| Raggy
| 
Skráður þann: 09 Júl 2006 Innlegg: 266 Staðsetning: Norðurhjari CANON
|
|
Innlegg: 07 Mar 2014 - 23:38:18 Efni innleggs: |
|
|
Jamm og jamm. Ég hef fyrir það fyrsta, engin flott svör fyrir þig! Í fyrsta lagi þá er enginnn takki á vélinni sem tekur töff og flottar myndir. En til að ná því bezta sem hægt er þá skaltu vera með linsurnar galopnar á hæðstu F tölu 3,5 eða ofar (lægri tala) og hraðann ofan við galopnustu stöðu linsunnar svo myndir verði ekki hreyfðar, ISO svo sett upp til að ná þessum stillingum sem bezt. Varðandi súmm, þá skaltu láta það eiga sig, hafa linsuna galopna og ef þú vilt fá meiri nærmynd þá notaðu fæturna undir þér og gakktu nær viðfangsefninu. Flass skemmir oftast alla liti og stemningu við þessar aðstæður, oftast, svo það skal notast sparlega. Svo er bara að gefa sér tíma og njóta þess sem ber fyrir augu og muna að betra er að eiga fjórar fallegar myndir en fjögurhundruð forljótar! Góða skemmtun!  |
|