Sjá spjallþráð - Filman.. :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Filman..

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Filma
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Potlus


Skráður þann: 29 Des 2011
Innlegg: 223
Staðsetning: Hella
- 5D
InnleggInnlegg: 13 Nóv 2012 - 22:13:36    Efni innleggs: Filman.. Svara með tilvísun

Jæja , þá er maður kominn að þeim stað í ljósmyndun að manni langar að fara að taka myndir á filmu. Er að hugsa um hvernig þetta gengur fyrir sig. Hef til afnota Canon AE-1 Program, linsur og það sem hana varðar. Hvaða filmur er verið að nota fyrir byrjerndur og , er hægt að nota filmuskanna beint á þær? Eitthver sérstök ráð áður en maður fer að fikta sig áfram ?
BKv . Potlus,P
_________________
HvaeraðFrétta ?!
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Meso


Skráður þann: 28 Feb 2007
Innlegg: 593

Leica M6
InnleggInnlegg: 13 Nóv 2012 - 22:57:20    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ætlarðu að framkalla filmurnar sjálfur eða láta framkalla fyrir þig?

Viltu s/h eða lit?
_________________
Andri
Flickr
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
skunkur


Skráður þann: 13 Sep 2009
Innlegg: 151

Súkkulaði kaka með rjóma
InnleggInnlegg: 13 Nóv 2012 - 23:10:46    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Fínt að byrja á 400 asa filmum það þarf að framkalla þær fyrst áður enn þú skannar þær
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst MSN-skilaboð
Guðmundur Falk


Skráður þann: 30 Des 2007
Innlegg: 2005
Staðsetning: Keflavík
Canon 7d Mark II
InnleggInnlegg: 14 Nóv 2012 - 0:03:45    Efni innleggs: Svara með tilvísun

he he nei rífur hana bara beint úr hylkinu skellir henni í slaufu og sest á lokið á skannanum meðan hann rennir yfir þær Smile

nei án gríns ég er að taka á 200 asa og gengur fínt jafnt inni sem úti
_________________
Djö ég trúi þessu ekki það er Háleggur þarna

Canon 7d Mark II
Canon 5d Mark II
Canon 300mm f2,8 is L
Canon 70-200 f4.0 IS L
Canon 2.0X Mark III
Canon 1.4X Mark III
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Flugnörd
Umræðuráð


Skráður þann: 22 Jún 2006
Innlegg: 3332
Staðsetning: BIRK
Canon EOS 5D Mark II
InnleggInnlegg: 14 Nóv 2012 - 0:17:53    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Svart hvítt ferli frá framköllun yfir á pappír.
Vökvarnir:
Framkallarinn kemur fyrstur, en hægt er að blanda hann á ýmsa vegu. Algengt í filmur er að nota hann 1 á móti 1. Sem þýðir helmingur af framkallara og helmingur af vatni. Hægt er að nota framkallarann í nokkrar filmur og fer það eftir tegund framkallaranns hversu margar filmur hann þolir. Þegar að hann á að vera notaður í margar filmur er best að nota hann “stock” eða 1 á móti 0. Þá er framkallaranum ekki blandað í vatn. Bæði er hægt að kaupa duft framkallara sem að þú blandar sjálf/ur eða að kaupa hann tilbúinn í vökvaformi. Pappírsframkallari virkar á svipaðann hátt og filmuframkallari, en ef að þú framkallar filmu upp úr pappírsframkallara færðu mjög grófa mynd. Fyrir pappírinn er framkallarinn blandaður 1 á móti 9. Hann er aldrei notaður “stock”.
Á eftir framkallaranum kemur Stopp! Stoppar það framkallarann. Skiptar skoðanir eru um stoppið, en bæði er hægt að kaupa sérstakt stopp úti í búð sem að er margnota (og verður blátt þegar að það skemmist) eða nota vatn. Ef að vatn er notað skal skola í minnst 5 mín, en stoppið tekur aðeins um 1-2 mín.
Í kjölfar stoppbaðsinns kemur fixer. Fixerinn tekur í burtu allt umfram magn silfurs í filmunni/pappírnum. Eftir að filman/pappírinn er komin í fixer er hún/hann ekki langur ljósnæm/ur. Gott er að miða við að fixa í 5 mín.

Filmu framköllun:

Áhöld:
Við byrjum á því að taka lýsta filmu úr myndavélinni. Þá tökum við saman þau áhöld sem að við þurfum til að koma filmuni yfir í ljósþéttann tank. Við þurfum tank, spíral, rör fyrir spíralinn, innra lok, ytra lok, skæri, upptakara og góða skapið. Einnig þarf að hafa alveg ljósþétt herbergi eða poka/kassa til þess að þræða filmuna upp á spíral. Öll áhöld, ásamt filmunni, þurfa að vera alveg þurr. Enginn raki má liggja á hlutunum, þar sem að hann getur hindrað filmuna í því að þræðast alla leið á spíralinum. Einnig er nauðsinlegt að hafa skeiðklukku.

Ferlið:

Öllum áhöldum, ásamt góða skapinu, er komið fyrir í ljósþéttu herbergi/poka/kassa, að undanskildu ytra lokinu. Upptakarinn er notaður til þess að opna filmu hylkið (ath! Hér verður allt að vera orðið ljósþétt því að ef ljós kemst á filmuna hérna, er hún ónýt). Endinn á filmunni er rúnaður með skærunum og passa verður upp á að ekki sé klipt inn í götin á filmunni, heldur á milli þeirra. Filman er látin liggja í lófanum og þrædd (með glans hliðina upp) inn á spíralinn. Passa verður að vera ekki rakur í lófanum, þar sem að það getur hindrað för filmunnar um spíralinn. Filman er öll þrædd upp á spíralinn og endinn, sem að festur er við plast hjól er kliptur af. Næst er rörinu stungið í gegn um spíralinn og er þessu komið fyrir í tankinum með breiða endann niður. innra lokinu er komið fyrir, en það er óþarfi að setja ytra lokið strax á. Nú á tankurinn að vera ljósþéttur og óhætt að kveikja ljósin/taka hann úr pokanum/kassanum.
Nú skal athuga hversu mikinn vökva þarf á filmuna/r. Þær upplýsingar standa oftast utan á tankinum en miða má við 300ml fyrir 1 35mm filmu og 500ml fyrir 1 120 filmu.
20° heitu vatni er helt í tankinn og það látið liggja í 1-2 mín áður en því er helt í vaskinn. Þar litast vatnið oftast af litarefnum úr filmunni. Þetta er gert til þess að framkallarinn byrji strax að virka á filmuna, og komist ekki fyrr inn í hana á sumum stöðum. Það gæti orsakað misframkallaða filmu. Því næst er framkallaranum hellt í tankinn og ytra lokið sett á. Þar þarf að hafa skeiðklukkuna tilbúna og er hún sett í gang um leið og framkallarinn er kominn í tankinn. Tíminn sem að filman þarf að vera í er mismunandi eftir filmum, en hann stendur oftast á pappa kassanum sem að kom með filmunni. Eftir að framkallarinn er kominn í og lokið sett á skal hvolfa tanknum stanslaust fram og til baka fyrstu mínútuna. Svo skal hvolfa þrisvar á hálfrar mínútu fresti þar eftir, þangað til að tíminn klárast. Gott er að “dunnka” tankinum í borð í hvert skipti eftir að honum er snúið til að losna við loftbólur sem að gætu setið fastar á filmunni. Ef að það á að nota framkallarann aftur skal honum helt í loftþétt ílát, en hann skemmist í snertingu við súrefni. Ef að svokölluð “one-shot”(framkallarinn notaður einusinni) aðferð er notuð skal hella framkallaranum í spilliefna tank. Eins fljótt og hægt er skal hella stoppinu í tankinn. Stoppið má vera í tankinum í smá tíma. Þess vegna byrja ég ekki að taka tímann á því fyrr en að ég er búinn að hella því í, og setja lokið á. Það á að vera í 1-2 mín. Gott er að snúa tankinum nokkra hringi með stoppið í. Ef að filman er skoluð í stað þess að nota stopp skal skolað í 5-10 mín. Stoppið er margnota, og breytist liturinn úr gulum yfir í bláann þegar að það er ónýtt. Þess vegna er því hellt aftur í loftþétt ílát. Þá er komið að því að hella fixerinum í tankinn. Sama gildir um fixer og framkallara, að það skal snúa tankinum stanslaust fyrstu mínútuna, og svo á hálfrar mínútu fresti. Gott er að fixa í um 5 mín, en ef að fixerinn er kominn á síðasta snúning skal lengja tímann um 1-2 mín. Það er í lagi að taka ytra og innra lokið af tankinum eftir að fixerinn hefur lokið sér af. Þá er filman ekki ljósnæm lengur. Eftir að filman hefur fixast skal skola hana í 20° heitu vatni í 20-30 mín. Gott er að setja 1 dropa af “foto-flo” eða uppþvottalögi út í tankinn rétt áður en að filman er tekin úr, en það hindrar þurk bletti á filmunni. Eftir það er spíralinn opnaður (með því að snúa honum þar til hann opnast) og filman tekin úr. Filman er þurkuð með því að renna henni á milli fingranna, eða með röku vaskaskinni. Þá er hún hengd upp til þerris. Ef að þurkskápur er ekki til við hendina skal leyfa henni að þorna í friði yfir nótt, helst í röku, ryklausu rými. Eftir að hún er þur skal hún klippt niður í 6 ramma ræmur og sett í filmu plast.

Stækkunar ferlið:

Áhöld:
Myrkraherbergi! Alveg dimmt herbergi þar sem að ekkert ljós kemst inn. Það herbergi þarf að hafa rennandi vatn. Herberginu er skipt í tvo parta. Þura, og blauta svæðið.
Þura svæðið: Þú þarft stækkara sem að lýsir ljósi í gegnum filmuna, þar í gegnum linsu og á blaðið. Gott er að hafa ramma undir stækkranum sem að heldur pappírnum beinum. Þar er einnig gott að hafa áhöld til þess að “doddsa”(lýsa) og “börna”(dekkja). Contrast filterar eru líka góð verkfæri að eiga, en þeir geta hækkað og lækkað contrast í myndinni.
Blauta svæðið: Þar þarft þú fjóra bakka til að hafa vökvanna í, og rennandi vatn til þess að skola pappírinn. Gott er að hafa tangir ofan í bökkunum til að forðast ofnæmi. Sama röð vökva er hér og í filmu framkölluninni. Framkallari, stopp og fixer + skol.

Aðferðin:
Til að byrja með er tekinn svo kallaður kontakt. Hann er tekinn á plast pappír, því að plast pappír er ódýrari en fiber pappír. Þá er filmu plastið lagt ofan á plast pappír og glerplata sett yfir til að halda filmunni sléttri. Svo er lýst í gegn með filters lausu ljósi úr stækkara. Pappírinn er framkallaður (lýsing á því ferli seinna í greininni) og bestu myndirnar valdar af kontakt blaðinu.

Þegar að þú ert kominn með mynd á filmunni sem að þú ert sátt/ur með setur þú hana í stækkarann. Þú byrjar með litlar rifur af fjölgráðu-pappír, því að hann er dýr, og þetta eru bara prufur til að byrja með. Áður fyrr var pappír með fasta gráðu notaður, en nú er notaður fjölgráðu-pappír.(hægt að breyta contrast með filterum) Fyrst er tekinn “tröppugangur” en þá setur þú ljósheldann hlut yfir stæðsta hluta blaða rifunnar og lýsir í t.d. 3 sek. svo er ljósheldi hluturinn færður um 2-3 cm og aftur lýst í 3 sek. Þetta er endurtekið þar til að allt blaðið hefur verið lýst. Þá er það framkallað og hægt að ákvarða réttann lýsingartíma út frá því blaði með því að telja ræmurnar sem að þarf upp að réttri lýsingu og margfalda með 3 sek. Þegar að réttri lýsingu hefur verið náð er stærri prufubútur settur undir stækkarann og lýst í réttann tíma. Svo er það framkallað. Ef að myndin er t.d. of contrast lítil er contrast filter settur á. Contrast filterarnir ná frá 0 upp í 5, en þeir skiptast við 2.5. Undir 2.5 minkar contrastinn í myndinni, en yfir 2.5 eykst hann. Þá er settur t.d. filter númer 3 í stækkarann og tröppugangur tekinn aftur. Réttur lýsingartími fundinn, prufubútur lýstur og ef að allt er í sóma má setja heilt blað undir stækkarann. Það er lýst í réttann tíma (doddsað og börnað eftir þörfum) og svo framkallað. Sami framköllunar prósess er fyrir plast og fiber pappír.
Fyrst er myndinni dýft í framkallara. Plast myndin þarf bara um 1 mín, en ekki má hafa fiber pappír skemur en 2 mín. Eftir það er myndinni komið fyrir í stoppinu. Eftir um 1-2 mín þar er þessu komið í fixer og látið vera það í um 5 mín. Þá tekur skolið við. Skolað er við 20° celsius. Plast myndirnar þurfa að vera í skoli í um 20-30 mín. Fiber myndirnar verða hins vegar að vera í um klukkutíma. Eftir skolið er vatnið skafið af myndunum (með sköfu eða höndunum t.d.) og þær hengdar upp til þerris á t.d. þvottasnúru. Plast pappírinn er tilbúinn eftir þurkun, en það þarf að pressa fiber pappírinn í pappírs pressu eftir að hann þornar, til þess að fá hann sléttann.

Svo má skera utan af myndunum ef að það þarf.
_________________
Þórður Arnar - Ljósmyndari... 865-8943

Canon RÚLAR!!! Flickr URRRRR
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Villi Kristjáns


Skráður þann: 09 Okt 2005
Innlegg: 722
Staðsetning: Hveragerði
Nikon D3200
InnleggInnlegg: 17 Nóv 2012 - 17:24:40    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Gætir líka lesið þetta, kannski er eitthvað þarna handa þér.
http://www.ljosmyndakeppni.is/viewtopic.php?p=171725&highlight=#171725
Eins og ég sé þetta, því meira sem maður veit, því betra.
_________________
Bloggið mitt og ljósmyndirnar mínar eru á;
http://www.flickr.com/photos/villi_kristjans/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Filma Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group