Sjá spjallþráð - Þríhnúkagígur :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Þríhnúkagígur

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Ljósmyndatækni
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Gæsavængur


Skráður þann: 09 Sep 2012
Innlegg: 170

-Canon 5D classic
InnleggInnlegg: 30 Sep 2014 - 21:16:28    Efni innleggs: Þríhnúkagígur Svara með tilvísun

Sæl veriði.

Eftir langa bið er loksins komið að því hjá mér að heimsækja undrið Þríhnúkagíg í Bláfjöllum á laugardaginn kemur (4.okt).

Auðvitað er ætlunin að hafa með sér myndavélina og freysta þess að ná mannsæmandi myndum. Þessi póstur er því til þess ætlaður að sigta út góð ráð og fróðleik um myndatökur á þessum stað. Ferðin eða tíminn í gígnum er ekki svo langur, svo ágætt væri að vera eins tilbúinn í aðstæðurnar og hægt er svo sem minnstur tími fari í stillingaratriði og vesen Smile

Mínar spurningar og pælingar eru því á þá leið að ég væri til í að heyra frá þeim sem heimsótt hafa gíginn og tekið þar myndir. Einnig hvernig þið teljið að sá takmarkaði búnaður sem ég er með komi til með að gagnast mér best.

Ég væri til í að vita hvernig lýsingin er þarna niðri? Þetta er að einhverju leiti upplýst ekki satt? Ég tek samt með sterk led-ljós. Ég væri til í að hafa hugmynd um hvaða ISO- og WB-stillingar væri eðlilegast að byrja á miðað við aðstæður og útbúnað.

Ég á gamla 5D Classic og með henni 17-40L og 85mm 1.8 canonlinsur ásamt þrífót. Þetta er kanski ekki óskaútbúnaðurinn í þetta verkefni en samt það eina sem er í boði.. Besta myndavélin er alltaf sú sem maður hefur meðferðis ekki satt? Smile

Væri til í að heyra öll ráð og pælingar sem þið hafið uppá að bjóða..

Takk fyrir kærlega!
_________________
Kv. Atli Freyr, áhugamaður um ljósmyndun Smile
http://www.flickr.com/photos/rokkva/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Micaya


Skráður þann: 17 Des 2009
Innlegg: 5018


InnleggInnlegg: 01 Okt 2014 - 2:56:36    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Lýsingin er í öllum Kelvin gráðum, því miður. Þannig að best er eiginlega að nota Auto WB.

Þú nærð alveg handheld skotum ef þú notal t.d. ISO 1600, og ert með stórt ljósop (sem þú ert með), en sérstaklega gaman með víðlinsu. Gott að þú ert með súm linsu. En þú þarft eiginlega f/2.8 á henni. Eða setja vélina á stein (með púða undir)

Ekki taka þrífót. Betra að hafa e-n púða bara, eða "bean bag". En það verður eiginlega ekki þörf fyrir því.

Það sem er nauðsynlegt að ekki gleyma er einhver klútur til að þurka af linsunni. Það koma endalaust dropar niður, eða var þannig alla vegana þegar ég var í fyrra. Sennilega raki líka, mann ekki sérstaklega eftir því. Vondar aðstæður til að vera að skipta mikið um linsu.

Ég tók flass með þegar ég fór. Það er ok að nota það við eina og eina mynd, en málið er að silúettur með fólk koma út alveg afskaplega vel.

Má sýna þér myndina sem ég birti svo? Smile

Samyang 14mm 2.8 á 5D classic.
Exif: ISO 1600 ; f/2.8 ; 1/25 ; @14mm
Með flassi.

PS: Ljósið í strompnum er lyftan. Þú kemur niður í svona körfu.


Inside the Magma Chamber by Diana Michaels, on Flickr
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
cooly


Skráður þann: 28 Jan 2006
Innlegg: 1262
Staðsetning: Reykjavík
Canon Eos 1 X Mark II
InnleggInnlegg: 02 Okt 2014 - 22:31:56    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Fór þarna í sumar niður, tók með mér þrífót, sem ég tel vera möst, en ég fékk aðstoðarmann til að lýsa með höfuðljósinu á andlitið á manneskjunni, sem kom ágætlega út, þeir skaffa það ásamt hjálm. Dvölin niðri er ca 20-35 min, fer eftir ferðum upp og niður, tók bara vél og eina linsu, 16-35 og þrífót._________________
Kristján Söebeck
Ljósmyndari
http://www.flickr.com/photos/kristjan_kristjans/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst
Gæsavængur


Skráður þann: 09 Sep 2012
Innlegg: 170

-Canon 5D classic
InnleggInnlegg: 02 Okt 2014 - 23:29:36    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Aaaa.. Einmitt.. Takk fyrir það bæði tvö.. Akkúrat svona upplýsingar sem ég var að falast eftir. Þetta hjálpar mikið!

Gott að hafa þetta með flashið bak við eyrað Micaya. En ég gleymdi að telja það upp að ég er með eitt svoleiðis. Sama með klútinn. Það er jú alltaf gott droparegn á svona stöðum.

Ég mun samt væntanlega hafa með mér báðar linsurnar.. Þó það sé ekki gott að skipta þarna niðri er ég ekki viss með ljósopið á 17-40 og 85mm linsan er frekar þröng. Sé svo til eftir aðstæðum hvað ég nota. Ég tek nú líklegast þrífótinn með mér enda er hann léttur og nettur í bakpoka.

Ég þakka aftur fyrir ráðin og líka myndirnar! Sérstaklega gott skot Micaya.. þessir litir þarna niðri eru rosalegir!

Hlakka til!
_________________
Kv. Atli Freyr, áhugamaður um ljósmyndun Smile
http://www.flickr.com/photos/rokkva/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Ljósmyndatækni Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group