Sjá spjallþráð - Filmuframköllun: Almennur spurningaþráður :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Filmuframköllun: Almennur spurningaþráður

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Filma
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
SteiniJ


Skráður þann: 11 Nóv 2009
Innlegg: 169

Canon EOS 550D
InnleggInnlegg: 02 Okt 2013 - 17:45:18    Efni innleggs: Filmuframköllun: Almennur spurningaþráður Svara með tilvísun

Held ég hendi öllum byrjendaspurningum mínum hingað inn í stað þess að búa til endalausa nýja þræði.

Er fixer ljósnæmur?
Annar af svörtu, lofttæmanlegu brúsunum sem ég keypti mér var með lítið gat. Tók ekki eftir því fyrr en ég var búinn að blanda fixerinn. Hellti fixernum í 2 lítra kók flösku sem er núna inni í svörtum ruslapoka inni í skáp. Passaði að kreysta loftið út.

Að opna filmuhylki.
Er ekki bara hægt að nota venjulegan upptakara?

Losun spilliefna
Þegar efnin eru búin að missa virkni og orðin ónothæf, Hvernig losa ég mig við þau? Tekur Sorpa við svona? Hvernig geng ég frá þeim?

Ég á örugglega eftir að hafa nokkrar spurningar í viðbót þegar ég loks byrja á þessu. Vonandi fljótlega
_________________
Flickr
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Flugnörd
Umræðuráð


Skráður þann: 22 Jún 2006
Innlegg: 3332
Staðsetning: BIRK
Canon EOS 5D Mark II
InnleggInnlegg: 02 Okt 2013 - 17:47:27    Efni innleggs: Re: Filmuframköllun: Almennur spurningaþráður Svara með tilvísun

SteiniJ skrifaði:
Held ég hendi öllum byrjendaspurningum mínum hingað inn í stað þess að búa til endalausa nýja þræði.

Er fixer ljósnæmur?
Annar af svörtu, lofttæmanlegu brúsunum sem ég keypti mér var með lítið gat. Tók ekki eftir því fyrr en ég var búinn að blanda fixerinn. Hellti fixernum í 2 lítra kók flösku sem er núna inni í svörtum ruslapoka inni í skáp. Passaði að kreysta loftið út.

Að opna filmuhylki.
Er ekki bara hægt að nota venjulegan upptakara?

Losun spilliefna
Þegar efnin eru búin að missa virkni og orðin ónothæf, Hvernig losa ég mig við þau? Tekur Sorpa við svona? Hvernig geng ég frá þeim?

Ég á örugglega eftir að hafa nokkrar spurningar í viðbót þegar ég loks byrja á þessu. Vonandi fljótlega


Fixer er ekki ljósnæmur.

Það ætti að vera hægt já, en ég hef alltaf bara rifið þetta upp með höndunum... Enda afburða sterkur og kynþokkafullur... og hógvær...

Sorpa ætti að taka við þessu já... Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá losaði ég þetta alltaf í vaskinn bara...

Gangi þér vel!
_________________
Þórður Arnar - Ljósmyndari... 865-8943

Canon RÚLAR!!! Flickr URRRRR
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
SteiniJ


Skráður þann: 11 Nóv 2009
Innlegg: 169

Canon EOS 550D
InnleggInnlegg: 02 Okt 2013 - 17:55:20    Efni innleggs: Re: Filmuframköllun: Almennur spurningaþráður Svara með tilvísun

Flugnörd skrifaði:
Gangi þér vel!


Takk, og takk fyrir svörin! Nú er bara að telja í sig kjark og nennu. Og finna gott upphengipláss fyrir filmuna.
_________________
Flickr
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Birkir


Skráður þann: 27 Maí 2005
Innlegg: 1583
Staðsetning: Reykjavík
Allskonar
InnleggInnlegg: 02 Okt 2013 - 17:57:00    Efni innleggs: Re: Filmuframköllun: Almennur spurningaþráður Svara með tilvísun

Flugnörd skrifaði:
SteiniJ skrifaði:

Það ætti að vera hægt já, en ég hef alltaf bara rifið þetta upp með höndunum...


Líka hægt að nota skeið, eða hvað sem þú myndir nota til að opna bjórinn ef þú finnur ekki upptakarann.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
totifoto


Skráður þann: 11 Des 2004
Innlegg: 6860


InnleggInnlegg: 02 Okt 2013 - 21:52:43    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Opnar filmuna bara eins og að rífa utan af appelsínu....

http://photo.net/photodb/image-display?photo_id=1137485&size=lg
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Villi Kristjáns


Skráður þann: 09 Okt 2005
Innlegg: 722
Staðsetning: Hveragerði
Nikon D3200
InnleggInnlegg: 02 Okt 2013 - 21:59:55    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Það er óhætt að henda framkallara sem er orðinn vel brúnn í ræsið, þá er oxunin búin að eyða eiturefnunum. Sama er með sýrustoppbað þegar það breytir um lit og verður fjölublátt, má henda því í. Fixer má henda einnig þegar hann hættir að erta nasirnar og er orðinn mjólkurlitaður. Þetta á bara við um svarthvítu efnin í dag en ekki litefni.

Varðandi gat á brúsa, það skiptir litlu með stoppbað og fixer en getur eyðilagt framkallara fljótt. Og það er pappírinn sem er ljósnæmur, ekki vökvarnir. Og þú mátt geyma fixer í glærri flösku.

Skoðaðu þetta: http://www.ljosmyndakeppni.is/viewtopic.php?t=15638&highlight=
_________________
Bloggið mitt og ljósmyndirnar mínar eru á;
http://www.flickr.com/photos/villi_kristjans/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
SteiniJ


Skráður þann: 11 Nóv 2009
Innlegg: 169

Canon EOS 550D
InnleggInnlegg: 02 Okt 2013 - 23:02:37    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Villi Kristjáns skrifaði:
Varðandi gat á brúsa, það skiptir litlu með stoppbað og fixer en getur eyðilagt framkallara fljótt.


Held að fixer myndi líka skemmast af að leka út um allt. Að minnsta kosti væri ekki auðvelt að koma honum aftur í brúsann. Wink

En nú er allt á uppleið. Fyrsta filman framkölluð og virðist allt vera í lagi. Hérna er ein myndin, illa mynduð á móti tölvuskjánum. Óspennandi myndefni kannski, en langar samt að koma þessu í skönnun fljótlega.


_________________
Flickr
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Flugnörd
Umræðuráð


Skráður þann: 22 Jún 2006
Innlegg: 3332
Staðsetning: BIRK
Canon EOS 5D Mark II
InnleggInnlegg: 03 Okt 2013 - 6:40:42    Efni innleggs: Svara með tilvísun

SteiniJ skrifaði:
Villi Kristjáns skrifaði:
Varðandi gat á brúsa, það skiptir litlu með stoppbað og fixer en getur eyðilagt framkallara fljótt.


Held að fixer myndi líka skemmast af að leka út um allt. Að minnsta kosti væri ekki auðvelt að koma honum aftur í brúsann. Wink

En nú er allt á uppleið. Fyrsta filman framkölluð og virðist allt vera í lagi. Hérna er ein myndin, illa mynduð á móti tölvuskjánum. Óspennandi myndefni kannski, en langar samt að koma þessu í skönnun fljótlega.Odyrasta lausnin sem eg fann a sinum tima var ad kaupa epson 4490 minnir mig ad hann heiti... Hann skannar 35mm og medium format lika, asamt thvi ad vera finn flatbed skanni...
_________________
Þórður Arnar - Ljósmyndari... 865-8943

Canon RÚLAR!!! Flickr URRRRR
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
SteiniJ


Skráður þann: 11 Nóv 2009
Innlegg: 169

Canon EOS 550D
InnleggInnlegg: 02 Nóv 2013 - 21:39:05    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Var að framkalla og skanna inn filmu, en eitthvað hefur farið úrskeiðis.
Hvað segið þið um þessa bletti?
Held að þetta sé ekki ryk, alla vega lítur þetta ekki þannig út og næst ekki af með neinu móti. Mistókst kannski framköllunin hjá mér á einhvern hátt?

_________________
Flickr
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Villi Kristjáns


Skráður þann: 09 Okt 2005
Innlegg: 722
Staðsetning: Hveragerði
Nikon D3200
InnleggInnlegg: 03 Nóv 2013 - 10:45:01    Efni innleggs: Svara með tilvísun

SteiniJ skrifaði:
Var að framkalla og skanna inn filmu, en eitthvað hefur farið úrskeiðis.
Hvað segið þið um þessa bletti?
Held að þetta sé ekki ryk, alla vega lítur þetta ekki þannig út og næst ekki af með neinu móti. Mistókst kannski framköllunin hjá mér á einhvern hátt?


Byrjarðu ekki áað skola filmuna fyrir framköllun? það gæti verið það eða að þurrkun er ekki rykfrí. Gæti verið að brúsar sé ekki vel þrifnir og eitthvað í þeim.
Svona það sem mér myndi detta fyrst í hug.
_________________
Bloggið mitt og ljósmyndirnar mínar eru á;
http://www.flickr.com/photos/villi_kristjans/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
SteiniJ


Skráður þann: 11 Nóv 2009
Innlegg: 169

Canon EOS 550D
InnleggInnlegg: 03 Nóv 2013 - 13:39:26    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég skolaði filmuna áður en ég framkallaði hana. Kannski ekki nógu vel? Lét renna vatn í tankinn, lokaði og hvolfdi nokkrum sinnum, hellti úr og lét renna aftur í í smá tíma.

Það gæti vel verið að þurrkunin sé ekki rykfrí, en fyrsta filman sem ég framkallaði var þurrkuð á sama stað án þessara kvilla.
_________________
Flickr
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
totifoto


Skráður þann: 11 Des 2004
Innlegg: 6860


InnleggInnlegg: 03 Nóv 2013 - 13:46:35    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þetta lýtur út fyrir að vera einhver drulla. Hvað skolarðu lengi eftir framköllun? Notaður einhverja sápu?
Fer þetta ekki af ef þú skolar hana aftur og nuddar þetta lauslega með fingrunum undir vatnsbunu?
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
SteiniJ


Skráður þann: 11 Nóv 2009
Innlegg: 169

Canon EOS 550D
InnleggInnlegg: 03 Nóv 2013 - 16:09:40    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Skolaði einn strimilinn og þetta virðist vera farið. Prófa að skola lengur næst þegar ég framkalla.
_________________
Flickr
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Filma Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group