Sjá spjallþráð - Þrífótur :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Þrífótur

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Aukahlutir
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Heidiperla


Skráður þann: 26 Okt 2009
Innlegg: 61


InnleggInnlegg: 14 Júl 2013 - 19:06:17    Efni innleggs: Þrífótur Svara með tilvísun

Ég er að fara kaupa mér Canon 5d mark iii og vonandi næ ég í notaða 24-70 fljótlega... Mig vantar ráð um kaup á þrífæti sem myndi halda þessu uppi. Ég ætla veðja á að þessi linsa verði sú allra þyngsta sem ég muni nota þar sem ég hef aðallega verið fyrir prime.

Ég er algjörlega clueless hvað varðar þrífæti. Keypti fyrir mörgum árum einn millidýran sem reyndist svo vera algjört drasl sem hélt ekki uppi minni gömlu góðu Nikon d90 ásamt kit linsunni + að hann brotnaði fljótlega (eftir ég veit ekki hvað þar sem það var ekkert hnjask á honum).

Væri óskandi að fá einn sem er frekar léttur, nettur, sterkur og meðfærilegur.

Einhverjar ráðleggingar eða meðmæli með góðum þrífótum?
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
LalliSig


Skráður þann: 14 Des 2004
Innlegg: 626


InnleggInnlegg: 14 Júl 2013 - 19:28:31    Efni innleggs: Re: Þrífótur Svara með tilvísun

Heidiperla skrifaði:
Væri óskandi að fá einn sem er frekar léttur, nettur, sterkur og meðfærilegur.


Ég er langt í frá einhver alfræðiorðabók þegar kemur að þrífótum svo það má gjarnan einhver leiðrétta mig, en þú færð sennilega aldrei þrífót sem er allt fernt sem þú telur upp, þeir eru yfirleitt annaðhvort léttir, nettir og meðfærilegir, eða sterkir. En það gæti vel verið að það séu til einhverjir carbon þrífætur sem gætu verið allt fernt.

Ég mæli með Manfrotto 055 þrífótunum, til nokkrar tegundir, ég nota sjálfur 055XB með 804RC2 haus, farðu bara niður í Beco.is og fáðu að skoða úrvalið, það eru til nokkrar gerðir af hausum og best að fá ráðleggingu frá sölumanni þar hvað hentar þér. Gerði þau mistök fyrir löngu síðan þegar ég var að byrja í þessu að kaupa fyrst ódýran, svo "millidýran" sem voru báðir frekar slakir og hefði betur strax splæst í almennilegan þrífót sem endist, góður þrífótur getur auðveldlega enst marga áratugi, fer auðvitað eftir notkun.

http://www.manfrotto.com/photo-tripods-055-series
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
karibjorn


Skráður þann: 23 Apr 2006
Innlegg: 511

Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 15 Júl 2013 - 0:14:08    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Er með þetta tvennt og er hæstánægður

http://www.manfrotto.com/055xprob-pro-tripod-black
http://www.manfrotto.com/midi-ball-head-with-rc2

Týndi hausnum í flutningum heim og fékk lánaðan svona nettan og léttan álfót á meðan. Mun þægilegri og léttari en svona gripir höndla bara ekki íslenska náttúru mjög vel.

Þetta vigtar vissulega sitt en brotinn saman kemst hann utan á bakpokann hæglega sem er mikill plús. Er að spá núna í að fjárfesta í gorillapod...

Skiptir vissulega máli hvað þú ert aðallega að gera hvort þú vilt þungan og áreiðanlegan fót eða léttan og meðfærilegan.
_________________
http://www.flickr.com/photos/bisull
http://karibjorn.crevado.com/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Aukahlutir Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group