Sjá spjallþráð - Augnablik - sem ekki gleymast (ljósmyndasýning) :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Augnablik - sem ekki gleymast (ljósmyndasýning)

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Á döfinni
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 05 Ágú 2014 - 0:08:58    Efni innleggs: Augnablik - sem ekki gleymast (ljósmyndasýning) Svara með tilvísun

Augnablik - sem ekki gleymast
-ljósmyndasýning


Hæhæ, ég býð til opnunar á minni fyrstu einkasýningu, þar sem birtar verða ljósmyndir úr heimsreisu sem ég fór í.

Sýningin verður opnuð formlega kl.16.00, laugardaginn 9. ágúst í Perlunni og verður boðið upp á léttar veitingar. Sýningin stendur til 31. ágúst.

Daginn sem sýningin verður opnuð munu stuttar sögur sem tilheyra hverri mynd á sýningunni, birtast á vefsíðunni www.moment.is/syning Þar verður einnig hægt að skoða myndirnar á sýningunni auk töluvert fleiri ljósmynda úr heimsreisunni.


Ykkur öllum boðið að vera viðstödd opnunina, nú eða að kíkja við einhverntímann á meðan sýningin stendur. Mér þætti frábært væri að fá skráningar hér til þess að meta fjölda: https://www.facebook.com/events/663674453708006/Hlakka til að sjá ykkur flest!

Óskar Páll Elfarsson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 08 Ágú 2014 - 9:14:10    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég ætla að gerast svo óforskammaður að troða þessu aftur efst á síðuna, sé ykkur öll á laugardag kl 16 !
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
BenniH


Skráður þann: 09 Ágú 2009
Innlegg: 169
Staðsetning: Reykjavík
Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 09 Ágú 2014 - 18:56:17    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég kíkti á sýninguna í dag, takk kærlega fyrir mig, þetta er frábær sýning sem ég hvet alla til að skoða.

Myndirnar eru einstakar, vel unnar og teknar af mikilli næmni fyrir aðstæðum. Nauðsynlegt að lesa myndatextann með hverri mynd, vel skrifaður textinn veitir manni innsýn í ævintýrið sem þessi heimsreisa hefur verið.

Til hamingju Óskar
_________________
http://www.flickr.com/photos/benni65/
Canon EOS 5D Mark III; Canon EOS 7D; EF 16-35mm f/2.8 L II USM; EF 24-105mm f/4 L IS USM; EF 70-200mm f/2.8 L IS II USM; EF 100-400mm f/4.5-5.6 L IS USM; EF 100mm f/2.8 L IS USM Macro; Canon Speedlite 600EX-RT
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
i_fly


Skráður þann: 30 Des 2005
Innlegg: 2660
Staðsetning: Kópavogur
Canon EOS 5D Mark-III
InnleggInnlegg: 10 Ágú 2014 - 9:23:04    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég þáði boð Óskar Páls og mætti við opnun sýningarinnar hans í Perlunni í gær.

Ég skal bara viðurkenna hreint út - ég varð agndofa eitt augnablik.

Strákurinn hefur sett saman fantaflotta sýningu þar sem þrjú lykilatriði spila saman:

a) Aldeilis afbragðs ljósmyndun, einkum og sér í lagi þar sem honum hefur tekist að ná mjög einlægum og sterkum mannlífsmyndum

b) Sterk, og á köflum djörf grátónavinnsla sem virkilega lyftir myndefninu og dregur vel fram andblæ og meginefni myndar.

c) Vandað stórprent og innrömmun sem undirstrikar og lyftir myndefninu enn frekar.

Óskar Páll hafði á orði við opnun sýningarinnar að þetta væri stór stund fyrir sig, hér væri hann að reyna að koma fram sem "fullorðinn ljósmyndari"

Það má svo sem velta fyrir sér hvað felst í því að vera "fullorðinn ljósmyndari" og hvort það er í sjálfu sér eftirsóknarvert - en mér sýnist hins vegar augljóst að Óskar Páll er klárlega FLOTTUR ljósmyndari, og það hygg ég að sé nú aðalatriðið þegar upp er staðið. Og mér sýnist líka að um leið og honum hefur tekist að setja upp afbragðs sýningu, þá hafi hann sett sig í þá stöðu að þurfa að taka verulega á ef hann ætlar að toppa sjálfan sig eftir þetta.

Takk fyrir flotta sýningu Óskar Páll - og hjartanlega til hamingju !!!
_________________
Páll Guðjónsson
http://www.flickr.com/photos/i_fly/

https://500px.com/pall_gudjonsson

http://pallgudjonsson.zenfolio.com/


Síðast breytt af i_fly þann 20 Ágú 2014 - 15:57:03, breytt 2 sinnum samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
kazi66


Skráður þann: 10 Ágú 2007
Innlegg: 35
Staðsetning: Akranes
Canon
InnleggInnlegg: 10 Ágú 2014 - 15:36:48    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Fór á sýninguna áðan, og er enn alveg orðlaus yfir stórverkunum sem þar eru að sjá.

Innilega til hamingju Óskar Páll með þessa sýningu!
_________________
Loksins eftir öll þessi ár...Kveðja Guðbjörg

http://www.flickr.com/photos/gben/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
jonfri


Skráður þann: 14 Maí 2014
Innlegg: 112

Leica
InnleggInnlegg: 20 Ágú 2014 - 12:40:12    Efni innleggs: Svara með tilvísun

stórskemmtilegar myndir
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Vala Run


Skráður þann: 11 Apr 2006
Innlegg: 4876
Staðsetning: Reykjavík
Canon 40D
InnleggInnlegg: 20 Ágú 2014 - 15:33:02    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Við mæðgurnar fórum um daginn og ætlum að fara aftur í betra næði Smile

Stórglæsilegar myndir hjá Óskari og ég hef reyndar alltaf sagt að hann sé snillingur með myndavélina Smile það verður ekki tekið af honum Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 21 Ágú 2014 - 21:20:09    Efni innleggs: Svara með tilvísunTakk æðislega og yndislega fyrir falleg orð! Maður roðnar smá og verður meyr...

Ég minni á að sýningin er opin yfir menningarnótt og alla leið til mánaðarmóta Wink
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Gulli Vals


Skráður þann: 06 Apr 2011
Innlegg: 858

Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 22 Ágú 2014 - 19:46:33    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hei þið ekki missa af þessari sýningu - takk fyrir mig Óskar !
_________________
Vertu hamingjusamur á meðan þú lifir,því þú verður lengi dauður.

http://500px.com/GulliVals/photos
http://www.flickr.com/photos/gullivals/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Á döfinni Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group