Sjá spjallþráð - Ending á Fixer :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Ending á Fixer

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Filma
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Axelo05


Skráður þann: 03 Jún 2011
Innlegg: 93
Staðsetning: Reykjavik
Nikon D700
InnleggInnlegg: 15 Apr 2014 - 14:52:59    Efni innleggs: Ending á Fixer Svara með tilvísun

Heilir og sælir filmunördar

Mig langar að vita hvað þið eruð að nota fixer á margar filmur. Ég hef verið að framkalla í Rodinal 1/100 (stand development) ekkert stoppbað einungis skolun fyrir stoppbað


Kv Axel
_________________
Gott mál
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst
totifoto


Skráður þann: 11 Des 2004
Innlegg: 6860


InnleggInnlegg: 15 Apr 2014 - 15:01:11    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Það er nú alveg misjafnt.

Ef filman er ennþá með fjólubláa slikju á sér eftir 7 min fix að þá er hann búin á því. Leysi það með því að setja filmuna aftur í fixið og hella örlítið af nýjum útí og láta það vera í aðrar 7 min. helli svo fixernum og blanda nýjan næst þegar ég framkalla.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Marel


Skráður þann: 25 Maí 2009
Innlegg: 609

Great Wall DF2, Canon AE-1 Program
InnleggInnlegg: 15 Apr 2014 - 15:28:28    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég er enn að nota rúmlega ársgamla fixerblöndu, veit ekki hvað ég er búinn að nota hann á margar filmur, það er alveg fullt. Hef ekki orðið var við að þær séu fjólubláar eða neitt eftir hann. Ætla samt að fara að blanda nýjan hvað úr hverju, svona fyrir siðasakir.

Annars lenti ég í því um daginn að þegar ég hellti framkallaranum af filmu sem ég var að framkalla var hann orðinn skær-neon grænn. Það þótti mér undarlegt. Hefur áreiðanlega verið eitthvað við filmuna sjálfa (gleymi alltaf að skola áður en ég helli framkallaranum í dallinn). Þetta voru tvær 400 asa Arista EDU ultra, 120 format.
_________________
Flickrið mitt
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Meso


Skráður þann: 28 Feb 2007
Innlegg: 593

Leica M6
InnleggInnlegg: 15 Apr 2014 - 16:57:58    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Marel skrifaði:
Ég er enn að nota rúmlega ársgamla fixerblöndu, veit ekki hvað ég er búinn að nota hann á margar filmur, það er alveg fullt. Hef ekki orðið var við að þær séu fjólubláar eða neitt eftir hann. Ætla samt að fara að blanda nýjan hvað úr hverju, svona fyrir siðasakir.

Annars lenti ég í því um daginn að þegar ég hellti framkallaranum af filmu sem ég var að framkalla var hann orðinn skær-neon grænn. Það þótti mér undarlegt. Hefur áreiðanlega verið eitthvað við filmuna sjálfa (gleymi alltaf að skola áður en ég helli framkallaranum í dallinn). Þetta voru tvær 400 asa Arista EDU ultra, 120 format.


Þetta er eðlilegt ef þú skolar ekki 120 filmurnar áður, þetta er anti halation layer'ið að skolast af.
_________________
Andri
Flickr
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Villi Kristjáns


Skráður þann: 09 Okt 2005
Innlegg: 722
Staðsetning: Hveragerði
Nikon D3200
InnleggInnlegg: 15 Apr 2014 - 17:45:57    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ef þú notar ekki stoppbað þá endist fixerinn ekki eins lengi. Gott er að setja tunguna af filmunni í fixerbað, í björtu og mæla hve langan tíma búturinn verður glær, tekur svo þann tíma og dobblar og ert þá með tímann sem filman á að fixast.
Í góðum fixer tekur það tunguna að verða glær ekki lengur en 2 mín, ef tíminn fer yfir 3 mín er hann orðinn of veikur. Það er ekki endilega víst að filman verði mjólkurlituð í svo lélegum fixer, það getur komið fram árum seinna, þannið að það má ekki feila á gæðum fixesins.
_________________
Bloggið mitt og ljósmyndirnar mínar eru á;
http://www.flickr.com/photos/villi_kristjans/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Villi Kristjáns


Skráður þann: 09 Okt 2005
Innlegg: 722
Staðsetning: Hveragerði
Nikon D3200
InnleggInnlegg: 15 Apr 2014 - 17:47:12    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Marel skrifaði:
Ég er enn að nota rúmlega ársgamla fixerblöndu, veit ekki hvað ég er búinn að nota hann á margar filmur, það er alveg fullt. Hef ekki orðið var við að þær séu fjólubláar eða neitt eftir hann. Ætla samt að fara að blanda nýjan hvað úr hverju, svona fyrir siðasakir.

Annars lenti ég í því um daginn að þegar ég hellti framkallaranum af filmu sem ég var að framkalla var hann orðinn skær-neon grænn. Það þótti mér undarlegt. Hefur áreiðanlega verið eitthvað við filmuna sjálfa (gleymi alltaf að skola áður en ég helli framkallaranum í dallinn). Þetta voru tvær 400 asa Arista EDU ultra, 120 format.


Er Arista ekki gamla Agfa filman?, þær urðu alltaf grænar eftir fyrstu skolun, ekki Kodak og Ilford.
_________________
Bloggið mitt og ljósmyndirnar mínar eru á;
http://www.flickr.com/photos/villi_kristjans/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Marel


Skráður þann: 25 Maí 2009
Innlegg: 609

Great Wall DF2, Canon AE-1 Program
InnleggInnlegg: 15 Apr 2014 - 20:42:36    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þakka vel! Grunaði að það væri eitthvað þessu líkt á ferðinni.
_________________
Flickrið mitt
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Axelo05


Skráður þann: 03 Jún 2011
Innlegg: 93
Staðsetning: Reykjavik
Nikon D700
InnleggInnlegg: 15 Apr 2014 - 21:55:28    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Takk fyrir þessa fróðleiksmola, Tóti, Marel, Meso og Villi þetta voru nokkuð skýr svör varðandi endingu á fixer. Ég var að velta fyrir mér hvort það yrðu litabreitingar á fixernum sjálfum. Vissi ekki það að filman tæki á sig slikju við slappan fixer..

Annað sem ég var að velta fyrir mér, en það varðar filmusápu er það tilfellið að það sé hægt að nota venjulegan uppþvottalög ? hef ekki prófað það en hvað eruð þið að nota..

Ég er líka forvitinn á að vita hvort þið hafið eitthvað verið að framkalla í Rodinal 1:100 ég er að velta fyrir mér hvernig Rodinal sé að koma út í samanburðinum við hefðbundna filmuframköllun í vökvum með styttri tíma t.d Ilfosol eða Xtol..
_________________
Gott mál
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst
Villi Kristjáns


Skráður þann: 09 Okt 2005
Innlegg: 722
Staðsetning: Hveragerði
Nikon D3200
InnleggInnlegg: 15 Apr 2014 - 22:26:33    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Axelo05 skrifaði:
Takk fyrir þessa fróðleiksmola, Tóti, Marel, Meso og Villi þetta voru nokkuð skýr svör varðandi endingu á fixer. Ég var að velta fyrir mér hvort það yrðu litabreitingar á fixernum sjálfum. Vissi ekki það að filman tæki á sig slikju við slappan fixer..

Annað sem ég var að velta fyrir mér, en það varðar filmusápu er það tilfellið að það sé hægt að nota venjulegan uppþvottalög ? hef ekki prófað það en hvað eruð þið að nota..

Ég er líka forvitinn á að vita hvort þið hafið eitthvað verið að framkalla í Rodinal 1:100 ég er að velta fyrir mér hvernig Rodinal sé að koma út í samanburðinum við hefðbundna filmuframköllun í vökvum með styttri tíma t.d Ilfosol eða Xtol..


Velbekommen !

Það verða litabreytingar á fixer, hann verður móskukenndur og ef hrist er upp í honum alveg hvítur, jafnvel að fljóti í honum kusk eða korn. Athugaðu að fixer safnar í sig silfurkornunum úr filmunum og þau botnfalla með tímanum. Filman tekur ekki í sig lit, heldur fixast ekki, það er þetta hvíta (silfurkorn) í filmunni sem um er rætt (silfrið - er í afar litlu magni og engin leið að græða á söfnun á þeim Wink ).

Hreinol, ef hægt er að fá hann, (þessi græni) var nokkuð notaður, 1-2 dropar af honum var nóg. Hann var þykkari en Photo-flo og fleiri slíkir. Svo það er vel hægt að nota uppþvottalög, ég mæli þó með að þú notir grænan og ekki þessa með einhverjum fancy ilmi. Þeir eru líka þynnri en Hreinolinn var svo þarf að nota kannski aðeins meira.

Rodinal er hlutlaus framkallari og eykur hvorki né stækkar korn, filman er miðlungsframkölluð og ef hún er Agfa eða afkomandi hennar, ertu með hana eins og framleiðandi framleiddi hana fyrir. Þumalputtareglan er sú að ef þú framkallar í veikari legi og lengur færðu fínkornóttari filmu. Þv í hraðari framköllun því grófari korn og eykur kontrast.
_________________
Bloggið mitt og ljósmyndirnar mínar eru á;
http://www.flickr.com/photos/villi_kristjans/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Filma Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group