Sjá spjallþráð - Myndavéla pælingar :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Myndavéla pælingar
Fara á blaðsíðu 1, 2, 3  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hvað á ég að kaupa?
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Bosko


Skráður þann: 14 Júl 2006
Innlegg: 37
Staðsetning: Kópavogur
Canon 400D
InnleggInnlegg: 19 Apr 2015 - 11:55:47    Efni innleggs: Myndavéla pælingar Svara með tilvísun

Blessuð og sæl.

Er að velta fyrir mér myndavélakaupum.
Ég er með canon 400d núna, sem ég fékk mér 2006.

Hef verið að skoða þetta mikið á netinu, en vélarnar sem ég er með í huga eru annarsvegar, notuð 5d mk2, eða ný 70d, jafnvel 7d.

Ég er nú aðallega í landslagsmyndatöku og sitt hvað annað, er ekkert í stúdíómyndatöku eða neinu svoleiðis né íþróttamyndatöku.
Linsurnar sem ég er með eru 17-40mm og 50mm f1.8.

Þannig að nú langar mig að vita, með hverju mælið þið með?
_________________
Kveðja, Bosko
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
orkki


Skráður þann: 25 Mar 2008
Innlegg: 2404
Staðsetning: Reykjavík
*Besta vél í heimi*
InnleggInnlegg: 19 Apr 2015 - 14:29:54    Efni innleggs: Re: Myndavéla pælingar Svara með tilvísun

Bosko skrifaði:
Blessuð og sæl.

Er að velta fyrir mér myndavélakaupum.
Ég er með canon 400d núna, sem ég fékk mér 2006.

Hef verið að skoða þetta mikið á netinu, en vélarnar sem ég er með í huga eru annarsvegar, notuð 5d mk2, eða ný 70d, jafnvel 7d.

Ég er nú aðallega í landslagsmyndatöku og sitt hvað annað, er ekkert í stúdíómyndatöku eða neinu svoleiðis né íþróttamyndatöku.
Linsurnar sem ég er með eru 17-40mm og 50mm f1.8.

Þannig að nú langar mig að vita, með hverju mælið þið með?


Miðað við að þú sért ekki í íþrótta myndatökum þá held ég að t.d. 750D dugi þér alveg fínt. 750D og 760D koma út seinna á þessu ári, 24 megapixlar og eflaust þess virði að bíða eftir.

5D Mk2 er full gömul að mínu mati til að fjárfesta í og hefur ekkert að gera við 7D hún er gerð fyrir íþróttir og fugla í flugi, ekki þess virði fyrst þú ert ekki að taka svoleiðis myndir.
Og ef þú ert að tala um eldri vélina þá er hún einnig full gömul að mínu mati

70D er eflaust fín í video en er samt talsverð vinna eins og með allar DSLR vélar og video en spurningin er hvort auka peningurinn borgi sig.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
keg


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 2089
Staðsetning: Suðvesturhornið
Fujifilm X-T1/Canon EOS M3
InnleggInnlegg: 19 Apr 2015 - 20:07:40    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég er alveg sammála Orka hér, 750/760D verða hörkuvélar og þær eru litlar og nettar.

Canon bráðvantar vél eins og Fujifilm X-T1 í lineuppið
_________________
Kveðja,
Kristján Emil Guðmundsson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
totifoto


Skráður þann: 11 Des 2004
Innlegg: 6860


InnleggInnlegg: 19 Apr 2015 - 21:20:34    Efni innleggs: Svara með tilvísun

750/760 koma núna í mai/júní svo að ég myndi alveg hinkra eftir þeim og skoða.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
MR.BOOM


Skráður þann: 10 Feb 2006
Innlegg: 139
Staðsetning: Í landi fílanna
Canon EOS 30D
InnleggInnlegg: 19 Apr 2015 - 22:17:51    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ef þú ætlar að elta bíla þá 7d.....annars full frame.
_________________
Sæmundur Eric.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
keg


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 2089
Staðsetning: Suðvesturhornið
Fujifilm X-T1/Canon EOS M3
InnleggInnlegg: 20 Apr 2015 - 12:43:27    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Fullframe er ekki alltaf lausn.

10-18 er t.d. miklu, miklu betri á crop en 17-40 nokkru sinni á FF.

MR.BOOM skrifaði:
Ef þú ætlar að elta bíla þá 7d.....annars full frame.

_________________
Kveðja,
Kristján Emil Guðmundsson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
bjarkih


Skráður þann: 18 Júl 2007
Innlegg: 1293
Staðsetning: Akranes
Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 20 Apr 2015 - 18:27:58    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ef þú ert í landslagi þá myndi ég segja að Full-frame væri málið, það er eitthvað óútskýranlegt sem þú færð í Full-frame umfram kropp (feitir djúsí pixlar). Síðan ertu þarna með 17-40 linsuna sem ætti að parast vel við Full-frame í landslagið.

5D mk II er orðin pínu gömul vél en stendur fyllilega fyrir sínu, síðan er kannski möguleiki á að þú finnir notaða 6D þó maður sjái ekki mikið af þeim á sölu.
_________________
FlickR síðan mín:
http://www.flickr.com/bjarkih/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
jho


Skráður þann: 17 Mar 2012
Innlegg: 1161
Staðsetning: Akranes
Canon EOS 5D Mark-III
InnleggInnlegg: 20 Apr 2015 - 20:55:25    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Í landslag og fólk eða götuljósmyndun, 5d MarkII eða 6d alla leið. Betra ISO þol og skemmtilegri vélar.

Hefur ekkert með fansí fókuskerfi eða snúningsskjái að gera og hraði algert aukaatriði, landslagið er ekki að fara neitt.... allavega ekki þannig að þú þurfir sérstaklega hratt fókuskerfi til að ná því Smile

Þó 5d mark II sé komin til ára sinna þá stendur hún fyllilega fyrir sínu en 6d stendur henni aðeins framar á flestum sviðum.

7d er mjög góð vél í flest nema ljósmyndun á háu ISO, þar er hennar veikasti punktur. Hins vegar fæst gamla sjöan á fáránlega góðu verði þessa dagana.
_________________
Kveðja, Jónas

http://www.flickr.com/photos/jonas-ottos/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Bosko


Skráður þann: 14 Júl 2006
Innlegg: 37
Staðsetning: Kópavogur
Canon 400D
InnleggInnlegg: 21 Apr 2015 - 17:50:08    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þakka öllum fyrir góð og skjót svör! Smile
En já það væri best ef ég gæti fullnýtt mínar linsur, en maður skoðar svosem allt Smile
_________________
Kveðja, Bosko
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
jho


Skráður þann: 17 Mar 2012
Innlegg: 1161
Staðsetning: Akranes
Canon EOS 5D Mark-III
InnleggInnlegg: 22 Apr 2015 - 12:19:08    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Bosko skrifaði:
Þakka öllum fyrir góð og skjót svör! Smile
En já það væri best ef ég gæti fullnýtt mínar linsur, en maður skoðar svosem allt Smile


Linsurnar þínar ganga á allar EOS vélar hvort sem þær eru fullframe eða crop.
_________________
Kveðja, Jónas

http://www.flickr.com/photos/jonas-ottos/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
DLD


Skráður þann: 26 Des 2011
Innlegg: 225

Canon 6D
InnleggInnlegg: 22 Apr 2015 - 14:18:11    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ef ég mundi velja myndavél einungis fyrir landslag mundi ég fá mér Nikon full frame vél. D610, D750, D800, D800E eða D810... Þar sem skuggar og mjög bjart ljós koma oft saman á landslagsmyndum viltu geta haft kost að geta pumpað skuggana upp án þess endilega að þurfa að nota bracketing og layera... Nikon eru hreinlega miklu betri en Canon í shadow recovery... https://photographylife.com/nikon-vs-canon-dynamic-range

En ef þú vilt nota linsurnar þínar þá er EOS 6D eflaust málið í landslag...
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
karibjorn


Skráður þann: 23 Apr 2006
Innlegg: 511

Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 22 Apr 2015 - 18:57:44    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Fyndið... Ég er einmitt að spá í að selja Canon 5D Mark II vélina mína, var keypt ný í Júlí 2012 og hefur þ.a.l. verið notuð í tæplega 3 ár. Er ekki með neinn rammafjölda enn sem komið er en ég hugsa að það sé ekki alveg hægt að alhæfa að Mark II sé komin til sinna ára þar sem módelið kom út 2008 en var í sölu til loka árs 2012 minnir mig, og auðvitað gífurlegur munur á vél sem var keypt 2008 vs. 2012.

Endilega sendu mér skilaboð ef þú hefur áhuga Smile

Kv. Kári Björn
_________________
http://www.flickr.com/photos/bisull
http://karibjorn.crevado.com/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
vidarlu


Skráður þann: 18 Nóv 2010
Innlegg: 69

Nikon D600
InnleggInnlegg: 22 Apr 2015 - 22:27:44    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Bosko, þar sem þú ert ekki með mikla fjárfestingu í linsunum þínum og þar sem þú ert að leita að landslagsmyndavél myndi ég hreinlega skipta yfir í full frame Nikon (D600, D610, D750 eða D810). Nikon hafa einfaldlega yfirburði þegar kemur að dynamic range og þegar þú þarft að draga fram smáatriði í skuggum, eins og DLD benti á hér að framan.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Hauxon


Skráður þann: 07 Des 2005
Innlegg: 6372
Staðsetning: Skipaskagi
Fujifilm X-T1
InnleggInnlegg: 24 Apr 2015 - 16:37:55    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Spurning um að skoða mirrorless. Bæði Sony A7 og Fuji X eru góðir kostir og reyndar er Mirco43 system dúndurgott líka. Það sem þú færð út úr þessu eru minni og léttari græjur sem er gríðarlega mikilvægt fyrir ferða- og landslagsljósmyndun. Svo eru vélar og linsur almennt ódýrari en sami gæðaflokkur í SLR.

Varðandi FF vs. crop þá er munurinn ekki eins mikill og fyrir 4-6 árum. Ég myndi setja skynjarann í Fuji X-T1 vélinni minni á svipaðan stað og Canon 6D og miklu betri en í 5DII, reyndar betri en báðar í shadow recovery. Með FF færð þú fyrst og fremst möguleikann á hærri upplausn sem gæti skipt máli ef þú prentar mikið af myndum sem eru stærri en 1 meter.

Ég skipti fyrir rúmu ári í Fuji (úr Canon) og er núna með X-T1, 14/2.8, 23/1.4, 56/1.2 og 50-140/2.8 OIS. Allar þessar linsur eru í heimsklassa og vandamálið er helst að það er til svo mikið af góðum linsum fyrir Fuji að ég get varla valið hvað ég á að eiga.

Skoðaðu Fuji X og Sony A7 vel og vandlega áður en þú kaupir eitthvað.
_________________
Hrannar Örn Hauksson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
keg


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 2089
Staðsetning: Suðvesturhornið
Fujifilm X-T1/Canon EOS M3
InnleggInnlegg: 24 Apr 2015 - 23:31:31    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég vil taka undir þetta, það er alger vitleysa að kaupa DSLR hlunk og íhuga ekki að skoða spegillausar.

Hauxon skrifaði:
Spurning um að skoða mirrorless. Bæði Sony A7 og Fuji X eru góðir kostir og reyndar er Mirco43 system dúndurgott líka. Það sem þú færð út úr þessu eru minni og léttari græjur sem er gríðarlega mikilvægt fyrir ferða- og landslagsljósmyndun. Svo eru vélar og linsur almennt ódýrari en sami gæðaflokkur í SLR.

Varðandi FF vs. crop þá er munurinn ekki eins mikill og fyrir 4-6 árum. Ég myndi setja skynjarann í Fuji X-T1 vélinni minni á svipaðan stað og Canon 6D og miklu betri en í 5DII, reyndar betri en báðar í shadow recovery. Með FF færð þú fyrst og fremst möguleikann á hærri upplausn sem gæti skipt máli ef þú prentar mikið af myndum sem eru stærri en 1 meter.

Ég skipti fyrir rúmu ári í Fuji (úr Canon) og er núna með X-T1, 14/2.8, 23/1.4, 56/1.2 og 50-140/2.8 OIS. Allar þessar linsur eru í heimsklassa og vandamálið er helst að það er til svo mikið af góðum linsum fyrir Fuji að ég get varla valið hvað ég á að eiga.

Skoðaðu Fuji X og Sony A7 vel og vandlega áður en þú kaupir eitthvað.

_________________
Kveðja,
Kristján Emil Guðmundsson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hvað á ég að kaupa? Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu 1, 2, 3  Næsta
Blaðsíða 1 af 3

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group