Innlegg: 152
Staðsetning: Keflavík

InnleggInnlegg: 12 Jún 2015 - 13:16:40    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég var að kýkja inn og skoða úrslitin í þessari keppni og fannst þetta mjög skrýtið, fór að skoða þá einkunargjöf sem að ég hafði átt að gefa en hún var aldrei undir 5 fyrir mynd. Því miður hefur einhver farið inn á minn reikning og breytt þeim einkunum sem að ég gaf og vil ég biðja þáttakendur innilegrar afsökunar á þessu.

Ég er með LMK í nokkrum tölvum þar með talið í vinnunni og er minn aðgangur ávallt opinn og hefur einhverjum fundist það sniðugur leikur að breyta mínum einkunargjöfum.

Ég vil að nýju biðja þáttakendur innilegrar afsökunar og vona að þetta hafi ekki haft nein áhrif á úrslit.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Odie
Umræðuráð


Skráður þann: 12 Okt 2005
Innlegg: 2878
Staðsetning: sennilega í vinnunni
Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 12 Jún 2015 - 13:28:56    Efni innleggs: Svara með tilvísun

selli skrifaði:
Ég var að kýkja inn og skoða úrslitin í þessari keppni og fannst þetta mjög skrýtið, fór að skoða þá einkunargjöf sem að ég hafði átt að gefa en hún var aldrei undir 5 fyrir mynd. Því miður hefur einhver farið inn á minn reikning og breytt þeim einkunum sem að ég gaf og vil ég biðja þáttakendur innilegrar afsökunar á þessu.

Ég er með LMK í nokkrum tölvum þar með talið í vinnunni og er minn aðgangur ávallt opinn og hefur einhverjum fundist það sniðugur leikur að breyta mínum einkunargjöfum.

Ég vil að nýju biðja þáttakendur innilegrar afsökunar og vona að þetta hafi ekki haft nein áhrif á úrslit.


Það er nú leiðinlegt að heyra svona sögur. En það eru náttúrulega alltaf einhverjir sem halda að þeir séu eitthvað fyndnir.

En takk fyrir að segja frá þessu og þetta segir öllum að passa aðgang sinn og muna að læsa tölvunni á eftir sér !!!

P.s Og breyta lykilorðinu

Very Happy
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Keppnisúrslit Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
Blaðsíða 1 af 2

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group