Sjá spjallþráð - Listljósmyndun í MTR (fjarnám) haust 2013 :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Listljósmyndun í MTR (fjarnám) haust 2013

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Nám
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
lara


Skráður þann: 06 Des 2004
Innlegg: 540
Staðsetning: Ólafsfjörður
Canon EOS 5D MKII
InnleggInnlegg: 18 Ágú 2013 - 19:41:34    Efni innleggs: Listljósmyndun í MTR (fjarnám) haust 2013 Svara með tilvísun

Komið þið sæl,

nú á haustönn verða þrír áfangar í boði hjá okkur í listljósmyndun í fjarnámi.

LIL2A05, grunnáfangi í listljósmyndun (2. þrep) http://www.mtr.is/is/moya/page/listljosmyndun-lil2a05/

LIL2C05, Listræn myndvinnsla (2. þrep) (Lightroom og samsettar myndir í Photoshop)
http://www.mtr.is/is/moya/page/listljosmyndun-lil2c05

LIL3A05, Prentun ljósmynda (3. þrep) - áfangalýsing ekki tilbúin en nemendur þurfa að hafa lokið 10 einingum á 2. þrepi til að fara í þennan áfanga.

Þessir áfangar fjalla um listljósmyndun og því er þetta ekki nám til iðnréttinda en áfangarnir gilda til stúdentsprófs á listljósmyndabraut Menntaskólans á Tröllaskaga http://www.mtr.is/is/namid/namsbrautir/listabraut/listljosmyndunarsvid

Nemendur þurfa ekki að koma í skólann en eru velkomnir. Þeir þurfa að senda ljósmyndaseríu á sýningu skólans í lok annar sem er lokaverkefni áfanga.

Kennslan fer fram í kennslukerfi skólans (Moodle) og er skipt í vikur. Í upphafi hverrar viku koma upplýsingar um verkefni vikunnar og verkefnum ber að skila fyrir miðnætti næsta sunnudagskvölds og frestir eru ekki gefnir. Staðnemendur eru í sama hóp með sömu reglum.

Verkefnin eru skýrt afmörkuð. Við erum síðan með Facebook grúppu þar sem rætt er saman. Staðbundnir nemendur fá einn tíma í töflu hér þar sem þeir hitta kennara og fjarnemum er velkomið að tengjast þá með Skype annars geta þeir viðrað spurningar sínar við samnemendur og kennara í Moodle og á Facebook senda tölvupóst eða hringja í kennara.

Undanfari áfanga á 2. þrepi hjá okkur er ILI1A05 Inngangur að listum http://www.mtr.is/is/moya/page/inngangur-ad-listum-ili1a05/ en við höfum veitt undanþágu frá þeim áfanga ef nemendur sem senda okkur tengil á myndir sem þeir hafa tekið eða senda myndir og við metum sem svo að næg grunnþekking sé fyrir hendi.

Við höfum fengið nokkra nemendur hér frá LMK og þeir hafa staðið sig afar vel og verið kærkomin viðbót. Sumir hafa komið og einhverjir óku sérstaklega norður í Ólafsfjörð þar sem við erum síðasta vor til að sjá sýninguna.

Hér er síðan verðlistinn okkar fyrir fjarnema: http://www.mtr.is/is/skolinn/gjaldskra

Þetta er kjörið tækifæri fyrir ykkur að þróa ljósmyndunina, skil á ljósmyndum í hverri viku. Kennarar eru Sigurður Mar http://www.mtr.is/is/skolinn/starfsfolk/sigurdur-mar-halldorsson og Lára Stefánsdóttir http://www.mtr.is/is/skolinn/starfsfolk/lara-stefansdottir

Það væri virkilega gaman að fá ykkur með í námið hjá okkur. Við byrjum á miðvikudag en í lagi að skrá sig fram að næstu helgi. Síðast gátum við ekki tekið alla inn sem sóttu svo látið vita sem fyrst.

Ef þið hafið áhuga sendið mér póst á lara@mtr.is
_________________
Kær kveðja
Lára
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda Yahoo-skilaboð MSN-skilaboð
Gúrúinn


Skráður þann: 02 Júl 2007
Innlegg: 280
Staðsetning: Reykjavík
Canon EOS 70D
InnleggInnlegg: 18 Ágú 2013 - 20:29:10    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Líst vel á þetta, Lára.

Hvað kostar að skrá sig og hvað er gert ráð fyrir mikilli vinnu í verkefni per viku?
_________________
Flickr
500px.com
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
lara


Skráður þann: 06 Des 2004
Innlegg: 540
Staðsetning: Ólafsfjörður
Canon EOS 5D MKII
InnleggInnlegg: 20 Ágú 2013 - 17:07:23    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Gúrúinn skrifaði:
Líst vel á þetta, Lára.

Hvað kostar að skrá sig og hvað er gert ráð fyrir mikilli vinnu í verkefni per viku?


Gert er ráð fyrir um 7 stunda vinnu á viku í einum áfanga. Hér er gjaldskráin en hún er líka á vefnum okkar:

Gjaldskrá fyrir fjarnema

Innritunargjald 6.000.-
Einn áfangi 12.000.-
Annar áfangi 12.000.-

Sem segir að einn áfangi kostar 18.000,- tveir áfangar 30.000 þrír áfangar 30.000 og fjórir og fimm, við rukkum ekki meira.
_________________
Kær kveðja
Lára
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda Yahoo-skilaboð MSN-skilaboð
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Nám Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group