Sjá spjallþráð - Græni hatturinn ljósmyndabók - Útgáfuteiti :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Græni hatturinn ljósmyndabók - Útgáfuteiti

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Á döfinni
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Daníel Starrason


Skráður þann: 18 Apr 2006
Innlegg: 6369

Canon EOS 5D Mark-III
InnleggInnlegg: 11 Nóv 2013 - 19:01:11    Efni innleggs: Græni hatturinn ljósmyndabók - Útgáfuteiti Svara með tilvísun

Sælinú gott fólk,

Ég hef verið, ásamt góðum mönnum, að vinna að ljósmyndabók um tónleikastaðinn Græna hattinn á Akureyri. Loks er stritið að baki og við eigum von á fyrstu eintökunum úr prentun á fimmtudaginn. Við viljum af tilefninu bjóða til smá gleði vegna útgáfunnar á fimmtudaginn.Stemningin er iðulega magnþrungin á tónleikastaðnum Græna hattinum á Akureyri. Það vita þeir fjölmörgu sem átt hafa sælustundir á þessum umtalaðasta tónleikastað landsins. Haukur Tryggvason hefur staðið fyrir um eitt þúsund tónleikum á tíu árum og í þessari nýútkomnu, glæsilegu bók gefst einstakt tækifæri til að rifja upp undursamleg augnablik eða láta sig dreyma um þau sem framundan eru. Nær því verður ekki komist að upplifa tónleikana sem fólk missti af, en fletta bókinni!

Bókin er listaverk; Daníel Starrason, Skapti Hallgrímsson og Þórhallur Jónsson leika af fingrum fram á ljósmyndavélar og linsur en um undirspil sjá snjöllustu tónlistarmenn lýðveldisins auk nokkurra erlendra gesta. Haukur vert tók sjálfur nokkrar myndanna og aðrir ljósmyndir hafa lagt til eina og eina.

Á fimmtudaginn býðst áhugasömum að kíkja við á Græna hattinum og líta bókina augum. Höfundar bókarinnar verða á staðnum og bókin verður á tilboði fyrir þá sem hafa áhuga.


Nánari upplýsingar hér:
https://www.facebook.com/events/549642005112757/
_________________
www.danielstarrason.com
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
karlg


Skráður þann: 09 Okt 2007
Innlegg: 8352
Staðsetning: Sverige
Olympus
InnleggInnlegg: 11 Nóv 2013 - 20:20:04    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Leitt að ég á ekki gott um vik að mæta þarna. Ég myndi mæta með græna hattinn minn ef ég gæti.
_________________
kal.li

„Strictly handheld is the style I go.“ – MCA
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda AIM-vistfang MSN-skilaboð
SteinaMatt


Skráður þann: 05 Feb 2009
Innlegg: 589

Nikon D600
InnleggInnlegg: 11 Nóv 2013 - 20:42:39    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Til hamingju með þetta. Forsíðan lofar góðuSmile
_________________
Steina.
www.flickr.com/photos/steinamatt
www.facebook.com/steinamattphotography
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
 sje
Stjórn


Skráður þann: 04 Sep 2004
Innlegg: 14460

Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 11 Nóv 2013 - 21:49:16    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Til hamingju
_________________
Sigurður Jónas Eggertsson
Ljósmyndar af áhuga
sje@ljosmyndakeppni.is
gsm: 663-4321
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Regnbogastelpa


Skráður þann: 27 Sep 2009
Innlegg: 766
Staðsetning: Undir regnboganum ;P
Canon 30D
InnleggInnlegg: 12 Nóv 2013 - 17:24:05    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Vei, til hamingju. Sinnum sjö!!! *mwahh*
_________________
http://www.flickr.com/_rainbowgirl
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 12 Nóv 2013 - 17:33:14    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Geturu sent mér áritað eintak og reikningsnúmer elsku kútur Wink
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
totifoto


Skráður þann: 11 Des 2004
Innlegg: 6860


InnleggInnlegg: 12 Nóv 2013 - 17:38:55    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hamingju með bókina félagar Gott
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Benni S.


Skráður þann: 27 Mar 2009
Innlegg: 2177
Staðsetning: Akureyri
Canon
InnleggInnlegg: 14 Nóv 2013 - 23:35:19    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Takk fyrir alveg þræl magnað kvöld og til lukku með frábæra bók.
_________________
Fullt nafn: Benedikt H. Sigurgeirsson S:896 6001
http://www.flickr.com/photos/benni-akureyri
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Á döfinni Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group