Sjá spjallþráð - Ert þú hraðasti ljósmyndari á Íslandi ? :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Ert þú hraðasti ljósmyndari á Íslandi ?

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Á döfinni
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 26 Maí 2015 - 12:59:04    Efni innleggs: Ert þú hraðasti ljósmyndari á Íslandi ? Svara með tilvísun

Ertu hraðasti ljósmyndari á Íslandi?

Nýherji, umboðsaðili Canon á Íslandi, efnir til ljósmyndamaraþons laugardaginn 6. júní n.k. í samstarfi við mbl.is þar sem markmiðið er að búa til skemmtilegan ljósmyndadag; hvort sem notendur eru með DSLR myndavél, smámyndavél eða snjallsíma.

Verkefni þátttakenda er að taka sniðugar ljósmyndir sem tengjast þemu ljósmyndamaraþonsins. Um verður að ræða þrjú þemu en eitt þemanna er Color Run hlaupið sem hefst kl. 11.00 sama dag. Þannig geta keppendur í ljósmyndamaraþoninu byrjað að fanga litríkar myndir og svo einbeitt sér að hinum tveimur þemunum sem verða tilkynnt við skráningu á keppnisdegi í Nýherja.

Óskað er eftir forskráningu en þátttakendur staðfesta svo þátttöku sína við mætingu á milli 9 og 10 laugardaginn 6. júní í Nýherja, Borgartúni 37. Ræst verður út stundvíslega klukkan 10:15.Verðlaun fyrir myndröð keppninnar:
Canon EOS M3

Verðlaun fyrir mismunandi þemu:
Canon PowerShot G7 X
Canon PIXMA iP8570 A3+ ljósmyndaprentari
Canon PowerShot SX710 HS


Þátttakendur þurfa að skila inn þremur óunnum JPEG myndum, ein í hverju þema, og mega aðeins þessar þrjár myndir vera á minniskortinu. Aðeins myndir sem eru teknar á milli 10:15–15:00 eru gjaldgengar í keppnina og þarf að skila þeim á minniskorti sem verður tæmt á staðnum fyrir klukkan 16:00.

Úrslit í Canon ljósmyndamaraþoni verða kynnt föstudaginn 12. júní. Í dómefnd eru ljósmyndararnir Kristinn Ingvarsson og Sigríður Ella Frímannsdóttir ásamt Halldóri Jóni Garðarssyni, vörustjóra Canon ljósmyndabúnaðar hjá Nýherja.


Skráning og frekari upplýsingar hér:

http://www.nyherji.is/um-nyherja/frettir/vidburdir/vidburdur/item96588/Ertu-hradasti-ljosmyndari-a-Islandi-
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
LalliSig


Skráður þann: 14 Des 2004
Innlegg: 626


InnleggInnlegg: 01 Jún 2015 - 13:11:36    Efni innleggs: Re: Ert þú hraðasti ljósmyndari á Íslandi ? Svara með tilvísun

oskar skrifaði:
Ertu hraðasti ljósmyndari á Íslandi?


Nei, klárlega ekki Very Happy

En þetta er flott concept og þetta er örugglega mjög gaman, hvet alla til að taka þátt!
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
totifoto


Skráður þann: 11 Des 2004
Innlegg: 6860


InnleggInnlegg: 02 Jún 2015 - 20:45:43    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Mæli eindregið með að fólk taki þátt, hef tekið þátt í svona og það er mjög gaman. Kreatívu sellurnar fara alveg í botn hjá manni Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
 sje
Stjórn


Skráður þann: 04 Sep 2004
Innlegg: 14460

Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 18 Jún 2015 - 7:05:51    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Flottar myndir sem unnu þarna.

http://www.nyherji.is/um-nyherja/frettir/blog/nanar/item97604/god-thatttaka-i-ljosmyndamarathoni-canon-og-mblis--olafur-andri-sigradi-aftur
_________________
Sigurður Jónas Eggertsson
Ljósmyndar af áhuga
sje@ljosmyndakeppni.is
gsm: 663-4321
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Á döfinni Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group