Sjá spjallþráð - Þarf smá hjálp með hvernig myndavél ég ætla að kaupa mér. :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Þarf smá hjálp með hvernig myndavél ég ætla að kaupa mér.
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Ljósmyndatækni
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
arnark1000


Skráður þann: 06 Jan 2015
Innlegg: 30


InnleggInnlegg: 06 Jan 2015 - 20:38:34    Efni innleggs: Þarf smá hjálp með hvernig myndavél ég ætla að kaupa mér. Svara með tilvísun

Sælir

Ég er nýr hérna á þessum vef og hef undanfarið fengið smá myndavéla veiki við að taka myndir. Hef ákveðið að fjárfesta í einu slíku ásamt aukabúnaði.

Hef verið að skoða smá á netinu hvað er í boði og verð að viðurkenna að ég er smá villtur þegar kemur að þessu þannig lagað þó ég hafi smá grunnþekkingu auðvitað.

Er að leitast við að fjárfesta fyrir svona 100-200 þús kannksi. Vildi bara spyrjast fyrir hvað eru bestu kaupin í dag þegar kemur að þessu. Hef verið að skoða Nikon ,Canon og einnig vélar frá Sony.

Og er kannski best að fá þetta úti í Usa?

takk fyrirfram Arnar
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
vilhj


Skráður þann: 11 Sep 2013
Innlegg: 56

Nikon D800
InnleggInnlegg: 06 Jan 2015 - 21:31:00    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Já, það er hætt við að ef þú fáir mörg svör hér, þá fyrst verðir þú ruglaður í ríminu, haha.
Nikon fólkið segir þér að taka Nikon, Canon liðið sömuleiðis að taka Canon o.s.frv. en sjaldnast færðu nokkur rök heldur bara tilvitnanir í smekk.
En staðreyndin er auðvitað sú að það er varla hægt að svara spurningunni af skynsamlegu viti því þetta fer svo mikið eftir því hvað þú ætlast fyrir.
Landslag, fólk, inni, úti, bara ljósmyndir eða líka vídeó ... og svona mætti lengi telja, ekkert eitt er best í allt.
Og svo er það spurningin um notað eða nýtt.
Ég veit t.d. að það er ábyrgð á notuðum græjum í Fótóval.

Ég ráðlegg þér samt að gera upp við þig hvaða kerfi þú vilt fara í:
Spegillaust (litlar og léttar miðað við hinar) eða SDLR og svo tegund.
Athugaðu líka að linsur endast myndavélar í flestum tilfellum, þ.e. menn uppfæra myndavélina en halda linsusafninu.
Ekki reyna að fá allt í einu, veldu frekar vandað, það er þá líka frekar hægt að selja það seinna ef það hentar ekki.

Vonandi gengur þér vel,
Vilhjálmur.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
arnark1000


Skráður þann: 06 Jan 2015
Innlegg: 30


InnleggInnlegg: 06 Jan 2015 - 22:03:56    Efni innleggs: Svara með tilvísun

kærar þakkir fyrir gott svar Viljh! Smile

Ætti kannksi að bæta við að ég er aðalega að leita eftir myndavél í Nightshooting, Norðurljós,landslags og þannig lagað. Hef gaman að því að búa til Timelapse og þannig. Vantar bara almennilega græju í það Smile. Er kannksi ekki alveg að leita eftir toppnum á ísjakanum. Svo er það auðvitað með linsurnar...
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
vilhj


Skráður þann: 11 Sep 2013
Innlegg: 56

Nikon D800
InnleggInnlegg: 06 Jan 2015 - 23:33:58    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Já, ekkert að þakka.
En sem sagt, það sem þú vilt þá væntanlega er góð myndavél sem þolir kulda (það er kalt á nóttunni) og svo linsu sem er frekar gleið með stóru ljósopi.
Norðurljósamynd er í raun landslagsmynd tekin á löngum tíma í lélegu ljósi, ekki satt. Myndin er yfirleitt ekki af norðurljósunum heldur eru þau inni á mynd af einhverju öðru.
Timelapse er ódýrast að gera með apparati fyrir utan vélina sem smellir af (en margar dýrari vélar hafa það innbyggt).
Ég á græju frá TriggerTrap sem er tengd við Android síma (eða spjaldtölvu) með snúru og er alveg snilldartól -- og kostar ekki mikið. Þeir nota heyrnartólstengið !! til að smella af. Snúran og millistykkið sem hlustar á smellinn í heyrnartóls tenginu kostar rúm 20 bresk pund og forritið er ókeypis. Passaðu þig samt að kaupa þetta ekki notað á netinu, þeir þurftu að breyta græjunni því evróputæki hafa ekki sama hljóðstyrk og USA/Asíu þannig að það er slatti af eldri tækjum til sölu á ebay sem gengur ekki á okkar markaðssvæði.
Kveðjur
Vilhjálmur
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
keg


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 2089
Staðsetning: Suðvesturhornið
Fujifilm X-T1/Canon EOS M3
InnleggInnlegg: 07 Jan 2015 - 1:27:22    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Varðandi Canon þá er ekki dýrara að kaupa hér en í USA.

Aðrir innflytjendur mættu taka sig á í þessu efni
_________________
Kveðja,
Kristján Emil Guðmundsson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
arnark1000


Skráður þann: 06 Jan 2015
Innlegg: 30


InnleggInnlegg: 07 Jan 2015 - 14:46:14    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hvernig er Canon EOS 700D vélin? hef verið að skoða Canon línurnar svoldið, líst svoldið vel á hana. Mæliði með henni?

Snilld þetta með Innbyggðu timelapse Vilhj. Vissi ekki af því. Hef unnið mikið í Photoshop cs6 og gert timelapse fyrir aðra editað of fleira. Hef dauðlangað að taka svona sjálfur upp. Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
totifoto


Skráður þann: 11 Des 2004
Innlegg: 6860


InnleggInnlegg: 07 Jan 2015 - 15:46:31    Efni innleggs: Svara með tilvísun

arnark1000 skrifaði:
Hvernig er Canon EOS 700D vélin? hef verið að skoða Canon línurnar svoldið, líst svoldið vel á hana. Mæliði með henni?

Snilld þetta með Innbyggðu timelapse Vilhj. Vissi ekki af því. Hef unnið mikið í Photoshop cs6 og gert timelapse fyrir aðra editað of fleira. Hef dauðlangað að taka svona sjálfur upp. Smile


Nikon hefur verið með þann fídus i vélunum sínum lengi, mjög sniðugt stöff Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
keg


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 2089
Staðsetning: Suðvesturhornið
Fujifilm X-T1/Canon EOS M3
InnleggInnlegg: 07 Jan 2015 - 17:14:23    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ódýr og góð, sérstaklega sem aukavél.

arnark1000 skrifaði:
Hvernig er Canon EOS 700D vélin? hef verið að skoða Canon línurnar svoldið, líst svoldið vel á hana. Mæliði með henni?

Snilld þetta með Innbyggðu timelapse Vilhj. Vissi ekki af því. Hef unnið mikið í Photoshop cs6 og gert timelapse fyrir aðra editað of fleira. Hef dauðlangað að taka svona sjálfur upp. Smile

_________________
Kveðja,
Kristján Emil Guðmundsson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
IngolfurB


Skráður þann: 09 Feb 2008
Innlegg: 341
Staðsetning: Álftanes
Canon 10D
InnleggInnlegg: 07 Jan 2015 - 22:13:56    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ef þú ert að leita að nýrri vél mundi ég skoða þessa.
http://www.elko.is/elko/is/vorur/Myndavelar_a_utsolu1/Sony_Alpha_7_myndavel_-_28-70mm_linsa.ecp

Sjálfur mundi ég þó taka A7s týpuna en hún er nokkuð dýrari.

Þarna ertu komin með FF myndflögu og ágæta standard linsu. Þarft bara að bæta við víðlinsu til að vera góður í norðurljós og landslag. Hægt að fá millistykki til að setja linsur frá öðrum framleiðendum framan á.
http://briansmith.com/sony-a7-a7r-lens-mount-adapters/
_________________
Ingólfur B.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
arnark1000


Skráður þann: 06 Jan 2015
Innlegg: 30


InnleggInnlegg: 08 Jan 2015 - 19:33:15    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Takk fyrir kærlega fyrir það Ingólfur! Ég endaði með að kaupa Canon700D á tilboði í Elko á 150.000 , hafði hreinlega ekki efni á meiru , græjaði þrumu þrífót lika. Dauðlangaði að fara skrefinu hærra t.d í Sony vélina sem þú benntir mér á . Er samt mjög ánægður með kaupin. Veit samt ekki, maður hugsar nú samt sig stundum um , ef maður er að þessu á annað borð þá hefði maður kannski átt að fara í toppinn.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
IngolfurB


Skráður þann: 09 Feb 2008
Innlegg: 341
Staðsetning: Álftanes
Canon 10D
InnleggInnlegg: 08 Jan 2015 - 20:07:04    Efni innleggs: Svara með tilvísun

arnark1000 skrifaði:
Takk fyrir kærlega fyrir það Ingólfur! Ég endaði með að kaupa Canon700D á tilboði í Elko á 150.000 , hafði hreinlega ekki efni á meiru , græjaði þrumu þrífót lika. Dauðlangaði að fara skrefinu hærra t.d í Sony vélina sem þú benntir mér á . Er samt mjög ánægður með kaupin. Veit samt ekki, maður hugsar nú samt sig stundum um , ef maður er að þessu á annað borð þá hefði maður kannski átt að fara í toppinn.


Það er mjög skynsamlegt að byrja á þessari vél. Hefðir jafnvel getað keypt notaða vél eins og 50d eða farið í Nikon d7000.
Þarft bara að kaupa þér Canon 10-18mm, 10-22mm eða jafnvel 14mm Rokinon linsu í norðuljósin og landslagið.
_________________
Ingólfur B.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
arnark1000


Skráður þann: 06 Jan 2015
Innlegg: 30


InnleggInnlegg: 08 Jan 2015 - 20:12:57    Efni innleggs: Svara með tilvísun

http://www.elko.is/elko/is/vorur/Myndavelar_a_utsolu1/Canon_EOS_700D_myndavel_-_18-135mm.ecp?detail=true

Keypti þessa. Kom einhver linsa með þessu. Er eitthvað vit í þessari Linsu eða þarf maður að uppfæra seinna ? Ég er algjör byrjandi sko hehe. [/i]
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Goddi52


Skráður þann: 02 Apr 2011
Innlegg: 48

Canon 6D
InnleggInnlegg: 08 Jan 2015 - 20:18:50    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Canon 18-135 STM linsan er mjög góð alhliða linsa og með 10-18 STM gleiðlinsunni ertu í nokkuð góðum málum.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
totifoto


Skráður þann: 11 Des 2004
Innlegg: 6860


InnleggInnlegg: 08 Jan 2015 - 20:40:50    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þetta er þrusu vél og flott linsa. Nú er bara að einbeita sér að læra á hana. Mæli með að það næsta sem þú kaupir þér er námskeið, munar svo gríðarlega miklu að læra á það sem maður hefur.

Mæli með Pétri Thomsen.

http://namskeid.peturthomsen.is/namskeid/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
arnark1000


Skráður þann: 06 Jan 2015
Innlegg: 30


InnleggInnlegg: 08 Jan 2015 - 21:27:46    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Kærar Þakkir allir fyrir hjálpina! Þarf einmitt að fara á námskeið og kynna mér þetta betur , vill geta nýtt mér vélina til hins ýtrasta. Tók einmitt mína fyrstu DSLR mynd í dag fór í smá túr. Bara frekar ánægður með þetta ,þó ég hafi þurft að krúskað svoldið í stillingunum.

Tók þessa á F/8 ,1/4 sec og 100iso í Raw , lækkaði svo bara smá exposure í photoshop,kom auðvitað overexposued ,því ég er ekki með ND filter. Gaman að vera kominn inní þetta. Kveðja Arnar Smile

Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Ljósmyndatækni Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
Blaðsíða 1 af 2

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group