Sjá spjallþráð - Canon EF 85 mm f/1.8 á 1,3 crop? :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Canon EF 85 mm f/1.8 á 1,3 crop?

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hvað á ég að kaupa?
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
kristo


Skráður þann: 07 Jún 2008
Innlegg: 172

Canon EOS 1D Mark II
InnleggInnlegg: 04 Ágú 2013 - 12:26:07    Efni innleggs: Canon EF 85 mm f/1.8 á 1,3 crop? Svara með tilvísun

Er nýbyrjaður aftur að leika mér með DSLR vél. Nota hana í túristastöff (fólk, byggingar, það sem fyrir augu ber), viðburði (fjölskylda innanhúss og utan, skemmtanir, mögulega skrúðgöngur og slíkt) og mögulega smá sport, þá nánast eingöngu utanhúss. Að vísu á ég til að taka í fótbolta á stórum velli að kvöldi til, en það er ekki mikið.

Í "den" átti ég Canon 1d MkII, EF 17-40mm f/4L, EF 50mm f/1.4 og EF 70-200mm f/2.8L. Þetta fannst mér mjög gott combo og hef verið að velta fyrir mér að fara bara í nákvæmlega sama aftur. Þó pirraði mig aðeins hvað 70-200 linsan var stór og áberandi.

Nýlega keypti ég 1d MkII vél og 17-40mm linsuna. Alveg eins gott stöff og mig minnti. Spurningin er svo með framhaldið. Hef verið að gæla við þá hugmynd að ég sleppi með 70-200mm f/4L í stað f2.8 ef ég tek 85mm f/1.8 linsu í stað 50mm. Utanhúss ætti f/4 oftast að vera nóg og þetta sparar svona 50 þús kall á notaða markaðnum.

Er einhver hér sem hefur verið að nota 85mm prime linsu á 1,3 crop? Ekkert of þröngt t.d. innanhúss? Á svosem 17-40 linsuna og flass. Nógu langt til að ná hlutum t.d. í kirkju eða jafnvel í utanhúss sporti að kvöldi til? Gott til að ná heimilisdýrum eða börnum að leika sér innanhúss? Ég croppa náttúrulega ekki eins mikið á 8 mpix 1d MkII eins og á nýrri vélum...

Mín reynsla af vélinni er að ISO 800 er fínt, en yfir það finnst mér myndirnar of kornóttar.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
kristo


Skráður þann: 07 Jún 2008
Innlegg: 172

Canon EOS 1D Mark II
InnleggInnlegg: 05 Ágú 2013 - 17:30:09    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Einhver með hugmyndir/reynslu? Það sem ég er kannski helst að hugsa er hvort björt prime semi-telephoto linsa geti fleytt mér yfir einhverja hjalla sem ég lendi á við að aðal zoomlinsan sé ,,bara" f/4.

85mm á 1,3 crop er ca eins og 100 mm á full frame. Hvað segja full frame notendur um þá brennivídd? Börn/dýr innanhúss? Sport? Veit að hún hentar vel í portrettur utanhúss.

Önnur hugmynd væri kannski að fara í 100 mm, sem væri þá sambærilegt við hina sívinsælu 135mm linsu á full frame.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
bjarkih


Skráður þann: 18 Júl 2007
Innlegg: 1293
Staðsetning: Akranes
Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 05 Ágú 2013 - 22:03:12    Efni innleggs: Svara með tilvísun

85mm á 1,3 kroppi er eins og 110mm á full-frame. Mér finnst 85mm mun skemmtilegri innanhúss á full-frame heldur en á 1,3 kroppi (þá er ég að tala um innanhúss sem inni á heimilinu). Hún er stundum dálítið þröng þar. Þetta gæti hins vegar alveg verið skemmtileg brennivídd til að taka í fótboltann og annað sport en mætti hins vegar vera aðeins lengri (þrengri) þar. Ég myndi halda að 100mm eða 135mm væri hentugra í fótboltann.

Þetta er mjög sniðug hugmynd hjá þér, það er svo oft sem f4 er bara einfaldlega ekki nóg og þá er frábært að geta gripið í linsu sem býður uppá f1.8. Mér finnst prime linsur almennt skemmtilegri heldur en zoom, því þær gefa manni meiri sveigjanleika varðandi fókusdýpt.

Canon EF 85mm f1.8 er líka þrælskemmtileg linsa og kostar ekki mikið miðað við það hversu góð hún er.

Kauptu hana bara notaða og ef þú fílar hana ekki þá selurðu hana bara aftur með nánast engum afföllum.
_________________
FlickR síðan mín:
http://www.flickr.com/bjarkih/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
kristo


Skráður þann: 07 Jún 2008
Innlegg: 172

Canon EOS 1D Mark II
InnleggInnlegg: 07 Ágú 2013 - 10:09:28    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Góður punktur - sennilega best að prófa bara. Þetta er alltaf spurning með hvaða brennivídd maður á að nota. Það sem ég er að reyna að gera, að kaupa bjarta prime linsu sem virkar í ,,allt", innanhúss og utan, er auðvitað ,,tall order". Smile

Ætli ég endi ekki bara á að kaupa 70-200mm f/4, leika mér með hana og prófa mig áfram með hvar skóinn kreppir. Á 17-40mm f/4 og flass, svo ég býst við að ég reyni þá að fá aðeins lengri bjarta prime linsu, eins og þú segir, 85mm, 100mm...

Svo getur maður náttúrulega leigt linsur og prófað. Kannski endar það á að 50mm f/1.4 sé bara það besta fyrir mig. Smile

Þakka ráðin.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
bjarkih


Skráður þann: 18 Júl 2007
Innlegg: 1293
Staðsetning: Akranes
Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 07 Ágú 2013 - 11:02:51    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Mér finnst eiginlega 85mm skemmtilegasta brennivídd sem til er. Ég er með tvær vélar og hún er eiginlega sú linsa sem fer jafnt á báðar vélarnar (1,3 kropp og full-frame), á meðan hinar 4 linsurnar fara almennt oftast á sömu vélina. Lengri linsurnar á ásinn (135 og 70-200) en þær styttri á fimmuna (24-70 og 50). En 135 fer nú samt stundum á fimmuna því það gefur svo "djúsí" útkomu Smile
_________________
FlickR síðan mín:
http://www.flickr.com/bjarkih/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
kristo


Skráður þann: 07 Jún 2008
Innlegg: 172

Canon EOS 1D Mark II
InnleggInnlegg: 07 Ágú 2013 - 12:38:48    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Já, hef einmitt heyrt gott af henni. Ég hafði mjög gaman af 50mm á 1,6 crop (átti 30D vél) og notaði hana síðan á 1,3 crop fyrir nokkrum árum, mjög fín.

Held hins vegar að til að ná t.d. börnum eða gæludýrum að leika sér gæti 85mm á 1,3 crop verið mjög fín, uppá að ná að vera nógu fjarri til að trufla ekki. T.d. innanhúss eða í garði eða slíkt.

Hef verið að skoða verðin á 100mm og 135mm linsunum, sýnist þær töluvert dýrari en 50mm f/1.4 og 85mm f/1.8. Ef ég enda á að ákveða að setja þannig pening í þetta gæti verið sterkur leikur að fara bara í 70-200mm f/2.8 í stað f/4.

Eeeeen til að byrja með hugsa ég að næstu kaup verði 70-200mm f/4L og eftir það skoða ég bjarta prime linsu, mjög sennilega 85mm f/1.8. Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
bjarkih


Skráður þann: 18 Júl 2007
Innlegg: 1293
Staðsetning: Akranes
Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 07 Ágú 2013 - 13:54:03    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Mjög skynsamlegar pælingar hjá þér, 70-200 linsa er algjört möst í linsusafnið og f4L linsan er þrusugóð. Líst svo vel á að stefna á 85mm f1.8, þar færðu rosalega mikið fyrir aurinn.
_________________
FlickR síðan mín:
http://www.flickr.com/bjarkih/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hvað á ég að kaupa? Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group