Sjá spjallþráð - Hvaða fugl? :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Hvaða fugl?

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Fuglar og Dýr
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Skyzo


Skráður þann: 04 Nóv 2006
Innlegg: 378
Staðsetning: Hafnarfjörður
Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 25 Okt 2012 - 16:13:12    Efni innleggs: Hvaða fugl? Svara með tilvísun

Halló.
Ég aftur.

Nú rakst ég á þessa kátu kappa áðan og var svo heppinn að vera með myndavélina á mér.
Engar glæsimyndir, en það var nú ekki létt að komast að þeim með svona lítillri linsu og klettótta fjöruna. Laughing

Ákvað að reyna að Googla þá og því sem ég komst næst, þá eru þetta Dílaskarfar, eða Great Cormorant. En óöruggur er ég með þær upplýsingar og spyr því ykkur. Wink_________________
Heimasíðan
Flickr
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
alexmani


Skráður þann: 02 Mar 2009
Innlegg: 666
Staðsetning: Stokkseyri
Canon
InnleggInnlegg: 25 Okt 2012 - 16:16:07    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þetta eru dílaskarfar.
_________________
Bestu kveðjur,
Alex Máni
www.flickr.com/photos/alexmani
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
eyi


Skráður þann: 14 Okt 2007
Innlegg: 44
Staðsetning: ve
Olympus E-410
InnleggInnlegg: 25 Okt 2012 - 16:31:12    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Fuglinn í miðjunni baðar svona út vængjunum, sennilega eftir veiði, til þess að þurka þá. Ég held ég fari með rétt mál þegar ég segi að fjaðrir þeirra eru ekki eins fitugar eins og hjá öðrum kaffuglum og blotna þess vegna. Því þurfa þeir að standa svona og "messa" eins og það er einnig kallað. Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
einhar


Skráður þann: 17 Ágú 2005
Innlegg: 5372
Staðsetning: Á milli Selkóps
Cnn
InnleggInnlegg: 25 Okt 2012 - 16:43:41    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Skyzo, ég mæli með þessum bókum til þess að finna tegundir fugla._________________
Dagskot Rodors

Siððan wæs rodor áræred and ryne tungla, folde gefæstnad - Síðan var himinn settur upp svo og gangur tungls, jörð var sett föst
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Skyzo


Skráður þann: 04 Nóv 2006
Innlegg: 378
Staðsetning: Hafnarfjörður
Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 25 Okt 2012 - 17:28:36    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þakka ykkur fyrir snögg svör og ábendingar. Smile

Hef verið að kíkja inn á http://www.whatbird.com/ en þyrfti að kíkja á þessar bækur svo við tækifæri. Smile
_________________
Heimasíðan
Flickr
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
einhar


Skráður þann: 17 Ágú 2005
Innlegg: 5372
Staðsetning: Á milli Selkóps
Cnn
InnleggInnlegg: 25 Okt 2012 - 17:38:13    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Skyzo skrifaði:
Þakka ykkur fyrir snögg svör og ábendingar. Smile

Hef verið að kíkja inn á http://www.whatbird.com/ en þyrfti að kíkja á þessar bækur svo við tækifæri. Smile


Og ef þú verður alveg forfallinn þá geturðu bætt þessari við, þá nærðu þeim sem koma frá Ameríkunni Wink


_________________
Dagskot Rodors

Siððan wæs rodor áræred and ryne tungla, folde gefæstnad - Síðan var himinn settur upp svo og gangur tungls, jörð var sett föst
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
gr33n


Skráður þann: 20 Ágú 2006
Innlegg: 1987
Staðsetning: Breiðholt City
Canon 5d
InnleggInnlegg: 25 Okt 2012 - 17:43:45    Efni innleggs: Svara með tilvísun

http://avibase.bsc-eoc.org/

Mér hefur alltaf þótt þessi síða hvað best
_________________
Gísli Baldur Bragason
FlickR
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
einhar


Skráður þann: 17 Ágú 2005
Innlegg: 5372
Staðsetning: Á milli Selkóps
Cnn
InnleggInnlegg: 25 Okt 2012 - 18:30:37    Efni innleggs: Svara með tilvísun

gr33n skrifaði:
http://avibase.bsc-eoc.org/

Mér hefur alltaf þótt þessi síða hvað best


Ég nota hana til þess að finna erlend nöfn á fuglana, en til þess að greina þá finnst mér hún ekki góð, en hún getur hjálpað eitthvað til við það.
Síðan notar bara flickr myndir og óvíst hvort fuglarnir séu rétt greindir þar Wink
_________________
Dagskot Rodors

Siððan wæs rodor áræred and ryne tungla, folde gefæstnad - Síðan var himinn settur upp svo og gangur tungls, jörð var sett föst
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
paxnobiscum


Skráður þann: 17 Sep 2007
Innlegg: 313

Of margar vannýttar græjur
InnleggInnlegg: 25 Okt 2012 - 18:57:44    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Tek undir orð Einhar. Þessar tvær bækur eru undirstaða í hverju íslensku fuglabókasafni.

The Collins Bird Guide er reyndar besta greiningarbók í veröldinni og við hana verða allar aðrar fuglabækur mældar framvegis. Textinn er ótrúlega markviss og myndirnar þær bestu sem sést hafa. Segja má að hver mynd sé listaverk og þó án allrar tilgerðar. Fuglarnir eru bara lifandi komnir á síður bókarinnar. Blýantsmyndir af fugli/fuglahópum í fjarska sýna "hollningu" og fas fuglanna ótrúlega vel.

Það var til stofuútgáfa (A4) af fyrstu útgáfunni og þar nutu myndirnar sín enn betur. Veit ekki hvort 2. útgáfan er til í stærra broti.

Varðandi skarfana er því við að bæta, að þjóðtrúin segir að skarfurinn snúi goggnum alltaf upp í vindinn þegar hann messar til að þurrka vængina. Það gerir hann til að finna ekki fýluna af sjálfum sér. Stórskemmtilegur fugl.

Ég hef séð skarfahóp smala einhverjum smáfiski upp að skerinu og hefja svo gríðarlega veislu þegar búið var að þétta torfuna. Þetta er víst alþekkt atferli meðal pelíkana, en þeir munu vera fjarskyldir ættingjar skarfa.

Bestu kveðjur

Pétur, Kópaskeri

einhar skrifaði:
Skyzo, ég mæli með þessum bókum til þess að finna tegundir fugla._________________
Allar mínar myndir eru augnabliksmyndir - og augnablikið er 1/15 úr sekúndu eða minna.
http://www.flickr.com/photos/26724159@N08/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Rusticolus


Skráður þann: 14 Feb 2005
Innlegg: 1577


InnleggInnlegg: 25 Okt 2012 - 23:53:38    Efni innleggs: Svara með tilvísun

paxnobiscum skrifaði:
Tek undir orð Einhar. Þessar tvær bækur eru undirstaða í hverju íslensku fuglabókasafni.

The Collins Bird Guide er reyndar besta greiningarbók í veröldinni og við hana verða allar aðrar fuglabækur mældar framvegis. Textinn er ótrúlega markviss og myndirnar þær bestu sem sést hafa. Segja má að hver mynd sé listaverk og þó án allrar tilgerðar. Fuglarnir eru bara lifandi komnir á síður bókarinnar. Blýantsmyndir af fugli/fuglahópum í fjarska sýna "hollningu" og fas fuglanna ótrúlega vel.

Það var til stofuútgáfa (A4) af fyrstu útgáfunni og þar nutu myndirnar sín enn betur. Veit ekki hvort 2. útgáfan er til í stærra broti.


Bestu kveðjur

Pétur, Kópaskeri


Það vantar bara að þýða Collins á íslenzku fyrir okkur sem ekki kunnum útlenzku. Hvernig gengur það hjá Bóa granna þínum?

Svo er nú merkilega mikið af Nearktízkum tegundum í Collins. Nóg til að greina flest af því algengasta sem sest á skip og flýgur svo hingað.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
paxnobiscum


Skráður þann: 17 Sep 2007
Innlegg: 313

Of margar vannýttar græjur
InnleggInnlegg: 26 Okt 2012 - 0:19:02    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Já, Bói gekk á fund bókaútgefenda og hvatti þá til að kaupa útgáfuréttinn og komast með íslenska þýðingu inn í alþjóðlegt samprent bókarinnar. Það fékk engar undirtektir og ég veit ekki til þess að Bói sé byrjaður að þýða.

Þess má til gamans geta að bróðir teiknarans snjalla kom með hópi Svía til að skoða og skissa upp mynd af síberísku korpöndinni við Valþjófsstaði. Ég hef ekki athuga hvort hún komst í bókina. Athuganir Bóa hafa laðað einhverja tugi fuglaskoðara og fræðimanna að Skerinu og Sléttu. Peter Pots var við áttunda mann í fyrravor að stúdera rauðbrystinga og þannig mætti lengi telja.

En þetta er komið örlítið útfyrir efnið. Biðst afsökunar á þráðarráninu.
_________________
Allar mínar myndir eru augnabliksmyndir - og augnablikið er 1/15 úr sekúndu eða minna.
http://www.flickr.com/photos/26724159@N08/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Fuglar og Dýr Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group