Sjá spjallþráð - Myndastuldur dauðans :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Myndastuldur dauðans

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Önnur mál
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
steinib


Skráður þann: 13 Jan 2008
Innlegg: 238
Staðsetning: Reykjavík
Pentax K20D
InnleggInnlegg: 22 Feb 2013 - 15:33:14    Efni innleggs: Myndastuldur dauðans Svara með tilvísun

Hæ öll

Veit ekki hvort þið munið eftir þessari mynd sem ég setti hér inn 13. júlí 2008.

[img]http://www.flickr.com/photos/bustna_byflugan/2665868314/in/photostream[/img]

Hvað um það ég eignaðist Æpadd fyrir rúmu ári og til að hafa eitthvað að gera í dauðum tímum hlóð ég niður leik, Gardens of Time, frá fyrirtæki sem heitir Playdom og er í eigu Disney Inc.
Þegar ég var búinn að spila þennan leik og kominn í 10. borð missti ég andlitið. Þar var helvísk ísrollan kominn sem hluti af leiknum og meira að segja kölluð sama nafni og á Flickrinu mínu eða Polar Sheep? Það þarf náttúrlega ekki að taka það fram að Disney og/eða Playdom höfðu ekki samband við mig varðandi notkun sem hefði verið auðvelt fyrir þá þar sem netfangið mitt kemur fram á Flickrinu.

[img]http://www.flickr.com/photos/93523230@N08/8497059831/in/photostream[/img]

Þeir hafa sjálfsagt haldið að þeir kæmust upp með svona „blatant“ þjófnað á hugverki. Enda kannski litlar líkur á að höfundur myndarinnar færi að spila einhvern leik sem mér virðist að sé fremur stílaður inn á kvenfólk.
Ég hafði samband við lögmann sem var mjög áhugasamur að taka málið að sér en hringdi svo daginn eftir og sagðist því miður ekki geta tekið málið að sér þar sem stofan væri á „retainer“ hjá Disney til að líta eftir þeirra hagsmunum.

Svo ég fékk annan lögmann sem gekk í málið. Playdom sendi einhvern 8 og hálfs blaðsíðna samning þar sem ég átti að afsala mér öllum rétti á myndinni til þeirra, eins og það er orðað í samningnum „forever in the universe in all media including media not yet invented.

Ég sendi þeim editeraðan samning til baka með mínum kröfum og þeir sendu samnig sem var kominn niður í fjórar síður. Þannig stendur málið í dag.
Það fyndna er að þeir eru tilbúnir að greiða mér 1.300 dollara til að „settle the case amicably“ (WHEREAS, it is the desire of the parties to this Release to settle fully, finally and amicably all differences between them, and to eliminate any possibility of future disputes with regard to the Photograph and the Game;) en taka jafnframt fram að þeir viðurkenni enga sök. WHEREAS, Playdom denies Björnsson’s claims and contentions;

Svo toppar þessi setning dæmið: Björnsson expressly waives any and all rights under Section l542 of the Civil Code of the State of California, and any like provision or principle of common law in any jurisdiction.

Svo á ég að halda kjafti og ekki ræða þetta við nokkurn mann. Þá ætla þeir að senda lögfræðinga á mig. Aukinheldur sem ég á að láta frá mér allan rétt til að sækja þá til saka ef þeir brjóta samkomulagið.

Þar á ofan á ég að skila inn W9 og 590 eyðublaði vegna skatta í Amríku. Annars borga þeir ekkert. Það þarf náttúrlega ekki að taka það fram að þessi eyðublöð eru svo flókin að fólk virðist þurfa háskólapróf í „legalese“ til að fylla þau út.

O.k. Ég fer bara í Amríska sendiráðið og bið um leiðbeiningar um hvernig á að fylla þetta út. Svo ég á Laufásveginn. Nei kallinn minn, ferð ekkert inn í sendiráðið sögðu tveir fílefldir öryggisverðir. Annar þeirra hirti af mér pappírana og skilríki og fór inn. Kom aftur út og tilkynnti mér að ég þyrfti að fara á skrifstofu í London (opið á þriðjudögum og fimmtudögum milli 9-16)

Heimsveldið USA í öllu sínu veldi. Það er alveg óskiljanlegt hvað kaninn leggur stóra lykkju á leið sína til að fá fólk upp á móti sér. Ekki furða að Al Kaída eflist.
_________________
Difficult things can take a long time, the impossible
takes a little longer.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
ArnarBergur


Skráður þann: 08 Feb 2009
Innlegg: 7515
Staðsetning: Reykjavík
The Sexy thing - 6D
InnleggInnlegg: 22 Feb 2013 - 16:03:56    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Já, og ertu bara sáttur við 1300$? Smile
þeir vita upp á sig sökina fyrst þeir vilja greiða þér eitthvað, en þú verður að afsala þér öllum rétti...

þetta eru bara ekta ameríkar...

Annars er þetta myndin
Polar Sheep.jpg

nægir ekki að taka urlið uppi Smile
_________________
Myndasmiður
www.facebook.com/abmyndir
www.flickr.com/arnarbg
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
steinib


Skráður þann: 13 Jan 2008
Innlegg: 238
Staðsetning: Reykjavík
Pentax K20D
InnleggInnlegg: 22 Feb 2013 - 16:21:38    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hvað geri ég til að myndin sjáist? Ýti á Flickr takkann eða...?

Og nei, ég er ekki sáttur með $1.300. Ég vil fá „punitive damages“. Hefði verið sáttur með $ 1.300 ef þeir hefðu spurt um leyfi. Jafnvel minna.

En þeir stálu myndinni og það er ég ósáttur við. Verulega pissed.
_________________
Difficult things can take a long time, the impossible
takes a little longer.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
torfi01


Skráður þann: 16 Ágú 2010
Innlegg: 938
Staðsetning: Reykjavík
*Besta vél í heimi*
InnleggInnlegg: 22 Feb 2013 - 16:30:04    Efni innleggs: Svara með tilvísun

ArnarBergur skrifaði:
Já, og ertu bara sáttur við 1300$? Smile
þeir vita upp á sig sökina fyrst þeir vilja greiða þér eitthvað, en þú verður að afsala þér öllum rétti...
)


ég er kannski að miskilja, eru þeir eitthvað að fara að greiða yfir höfuð? Æi þetta blessaða bjúrókratí. svona hlutir gera mig hreinlega reiðann.
_________________
Flicker dótið mitt
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
ArnarBergur


Skráður þann: 08 Feb 2009
Innlegg: 7515
Staðsetning: Reykjavík
The Sexy thing - 6D
InnleggInnlegg: 23 Feb 2013 - 0:02:20    Efni innleggs: Svara með tilvísun

steinib skrifaði:
Hvað geri ég til að myndin sjáist? Ýti á Flickr takkann eða...?

Og nei, ég er ekki sáttur með $1.300. Ég vil fá „punitive damages“. Hefði verið sáttur með $ 1.300 ef þeir hefðu spurt um leyfi. Jafnvel minna.

En þeir stálu myndinni og það er ég ósáttur við. Verulega pissed.


Ferð í SHARE og finnur þar Grab the HTML/BBCode
og hefur punktað í HTML

velur þá stærð sem þú vilt sýna og afritar svo textan Smile

ég myndi bara fara með þetta lengra.
_________________
Myndasmiður
www.facebook.com/abmyndir
www.flickr.com/arnarbg
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
orkki


Skráður þann: 25 Mar 2008
Innlegg: 2404
Staðsetning: Reykjavík
*Besta vél í heimi*
InnleggInnlegg: 02 Maí 2013 - 15:17:39    Efni innleggs: Svara með tilvísun

fara alla leid med logsokn gegn theim og vera hardur og ekki gefa 1 cm eftir!
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
orkki


Skráður þann: 25 Mar 2008
Innlegg: 2404
Staðsetning: Reykjavík
*Besta vél í heimi*
InnleggInnlegg: 02 Maí 2013 - 15:33:06    Efni innleggs: Svara með tilvísun

og fyi tha er hotun um logfraedinga hraedslu taktik 101 hja ollum storum fyrirtaekjum i usa. their fylgja thvi nanast aldrei eftir thar sem their vita ad their myndu ekki vinna.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
robbinn


Skráður þann: 20 Mar 2005
Innlegg: 2043
Staðsetning: Gautaborg
Canon EOS 7D
InnleggInnlegg: 03 Maí 2013 - 8:08:04    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Úff, þú ert þokkalega "outnumbered" einn Íslendingur á móti Disney veldinu með stjórnvöld sem dyraverði og lögfræðingaher.

Ég sé þig ekki vinna þetta án þess að leggja út í töluverðan kostnað og vinnu. Þetta vita þeir og eru þessvegna óhræddir við stuldinn.

En þetta er prinsipp mál, gangi þér vel.
_________________
http://www.robbinn.com
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
daniel


Skráður þann: 12 Des 2004
Innlegg: 2406
Staðsetning: Hér
Canon EOS 5d M3
InnleggInnlegg: 03 Maí 2013 - 13:57:39    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Athugaðu hvort Myndstef (www.myndstef.is) og þeirra lögfræðingar geti ekki aðstoðað þig í þessu.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
daniel


Skráður þann: 12 Des 2004
Innlegg: 2406
Staðsetning: Hér
Canon EOS 5d M3
InnleggInnlegg: 03 Maí 2013 - 14:00:12    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Önnur leið væri að reyna að koma þessu í birtingu, fyrst mögulega í miðlum hér heima og svo í framhaldinu úti. Eitthvað sem mögulega vekur nægjanlega óþægilega athygli til að þeir vilji losna við það með greiðslu.

Reddit.com er oft fínn vettvangur fyrir slíkt.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Önnur mál Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group