Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði |
Höfundur |
Skilaboð |
| BenniH
| 
Skráður þann: 09 Ágú 2009 Innlegg: 169 Staðsetning: Reykjavík Canon 5D Mark III
|
|
Innlegg: 10 Jún 2013 - 23:24:12 Efni innleggs: Má bjóða ykkur að skoða nýuppfærða flickr síðu |
|
|
Sælt veri fólkið, þá hef ég loksins gefið mér tíma til að setja nokkrar myndir á flickr síðuna mína sem hefur nánast verið tóm frá stofnun. Það má alveg koma með gagnrýni og eins góð ráð um hvað vert er að hafa í huga þegar svona síður eru settar í gang.
Verði ykkur að góðu
Með kveðju
Benni
http://www.flickr.com/photos/benni65/ _________________ http://www.flickr.com/photos/benni65/
Canon EOS 5D Mark III; Canon EOS 7D; EF 16-35mm f/2.8 L II USM; EF 24-105mm f/4 L IS USM; EF 70-200mm f/2.8 L IS II USM; EF 100-400mm f/4.5-5.6 L IS USM; EF 100mm f/2.8 L IS USM Macro; Canon Speedlite 600EX-RT |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| OldSpice
| 
Skráður þann: 14 Feb 2009 Innlegg: 1026 Staðsetning: Fáskrúðsfjörður Sony SLT-A55
|
|
Innlegg: 11 Jún 2013 - 2:00:05 Efni innleggs: |
|
|
Fínar og flottar myndir hjá þér.
það eina sem ég get bætt við er að þú ættir að tagga myndirnar og skella þeim í grúbbur svo fleiri geti notið þeirra. _________________ http://www.flickr.com/photos/hraunid/
Hilmir Arnason
Stiga og timburmaður |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| sveinni
| 
Skráður þann: 22 Feb 2006 Innlegg: 284 Staðsetning: Álftanes Nikon D90
|
|
Innlegg: 11 Jún 2013 - 9:07:47 Efni innleggs: |
|
|
Sammála OldSpice hér á undan. Margar af þessum myndum eru virkilega góðar og um að gera að láta aðra njóta þeirra líka. _________________ Sveinn Ingi
_____________________________
Ein mynd segir meir en þúsund orð
http://www.flickr.com/photos/hrofey |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| odda
| 
Skráður þann: 24 Apr 2006 Innlegg: 496 Staðsetning: Akureyri Canon EOS 700D
|
|
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| Þrösturn
|
Skráður þann: 18 Sep 2012 Innlegg: 369
Nikon D600
|
|
Innlegg: 11 Jún 2013 - 11:25:24 Efni innleggs: |
|
|
ótrulega flottar myndir:) |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| BGÁ
| 
Skráður þann: 14 Mar 2007 Innlegg: 3543 Staðsetning: Reykjavik Canon EOS 3
|
|
Innlegg: 11 Jún 2013 - 19:30:05 Efni innleggs: |
|
|
Flottar myndir. |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| Kjartan Guðmundur
| 
Skráður þann: 29 Jan 2013 Innlegg: 601 Staðsetning: Garður Canon 5D MK IV
|
|
Innlegg: 11 Jún 2013 - 19:36:33 Efni innleggs: |
|
|
Flottar myndir _________________ Canon EOS 5D Mark IV - Tokina AT-X 16-28 f/2.8 Pro FX - EF 16-35 F/2.8L II USM - EF 100-400mm f/4.5-5.6L IS II USM - EF 50mm F/1.8 II - Viltrox JY-710 C3 Wireless Timer Remote Control - RC-6 Remote Controller and Manfrotto MK055XPRO3-BHQ2 tripod. |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| BenniH
| 
Skráður þann: 09 Ágú 2009 Innlegg: 169 Staðsetning: Reykjavík Canon 5D Mark III
|
|
Innlegg: 11 Jún 2013 - 23:19:01 Efni innleggs: |
|
|
Takk fyrir góð komment og ráðleggingar, nú er ég aðeins byrjaður að tagga myndirnar og ætla að reyna að bæta nokkrum myndum inn á næstunni.
með kveðju
Benni _________________ http://www.flickr.com/photos/benni65/
Canon EOS 5D Mark III; Canon EOS 7D; EF 16-35mm f/2.8 L II USM; EF 24-105mm f/4 L IS USM; EF 70-200mm f/2.8 L IS II USM; EF 100-400mm f/4.5-5.6 L IS USM; EF 100mm f/2.8 L IS USM Macro; Canon Speedlite 600EX-RT |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| Gulli Vals
| 
Skráður þann: 06 Apr 2011 Innlegg: 858
Canon 5D Mark II
|
|
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| BenniH
| 
Skráður þann: 09 Ágú 2009 Innlegg: 169 Staðsetning: Reykjavík Canon 5D Mark III
|
|
Innlegg: 14 Jún 2013 - 7:50:46 Efni innleggs: |
|
|
Takk fyrir að kíkja við. Ég er nú búinn að setja inn slatta af nýjum myndum. Þessi flickr heimur er bara ansi spennandi, leiðir mann á nýjar slóöir þar sem margar mjög skemmtilegar myndir opnast fyrir manni.
Mbk
Benni _________________ http://www.flickr.com/photos/benni65/
Canon EOS 5D Mark III; Canon EOS 7D; EF 16-35mm f/2.8 L II USM; EF 24-105mm f/4 L IS USM; EF 70-200mm f/2.8 L IS II USM; EF 100-400mm f/4.5-5.6 L IS USM; EF 100mm f/2.8 L IS USM Macro; Canon Speedlite 600EX-RT |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| DNA
| 
Skráður þann: 25 Feb 2005 Innlegg: 1540
|
|
Innlegg: 14 Jún 2013 - 17:13:47 Efni innleggs: |
|
|
Fínar myndir hjá þér Benni.
Ég er ekki með myndir á flickr en sýnist þetta að miklu leita snúast um að vingast við sem flesta, gefa jákvæð ummæli og fá sama til baka.
Mér finnst rosalega langt á milli innihaldsríkra ummæla en flest eru þau "Flott mynd" eða eitthvað í þeim dúr og gagnrýni finnst varla.
Svo keppast vinirnir um að klappa hverjum öðrum á bakið sem eru auðvitað hið besta mál en lítið er að græða á því fyrir þá sem vilja raunverulegt álit.
Maður sér þarna ótrúlega flott myndasöfn sem enginn tekur eftir og líka ruslmyndir sem fá heilmikið áhorf og lof.
Nýjasta breytingin á viðmótinu hjá þeim þykir mér feiknavel heppnuð og vefurinn nú með þeim allra bestu á netinu.
Ég tel mig þó vera að sjá heildarmyndina í þessum nýja viðhorfi hjá þeim gagnvart áskrift og auglýsingum.
Þeir útvega þér geymslupláss í staðinn fyrir það efni sem trekkir að auglýsendur og hvetja til að þú vistir allar þínar myndir þarna í fullri upplausn sem er auðvitað gullnáma fyrir þá sem vantar ókeypis myndir.
Svo er gengið frá hnútunum þannig að umferðin verði sem mest þannig að tölfræðin verði auglýsendum ómótstæðileg.
Google til dæmis sækir myndirnar þínar óumbeðið on notar í leitarvélarnar og mokar inn auglýsingatekjum fyrir vikið.
Nýjasta útspil þeirra er að sýna myndina stóra í leitarglugga Google þannið að notendur google þurfi ekki að heimsækja þitt vefsvæði til að skoða hana betur.
Má vera að ég sé tortrygginn en þessi stórfyrir tæki eru ekki efnuð fyrir ekki neitt.
Í heildina finnst mér myndirnar þínar vera yfir meðallagi og fannst þyrluskotið markverðast þar til ég skoðaði það betur.
Ég sé ekki betur að þetta sé samsett mynd og smæðin eigi að hjálpa til með að fela það.
Það er auðvitað allt leyfilegt á flickr en ég hefði sett í útskýringartextan að þetta væri samsett mynd.
Áhugverðasta myndin eru því heyrúllurnar þrátt fyrir að vera undirlýst. Rjúpan kemur næst en spóinn og appelsínan síðast.
Gangi þér vel með myndasafnið.
------
Án þess að fara út fyrir málefnið væri gaman að heyra hvað notendur eru að fá helst út úr flickr og hvað vantar upp á. _________________ Myndasafnið |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
|