Sjá spjallþráð - Skotleyfi veitt á ljósmyndara :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Skotleyfi veitt á ljósmyndara
Fara á blaðsíðu 1, 2, 3, 4  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hið Opinbera
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Falcon1


Skráður þann: 10 Júl 2007
Innlegg: 1188

Nikon D800
InnleggInnlegg: 18 Des 2012 - 13:30:43    Efni innleggs: Skotleyfi veitt á ljósmyndara Svara með tilvísun

Sjá furðulegan dóm http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/12/18/ekki_sannad_ad_ljosmynd_vaeri_listaverk/

Skv. þessu virðist vera í lagi fyrir fjölmiðla og aðra að stela ljósmyndum og nýta í eigin þágu.
_________________
Kveðja,
Falcon1

http://www.flickr.com/photos/stefanhk/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
ellertj


Skráður þann: 16 Des 2009
Innlegg: 1294

Fuji X-T1
InnleggInnlegg: 18 Des 2012 - 14:13:37    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Mér finnst þetta mjög undarlegt.

Get ég sem sagt gengið út frá því að öllum sé heimilt að nota mínar myndir, vegna þess að þær eru ekkert mega flottar og því ekki listaverk?

Hvað með lélega geisladiska, slöpp málverk og hundfúlar bækur?

Mjög undarlegt allt saman.
_________________
*Einn með öllu*

http://www.flickr.com/photos/ellertj/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
keg


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 2089
Staðsetning: Suðvesturhornið
Fujifilm X-T1/Canon EOS M3
InnleggInnlegg: 18 Des 2012 - 14:43:52    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Já, svona nokkurn veginn og ekki bara þínar, allar myndir, meina n.v. hver sem er getur tekið mynd af brosandi ínúíta, t.d.

ellertj skrifaði:
Mér finnst þetta mjög undarlegt.

Get ég sem sagt gengið út frá því að öllum sé heimilt að nota mínar myndir, vegna þess að þær eru ekkert mega flottar og því ekki listaverk?

Hvað með lélega geisladiska, slöpp málverk og hundfúlar bækur?

Mjög undarlegt allt saman.

_________________
Kveðja,
Kristján Emil Guðmundsson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Gnarr


Skráður þann: 19 Júl 2005
Innlegg: 1254
Staðsetning: Reykjavík
Canon EOS 5D Mark II
InnleggInnlegg: 18 Des 2012 - 15:03:32    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Á þetta þá ekki líka við um allar bíómyndir og sjónvarpsþáttaraðir sem eru ekki "ground breaking" ?
_________________
Ég! - gnarr.org
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
keg


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 2089
Staðsetning: Suðvesturhornið
Fujifilm X-T1/Canon EOS M3
InnleggInnlegg: 18 Des 2012 - 15:06:10    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Jú, og tónlist og bækur, trúlega um flest málverk líka.

Gnarr skrifaði:
Á þetta þá ekki líka við um allar bíómyndir og sjónvarpsþáttaraðir sem eru ekki "ground breaking" ?

_________________
Kveðja,
Kristján Emil Guðmundsson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
JóhannDK


Skráður þann: 06 Jún 2006
Innlegg: 3607
Staðsetning: Norður-Sjáland
Canon 5D
InnleggInnlegg: 18 Des 2012 - 15:15:05    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég held að þetta hafi snúist um ca. svona atburðarás:

Kjartan: Hey dómari, þessir þarna stálu myndinni minni! Ég vil að hún sé varin með þriðju og fjórðu grein.

Dómari: Ok, ég hef ekkert vit á list, svo þú verður að finna einhvern sérfræðing sem er tilbúinn að segja að þetta sé listaverk. Annars verður myndin bara varin með 49. grein.

Kjartan: Nenni því ekki.

Dómari: Ok, skítt fyrir þig.
_________________
flickr <-- Smelltu hér til að skoða myndirnar mínar. Nei í alvöru... smelltu.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Gæsavængur


Skráður þann: 09 Sep 2012
Innlegg: 170

-Canon 5D classic
InnleggInnlegg: 18 Des 2012 - 15:17:54    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ekki það að mér finnist þetta ekki stór furðulegt líka.. En ég held að þið séuð að misskilja.. Ef ég skil þetta rétt liggur hundurinn grafinn hérna..


"Segir í niðurstöðu dómsins að ljósmyndarinn hafi hvorki aflað matsgerðar dómkvaddra matsmanna eða með öðrum hætti leitast við að sanna að umrædd ljósmynd teljist listaverk í skilningi laganna. Á honum hvíli að afla þeirra sönnunargagna sem hann vill styðja málsástæður sínar og málatilbúnað að öðru leyti við."

En ekki veit ég hver á að skilgreina hluti sem listaverk ef ekki listamaðurinn sjálfur... svo þetta er vægast sagt undarlegt..

Ljósmyndarinn hefur ekki staðið nógu vel ad málsflutningi sínum.. hann hefði þurft að kalla til utanaðkomandi aðila til að staðfesta að myndin sín væri listaverk.. sem er út í hött! Því fyrir dómnum var sannað að hann ætti myndina.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Gæsavængur


Skráður þann: 09 Sep 2012
Innlegg: 170

-Canon 5D classic
InnleggInnlegg: 18 Des 2012 - 15:19:12    Efni innleggs: Svara með tilvísun

NáKvæmlega svona Jóhann! Rolling Eyes
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
kgs


Skráður þann: 04 Júl 2005
Innlegg: 7072
Staðsetning: Reykjavík
Sigma DP1
InnleggInnlegg: 18 Des 2012 - 15:38:24    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Það kemur fram í dóminum að krafa stefnanda sé byggð á því að um listaverk hafi verið að ræða. Það voru engar sönnur færðar fyrir því en á það bent að stefnandi hefði frekar átt að byggja kröfur sínar á 49. gr. sömu laga um ljósmyndir. Í stuttu máli þá er stefnandi (ljósmyndari og lögfræðingur) flengdur fyrir þekkingarleysi á lögunum.
_________________
Kveðja,
Kalli stillti Gott
Copy - 20Gb+ frí (Betra en Dropbox). Smile


Síðast breytt af kgs þann 18 Des 2012 - 15:40:37, breytt 1 sinni samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 18 Des 2012 - 15:38:52    Efni innleggs: Svara með tilvísun

skiptu skilmálarnir í keppninni einhverju máli á endanum?
_________________
- Spurðir þú þig spurninga í morgun? |
- Les photos des Völundes
- stuck in photos
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
jongud


Skráður þann: 20 Jan 2007
Innlegg: 687

Nikon D300
InnleggInnlegg: 18 Des 2012 - 15:41:03    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Gæsavængur skrifaði:
NáKvæmlega svona Jóhann! Rolling Eyes


Beint í Hæstarétt með þetta...
_________________
Bakið ykkur ekki reiði guðanna
http://www.flickr.com/photos/rustarotta
http://picasaweb.google.com/jong204
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Falcon1


Skráður þann: 10 Júl 2007
Innlegg: 1188

Nikon D800
InnleggInnlegg: 18 Des 2012 - 15:51:10    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Allir stefndu málsaðilar vísa á hvorn annan og mér sýnist að dómarinn hafi bara ekki nennt að skera úr um hver bæri ábyrgð á hverju.

Ljósmynd er eign höfundar og má ekki nýta nema með leyfi hans skv. höfundarréttarlögum. Ljósmyndari á ekki að þurfa að sanna með því að kaupa þjónustu einhverja sérfræðinga að ljósmyndin sé "listaverk". Ef viðkomandi getur sýnt fram á það að hann hafi tekið myndina (sem í þessu máli er óvéfengt!) þá á það að duga!

Ljósmyndarinn verður að áfrýja þessum fávitaúrskurði til hæstaréttar sem vonandi rasskellir héraðsdóm!
_________________
Kveðja,
Falcon1

http://www.flickr.com/photos/stefanhk/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
 sje
Stjórn


Skráður þann: 04 Sep 2004
Innlegg: 14460

Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 18 Des 2012 - 15:54:49    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Finnst þetta vera vanhæfur dómari
_________________
Sigurður Jónas Eggertsson
Ljósmyndar af áhuga
sje@ljosmyndakeppni.is
gsm: 663-4321
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
keg


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 2089
Staðsetning: Suðvesturhornið
Fujifilm X-T1/Canon EOS M3
InnleggInnlegg: 18 Des 2012 - 16:00:54    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Algerlega, en vanhæfur lögfræðingur líka að benda kúnnanum ekki á 49. greinina.

sje skrifaði:
Finnst þetta vera vanhæfur dómari

_________________
Kveðja,
Kristján Emil Guðmundsson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Flugufrelsarinn


Skráður þann: 04 Jan 2010
Innlegg: 453

....
InnleggInnlegg: 18 Des 2012 - 16:04:50    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Löffinn að klúðra:

49. gr. Eftirgerð ljósmynda, sem ekki njóta verndar laga þessara sem listaverk, sbr. 2. mgr. 1. gr., er óheimil án samþykkis ljósmyndara eða þess aðilja, sem rétt hans hefur hlotið. [Enn fremur er óheimilt að birta slíkar ljósmyndir án samþykkis rétthafa.]1) Nú er slík mynd birt opinberlega í atvinnuskyni eða ávinnings, og á ljósmyndari eða síðari rétthafi þá kröfu til þóknunar. Vernd ljósmyndar samkvæmt þessari grein skal haldast, uns liðin eru [50 ár]1) frá næstu áramótum eftir gerð hennar.
Ákvæði II. kafla laga þessara taka til ljósmynda þeirra, sem í 1. mgr. getur, eftir því sem við á.
_________________
Operation XZ
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hið Opinbera Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu 1, 2, 3, 4  Næsta
Blaðsíða 1 af 4

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group