Sjá spjallþráð - Hvaða linsu á ég að kaupa? :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Hvaða linsu á ég að kaupa?
Fara á blaðsíðu Fyrra  1, 2, 3  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hvað á ég að kaupa?
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
jonr


Skráður þann: 26 Nóv 2004
Innlegg: 5113
Staðsetning: Shrödinger's box
Olympus OMD E-M5
InnleggInnlegg: 12 Maí 2014 - 12:47:12    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hauxon skrifaði:
Ég myndi halda að mesta breytingin væri að fá sér fasta linsu og þú lærir örugglega mest af því að eiga svoleiðis. Ég er sammála að á krop vél er 50mm helst til of þröngt sjónarhorn til að nota innandyra. Hér er það sem kemur upp í kollinn á mér.

1. Canon 35mm f/2 IS - Mjög góð linsa í alla staði og fellur innan verðmarka.
2. Sigma 35mm f/1.4 - Ein besta linsa sem ég hef átt fyrir Canon og mjög skörp á f/1.4 sem er mikilvægt (og sjaldgæft). Hún er mikið dýrari ný en ég hef séð hana auglýsta rétt yfir 100 kallinum hér á Ljósmyndakeppni. Eini gallinn við hana er kannski hvað hún er frekar stór.
3. Sigma 30mm f/1.4 - Skilst að þetta sé fín linsa sem þú ættir að fá notaða fyrir ekkert of mikinn pening.
4. 24-28mm linsur. Mín uppáhalds linsa á Fuji X-T1 (1.5x crop) er 23mm f/1.4. þ.a. þú gætir mögulega haft áhuga á 28/1.8 eða 24/1.4 L.


Ég skipti í 17mm (svipað og 20mm fyrir þessa) sem dags daglega linsu fyrir microFT vélina mína. Finnst þetta mjög þægilegt sjónarhorn, og dugar nánast alls staðar.
_________________
jonr.light.is
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
dagrun


Skráður þann: 02 Jún 2010
Innlegg: 4

Canon EOS 500D
InnleggInnlegg: 12 Maí 2014 - 17:55:48    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hauxon skrifaði:
Ég myndi halda að mesta breytingin væri að fá sér fasta linsu og þú lærir örugglega mest af því að eiga svoleiðis. Ég er sammála að á krop vél er 50mm helst til of þröngt sjónarhorn til að nota innandyra. Hér er það sem kemur upp í kollinn á mér.

1. Canon 35mm f/2 IS - Mjög góð linsa í alla staði og fellur innan verðmarka.
2. Sigma 35mm f/1.4 - Ein besta linsa sem ég hef átt fyrir Canon og mjög skörp á f/1.4 sem er mikilvægt (og sjaldgæft). Hún er mikið dýrari ný en ég hef séð hana auglýsta rétt yfir 100 kallinum hér á Ljósmyndakeppni. Eini gallinn við hana er kannski hvað hún er frekar stór.
3. Sigma 30mm f/1.4 - Skilst að þetta sé fín linsa sem þú ættir að fá notaða fyrir ekkert of mikinn pening.
4. 24-28mm linsur. Mín uppáhalds linsa á Fuji X-T1 (1.5x crop) er 23mm f/1.4. þ.a. þú gætir mögulega haft áhuga á 28/1.8 eða 24/1.4 L.


Takk fyrir allar upplýsingarnar. Ég er a.m.k. búin að setja canon 50mm f1.4 á hold, sé að víðari föst linsa er líklega gáfulegri eins og Hauxon bendir á.
Ég er algjörlega sammála því að ef ég færi í nýju sigma 17-70mm linsuna þá myndi ég alltaf selja kit-linsuna, gleymdi víst að setja það í textann.
Hvað varðar aðdráttinn er það eingöngu í einstaka tilfellum sem mig langar í meiri aðdrátt. Læt það klárlega bíða framyfir skarpari og bjartari myndir. Kosturinn sem ég sé við 17-70 sigma linsuna er að hún myndi nýtast mér sem walk around linsa og er ekki of þung. Fólk virðist líka vera mjög hrifið af henni. Það kitlar mig einnig að eignast fasta linsu og þá væri kannski sigma 35 mm f/1.4 besti kosturinn.

Nú er bara spurningin hvar ég eigi að byrja en ég mun klárlega fá mér fleiri linsur í framtíðinni.

Er hægt að prófa sigma linsurnar einhvers staðar t.d. Í reykjavík foto?

Kv.Dagrún
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
dagrun


Skráður þann: 02 Jún 2010
Innlegg: 4

Canon EOS 500D
InnleggInnlegg: 12 Maí 2014 - 18:28:17    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Nú er ég að skoða þetta enn frekar: lendi ég nokkuð í vandræðum með Auto focusinn á sigma 35 f1.4 linsunni með minni canon eos 500d? Þegar ég er að eltast við stelpuna mína er AF oft besti vinur minn Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Goddi52


Skráður þann: 02 Apr 2011
Innlegg: 48

Canon 6D
InnleggInnlegg: 12 Maí 2014 - 18:30:55    Efni innleggs: Linsa Svara með tilvísun

Þú getur örugglega fengið að prófa hana bæði í Reykjavík Foto og einnig í Fotoval.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Þórður


Skráður þann: 11 Okt 2006
Innlegg: 2372
Staðsetning: Vestfirðir
Sigma SD10 SLR
InnleggInnlegg: 12 Maí 2014 - 19:40:57    Efni innleggs: Svara með tilvísun

ArnarBergur skrifaði:
Sæl Dagrún

ef þú átt 18-55 linsuna þá hefuru í raun enga þörf fyrir Sigma 17-70 þar sem hún nær ekki lengra en 15mm meira, mér persónulega finnst það waste of money að eyða aur í linsu sem nær ekkert lengra en þetta og að eiga aðra linsu sem drífur nánast jafnlangt.

ef ég væri þú...

Myndi ég alvarlega að skoða að selja 18-55 linsuna (færð svona 10-15 þús fyrir hana) og kaupa Canon 17-55 2.8 það er eðallinsa og ég hef séð hana seljast núverið á cirka 80-100þús

ég myndi frekar spá í þessi kaup heldur en Sigmuna, Sigman er alveg ágæt linsa, ég hef átt svoleiðs og ég var sáttur við hana en mér fannst 17-55 mun betri.

svo er nátturulega spurning þú ættir að fjárfesta þá í nýju 18-135 STM linsunni frá Canon ef þú vilt ná lengra en 55mm


nýja c típan af sigmunni er bara allt önnur linsa en eldri típurnar
_________________
http://kristalmynd.weebly.com
----Sigma SD10 classic--Sigma SD-1merrill--8-16mm----17-70mm---70mm 2,8----100-300mm f4
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Þórður


Skráður þann: 11 Okt 2006
Innlegg: 2372
Staðsetning: Vestfirðir
Sigma SD10 SLR
InnleggInnlegg: 12 Maí 2014 - 19:44:39    Efni innleggs: Svara með tilvísun

DanSig skrifaði:
að þurfa og langa er ekki það sama...

ef þú þarft að spyrja hvaða linsu þú átt að kaupa þá þarftu ekki nýja linsu heldu langar að eyða peningum í nýja.

þú ert með 18-55 og talar um að þú viljir meiri aðdrátt en ferð svo að tala um 50mm linsu og svo 17-70 sem er nánast sama svið og þú ert með fyrir...


50mm er nokkurnveginn núllpunkturinn, það sem augað sér, þegar þú velur linsu með aðdrætti þá velur þú linsu sem er öðruhvoru megin við 50mm, semsagt annaðhvort víða eða tele en ekki linsu sem reynir að vera bæði.

ef þú ert sáttur við myndgæðin úr þeirri linsu sem þú átt þá er enginn tilgangur að vera að skoða aðrar linsur í svipaðri stærð, þar sem þú nefnir að það vanti aðdrátt þá væri 70-200 í raun næsta stopp hjá þér.

fyrir ljósmyndara sem vilja nota aðdráttarlinsur þá var eitt vinsælasta comboið í myndavélatöskum 24-70L f2.8 og 70-200L f2.8 sumir vildu víðara og fengu sér 17-40L f4 og 50mm f1.4 með í stað 24-70L.

þetta eru dýrar linsur en vel þess virði, svo er hægt að fá ódýrari linsur með sama sviði en þetta er í raun það sem borgar sig að miða við, eina linsu undir 50mm og eina yfir 50mm.

að kaupa linsur eins og 18-200 er algjört rugl, það er einhver smá blettur sem linsan er skörp, oft kringum 50-70mm og restin er soft....

aðal málið er að ef þú hefur ekki skilgreinda þörf þá er þetta bara löngun í nýtt dót, ef þú hefur takmarkað af peningum geymdu þá frekar og safnaðu fyrir vandaðri linsu og keyptu hana þegar þú hefur raunverulega þörf fyrir hana.

að kaupa réttu 18-200 linsu er EKKI bull.
t.d. eldri týpan af sigma 18-200 OS er sú linsa sem hefur komið mér mest á óvart,, ég á mörg góð gler,, en á endanum er 18-200 os linsan mín 90% framan á vélinni og er skarpari en margir halda
_________________
http://kristalmynd.weebly.com
----Sigma SD10 classic--Sigma SD-1merrill--8-16mm----17-70mm---70mm 2,8----100-300mm f4
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Hauxon


Skráður þann: 07 Des 2005
Innlegg: 6372
Staðsetning: Skipaskagi
Fujifilm X-T1
InnleggInnlegg: 12 Maí 2014 - 19:44:59    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hér á árum áður voru Sigma linsur töluvert lakari að fókusa en Canon linsurnar en í dag er sama og enginn munur. Sigma 35/1.4 fókusar ekki verr en Canon 35/1.4 (hef átt báðar). Ef þú ert að spá í fókusdýptina á f/1.4 þá geturðu bara stoppað hana aðeins niður, linsan er t.d. alveg ógeðslega góð á f/2.8 og reyndar öllum f-stoppum. Smile

Hrannar
_________________
Hrannar Örn Hauksson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
keg


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 2089
Staðsetning: Suðvesturhornið
Fujifilm X-T1/Canon EOS M3
InnleggInnlegg: 12 Maí 2014 - 23:11:00    Efni innleggs: Svara með tilvísun

DanSig er bara yfirlýsingaglaður, svona íslenskur Ken Rockwell, nema að hann fær ekki auglýsingatekjur (svo maður viti til.)

Allar linsur hafa sína meintu veikleika samkvæmt internetinu:


    1. EF linsur eru ónothæfar á krop vélum vegna þess að þær voru hannaðar fyrir Fullframe, þetta er þrátt fyrir að maður hefur náð þúsundum góðra mynda á t.d. 17-40L sem á að vera frægasta dæmið um þetta.
    2. 10x zoom linsur eru ónothæfar. Eh, nei, ég á Sigma 50-500 (sem er á milli 9x og 10x) og við f/8 er hún alveg þokkalega skörp og það er ekkert að fókusnum.
    3. 24-70L skilar mjúkum myndum. Já og nei, við 5.6 og minna er hún eiturskör, við f/2.8 getur maður gleymt að nota focus and recompose.


Þórður skrifaði:

að kaupa réttu 18-200 linsu er EKKI bull.
t.d. eldri týpan af sigma 18-200 OS er sú linsa sem hefur komið mér mest á óvart,, ég á mörg góð gler,, en á endanum er 18-200 os linsan mín 90% framan á vélinni og er skarpari en margir halda

_________________
Kveðja,
Kristján Emil Guðmundsson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
ArnarBergur


Skráður þann: 08 Feb 2009
Innlegg: 7515
Staðsetning: Reykjavík
The Sexy thing - 6D
InnleggInnlegg: 12 Maí 2014 - 23:26:25    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Getur líka sleppt því að hlusta á þessa gamlingja sem babbla hérna og keypt það sem þú vilt... Laughing

Þetta er endalaus kýtingur hvað á að kaupa og hvað ekki Linktrúður
_________________
Myndasmiður
www.facebook.com/abmyndir
www.flickr.com/arnarbg
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
totifoto


Skráður þann: 11 Des 2004
Innlegg: 6860


InnleggInnlegg: 13 Maí 2014 - 1:05:23    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Langar á benda á eina linsu sem hefur ekki komið upp hér í umræðunni sem góð alhliða linsa. Tamron 17-50mm f2.8. Lygilega fín linsa.

Annars styð ég alltaf heilshugar að nota fasta linsu. Minni, léttari, stærra ljósop og skarpar. Fá mann líka einnig til að hugsa öðruvísi þegar maður myndar og gerir mann bara að betri ljósmyndara. Smile

Mín 2 cent.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
jho


Skráður þann: 17 Mar 2012
Innlegg: 1161
Staðsetning: Akranes
Canon EOS 5D Mark-III
InnleggInnlegg: 13 Maí 2014 - 8:37:34    Efni innleggs: Svara með tilvísun

totifoto skrifaði:
Langar á benda á eina linsu sem hefur ekki komið upp hér í umræðunni sem góð alhliða linsa. Tamron 17-50mm f2.8. Lygilega fín linsa.

Annars styð ég alltaf heilshugar að nota fasta linsu. Minni, léttari, stærra ljósop og skarpar. Fá mann líka einnig til að hugsa öðruvísi þegar maður myndar og gerir mann bara að betri ljósmyndara. Smile

Mín 2 cent.


Er með þessa Tamron linsu á vélinni í vinnunni og hef bara gott um hana að segja. Langbestu kaupin í þessari brennivídd, hnífskörp og flottur contrast úr henni.
_________________
Kveðja, Jónas

http://www.flickr.com/photos/jonas-ottos/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
ÞS


Skráður þann: 28 Okt 2008
Innlegg: 1093
Staðsetning: Reykjavík
Nikon D7000
InnleggInnlegg: 13 Maí 2014 - 17:03:23    Efni innleggs: Svara með tilvísun

keg skrifaði:
2. 10x zoom linsur eru ónothæfar. Eh, nei, ég á Sigma 50-500 (sem er á milli 9x og 10x) og við f/8 er hún alveg þokkalega skörp og það er ekkert að fókusnum.


Er 50-500 ekki akkúrat 10x zoom?
_________________
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
keg


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 2089
Staðsetning: Suðvesturhornið
Fujifilm X-T1/Canon EOS M3
InnleggInnlegg: 14 Maí 2014 - 10:43:41    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hún er á langa endanum á milli 420 og 460 mm samkvæmt prófunum, hef ekki prófað hana og 500 mm linsu þannig að ég get ekki fullyrt hvort að hún sé það

ÞS skrifaði:
keg skrifaði:
2. 10x zoom linsur eru ónothæfar. Eh, nei, ég á Sigma 50-500 (sem er á milli 9x og 10x) og við f/8 er hún alveg þokkalega skörp og það er ekkert að fókusnum.


Er 50-500 ekki akkúrat 10x zoom?

_________________
Kveðja,
Kristján Emil Guðmundsson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
bjarkih


Skráður þann: 18 Júl 2007
Innlegg: 1293
Staðsetning: Akranes
Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 14 Maí 2014 - 12:36:29    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ofur súmm eins og 18-200 hljómar aldrei vel. Ég átti Sigma 18-200 og fannst hún fín á þeim tíma. Þegar ég skoða myndirnar úr henni í dag þá sé ég að þetta var algjört rusl. Aldrei aftur svona ofur súmm...

Styð það hins vegar að fara í fasta (prime) linsu. Eitthvað á bilinu 28-35mm.

Sigma 30mm f1.4
Sigma 35mm f1.4 Art
Canon EF 35mm f2 (IS)
Canon EF 28mm f1.8

Þetta eru allt sniðugir kostir. Ótrúlega bjartar og svo lærir maður bara helling á því að nota fastar linsur. Þá þarf maður nefnilega að súmma með fótunum Wink Mér persónulega finnst prime linsur mun skemmtilegri en súmm, en súmmið veitir manni hinsvegar ákveðinn sveigjanleika varðandi brennivíddir. Á móti má kannski segja að prime linsur veiti manni aukinn sveigjanleika varðandi ljósop og þar af leiðandi meiri sveigjanleika hvað varðar fókusdýpt.
_________________
FlickR síðan mín:
http://www.flickr.com/bjarkih/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
dagrun


Skráður þann: 02 Jún 2010
Innlegg: 4

Canon EOS 500D
InnleggInnlegg: 17 Maí 2014 - 8:24:22    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Takk fyrir alla aðstoðina.... Las mikið og velti þessu fyrir mér. Fór í fotoval, fékk flotta aðstoð og endaði á að kaupa mér nýju Sigma 17-70mm c linsuna! Ánægð með kaupin og ákveðin í að fá mér fasta linsu mjög fljótlega Smile

Bestu kveðjur
Dagrún
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hvað á ég að kaupa? Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu Fyrra  1, 2, 3  Næsta
Blaðsíða 2 af 3

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group