Sjá spjallþráð - Keppnir - :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Keppnir -
Fara á blaðsíðu Fyrra  1, 2, 3, 4, 5  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Uppástungur fyrir vef
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
joigudni


Skráður þann: 01 Sep 2005
Innlegg: 573

Canon 40D
InnleggInnlegg: 20 Nóv 2014 - 0:32:49    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Sælir,

Ég var semi virkur hér fyrir nokkrum árum en hef verið latur með myndavélina síðustu ár. Nú er stefnan að bæta það eitthvað aðeins amk...

Eitt sem ég vil nefna og ég man eftir að hér áður var t.d. efnt til liðakeppni... þar sem að það voru x margir í liði og meðaltal liðsins réði úrslitum.

Einnig væri hægt að vera með "bikarkeppni" þar sem að menn mæta einhverjum einum.

Hugsa samt að það þurfi einhverja góða gulrót til að fá sem flesta með í svona... Smile
_________________
Smile
Jói Guðni

http://www.flickr.com/photos/joigudni/
www.draumaland.is
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
DanSig


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 7452
Staðsetning: Reykjavík
iPhone 4s
InnleggInnlegg: 20 Nóv 2014 - 8:49:04    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Það er eitt við keppnirnar sem er öðruvísi en allar aðrar keppnir..

Ég hef keppt í mörgum íþróttum, skotfimi og bogfimi, nú síðast á heimsmeistaramóti, það sem allar keppnir eiga sameiginlegt er að allir keppendur keppa við sömu aðstæður, búnaður keppenda er mismunandi en það er líka eini munurinn.

Fyrir venjulega manneskju sem myndar sem hobbí í frítíma þá er vonlaust að keppa við ljósmyndanörd sem hefur endalausan tíma og peninga og jafnvel flugvél eða eitthvað þessháttar til að nýta í myndatökuna, þessvegna nennir almenningur ekki að keppa, hann sér norðurljósamyndir með eldgosum í bakgrunni oÞh. Og sér strax að það er ekki hægt að keppa við svoleiðis.

Haldið keppni þar sem ákveðinn hlutur er viðfangsefnið, allir taka mynd af því sama og keppnin snýst þá um sjónarhorn, myndbyggingu, post processing, lýsingu oþh. Semsagt það sem ljósmyndun á að snúast um og eitthvað sem er mælanlegt og samanburðarhæft.

Þessar keppnir eru svo óraunhæfar að þetta jaðrar við að vera eins og samtíningur af íþróttamönnum úr mörgum íþróttagreinum sem eiga að keppa í einhverju sem þeir fá ekki að vita hvað er en eiga samt að keppa...

Það verður að vera eitthvað sem er samanburðarhæft til að hægt sé að gefa raunhæfa einkunn, persónuleg skoðun á ekki að vera factor í því hvaða einkun mynd fær, það á að vera hægt að dæma út frá einhverju mælanlegu.

Keppni í bogfimi snýst um það hvernig örin lendir í skífunni, þar eru talin stig og þau ráða úrslitum, það er ekki tek inní hver á flottustu skóna eða litríkustu sólgleraugun....
_________________
innlegg mín endurspegla stundum mína persónulegu skoðun og ber ekki að taka of bókstaflega !
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
BKG


Skráður þann: 18 Maí 2008
Innlegg: 2840
Staðsetning: Ísland
Cannon e-ð
InnleggInnlegg: 20 Nóv 2014 - 11:40:12    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Aldrei þessu vant er ég sammála dansig Smile

Það væri gaman að sjá tölur yfir 3 efstu sætin í mánaðarkeppnunum. Það læðist að mér grunur að "long exposure" landslagsmyndir séu þar í miklum meirihluta.
_________________
www.bkortphotography.zenfolio.com
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Arndisb


Skráður þann: 23 Okt 2012
Innlegg: 151

Nikon D3100
InnleggInnlegg: 20 Nóv 2014 - 17:31:27    Efni innleggs: Svara með tilvísun

DanSig skrifaði:


Fyrir venjulega manneskju sem myndar sem hobbí í frítíma þá er vonlaust að keppa við ljósmyndanörd sem hefur endalausan tíma og peninga og jafnvel flugvél eða eitthvað þessháttar til að nýta í myndatökuna, þessvegna nennir almenningur ekki að keppa, hann sér norðurljósamyndir með eldgosum í bakgrunni oÞh. Og sér strax að það er ekki hægt að keppa við svoleiðis.Góður punktur, sumir eiga dýrar og flottar myndavélar og linsur, aðrir ekki eins dýrar. Sumir eru með rándýra Lee filtera, aðrir ekki með neina filtera. Þetta er svolítið eins og landsliðsmaður í íþróttum sé að keppa við einhvern í 8. deild = verður aldrei jöfn og sanngjörn keppni Rolling Eyes
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
joiph


Skráður þann: 25 Feb 2011
Innlegg: 76
Staðsetning: Reykjavík
alls konar
InnleggInnlegg: 20 Nóv 2014 - 19:45:58    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Og ég sem hélt það væri verið að keppa í list (sem er alveg furðulegt í sjálfu sér) en ekki verkfæraeign (Verkfærin hafa ekki svo mikið að segja um útkomuna)
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda Yahoo-skilaboð
karlg


Skráður þann: 09 Okt 2007
Innlegg: 8352
Staðsetning: Sverige
Olympus
InnleggInnlegg: 20 Nóv 2014 - 19:56:17    Efni innleggs: Svara með tilvísun

joiph skrifaði:
Og ég sem hélt það væri verið að keppa í list (sem er alveg furðulegt í sjálfu sér) en ekki verkfæraeign (Verkfærin hafa ekki svo mikið að segja um útkomuna)


Góður punktur en pælið samt í þessu:

„keppa í list…“

Edit:
Ég er greinilega svigablindur í kvöld. (Þegiðu, svigablindur er algerlega alvöru vandamál!)
_________________
kal.li

„Strictly handheld is the style I go.“ – MCA
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda AIM-vistfang MSN-skilaboð
ose


Skráður þann: 23 Ágú 2005
Innlegg: 29
Staðsetning: HF
Canon 60D
InnleggInnlegg: 20 Nóv 2014 - 21:02:18    Efni innleggs: Uppfæra síðuna Svara með tilvísun

Þarf að uppfæra síðuna, gera hana notendavænni.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst
DanSig


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 7452
Staðsetning: Reykjavík
iPhone 4s
InnleggInnlegg: 20 Nóv 2014 - 22:23:17    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Það er verið að keppa í ljósmyndun en ekki list, ljósmyndun er iðngrein sem hefur staðla og mælanleg gæði.

Ef upp væri settur pallur með gráum dúk og á honum væru 5 misstórir kassa í misgráum litum óreglulega raðað, pallurinn væri settur upp einhverstaðar þar sem allir geta komið, sama hvort er úti eða inni.

Svo væri gefin vika til að mynda pallinn og skila inn mynd af honum.

Þannig myndu allir hafa sama myndefnið, sömu aðstæður til að mynda og það sem dæmt væri fyrir í keppninni er sjónarhorn, myndbygging, nýting viðfangsefnis, lýsing, myndvinnsla oþh.

Allt mælanlegir hlutir sem auðvelt er að dæma, ekki hvað er fallegt eða ljótt þar sem það er huglægt mat en hitt er hlutlægt.

Það væri meirasegja hægt að gera nokkur eintök og setja þau upp á mörgum stöðum á landinu til að allir hafi jafnan möguleika á þáttöku.

Til að gera hlutina enn meira spennandi væri hægt að leyfa ljósmyndurum að raða kössunum á pallinum eins og þeir vilja hafa þá, þannig kemur listrænt auga ljósmyndarans enn betur í ljós, jafvel að setja sem skilyrði að kassarnir verða að vera lágmark 60% af myndinni en ljósmyndarinn megi bæta aukahlutum að eigin vali inn á hin 40% myndarinnar.


Allt þetta gefur öllum jafnan grundvöll í keppninni, sama hvað einhver á mikið af græjum á getur byrjandi með gott auga, vasamyndavél og álpappír gert jafn vel eða betur Smile
_________________
innlegg mín endurspegla stundum mína persónulegu skoðun og ber ekki að taka of bókstaflega !
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
joiph


Skráður þann: 25 Feb 2011
Innlegg: 76
Staðsetning: Reykjavík
alls konar
InnleggInnlegg: 20 Nóv 2014 - 22:30:59    Efni innleggs: Svara með tilvísun

æi Dansig hvða þú hefur leiðinlegt sjónarhorn á þessa listgrein. Ef einkunnirnar hérna á Ljósmyndakeppni væru gefnar eftir þessarai rammalaga sýn sem þú hefur á ljósmyndun röðin öðruvísi en hún er.

En gangi þér vel með þetta.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda Yahoo-skilaboð
DanSig


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 7452
Staðsetning: Reykjavík
iPhone 4s
InnleggInnlegg: 20 Nóv 2014 - 23:46:36    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Listræn ljósmyndun og keppni er tvennt ólíkt, keppni þarf að hafa grunn sem allir standa jafnir á, annars er verið að keppa um hver á mest af frítíma og peningum en ekki hver er bestur í ljósmyndun.


Hver vinnur annars keppnina.. Bleiki sokkurinn, hamarinn eða skúringarfatan ? Þær ljósmyndakeppnir sem hafa verið síðustu árin eru akkúrat svona, verið að keppa um að höfða til áhuga þeirra sem dæma... Ef allar myndirnar eru af sama hlutnum þá fyrst er áhugavert að rýna í myndirnar og bera þær saman, því ekki getur þú borið saman bleiku sokkana, hamarinn og skúringafötuna og tekið hlutlæga ákvörðun um það hvert þeirra vinnur.
_________________
innlegg mín endurspegla stundum mína persónulegu skoðun og ber ekki að taka of bókstaflega !
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 21 Nóv 2014 - 9:25:16    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég held að enginn maður hafi nokkurntímann misskilið ljósmyndun jafn rosalega!
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
joiph


Skráður þann: 25 Feb 2011
Innlegg: 76
Staðsetning: Reykjavík
alls konar
InnleggInnlegg: 21 Nóv 2014 - 10:44:22    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Sem leiðir hugann að því: Er ekki hægt að hafa keppni í að misskilja ljósmyndun?
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda Yahoo-skilaboð
DanSig


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 7452
Staðsetning: Reykjavík
iPhone 4s
InnleggInnlegg: 21 Nóv 2014 - 12:29:40    Efni innleggs: Svara með tilvísun

oskar skrifaði:
Ég held að enginn maður hafi nokkurntímann misskilið ljósmyndun jafn rosalega!Ég er ekki að misskilja neitt heldur að sýna það að til að keppni virki eðlilega þurfa allir keppendur að hafa sama grunn.

ef ljósmyndararnir væru hlauparar þá væru þeir með mislangar hlaupabrautir, sumir með malavegi, aðrir með drullusvað á meðan sumir hafa gott undirlag, og svo fá sumir stuttan tíma til að hlaupa og aðrir langan... Það bara virkar ekki því það er enginn grunnur sem allir leggja út frá.

ljósmyndakeppni og ljósmyndun er ekki sami hluturinn, ekki frekar en að meistaradeildin og vinnustaðabolti sé sami hlutur.

Og ef klisjumyndir eru orðnar svo rótgrónar hérna að þið getið ekki stigið inní kassann til að mynda þá eru það frekar þið sem eruð að misskilja hvað ljósmyndun snýst um.
_________________
innlegg mín endurspegla stundum mína persónulegu skoðun og ber ekki að taka of bókstaflega !
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
keg


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 2089
Staðsetning: Suðvesturhornið
Fujifilm X-T1/Canon EOS M3
InnleggInnlegg: 21 Nóv 2014 - 12:31:57    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Má vera en það eru margir góðir punktar þarna sem er algerlega ónauðsynlegt að afskrifa með þessum orðum.

Staðreyndin er að bæði keppnirnar og keppnisfyrirkomulagið eru meingölluð fyrirbæri.

oskar skrifaði:
Ég held að enginn maður hafi nokkurntímann misskilið ljósmyndun jafn rosalega!

_________________
Kveðja,
Kristján Emil Guðmundsson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
joiph


Skráður þann: 25 Feb 2011
Innlegg: 76
Staðsetning: Reykjavík
alls konar
InnleggInnlegg: 21 Nóv 2014 - 13:33:24    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þegar menn eru komnir svo langt inn í kassann að þeir treysti sér til að fullyrða að þeir séu ekki að misskilja neitt mega þeir bara vera þar fyrir mér.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda Yahoo-skilaboð
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Uppástungur fyrir vef Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu Fyrra  1, 2, 3, 4, 5  Næsta
Blaðsíða 2 af 5

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group