Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði |
Höfundur |
Skilaboð |
| ullaskotta
|
Skráður þann: 27 Jún 2013 Innlegg: 11
550D
|
|
Innlegg: 27 Jún 2013 - 10:11:51 Efni innleggs: Hvað er nauðsynlegt að eiga þegar að maður er nýbyrjaður.... |
|
|
Hæ hæ
Var að velta fyrir því hvað mynduð þið segja að væri möst að eiga þegar að maður er nýbyrjaður með þessa ljósmyndadellu ?
Hef að vísu haft gaman af að taka myndir í mörg ár, en ár síðan að ég fékk almennilega myndavél, er svo að læra hægt og rólega á hana.
En langar að vita hvað verð ég að eiga og hvað get ég verð án ? Er ekki endilega að tala um það allra dýrasta bara svona "pakki" fyrir byrjendur
á 3 linsur......
Linsa Canon EF-S 18-55mm f/3.5-5.6 IS II
Linsa Canon EF 50mm f/1,8 II
Linsa Canon EF 70-300mm f/4-5.6 IS USM
Langar alveg rosalega mikið í aðra linsu en veit ekki hvaða linsa væri alveg málið fyrir mig.... er að taka myndir af öllu og engu, t.d dóttir minni í fótbolta mjög mikið.
Hvaða linsu ætti ég að bæta í safnið og afhverju ?
Er flass eitthvað sem að ég á að vera með á óskalistanum mínum að versla mér næst ? |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| Benni S.
| 
Skráður þann: 27 Mar 2009 Innlegg: 2177 Staðsetning: Akureyri Canon
|
|
Innlegg: 27 Jún 2013 - 10:58:28 Efni innleggs: |
|
|
Þú gætir byrjað á því að selja 18-55 og 70-300 og fengið þér canon 10-22 og canon 70-200 2.8 og þá helst IS. 10-22 er flott í landslag og annað "gleitt" og 70-200 flott í sportið og fl. Báðar mjög gjaldgengar í brúðkaup líka. Auðvitað eru til dýrari og betri linsur og auðvelt að missa sig í þessu en þetta er ágætt til að byrja með. Næsta skref væri svo að selja 10-22 og boddy sem er væntanlega kropp og fá þér full frame boddy, sem dæmi 6D og t.d 17-40L canon linsu, "ódýr" og góð eða nýju canon 16-50 f/4L IS sem er hugsanlega að koma á markaðin... þó ekki staðfest.
Aðal atriðið er þó að hafa gama af þessu og njóta þess að taka myndir og vera svo heppin að eiga svona skemtilegt áhugamál. _________________ Fullt nafn: Benedikt H. Sigurgeirsson S:896 6001
http://www.flickr.com/photos/benni-akureyri |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| totifoto
| 
Skráður þann: 11 Des 2004 Innlegg: 6860
|
|
Innlegg: 27 Jún 2013 - 11:00:19 Efni innleggs: Re: Hvað er nauðsynlegt að eiga þegar að maður er nýbyrjaður |
|
|
ullaskotta skrifaði: |
Langar alveg rosalega mikið í aðra linsu en veit ekki hvaða linsa væri alveg málið fyrir mig.... er að taka myndir af öllu og engu, t.d dóttir minni í fótbolta mjög mikið.
Hvaða linsu ætti ég að bæta í safnið og afhverju ?
Er flass eitthvað sem að ég á að vera með á óskalistanum mínum að versla mér næst ? |
Ef þú veist ekki alveg hvaða linsu þig langar í að þá í raun þarftu ekki aðra linsu
Þannig séð ertu með annsi góða brennivídd í þessum 3 linsum sem þú ert með, allt frá 18mm uppí 300mm.
Spurningin er bara er eitthvað af þessum linsum að aftra þér í því sem þú ert að gera?
Langar þig í betri skerpu, dýpri liti, meiri contrast, hraðari fókus, stærra ljósop? Ef svo er að þá væri ekki óvitlaust að fara spá í annari linsu en þá koma upp 2 spurningar.
Hvaða brennivídd viltu og hvað má hún kosta. ?
Ef þú ert að taka eitthvað af landslagi að þá er þrífótur frekar nauðsynlegur, fer reyndar eftir því hvernig landslagsmyndir þú vilt, ef þú vilt til dæmis taka myndir á löngum tíma eins og norðurljos og rjómalagaða fossamyndir að þá þarftu þrífót.
Flass er oft nauðsynlegt en fer samt eftir hverjum og einum hvort þeir vilji nota flass. Virkilega gott flass fyrir Canon er til dæmis á 54.900.- kr og heitir Canon Speedlite 430 EXII. |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| keg
|
Skráður þann: 25 Nóv 2004 Innlegg: 2089 Staðsetning: Suðvesturhornið Fujifilm X-T1/Canon EOS M3
|
|
Innlegg: 27 Jún 2013 - 11:53:23 Efni innleggs: |
|
|
Þig vantar hraða og gleiða fasta linsu, eins og t.a.m. 35/2.0. _________________ Kveðja,
Kristján Emil Guðmundsson |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| Benni S.
| 
Skráður þann: 27 Mar 2009 Innlegg: 2177 Staðsetning: Akureyri Canon
|
|
Innlegg: 27 Jún 2013 - 12:24:23 Efni innleggs: |
|
|
keg skrifaði: | Þig vantar hraða og gleiða fasta linsu, eins og t.a.m. 35/2.0. |
Spurning hvort við getum flokkað 35 sem gleiða linsu á kropp vél... _________________ Fullt nafn: Benedikt H. Sigurgeirsson S:896 6001
http://www.flickr.com/photos/benni-akureyri |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| Arndisb
| 
Skráður þann: 23 Okt 2012 Innlegg: 151
Nikon D3100
|
|
Innlegg: 27 Jún 2013 - 12:25:27 Efni innleggs: |
|
|
Ég er líka tiltölulega ný í þessu og ég myndi segja að þrifótur, 10 stoppa filter og fjarstýring dugi mér ágætlega. Ég er með eina kit linsu, 18-55mm f3,5. Næst ætla ég að fá mér 35mm 1,8 vegna þess að mig langar í linsu með grynnri fókusflöt en 3,5 býður upp á. Þannig að eins og strákarnir segja þá er gott að vita hvað maður vill fá fram og kaupa linsu miðað við það. Ég er samt ekki sammála ráðleggingum um að kaupa fullframe vél strax, þær eru mjög dýrar og ég held að byrjendur hafi ekki endilega þörf fyrir svoleiðis. |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| DanSig
| 
Skráður þann: 25 Nóv 2004 Innlegg: 7452 Staðsetning: Reykjavík iPhone 4s
|
|
Innlegg: 27 Jún 2013 - 12:37:48 Efni innleggs: |
|
|
það eina sem þú þarft er tími...
þú ert með myndavél og linsur sem duga, nú er bara að æfa sig...
með tímanum kemstu sjálf að því hvað þig vantar, ef þú þarft að spyrja þá vantar þig ekkert en langar að eyða peningum til að reyna að bæta árangurinn í stað þess að eyða tíma í að taka myndir og verða betri  _________________ innlegg mín endurspegla stundum mína persónulegu skoðun og ber ekki að taka of bókstaflega ! |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| ullaskotta
|
Skráður þann: 27 Jún 2013 Innlegg: 11
550D
|
|
Innlegg: 27 Jún 2013 - 12:53:39 Efni innleggs: |
|
|
takk fyrir svörin
er endalaust að æfa mig finn bara svoldið fyrir því þegar að ég er að taka myndir af dóttir minni í fótboltanum að 70-300mm hentar mér vel þá nema þegar að hún er komin of nálægt mér þá get ég bölvað henni í sand og ösku
svo að í augnablikinu að þá langar mig pínulítið í aðra linsu sem að hentar bæði til að taka í boltanum og líka til að nota við allt annað sem að ég er að leika mér að taka  |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| keg
|
Skráður þann: 25 Nóv 2004 Innlegg: 2089 Staðsetning: Suðvesturhornið Fujifilm X-T1/Canon EOS M3
|
|
Innlegg: 27 Jún 2013 - 15:31:10 Efni innleggs: |
|
|
Það er túlkunaratriði.
Benni S. skrifaði: | keg skrifaði: | Þig vantar hraða og gleiða fasta linsu, eins og t.a.m. 35/2.0. |
Spurning hvort við getum flokkað 35 sem gleiða linsu á kropp vél... |
_________________ Kveðja,
Kristján Emil Guðmundsson |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| Benni S.
| 
Skráður þann: 27 Mar 2009 Innlegg: 2177 Staðsetning: Akureyri Canon
|
|
Innlegg: 27 Jún 2013 - 16:52:54 Efni innleggs: |
|
|
keg skrifaði: | Það er túlkunaratriði.
Benni S. skrifaði: | keg skrifaði: | Þig vantar hraða og gleiða fasta linsu, eins og t.a.m. 35/2.0. |
Spurning hvort við getum flokkað 35 sem gleiða linsu á kropp vél... |
|
Eeee... nei kútur það er valla túlkunaratriði
35mm samsvarar hvað... eitthvað á milli 50-56mm á kropp vél ekki rétt og það flokkast held ég mjög tæplega sem gleið linsa, frekar sem "normal" eða "standard" byggt á því að 50mm er ekki í daglegu máli flokkuð sem gleið linsa á full frame vélar, hún er hinsvegar oft nemd sem "standard". Þú veist þetta allt ef þú spáir aðeins í þetta  _________________ Fullt nafn: Benedikt H. Sigurgeirsson S:896 6001
http://www.flickr.com/photos/benni-akureyri |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| Micaya
| 
Skráður þann: 17 Des 2009 Innlegg: 5015
|
|
Innlegg: 27 Jún 2013 - 18:01:02 Efni innleggs: Re: Hvað er nauðsynlegt að eiga þegar að maður er nýbyrjaður |
|
|
Benni S. skrifaði: | Þú gætir byrjað á því að selja 18-55... |
Æj, Benni minn... þetta er allt of góð og hentug linsa til að losa sig við hana. Í mínum huga er það vitfirring að gera það ...
ullaskotta skrifaði: | ...Hef að vísu haft gaman af að taka myndir í mörg ár, en ár síðan að ég fékk almennilega myndavél, er svo að læra hægt og rólega á hana... |
Þú ert frekar vel byrgð, sko. Það eina ef þú skyldir svo seinna vilja fá bjartari linsur o.þ.h.
Flass? Ef þú hefur ekki haft þörf fyrir því hingað til, er það ekki víst að hann kæmist oft úr skúffu hjá þér.
Þrífótur: ef þú ert það róleg týpa að þú mátt vera að því. Norðurljósmyndir t.d. ganga ekki upp án þrífóts - en ef þú ert með smá börn heima er ekki víst að þú getur skroppið út um miðja nótt.
Niðurstaða - þetta er allt saman svo afstætt. Þú ræður og þú veist hvað þú vilt / vantar. Aðrir hafa sínar eigin óskir. Ég gæti mjög léttilega sagt þér að þig vantar allt saman, og ekki gleyma filterum, og gikksnúru, og bara alles. Svo ferðu að kaupa það, og notar kannski ekkert. Farðu bara eftir eigin tilfinningu í þessu.
 |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| A.Albert
| 
Skráður þann: 01 Okt 2007 Innlegg: 1341 Staðsetning: Akureyri Pentax K20D
|
|
Innlegg: 27 Jún 2013 - 18:10:54 Efni innleggs: |
|
|
DanSig skrifaði: | það eina sem þú þarft er tími...
þú ert með myndavél og linsur sem duga, nú er bara að æfa sig...
með tímanum kemstu sjálf að því hvað þig vantar, ef þú þarft að spyrja þá vantar þig ekkert en langar að eyða peningum til að reyna að bæta árangurinn í stað þess að eyða tíma í að taka myndir og verða betri  |
eina svarið við þessu held ég .. þú ert með gott start og reyndar líklega mun betri búnað en margir atvinnu ljósmyndarar voru með "í denn"
nú er bara um að gera að fikta meira og æfa sig, lesa um ljósmyndir og skoða líka myndir annarra og fikra sig áfram til að ná fram því sem þú vilt. _________________ Flickr!
"If you're not yourself, who are you?"
 |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| jonr
| 
Skráður þann: 26 Nóv 2004 Innlegg: 5113 Staðsetning: Shrödinger's box Olympus OMD E-M5
|
|
Innlegg: 27 Jún 2013 - 18:56:40 Efni innleggs: |
|
|
Þig vantar ekkert. Nema flass.
70-200/2.8 IS? Eruð þið ekki í lagi í græjufíkninni?  _________________ jonr.light.is |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| ullaskotta
|
Skráður þann: 27 Jún 2013 Innlegg: 11
550D
|
|
Innlegg: 27 Jún 2013 - 23:38:21 Efni innleggs: |
|
|
takk fyriri svörin ánægð með þetta, alltaf gaman að sjá mismunandi skoðanir hvað manni vantar og auðvitað fer það eftir því hverju ég er að leita eða vonast til að fá út úr myndinum mínum
svo að nú er þá bara að vera þolinmóð og byrja að safna jafnt og þétt því sem að ég þarf / langar í
fékk lánaðann þrífót um daginn svo ég á eftir að finna mér eitthvað sniðugt til að mynda til að nýta mér að prufa hann
hef einmitt verið að velta því fyrir mér hvort að ég ætti að fá mér flass en er á báðum áttum þar sem að ég hef bæði heyrt að maður eigi alltaf að taka myndir með flassi (frá einni sem að ég þekki) og svo líka er ég fór á ljosmyndanámskeið að læra á vélina mína að þá fannst mér ekki verið talað mikið um það að það væri einhver nauðsyna að eiga flass þannig.... svo að ég er á báðum áttum hvort að ég þurfi flass
vá get talað endalaust og spurt  |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| oskar
| 
Skráður þann: 25 Nóv 2004 Innlegg: 9607
Canon 5D Mark III
|
|
Innlegg: 27 Jún 2013 - 23:47:36 Efni innleggs: |
|
|
Þú ert með mikið meira en nóg til að byrja...
Þegar þú ferð að reka þig aftur og aftur á veggi sem eru ókleyfir nema með tækjakaupum, þá myndi ég huga að þeim kaupum. En þangaðtil er þetta spurning um að læra á alla eiginleika og möguleika þeirra tækja sem þú átt.
Ég til dæmis hef verið að mynda í meira en 10 ár, ég á þrjár linsur og sú lengsta er 100mm. Ég hef enn ekki komið að þeirri hindrun þar sem mér finnst ég knúinn til þess að fjárfesta í einhverju meiru.
Ég hef reyndar komist að þeirri niðurstöðu að mér finnist nauðsinlegt fyrir mína ljósmyndun að eiga flass, sendi fyrir flassið og góðan þrífót. |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
|