Sjá spjallþráð - Minniskortið að stríða mér :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Minniskortið að stríða mér

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hjálp!
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Micaya


Skráður þann: 17 Des 2009
Innlegg: 5018


InnleggInnlegg: 20 Júl 2015 - 14:44:54    Efni innleggs: Minniskortið að stríða mér Svara með tilvísun

Góðan daginn!

Mig vantar aðstoð með að geta opnað suma ramma og vídeó út úr korti sem ég var að fá. Vonandi hefur einhver úrræði í þetta mál Smile

Skal segja frá öllu.

Minniskortið er 32 GB, micro SDHC, með adapter, svo að það komist í eos 70d vélina mína. Kortið er splúnkunýtt. Hef notað það tvisvar, og í báðum tilfellum hefur gerst nákvæmlega það sama.

Fer að nota kortið (formattaði ekki). Tók jpg og vídeó. Fyrstu jpg og vídeó eru í fínasta lagi. Svo gerist að frá ákveðnum punkti er ekki hægt að sjá restina hvorki í myndavélinni, né í tölvu. "Cannot playback image" eða "Cannot play back movie". Tölvan segir: "Could not complete your request because it's not the right kind of document". Ekkert forrit opnar myndirnar / vídeó.

Næsta notkun. Formattaði kortið. Tók .cr2 skrár, og vídeó. Nákvæmlega eins útkoma. Fyrstu myndirnar eru í fínasta, svo frá ákveðnum punkti gerist ekki meir.

Í báðum tilfellum get ég séð myndina strax eftir að ég tók hana. Segjum að ég tek 3 myndir í röð, skoða þær, ekkert mál. Svo fer vélin í pásu, og þegar ég starta hana aftur, þá er ekki hægt að opna þessar myndir. Afar furðulegt.

---

Skrárnar eru furðulega settar sem Type: Canon EOS 1D Mark II RAW. En vélin sem tekur allt þetta saman er 70d. Vídeó skráin segir "QuickTime Movie".

---

Er hægt að laga þetta?

Fyrirfram þakkir.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
IngolfurB


Skráður þann: 09 Feb 2008
Innlegg: 341
Staðsetning: Álftanes
Canon 10D
InnleggInnlegg: 20 Júl 2015 - 15:10:58    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Er þetta kort keypt af ebay eða álíka? Þá er möguleiki að þetta sé t.d 2gb kort sem er merkt sem 32gb.
Skoðaðu hvort þú getir fundið forrit eins og H2testw eða álíka til að prófa kortið.
_________________
Ingólfur B.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Micaya


Skráður þann: 17 Des 2009
Innlegg: 5018


InnleggInnlegg: 20 Júl 2015 - 16:13:42    Efni innleggs: Svara með tilvísun

IngolfurB skrifaði:
Er þetta kort keypt af ebay eða álíka? Þá er möguleiki að þetta sé t.d 2gb kort sem er merkt sem 32gb.
Skoðaðu hvort þú getir fundið forrit eins og H2testw eða álíka til að prófa kortið.


Samt hef ég tekið út gögn úr því korti fyrir 16 GB. Skrítið að efnið er samt til. Skal athuga þetta forrit.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
keg


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 2089
Staðsetning: Suðvesturhornið
Fujifilm X-T1/Canon EOS M3
InnleggInnlegg: 20 Júl 2015 - 17:14:49    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Athugaðu líka hvort að millistykkið sé að trufla þig.

Minniskort, jafnvel á fróni, eru líka orðin hræódýr, þannig að ég myndi ekkert vera að standa í því véseni að nota Micro SD kort með millistykki og nota einfaldlega frekar SD kort.
_________________
Kveðja,
Kristján Emil Guðmundsson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hjálp! Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group