Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði |
Höfundur |
Skilaboð |
| byMarres
|
Skráður þann: 25 Maí 2012 Innlegg: 139
|
|
Innlegg: 18 Nóv 2013 - 1:04:44 Efni innleggs: brúðkaupsljósmyndun ráð |
|
|
kæru spjallverjar,
bráðum er ég að fara í bruðkaup sem gestur, en þar sem enginn opinber ljósmyndari hefur verið ráðinn fyrir gleðina, var ég beðin af nánustu fólki brúðurnar hvort ég gæti tekið “nokkrar” myndir af bruðkaupinu, þvi ég á svona stóra svarta Canon vél
Er vel settur með equipment, er bara í pinu dílemma hvaða linsu ég á að festa á hvaða vél.
Ég er með tvö boddý sem ég mun nota
60D
1100D
Linsur sem ég mun vinna með eru
24-70 2.8
85-1.2
60D höndlar betur ISO er kannski skinsamlegara að setja 24-70 á hana og 85-1.2 á 1100D? Hvort lendir maður meira í þvi að nota wide angle eða telephoto meira í bruðkaupum?
Ég mun vera með í öllu ferlinu, frá undirbuningnum, yfir í kirkjuni og siðan veislunni.
Það liggur enginn pressa á mér að myndirnar verða að vera alveg TOP, þvi ég er hvorki PRO né fæ borgað fyrir þetta verkefni, ég er að gera þetta sem greiði og fyrir reynslubankan minn. En ég hef samþykkt þetta verkefni og vil nottlega gera mitt besta.
Ég veit að það er fullt af ykkur reynsluboltum i þessu hér á spjallinu og öll ráð væru vel þegin, þvi ég hef aldrei tekið myndir af svona stóru eventi.
Eins og t.d hvað má og hvað má ekki i kirkjuni meðan allt er i gangi, hvar ég má hreyfa mig, þarf ég að fá leyfi frá prestinum, hverning á ég að hegða mér sem ljósmyndari....
Hvaða skot eru alveg MUST have og allt það….
ER FLASH nauðsilegt?
má alveg benda mig á góð tutorials online... |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| BjarniBr
|
Skráður þann: 07 Sep 2008 Innlegg: 321
|
|
Innlegg: 18 Nóv 2013 - 12:03:49 Efni innleggs: |
|
|
Tilvitnun: | Eins og t.d hvað má og hvað má ekki i kirkjuni meðan allt er i gangi, hvar ég má hreyfa mig, þarf ég að fá leyfi frá prestinum, hverning á ég að hegða mér sem ljósmyndari....
Hvaða skot eru alveg MUST have og allt það…. |
Ég skal svara þessu eftir minni litlu reynslu.
Best er að fara á æfingu með tilvonandi brúðhjónum, spyrja prestinn hvar þú mátt vera og hvar ekki. Gott er að taka æfingarskot, fara heim til að skoða hvaða stillingar er best að nota hverju sinni enda getur lýsing í kirkju verið svolítið funky.
Best er að láta fara sem minnst fyrir þér en það ekki sitja samt á einum stað. Fólk er ekkert að kippa sér mikið upp við að maður sé á fleygiferð (þó svo maður haldi það allan tímann) því fólk er vant því að það sé verið að taka myndir á hversskyns viðburðum.
Ég myndi googla "wedding photos" eða sambærilega mynd til að sjá hvernig myndir hafa verið teknar. Hafa nokkur "pottþétt" skot í hausnum áður en haldið er út í daginn en reyna að útfæra einhverjar af þeim eftir þínu höfði.
Að lokum, gangi þér vel og hafðu gaman af þessu (sérstaklega ef það er engin pressa á þér eins og þú segir). _________________
 |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| byMarres
|
Skráður þann: 25 Maí 2012 Innlegg: 139
|
|
Innlegg: 19 Nóv 2013 - 0:15:04 Efni innleggs: |
|
|
þakka þér fyrir frábært svar Bjarni,
annað sem ég sem hef verið að velta fyrir mér, hvort lendir maður meira í því að taka close ups myndir eða vítt?
Er aðalega að hugsa um það hvaða linsu ég á að setja á hvaða vél...
BjarniBr skrifaði: | Tilvitnun: | Eins og t.d hvað má og hvað má ekki i kirkjuni meðan allt er i gangi, hvar ég má hreyfa mig, þarf ég að fá leyfi frá prestinum, hverning á ég að hegða mér sem ljósmyndari....
Hvaða skot eru alveg MUST have og allt það…. |
Ég skal svara þessu eftir minni litlu reynslu.
Best er að fara á æfingu með tilvonandi brúðhjónum, spyrja prestinn hvar þú mátt vera og hvar ekki. Gott er að taka æfingarskot, fara heim til að skoða hvaða stillingar er best að nota hverju sinni enda getur lýsing í kirkju verið svolítið funky.
Best er að láta fara sem minnst fyrir þér en það ekki sitja samt á einum stað. Fólk er ekkert að kippa sér mikið upp við að maður sé á fleygiferð (þó svo maður haldi það allan tímann) því fólk er vant því að það sé verið að taka myndir á hversskyns viðburðum.
Ég myndi googla "wedding photos" eða sambærilega mynd til að sjá hvernig myndir hafa verið teknar. Hafa nokkur "pottþétt" skot í hausnum áður en haldið er út í daginn en reyna að útfæra einhverjar af þeim eftir þínu höfði.
Að lokum, gangi þér vel og hafðu gaman af þessu (sérstaklega ef það er engin pressa á þér eins og þú segir). |
|
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| bjarkih
| 
Skráður þann: 18 Júl 2007 Innlegg: 1293 Staðsetning: Akranes Canon 5D Mark III
|
|
Innlegg: 19 Nóv 2013 - 13:23:26 Efni innleggs: |
|
|
Mér líst vel á að að hafa 24-70 á 60D og 85 á 1100D. Í brúðkaupum nota ég lang mest 24-70 (á 5D mark II) og tek svo einhver skot á 85mm linsuna (á 1D mark III). Þetta er það kombó sem ég er að nota í brúðkaupum. Ég persónulega reyni að forðast notkun á flassi, en stundum eru aðstæður þannig að það er eiginlega ekki annað hægt. Endalaust flass getur truflað svolítið. Ekki skjóta flassinu beint, heldur reyndu að láta það endurkastast á viðfangsefnið (t.d. af vegg eða lofti).
Fáðu að fara með á æfinguna. Þá sérðu hvernig athöfnin mun fara fram og getur aðeins farið yfir þetta í huganum fyrir athöfnina sjálfa. Fínt að taka svolítið af æfingaskotum til að átta sig á því hvaða stillingar gætu virkað (en auðvitað er birtan alltaf eitthvað mismunandi). Einnig er þá gott að sjá hvar best er að vera og átta sig aðeins á kirkjunni. Líka mjög gott að vera á æfingunni til að presturinn viti að þú verðir þarna að mynda og þá getur hann sagt þér hvað þú mátt og hvað ekki.
Algjört lykilatriði að ná eftirfarandi:
a) Innganga brúður
b) Hringar settir upp
c) Kossinn strax eftir hringauppsetningu
d) Útganga hjóna
e) Fullt af öðrum skotum þarna á milli, en þessi eru algjört lykilatriði.
Gangi þér vel  _________________ FlickR síðan mín:
http://www.flickr.com/bjarkih/ |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| DanSig
| 
Skráður þann: 25 Nóv 2004 Innlegg: 7452 Staðsetning: Reykjavík iPhone 4s
|
|
Innlegg: 19 Nóv 2013 - 13:36:03 Efni innleggs: |
|
|
eftir að hafa myndað brúðkaup hjá vinafólki þá er ég búinn að læra eitt..
EKKI mynda fyrir vini sama hversu mikið þeir biðja um það, sama hvort það sé greiði eða gegn greiðslu..
það eina sem ég man eftir brúðkaupinu voru öll vandamálin sem maður þurfti að vinna í kringum, ég man ekkert eftir athöfninni sjálfri, fólkinu, gleðinni, veislunni eða neitt annað því ég var með myndavélina á nefinu allan tíman... setti meirasegja upp studio í hliðarherbergi við veisluna og myndaði gesti, brúðhjón, brúðarmeyjar ofl. þar, var einnig með uppsett studioljós utandyra í fjörunni og myndaði þar.
þrátt fyrir mjög flott albúm sem þau fengu þá hefði ég heldur viljað vera viðstaddur þetta brúðkaup sem gestur því maður getur ekki einusinni tekið þátt í umræðum um brúðkaupið þvi það eina sem maður man eftir er eitthvað sem enginn vill heyra...
betra að eyða smá pening í ljósmyndara sem er ekki tengdur brúðhjónunum og njóta þess að vera gestur...
getur líka verið fín brúðkaupsgjöf að gefa ljósmyndunina... þe. semja við annan að mynda gegn greiðslu, svo kaupa brúðhjónin bara þær myndir sem þau vilja af ljósmyndaranum.. _________________ innlegg mín endurspegla stundum mína persónulegu skoðun og ber ekki að taka of bókstaflega ! |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| byMarres
|
Skráður þann: 25 Maí 2012 Innlegg: 139
|
|
Innlegg: 20 Nóv 2013 - 13:12:27 Efni innleggs: |
|
|
frábært, takk fyrir þetta Bjarki!
bjarkih skrifaði: | Mér líst vel á að að hafa 24-70 á 60D og 85 á 1100D. Í brúðkaupum nota ég lang mest 24-70 (á 5D mark II) og tek svo einhver skot á 85mm linsuna (á 1D mark III). Þetta er það kombó sem ég er að nota í brúðkaupum. Ég persónulega reyni að forðast notkun á flassi, en stundum eru aðstæður þannig að það er eiginlega ekki annað hægt. Endalaust flass getur truflað svolítið. Ekki skjóta flassinu beint, heldur reyndu að láta það endurkastast á viðfangsefnið (t.d. af vegg eða lofti).
Fáðu að fara með á æfinguna. Þá sérðu hvernig athöfnin mun fara fram og getur aðeins farið yfir þetta í huganum fyrir athöfnina sjálfa. Fínt að taka svolítið af æfingaskotum til að átta sig á því hvaða stillingar gætu virkað (en auðvitað er birtan alltaf eitthvað mismunandi). Einnig er þá gott að sjá hvar best er að vera og átta sig aðeins á kirkjunni. Líka mjög gott að vera á æfingunni til að presturinn viti að þú verðir þarna að mynda og þá getur hann sagt þér hvað þú mátt og hvað ekki.
Algjört lykilatriði að ná eftirfarandi:
a) Innganga brúður
b) Hringar settir upp
c) Kossinn strax eftir hringauppsetningu
d) Útganga hjóna
e) Fullt af öðrum skotum þarna á milli, en þessi eru algjört lykilatriði.
Gangi þér vel  |
|
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| byMarres
|
Skráður þann: 25 Maí 2012 Innlegg: 139
|
|
Innlegg: 20 Nóv 2013 - 13:19:22 Efni innleggs: |
|
|
Mikill sannleikur í því sem þu segir, en ég mun ekki taka þessu eins alvarlega eins og þu gerðir, þu fórst alveg alla leið með að setja stúdió og allt
Ég þarf bara að ná "nokkrum" skotun eins og ég var beðin um. Ég mun ekki vera mjög virkur að taka myndir i veislunni sjálfri, tek mynd af kökuni og nokkrar af parinu að dansa og svo henti ég mér beint í veitingarnar og appelsinusafan
DanSig skrifaði: | eftir að hafa myndað brúðkaup hjá vinafólki þá er ég búinn að læra eitt..
EKKI mynda fyrir vini sama hversu mikið þeir biðja um það, sama hvort það sé greiði eða gegn greiðslu..
það eina sem ég man eftir brúðkaupinu voru öll vandamálin sem maður þurfti að vinna í kringum, ég man ekkert eftir athöfninni sjálfri, fólkinu, gleðinni, veislunni eða neitt annað því ég var með myndavélina á nefinu allan tíman... setti meirasegja upp studio í hliðarherbergi við veisluna og myndaði gesti, brúðhjón, brúðarmeyjar ofl. þar, var einnig með uppsett studioljós utandyra í fjörunni og myndaði þar.
þrátt fyrir mjög flott albúm sem þau fengu þá hefði ég heldur viljað vera viðstaddur þetta brúðkaup sem gestur því maður getur ekki einusinni tekið þátt í umræðum um brúðkaupið þvi það eina sem maður man eftir er eitthvað sem enginn vill heyra...
betra að eyða smá pening í ljósmyndara sem er ekki tengdur brúðhjónunum og njóta þess að vera gestur...
getur líka verið fín brúðkaupsgjöf að gefa ljósmyndunina... þe. semja við annan að mynda gegn greiðslu, svo kaupa brúðhjónin bara þær myndir sem þau vilja af ljósmyndaranum.. |
|
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| byMarres
|
Skráður þann: 25 Maí 2012 Innlegg: 139
|
|
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| sje Stjórn | 
Skráður þann: 04 Sep 2004 Innlegg: 14460
Canon 5D Mark II
|
|
Innlegg: 27 Nóv 2013 - 0:37:53 Efni innleggs: |
|
|
Smá varðandi þetta
b) Hringar settir upp
c) Kossinn strax eftir hringauppsetningu
Ræða við brúðhjónin að taka sinn tíma í að setja hringana upp, vera ekkert að flýta sér. Eins í kossinum að hafa hann sæmilega langan og helst fleiri en einn.
Og kíkja eftir því hvar presturinn stendur. Getur verið leiðinlegt að sjá hann gæjast á bakvið á kosssamyndinni. Mér finnst t.d. þetta ekki flott.
Linkað í mynd hjá http://www.dailymail.co.uk/news/article-2183075/Bride-given-away-Reverend-dad.html
Líklega best að tala við prestinn um að taka eitt skref til hliðar eða tvö. _________________ Sigurður Jónas Eggertsson
Ljósmyndar af áhuga
sje@ljosmyndakeppni.is
gsm: 663-4321 |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| oskar
| 
Skráður þann: 25 Nóv 2004 Innlegg: 9607
Canon 5D Mark III
|
|
Innlegg: 27 Nóv 2013 - 0:41:53 Efni innleggs: |
|
|
Það eru milljón hliðar á þessu, ég myndaði brúðkaup hjá vini mínum í sumar, það var æðislegt. Hann treysti mér 100% og ég vissi upp á hár hvað hann vildi.
Fyrir vikið fékk ég að verja öllum deginum með þeim og varð miklu meiri partur af athöfninni en gestur hefði verið.
Það má líta á hlutina frá ólíkum sjónarmiðum, á meðan ljósmyndari og brúðkaup eru sátt, þá eru engar reglur  |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
|