Sjá spjallþráð - Artic Arts verkefnið - Kerry Koepping :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Artic Arts verkefnið - Kerry Koepping

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Greinar
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
 sje
Stjórn


Skráður þann: 04 Sep 2004
Innlegg: 14460

Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 22 Júl 2013 - 9:56:51    Efni innleggs: Artic Arts verkefnið - Kerry Koepping Svara með tilvísun

Tilvitnun:
Kerry Koepping er atvinnuljósmyndari frá Colorado í Bandaríkjunum. Hann hefur í yfir þrjá áratugi myndað landslag víðs vegar um heiminn, þar á meðal óbyggðir Alaska, Vatíkanið í Róm og margar af helstu náttúruperlum Bandaríkjanna. Í lok júní hóf hann gerð þriggja ára ljósmyndaverks með 2 vikna dvöl á Íslandi. Verkið sem ber nafnið Artic Arts, felur í sér að mynda ólíkar breytingar á norðurhjara veraldar, allt frá áhrifum eldfjalla, jökla og vatnsfalla á landslagið, útfrá listrænu sjónarhorni.

Meðal viðkomustaða á Íslandi var Reykjanes, Snæfellsnes, Landmannalaugar, Eyjafjallajökul og Vatnajökull. Samstarfsaðilar eru myndavélaframleiðandinn Pentax, Providence sem rekur hótel víðs vegar um Bandaríkin, auk Icelandair. Ísland varð fyrir valinu sem upphafs viðkomustaður sökum þeirrar fjölbreytni sem einkennir landslagið. Sýnileiki stöðugra breytinga í ungu landslagi Íslands kom honum skemmtilega á óvart, og varð grundvöllur fjölda ljósmynda sem og áframhaldandi spurninga. Kerry er í samstarfi við fjölda vísindamenn sem ljá verkinu innsýn með sérþekkingu sinni á breytingaröflum.

Vélarnar sem Kerry hefur myndað með gegnum tíðina spanna vítt svið filmu sem og stafrænna véla. Nefna má Hasselblad, Nikon, Mamya, 35 mm og medium format. Hann hefur nýlega byrjað að mynda með Pentax 645 vél, stafræn medium format 40 megapixla myndavél (44x33 megapixel CCD skynjara og nær 1 miljón dpi), sem gefur af sér TIFF fæla upp á 120 mb! Pentax er eins og áður sagði styrktaraðili verksins, og hefur 645 vélin komið inn á markaðinn sem hágæða medium format digital vél. Verkefnið, sem spanna mun ólík lönd norðursins, frá Íslandi til Alaska, Grænlands og víðar, er enn í mótun varðandi sýningarform eða afrakstur.

https://www.facebook.com/ArcticArtsProject

kokoworldphoto.com

_________________
Sigurður Jónas Eggertsson
Ljósmyndar af áhuga
sje@ljosmyndakeppni.is
gsm: 663-4321
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Greinar Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group