Sjá spjallþráð - Tilt/shift ???? :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Tilt/shift ????

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Myndavélar
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
ux2


Skráður þann: 20 Jan 2011
Innlegg: 190
Staðsetning: Akranes
5D mark III
InnleggInnlegg: 19 Maí 2015 - 19:36:29    Efni innleggs: Tilt/shift ???? Svara með tilvísun

Er að spá með svona linsu, erum við að tala um nauðsyn eða peningasóun???
Veit að einn kosturinn er að leiðrétta bjögun sérstaklega í sambandi við akitektúr og þessháttar en í sambandi við DOF þá hefur maður alltaf kost á að focus stakka.
Ég kæmi til með að nota þetta mest megnis í landslag þannig að ég er að spá hvort þetta sé físilegur kostur eða óþarfi?

Það væri gaman að fá feedback frá einhverjum sem hefur átt svona.
Reikna með að 24 mm yrðu fyrir valinu frekar en 17mm

Bestu kveðjur
Tóti
_________________
http://www.facebook.com/ThorPhotographyTours
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Rusticolus


Skráður þann: 14 Feb 2005
Innlegg: 1577


InnleggInnlegg: 20 Maí 2015 - 0:24:25    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Nauðsyn: Varla. Fer þó eftir því hversu oft þú þarft tilt eða shift.

Peningasóun: Alls ekki ef þú telur að þú notir hana að ráði.

Canon 24 TS/E II er frábær linsa og þú getur notað TC's til að fara með hana í 35 eða 48mm. Hún er ein megin landslagslinsan mín og oft með 1,4xTC. Það er ekki alltaf mögulegt að fókus-stakka og þá getur skipt máli að hafa hreyfingar í linsunni til að auka DOF. Það tekur líka tíma til að fínstilla linsuna og það hægir á ljósmyndaranum. Það er að mínu mati alltaf gott í landslagsljósmyndun.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
kiddi


Skráður þann: 03 Jan 2005
Innlegg: 2230

Nikon D810
InnleggInnlegg: 20 Maí 2015 - 9:49:56    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Tilt-shift linsur eru oftar en ekki, mikið betri en aðrar linsur af sömu brennivídd þar sem tilt-shift linsur eru með miklu stærri myndflöt sem þær varpa, m.ö.o. þá er nær ekkert vignette eða skerputap í hornum á tilt-shift linsum þegar þær eru óhreyfðar, þannig að jafnvel þó þú ætlir þér ekki að tilta eða shifta þá ertu að græða allan daginn. TS-E 24/3.5L II er skarpasta og besta víðlinsa sem ég hef nokkurntíman notað, ég átti hana lengi en er búinn að selja því ég nota TS-E 17/4L oftar, sem ég á í dag. 17 TS-E er ekki alveg eins brjálæðislega skörp, en hún getur gert hluti sem engin önnur linsa getur gert, þeas. shiftað á þetta víðu sjónarhorni.
_________________
flickr / augnablik.is
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
ux2


Skráður þann: 20 Jan 2011
Innlegg: 190
Staðsetning: Akranes
5D mark III
InnleggInnlegg: 25 Maí 2015 - 8:06:14    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Takk fyrir þetta drengir, þetta er búið að vera að velkjast í hausnum á mér
í svolítinn tíma en ég held ég láti slag standa og prufi þetta.

Kv
Tóti
_________________
http://www.facebook.com/ThorPhotographyTours
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Hauxon


Skráður þann: 07 Des 2005
Innlegg: 6372
Staðsetning: Skipaskagi
Fujifilm X-T1
InnleggInnlegg: 28 Maí 2015 - 13:14:55    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Smá viðbót... Ef þú ert að stitch-a þá getur tilt-shift linsa auðveldað vinnuna við saumaskapinn.

http://www.reallyrightstuff.com/Tilt-Shift-Panos.html
_________________
Hrannar Örn Hauksson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Myndavélar Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group