Sjá spjallþráð - Þarf að fá filmu skannaða í hárri upplausn :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Þarf að fá filmu skannaða í hárri upplausn

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Filma
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
SteiniJ


Skráður þann: 11 Nóv 2009
Innlegg: 169

Canon EOS 550D
InnleggInnlegg: 01 Okt 2013 - 18:58:16    Efni innleggs: Þarf að fá filmu skannaða í hárri upplausn Svara með tilvísun

Ég er með 35mm litafilmu sem ég þarf að koma í tölvutækt form í hárri upplausn. Ljósmyndavörur framkölluðu fyrir mig og settu myndirnar á disk, en þær hefðu mátt vera í hærri upplausn fyrir það sem ég ætlast til með þær. Bjóða Ljósmyndavörur (eða aðrir) upp á að skanna inn filmu í hærri upplausn?
Eða ef til vill einhver hér sem á góðan skanna og selur svona þjónustu? (helst þá í Vesturbænum eða göngufæri þaðan)
_________________
Flickr
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Meso


Skráður þann: 28 Feb 2007
Innlegg: 593

Leica M6
InnleggInnlegg: 01 Okt 2013 - 19:03:41    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Stuart í Customphotolab út á granda gæti hugsanlega hjálpað þér.
Annars geturðu athugað með Pixla.
_________________
Andri
Flickr
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
SteiniJ


Skráður þann: 11 Nóv 2009
Innlegg: 169

Canon EOS 550D
InnleggInnlegg: 04 Okt 2013 - 19:51:19    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Fór í Pixla í dag til að láta skanna filmuna. Var sagt að upplausnin yrði um 3000x2000 á hverja mynd, sem ég taldi vera nóg fyrir það sem ég ætlaði að nota þær í.

Það fyrsta sem ég sé þegar ég kem heim er að myndirnar eru í nánast sömu stærð og þegar Ljósmyndavörur skönnuðu filmuna (c.a. 1800x1200), sem gagnast mér lítið. Næst sé ég að litirnir eru ekki eins góðir/bjartir/skærir, minna contrast. Og svo lítur út fyrir að einn ramminn hafi ekki legið alveg flatur í skannanum. Sést hér fyrir neðan:

Ljósmyndavörur:


Pixlar:

Vinstri hlið myndarinnar er úr fókus auk þess sem hausinn er augljóslega grennri.

Myndirnar frá LV virðast vera unnar að einhverju leiti (og helst til gulleitar kannski?), líklega bara einhver sjálfvirkur prósess (litir, contrast, skerpa) því ekki eru þeir að fara að eyða einhverjum tíma í eitthvað svona nema það sé borgað sérstaklega fyrir það), á meðan myndirnar frá Pixlum eru óunnar. Allt í lagi með það samt, ég kann á Photoshop. Líklega betra að þetta sé óunnið.
Svo eru töluverð óhreinindi á myndunum. Kannski voru þau þar fyrir (og ef svo er þá hefur það gerst hjá LV því ég hef ekki sjálfur tekið filmuna úr plastinu).

Þessu er ekki ætlað að vera neitt skítkast á Pixla. Að mestu eru þetta líklegast bara samskiptaörðugleikar (varðandi upplausnina) og ein lítil mistök (ein myndin ekki skönnuð alveg rétt). Ég hringi í þá á morgun og spjalla við þá.
_________________
Flickr
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Villi Kristjáns


Skráður þann: 09 Okt 2005
Innlegg: 722
Staðsetning: Hveragerði
Nikon D3200
InnleggInnlegg: 04 Okt 2013 - 23:34:48    Efni innleggs: Svara með tilvísun

SteiniJ skrifaði:
Fór í Pixla í dag til að láta skanna filmuna. Var sagt að upplausnin yrði um 3000x2000 á hverja mynd, sem ég taldi vera nóg fyrir það sem ég ætlaði að nota þær í.

Það fyrsta sem ég sé þegar ég kem heim er að myndirnar eru í nánast sömu stærð og þegar Ljósmyndavörur skönnuðu filmuna (c.a. 1800x1200), sem gagnast mér lítið. Næst sé ég að litirnir eru ekki eins góðir/bjartir/skærir, minna contrast. Og svo lítur út fyrir að einn ramminn hafi ekki legið alveg flatur í skannanum. Sést hér fyrir neðan:

Ljósmyndavörur:


Pixlar:

Vinstri hlið myndarinnar er úr fókus auk þess sem hausinn er augljóslega grennri.

Myndirnar frá LV virðast vera unnar að einhverju leiti (og helst til gulleitar kannski?), líklega bara einhver sjálfvirkur prósess (litir, contrast, skerpa) því ekki eru þeir að fara að eyða einhverjum tíma í eitthvað svona nema það sé borgað sérstaklega fyrir það), á meðan myndirnar frá Pixlum eru óunnar. Allt í lagi með það samt, ég kann á Photoshop. Líklega betra að þetta sé óunnið.
Svo eru töluverð óhreinindi á myndunum. Kannski voru þau þar fyrir (og ef svo er þá hefur það gerst hjá LV því ég hef ekki sjálfur tekið filmuna úr plastinu).

Þessu er ekki ætlað að vera neitt skítkast á Pixla. Að mestu eru þetta líklegast bara samskiptaörðugleikar (varðandi upplausnina) og ein lítil mistök (ein myndin ekki skönnuð alveg rétt). Ég hringi í þá á morgun og spjalla við þá.


Svona á greinilega ekki að gera hlutina. Ég yrði afar óánægður, vægast sagt.
_________________
Bloggið mitt og ljósmyndirnar mínar eru á;
http://www.flickr.com/photos/villi_kristjans/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
kgs


Skráður þann: 04 Júl 2005
Innlegg: 7072
Staðsetning: Reykjavík
Sigma DP1
InnleggInnlegg: 05 Okt 2013 - 13:22:50    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Negatíva?
_________________
Kveðja,
Kalli stillti Gott
Copy - 20Gb+ frí (Betra en Dropbox). Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
SteiniJ


Skráður þann: 11 Nóv 2009
Innlegg: 169

Canon EOS 550D
InnleggInnlegg: 05 Okt 2013 - 17:09:01    Efni innleggs: Svara með tilvísun

kgs skrifaði:
Negatíva?


Já.

Anyway, málið er leyst. Fór áðan í Pixla og maðurinn þar skannaði þetta fyrir mig í tveimur skönnurum í hæstu upplausn á meðan ég skrapp og fékk mér að borða í KFC. Sama mynd og klúðraðist fyrst kom eins til baka úr öðrum skannanum, en það var allt í lagi með hina skönnunina.
_________________
Flickr
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Filma Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group