Sjá spjallþráð - Vandamál í Lightroom 5 :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Vandamál í Lightroom 5

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hjálp!
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Bim0o


Skráður þann: 02 Des 2009
Innlegg: 14
Staðsetning: Selfoss
400D
InnleggInnlegg: 26 Feb 2014 - 19:55:59    Efni innleggs: Vandamál í Lightroom 5 Svara með tilvísun

Hæhæ,

Mér þætti vænt um að einhver gæti hjálpað mér með smá vesen í Lightroom 5. Ég er með möppu sem er með bæði jpg og CR2 file í og þegar ég vil importa myndirnar inn í lightroom sýnir hún CR2 filana en vill ekki leyfa mér að importa þá af einhverjum ástæðum. Á Adobe síðunni er eitthvað talað um að breyta í CR2 filunum í DNG en samkvæmt leiðbeiningum þeirra sem ég skil reyndar ekki alveg þá virkar það ekki. Ég hef náð að importa jpg filunum ef ég set þá í sér möppu en mig mundi langa að vera með aðra betri lausn á málinu og geta losnað við svona auka vesen í frammtíðinni.

Á meðan ég er að setja upp þráð á annað borð langaði mig líka að vita hvort einhver hefur lent í því að allir CR2 filar hverfi einfaldlega?
Ég er búin að vera færa til möppu og þegar ég leit yfir þær í dag voru bara jpg filar.

Kveðja,
Bertha Á.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst
Kjartan E


Skráður þann: 21 Júl 2010
Innlegg: 548

....
InnleggInnlegg: 26 Feb 2014 - 21:34:25    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Kemur einhver villa þar sem þú segir að lightroom vilji ekki leyfa þér að innstalla cr2 skránnum? Eða er það bara þannig að þú getur ekki hakað við þær?

Getur verið að þú sért búin að importa þeim áður og er með hakað við "don't import duplicate files" (þar sem þú ert nú að færa til möppur og svona)?

Lang best að koma með skjáskot af svona villum, auðveldar öllum að aðstoða.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Kari Fannar


Skráður þann: 27 Nóv 2004
Innlegg: 260
Staðsetning: Akureyri
Nikon D90
InnleggInnlegg: 26 Feb 2014 - 21:42:52    Efni innleggs: Lightroom Svara með tilvísun

Veit ekki hvort það sé mikil hjálp í því en það er alveg klárt að þú getur haft bæði- hefurðu prófað að skipta þeim upp í tvær möppur og importa í sitthvoru lagi?

Gætir þá prufað einnig að breyta þeim í DNG- það er valmöguleiki efst fyrir miðju í import glugganum. Er að mínu mati alls ekki óvitlaust að breyta öllu raw formati sem þú importar í DNG- getur googlað rök með og á móti ef þu ert a velta því fyrir þér

Þegar þú talar um að cr2 fælar hverfi eftir að þú færir þá- þá án þess að vita það þá grunar mann þetta klassíska klikk að færa fælana í windows/mac en ekki í lightroominu því þá tínast þeir.

Annars þegar þú talar um jpg og Cr2 fila- þá að mínu mati hefurðu ekki nokkra þörf fyrir að taka bæði jpg og cr2 ef vinnuflæðið þitt fer í gegnum lightroom- það væri ekki nema til að geyma t.d myndir sem þú hefur unnið meira í photoshop sem þú vildir hafa jpg- en þá sjaldnast myndirðu nota jpg að mínu mati.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Bim0o


Skráður þann: 02 Des 2009
Innlegg: 14
Staðsetning: Selfoss
400D
InnleggInnlegg: 27 Feb 2014 - 17:01:24    Efni innleggs: Svara með tilvísun

kjartan: Takk. Það kemur ekki upp nein villa. Hérna er screen shot af því sem gerist. Ég finn hvernig þessar sömu myndir í lightroom hélt einmitt að fyrst að það hafi verið tilfellið.Kári: Takk. Ég hef reynt það en jpg kemur bara inn en mig mundi langa að fá CR2 frekar inn en ég næ þeim ekki. Ég mundi vilja losna við það að breyta í DNG ef það sé til önnur lausn.
Ég hef nú ekki verið að færa þær milli windows og mac en hef verið að færa af mac á flakkara og milli tveggja flakkar. Er einhver leið að komast aftur í CR2 filana.
Það er rétt að það sé ekki mikil not fyrir jpg filana en fyrrum kennarar mínir hafa mælt með því og þess vegna held ég því þannig Razz
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst
Kjartan E


Skráður þann: 21 Júl 2010
Innlegg: 548

....
InnleggInnlegg: 27 Feb 2014 - 17:26:03    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Smelltu á þríhyrninginn hægra megin við File Handling uppi hægra megin og sjáðu hvort það sé nokkuð hakað við eitthvað þar.

Þarna ertu líka með "Add" valið og addar það þeim bara við catalogin en færir ekki myndirnar eða coperar á nýja staðinn. Spurning fyrst þú ert búin að adda þeim sem .jpg í catlogin að þú sért með hakað þarna undir File Handling "don't import duplicates" og því ekki möguleiki.......Fullvissaðu þig allavegana um að það sé ekki hakað við það.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Bim0o


Skráður þann: 02 Des 2009
Innlegg: 14
Staðsetning: Selfoss
400D
InnleggInnlegg: 27 Feb 2014 - 17:57:11    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Júbb það er hakað við "Don't import suspected duplicates" Wink Æðislegt takk kærlega fyrir!
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst
Villi Kristjáns


Skráður þann: 09 Okt 2005
Innlegg: 722
Staðsetning: Hveragerði
Nikon D3200
InnleggInnlegg: 27 Feb 2014 - 19:36:05    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Mér dettur í hug annar möguleiki . í Vinstra horninu er ör, ef ýtt er á hana minnkar þessi gluggi. Myndirnar sem vantar gætu legið á bak við og ekki farið neitt.
_________________
Bloggið mitt og ljósmyndirnar mínar eru á;
http://www.flickr.com/photos/villi_kristjans/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hjálp! Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group