Sjá spjallþráð - Þögnin :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Þögnin

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Uppástungur fyrir vef
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
DNA


Skráður þann: 25 Feb 2005
Innlegg: 1540


InnleggInnlegg: 06 Júl 2013 - 10:43:43    Efni innleggs: Þögnin Svara með tilvísun

Ég hef tekið eftir því hvað notendur eru rosalega andlausir hér á spjallborðinu.
Svarhlutfall miðað við skoðanir spjallþráða er vel innan við 1%.
Hér eru því mikið af notendum og lítið af þátttakendum.

Margir telja betra að segja ekkert frekar en að segja það sem þeim finnst.
Ég tel að þögnin sé mun verri en engin ummæli.
Einhverjir eru í basli með að gefa af sér eða láta sitt eftir lyggja.
Til að forðast gagnrýni, gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert.
Í stað þess að þetta sé vettvangur þess besta sem Ísland hefur að bjóða í ljósmyndun er í raun afturför.

Það sem hefur gerst er að urmull góðra ljósmyndara eru einfaldlega farnir annað.

Hvernig fáum við fólk til að tjá sig meira, taka þátt í keppnum og sýna afurðir?
Ef hver heimsókn gæfi af sér amk ein innihaldsrík ummæli væri sigurinn unninn.
_________________
Myndasafnið
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
karibjorn


Skráður þann: 23 Apr 2006
Innlegg: 511

Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 06 Júl 2013 - 11:13:48    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Tek undir með þér, er sjálfur ekkert rosalega virkur en er búinn að vera á ferðalagi um landið síðastliðnar 2 vikur. Skal henda inn myndum frá því og kommenta á keppnismyndir þegar ég kem heim í kvöld, virkilega ánægjulegt að fá svona mörg komment á myndirnar sínar og skal skila af mér til baka. Vil bara ekki gera það í gegnum símann.
_________________
http://www.flickr.com/photos/bisull
http://karibjorn.crevado.com/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
torfi01


Skráður þann: 16 Ágú 2010
Innlegg: 938
Staðsetning: Reykjavík
*Besta vél í heimi*
InnleggInnlegg: 06 Júl 2013 - 11:36:47    Efni innleggs: Svara með tilvísun

bara svona fyrir forvitnissakir. Hvert hafa ljósmyndarar farið annað? Tek þetta alveg til mín líka að vera ekki nógu aktívur í að taka þátt í uppbyggilegri gagrýni. Núna ætla ég að koma með eitt comment undir gagrýni í hverri viku. fyrsta skrefið.
_________________
Flicker dótið mitt
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Micaya


Skráður þann: 17 Des 2009
Innlegg: 5015


InnleggInnlegg: 06 Júl 2013 - 11:36:51    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Já, góðar spurningar.

Þar sem hópar finnast sem eiga að hafa svipað áhugamál, vinnu, eða hvað sem er, finnur maður ekki bara áhangendur, heldur líka góða forystu. Fyrirtæki hafa skíra, markvísa forystu (eða þau ganga ekki upp), skólakerfi hefur áætlun, markmið, verðlaun (einkannir). Túristar hafa leiðsögumann. Leikskólar hafa leiðbeinendur. Og svo mætti lengi telja.

Það má vel vera að stjórnin sé pínu þreytt nú orðið. Stjórnin á að finna út úr þessu Wink
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
shs01


Skráður þann: 05 Okt 2007
Innlegg: 9

Canon 550D
InnleggInnlegg: 06 Júl 2013 - 20:26:13    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Nú er ég einn af þessum fjölmörgu lítt virku, notandi en get tæpast talist þátttakandi. Hef hins vegar sótt margan góðan fróðleik hingað til mér fróðari manna og kvenna, auk þess að hafa gert ágæt kaup í búnaði í gegnum vefinn. Finnst þetta bara nokkuð góður spjallvefur og miðað við hvað kemur daglega mikið nýtt inn er virknin ágæt miðað við ýmsa aðra áhugamálavefi. En það er samt rétt að það eru mikið sömu notendanöfnin sem maður sér aftur og aftur og ekki stór hópur. En þið sem eruð í þeim hóp eruð bara fj.... öflug.
Bara smá endurgjöf frá óvikum notanda!
Kv - Skúli
P.s. gleymdi eiginlega því sem ég ætlaði að segja, er þetta ekki frekar spurning um virka grasrót frekar en að virknin sé á herðum stjórnar.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Uppástungur fyrir vef Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group