Sjá spjallþráð - Adobe eingöngu í skýunum í júní. :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Adobe eingöngu í skýunum í júní.
Fara á blaðsíðu Fyrra  1, 2, 3, 4, 5, 6  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Tölvur og skjáir
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
ÞS


Skráður þann: 28 Okt 2008
Innlegg: 1093
Staðsetning: Reykjavík
Nikon D7000
InnleggInnlegg: 08 Maí 2013 - 0:43:07    Efni innleggs: Svara með tilvísun

einhar skrifaði:
Nocturne skrifaði:
20USD á mánuði er nú kannski ekki svo blóðugt þegar þetta er eitthvað sem maður notar daglega... Smile


Kannski ekki svo mikið að borga um 35.000 kr. á ári fyrir þetta, en svo er það spurningin með hin forritin sem fólk notar. Ef við margföldum með 10 þá erum við að tala um 350.000 kr. á ári með vsk.

Hérna er verið að tala um $50 á mánuði eða um 85.000 kr á ári með vsk. Þarna er miðað við árssamning, verðið er $75 á mánuði með uppsagnarákvæði hvenær sem er.

$50 fyrir ÖLL forritin. Ekki $50 x fjöldi forrita.
_________________
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
ÞS


Skráður þann: 28 Okt 2008
Innlegg: 1093
Staðsetning: Reykjavík
Nikon D7000
InnleggInnlegg: 08 Maí 2013 - 0:45:30    Efni innleggs: Svara með tilvísun

magnusbj skrifaði:
Mér sýnist að LR sé ekki með í þessu, ennþá amk. En þetta er slæm þróun held ég.

LR er ekki með í þessu. Eða m.ö.o. Adobe ætla að selja það áfram sér, bæði sem download og í kassa með geisladisk. LR5 verður selt þannig. En svo veit maður ekki með LR6.
_________________
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
einhar


Skráður þann: 17 Ágú 2005
Innlegg: 5372
Staðsetning: Á milli Selkóps
Cnn
InnleggInnlegg: 08 Maí 2013 - 7:01:08    Efni innleggs: Svara með tilvísun

ÞS skrifaði:
einhar skrifaði:
Nocturne skrifaði:
20USD á mánuði er nú kannski ekki svo blóðugt þegar þetta er eitthvað sem maður notar daglega... Smile


Kannski ekki svo mikið að borga um 35.000 kr. á ári fyrir þetta, en svo er það spurningin með hin forritin sem fólk notar. Ef við margföldum með 10 þá erum við að tala um 350.000 kr. á ári með vsk.

Hérna er verið að tala um $50 á mánuði eða um 85.000 kr á ári með vsk. Þarna er miðað við árssamning, verðið er $75 á mánuði með uppsagnarákvæði hvenær sem er.

$50 fyrir ÖLL forritin. Ekki $50 x fjöldi forrita.


Þegar ég tala um að margfalda með 10, þá er ég að hugsa um ef aðrir framleiðendur myndu feta í fótspor Adobe.
_________________
Dagskot Rodors

Siððan wæs rodor áræred and ryne tungla, folde gefæstnad - Síðan var himinn settur upp svo og gangur tungls, jörð var sett föst
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Hauxon


Skráður þann: 07 Des 2005
Innlegg: 6372
Staðsetning: Skipaskagi
Fujifilm X-T1
InnleggInnlegg: 08 Maí 2013 - 13:27:22    Efni innleggs: Svara með tilvísun

oskar skrifaði:
Er það ekki rétt hjá mér að Photoshop kosti hjá hugbúnaðarsetrinu hátt í 200.þ krónur á meðan að leyfið af photoshop stöku kosti 20$ á mánuði...

Ef þetta er rétt, þá tekur það sjö ár að borga sig að taka hard copy leyfi frekar en áskrift. Af hverju er þetta slæmt fyrir áhugamanninn ?


Æji, svo þetta komi ekki illa út, þá er ég alls ekkert að reyna að verja þetta eða eitthvað þannig, en ég sé bara sparnað miðað við þær tölur sem ég er að horfa á, þannig ég er bara forvitinn Wink


Full útgáfa af CS6 kostar $589 hjá BHPhoto þ.a. þetta eru 30 mánuðir m.v. $20 á mán. Svo benti Andri réttilega á að uppfærslan er hefur venjulega verið um $200 þ.a. þá er þetta ekki nema 10 mánuðir.
_________________
Hrannar Örn Hauksson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Einar Erlendsson


Skráður þann: 27 Mar 2008
Innlegg: 159
Staðsetning: Hafnarfjörður
5D mark III
InnleggInnlegg: 08 Maí 2013 - 22:35:28    Efni innleggs: Enga panik Svara með tilvísun

Það er alveg ástæðulaust að vera með panik út af Creative Cloud.

Í fyrsta lagi verður hægt að kaupa áfram bæði Photoshop of Lightroom forritin og þau verða endurbætt, bara ekki eins ört og í Creative Cloud.

Svo líður örugglega ekki á löngu þar til við getum boðið á Íslandi, Creative Cloud fyrir ljósmyndara á ódýrara verði en Creative Cloud fyrir teymi er á.

Það kostar að fylgja tækninni. Nú þegar er til dæmis langt komið þróun á App fyrir spjaldtölvur sem mun gera ljósmyndurum kleift að skoða og vinna Raw skrár á spjaldtölvunni, vista þær á skýi og opna sömu skrár svo aftur í tölvu og hafa þá sama Raw skjalið með allri history sem var unnin á spjaldtölvunni.
Þetta verður mjög líklega hluti af Creative Cloud fyrir ljósmyndara áður en við vitum af.

En auðvitað vilja margir fá allt fyrir ekkert eða sem minnst. Fæstir vilja þurfa að versla uppfærslur fyrir tugþúsundir á 18 mánaða fresti.

Þeir sömu sem geta janvel frekar hugsað sér að borga 3000 kr á mánuði fyrir Photographers ský og vera alltaf með nýjustu útgáfur af Photoshop, Lightroom og spjaldtölvu app í framtíðinni.

Eins og ég sagði í byrjun. Ekki fara í panik.

kv.

www.hugbunadarsetrid.is
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst
@


Skráður þann: 05 Ágú 2010
Innlegg: 11

....
InnleggInnlegg: 09 Maí 2013 - 14:49:40    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Eru komin verð á einstaklingsáskriftina fyrir Creative Cloud á Íslandi?

Mbk.
_________________
bestu kveðjur
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Halldór Ingi


Skráður þann: 15 Mar 2009
Innlegg: 705

Nikon D750
InnleggInnlegg: 09 Maí 2013 - 16:38:52    Efni innleggs: Re: Enga panik Svara með tilvísun

Einar Erlendsson skrifaði:
Það er alveg ástæðulaust að vera með panik út af Creative Cloud.


Ekki fara í panik???
Er þetta þitt eina svar? þú ættir kannski aðeins að flakka aðeins um alnetið og sjá að menn eru ekki í panik, frekar svona misreiðir.

Vissulega væri þægilegra fyrir budduna að borga x tölu á mánuði en þetta er hinsvegar orðin frekar þreitt og leiðinleg aðferð til að fela verðhækkanir og nei það er ekki hægt að afsaka þessa hækkun með nýrri tækni.

Einar Erlendsson skrifaði:

En auðvitað vilja margir fá allt fyrir ekkert eða sem minnst. Fæstir vilja þurfa að versla uppfærslur fyrir tugþúsundir á 18 mánaða fresti.Rökvillan í þessu er að menn"þurfa" ekki að elta hverja uppfærslu og fæstir gera það, sem er kannski málið, hugbúnaðurinn er orðinn svo góður að hvatinn til að uppfæra er orðinn talsvert minni.

Ég er hinsvegar ekki neinu paniki, ég er nógu gamall til að muna hvernig fór fyrir Quark XPress þótt Adobe menn muni það greinilega ekki Wink
_________________
flickr
Galleríið á Facebook
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Einar Erlendsson


Skráður þann: 27 Mar 2008
Innlegg: 159
Staðsetning: Hafnarfjörður
5D mark III
InnleggInnlegg: 09 Maí 2013 - 17:13:19    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Það er alveg rétt. Ef Adobe mætir ekki markaðinum, þá leitar hann annað. Þess vegna hef ég trú að því að það verði boðið upp á lausnir sem henta fleirum í framtíðinni.
Ég er beta tester fyrir alveg frábært forrit fyrir raw image processing frá einstaklingi sem ég þekki. Þetta eru ekki geymvísindi ef menn kunna fag sitt.
Þetta hefur mikið frekar snúist um að tölvur væru nægilega öflugar til að meðhöndla algóriþma til að vinna stórar myndaskrár.

Það er hins vegar alveg ljóst að mjög mikill stuldur á hugbúnaði hefur í för með sér viðbrögð hjá framleiðendum og þá oftast í andstöðu við það sem þeir sem eru heiðarlegir óska eftir.
Hversu víða í samfélaginu sjáum við dæmi um þetta? Mjög mörg hugbúnaðarfyrirtæki eru að færa sig á þessa braut.

Því miður geta endursöluaðilar á Adobe hugbúnaði ekki boðið upp á nema Creative Cloud fyrir teymi til að byrja með. En ég hef fulla trú á því að þetta breytist.
Ég þekki Tom Hogarty hjá Adobe sem hefur verið ábyrgur fyrir mestu á þróun Adobe Camera Raw, mjög miklu í Lightroom og Photoshop sem lýtur að lausnum fyrir ljósmyndara.
Ég er viss um að hann mun berjast með kjafti og klóm að mæta þörfum áhugaljósmyndar og þeirra sem ekki þurfa nýjustu og stærstu lausnir.
Hann kallar eftir viðbrögðum markaðarins og ég vona að honum takist að sannfæra Adobe fyrirtækið að mæta þeim.

Þetta mun þó örugglega aldrei koma í vef fyrir að sumir sem vilja fá allt fyrir ekkert munu skemma fyrir öðrum. Það hefur fylgt mannkyninu frá örófialdna.

En ég þarf ekki að verja Adobe. Ég hef unnið að því að gera aðgengi að Adobe hugbúnaði meira í samræmi við það sem þekkist í nágranna löndum okkar nú á þriðja ár.
Það er að skila sér í betra aðgengi og betri verðum að ég held en Íslendingar hafa áður séð.

Ég mun halda áfram á þeirri braut og um leið stuðla að webinars og seminars fyrir íslenska notendur Adobe hugbúnaðarlausna.

Kær kveðja,

- Einar

www.hugbunadarsetrid.is
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 10 Maí 2013 - 8:29:04    Efni innleggs: Re: Enga panik Svara með tilvísun

Halldór Ingi skrifaði:
Einar Erlendsson skrifaði:
Það er alveg ástæðulaust að vera með panik út af Creative Cloud.


Ekki fara í panik???
Er þetta þitt eina svar? þú ættir kannski aðeins að flakka aðeins um alnetið og sjá að menn eru ekki í panik, frekar svona misreiðir.

Vissulega væri þægilegra fyrir budduna að borga x tölu á mánuði en þetta er hinsvegar orðin frekar þreitt og leiðinleg aðferð til að fela verðhækkanir og nei það er ekki hægt að afsaka þessa hækkun með nýrri tækni.

Einar Erlendsson skrifaði:

En auðvitað vilja margir fá allt fyrir ekkert eða sem minnst. Fæstir vilja þurfa að versla uppfærslur fyrir tugþúsundir á 18 mánaða fresti.Rökvillan í þessu er að menn"þurfa" ekki að elta hverja uppfærslu og fæstir gera það, sem er kannski málið, hugbúnaðurinn er orðinn svo góður að hvatinn til að uppfæra er orðinn talsvert minni.

Ég er hinsvegar ekki neinu paniki, ég er nógu gamall til að muna hvernig fór fyrir Quark XPress þótt Adobe menn muni það greinilega ekki Wink


Hárrétt hjá Halldóri að fæstir versli sér uppfærslur á 18 mánaða fresti, yfirgnæfandi meiri hluti einstaklinga stelur þeim bara...

Nú er ég ekkert að þykjast vera betri en aðrir í þessum efnum, en þetta er samt sem áður staðreynd.


Er ekki eðlilegt að reyna að koma fram með
a) Leiðir til að hindra það
b) Leiðir sem henta þessu fólki betur ef það hefur áhuga á að borgaEftir að lesa rök og ábendingar, þá finnst mér þetta skýdæmi æðislegt, það mætti bara vera ögn ódýrara.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
orkki


Skráður þann: 25 Mar 2008
Innlegg: 2404
Staðsetning: Reykjavík
*Besta vél í heimi*
InnleggInnlegg: 10 Maí 2013 - 8:31:34    Efni innleggs: Re: Adobe eingöngu í skýunum í júní. Svara með tilvísun

Halldór Ingi skrifaði:
Adobe ætla að færa allt í ský og rukka alla um mánaðargjald, fínt fyrir atvinnumanninn en væntanleg hraustleg hækkun fyrir meðaljónin Rolling Eyes

http://techcrunch.com/2013/05/06/adobe-goes-all-in-with-subscription-based-creative-cloud-will-stop-selling-regular-cs-licenses-shrink-wrapped-boxes/


Búið að vera í fréttunum á dpreview.com dálítið lengi en hins vegar hver fer á techcrunch eftir áreiðanlegum upplýsingum? Laughing
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Arndisb


Skráður þann: 23 Okt 2012
Innlegg: 151

Nikon D3100
InnleggInnlegg: 10 Maí 2013 - 12:57:11    Efni innleggs: Re: Enga panik Svara með tilvísun

[/quote]
Ég er hinsvegar ekki neinu paniki, ég er nógu gamall til að muna hvernig fór fyrir Quark XPress þótt Adobe menn muni það greinilega ekki Wink[/quote]

Ok, aðeins út fyrir umræðuna, en Halldór þú mátt alveg upplýsa mig hvernig fór fyrir Quark. Á sínum tíma (þegar ég var að vinna við umbrot) þá var Adobe að koma með InDesign og Illustrator á markaðinn, sem fór í samkeppni við Quark. Ég er forvitin að vita hvernig það fór Confused
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Kari Fannar


Skráður þann: 27 Nóv 2004
Innlegg: 260
Staðsetning: Akureyri
Nikon D90
InnleggInnlegg: 10 Maí 2013 - 14:51:03    Efni innleggs: Cloud Svara með tilvísun

Mér finnst þetta concept bara ágætlega fair í U.S.A geta fengið þetta á bilinu 30-50 $ á mánuði en hinsvegar held ég að við getum alveg gleymt að fá að kaupa þetta á þessum prís hérna, með cloud tækninni þá verðum við væntanlega endanlega nelgd niður í markaðssvæði og dreifingu á Íslandi. Enda finnst mér kynningarverðið hjá Advania ekki beint spes http://www.advania.is/vefverslun/vara/Creative-Cloud-for-Teams-12x-manudir/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Halldór Ingi


Skráður þann: 15 Mar 2009
Innlegg: 705

Nikon D750
InnleggInnlegg: 10 Maí 2013 - 18:28:57    Efni innleggs: Re: Enga panik Svara með tilvísun

Arndisb skrifaði:Ok, aðeins út fyrir umræðuna, en Halldór þú mátt alveg upplýsa mig hvernig fór fyrir Quark. Á sínum tíma (þegar ég var að vinna við umbrot) þá var Adobe að koma með InDesign og Illustrator á markaðinn, sem fór í samkeppni við Quark. Ég er forvitin að vita hvernig það fór Confused


Quark voru nánast einvaldar á markaðnum, eina samkeppnin í mýflugumynd var Adobe Pagemaker. En svo duttu þeir í það að festa notendurnar í áskriftakerfi þar sem hver uppfærsla kostaði meira og meira. Margir hundsuðu það kerfi og notuðu 3.2 (minnir mig) útgáfuna lengi vel meðan aðrir bölvuðu í hljóði og tæmdu veskið.
En svo þegar InDesign kom þá stukku menn einfaldlega á það og sendu Quark puttann.
Quark er ennþá til en þeir hafa aldrei náð sömu hæðum eftir þessar æfingar.
_________________
flickr
Galleríið á Facebook
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
totifoto


Skráður þann: 11 Des 2004
Innlegg: 6860


InnleggInnlegg: 10 Maí 2013 - 23:57:46    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Falcon1


Skráður þann: 10 Júl 2007
Innlegg: 1188

Nikon D800
InnleggInnlegg: 11 Maí 2013 - 11:51:08    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Virðist sem þetta eigi að vera fáránlega dýrt hérna á Íslandi! Eins og alltaf þá er okrað á okkur íslendingum.
_________________
Kveðja,
Falcon1

http://www.flickr.com/photos/stefanhk/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Tölvur og skjáir Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu Fyrra  1, 2, 3, 4, 5, 6  Næsta
Blaðsíða 2 af 6

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group