Sjá spjallþráð - Vantar hjálp varðandi stúdíomyndatöku :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Vantar hjálp varðandi stúdíomyndatöku
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Ljósmyndatækni
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
karibjorn


Skráður þann: 23 Apr 2006
Innlegg: 511

Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 11 Okt 2012 - 1:57:35    Efni innleggs: Vantar hjálp varðandi stúdíomyndatöku Svara með tilvísunÉg er að fara taka myndir fyrir vinkonu mína sem er að klára fatahönnun. Hún vill hafa þetta frekar basic í heildina en eitt sem hún vill er að varpa munstrum með skjávarpa sem hún hefur hannað á vegginn bakvið módelið. Ég er búinn að fá að kíkja í stúdíóið í skólanum hennar og prufa mig áfram með gínu fyrir módel og einhverja litríka mynd á bakvið á hvítum vegg, skrifaði niður pælingar og ágætar stillingar en get ómögulega fundið það núna. Minnir að besta leiðin til að lýsa módelið vel og fá action í smáatriðin á bakvið hafi verið um 15sek exposure á f/11-13 og lágt iso og jú, mjög lítið ambient ljós. Með tvö flöss á uþb 45° vinstra og hægra megin við módelið. Þetta gæti held ég skapað einhver vandamál því manneskja getur ekki verið kyrr eins og gína í 15sek svo og auðvitað að gínan endurkastar miklu meira ljósi held ég en t.d. föt eða húð.

Ég stakk upp á við hana að taka bara 2 eða fleiri myndir og sameina, prófaði það reyndar líka en photoshop hæfileikar mínir eru frekar takmarkaðir í því sviði, endaði alltaf með kolranga lýsingu þegar ég setti saman 2-3 almennilega lýstar myndir af módeli og bakgrunni. Hún vill helst að þetta verði 1 exposure, veit ekki af hverju svosem en það gefur þessu reyndar soldið hráan fíling og amatörískt yfirbragð sem hún gæti viljað.

Svo væri alveg ágætt að fá einhver ráð varðandi þessa venjulegu myndatöku, uppstillingu á flössum og stillingar á þeim osfrv. Smile

Þessar tvær voru teknar á löngum tíma, 1 exposure, Fyrri er f/22 hraði 15sek og iso 100 og seinni er f/22 hraði 4sek og iso320

IMG_8227IMG_8212

Svo var þessum tveim splæst saman úr annarsvegar tveim myndum sem voru að mig minnir um f/8 hraði 1/160 iso 125 og tveimur lengri myndum fyrir bakrunninn. Þarna er annaðhvort módelið eða bakgrunnurinn yfirlýstur.

12345612345

Öll ráð vel þegin, takk Smile
_________________
http://www.flickr.com/photos/bisull
http://karibjorn.crevado.com/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Noddysson


Skráður þann: 04 Apr 2005
Innlegg: 3586
Staðsetning: Borg óttans
Fujifilm X-T1
InnleggInnlegg: 11 Okt 2012 - 7:44:20    Efni innleggs: Svara með tilvísun

afhverju svona þröngt ljósop??
prufaðu f/5.6 og kanski 60-160 í hraða.. iso 200-400
með 2 flössum ætti það ekkert að vera vandamál..
_________________
kv: Hilmar Örn

http://www.flickr.com/photos/noddysson/
"camera bodies come and go but lenses last forever".
It´s better to be dead and cool, than alive and uncool....
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
karibjorn


Skráður þann: 23 Apr 2006
Innlegg: 511

Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 11 Okt 2012 - 8:09:06    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Noddysson skrifaði:
afhverju svona þröngt ljósop??
prufaðu f/5.6 og kanski 60-160 í hraða.. iso 200-400
með 2 flössum ætti það ekkert að vera vandamál..


prófaði ekki stærra ljósop en það eru 3-4m frá módeli að vegg, er ég ekki rústa að fókusnum á bakgrunninn með 5,6
_________________
http://www.flickr.com/photos/bisull
http://karibjorn.crevado.com/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
 sje
Stjórn


Skráður þann: 04 Sep 2004
Innlegg: 14460

Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 11 Okt 2012 - 9:26:22    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Því nær sem ljósin eru því meiri birtu færðu á módelið. Gætir þurft að færa módelið þá frekar nær ljósunum til að fá ekki meiri birtu á bakgrunninn.

Til að reyna að fá meira í fókus og þá minna ljósop þá gætir þú staðið aðeins lengra í burtu eða notað víðari linsu og kroppað svo bara til eftir á.

Einnig að prófað að hafa fókuspunktin aðeins fyrir aftan módelið til að nýta fókussviðið betur. Færð kannski ekki eins skarpa mynd en þá eru meiri líkur að þú sért bærði með módel og bakrunn í góðum fókus (þó ekki besta).

Annars gætir þú líka tekið mynd af bakgrunninum sér og skeytt honum inn á myndirnar eftir á.

Þetta er sem mér dettur helst í hug....
_________________
Sigurður Jónas Eggertsson
Ljósmyndar af áhuga
sje@ljosmyndakeppni.is
gsm: 663-4321
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 11 Okt 2012 - 10:46:07    Efni innleggs: Svara með tilvísun

karibjorn skrifaði:
Noddysson skrifaði:
afhverju svona þröngt ljósop??
prufaðu f/5.6 og kanski 60-160 í hraða.. iso 200-400
með 2 flössum ætti það ekkert að vera vandamál..


prófaði ekki stærra ljósop en það eru 3-4m frá módeli að vegg, er ég ekki rústa að fókusnum á bakgrunninn með 5,6


Þú veist ekki nema prófa, það hlýtur að vera betra að hafa bakgrunn úr fókus en módelið hreyft ?

Það hefur venjulega ekki verið vinsælast að taka portrait á þessu ljósopi, einmitt því þá er bakgrunnurinn of skarpur...

Ef þú ætlar að splæsa saman myndum þá er ekkert annaðhvort bakgrunnurinn eða módelið yfirlýst, þú einmitt finnur eitthvað sem er bara passlegt fyrir hvort fyrir sig, og splæsir því saman eftirá.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
karibjorn


Skráður þann: 23 Apr 2006
Innlegg: 511

Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 11 Okt 2012 - 11:05:04    Efni innleggs: Svara með tilvísun

takk fyrir svörin

Það sem ég var að spá með 4-15sek myndirnar er að módelið þarf kannski ekki að vera það hreyft því jú það er aðeins lýst fyrstu millisekúndurnar af exposure-inu, svo stendur/situr það bara kyrrt á meðan myndavélin nær bakgrunninum inn.

Var búinn að spá í að nota ultrawide linsu og kroppa, skólinn hennar sagðist eiga 10-20mm linsu en geta ekki lofað og gátu ekki sagt hvort hún væri EF mount eða ekki, þannig að ég er ekki að reikna með því.

Pælingin hennar að mér skilst er að hafa þetta svolítið psychadelic, munstur og litir út um allt þannig að það er örugglega mjög mikilvægt að bæði módel og bakgrunnur séu skörp.

Allavega eins og ég hugsaði að þetta myndi virka helst væri að slökkva öll ljós í stúdíoinu, þar sem lýsingin frá skjávarpanum er í besta falli mjög dökk. Flassa módelið og leyfa svo vélinni að ná inn bakgrunninum eftir flössin, ég hugsa (hef ekki prófað en grunar samt) að styttri lýsingartími og stærra ljósop muni skila sér í að bakgrunnurinn verði alveg skjannahvítur.

Væri alveg frábært ef einhver hefur látið reyna á svona áður Smile

takk takk
_________________
http://www.flickr.com/photos/bisull
http://karibjorn.crevado.com/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 11 Okt 2012 - 11:15:57    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Af hverju viltu taka þetta gleiðara en þú ætlar þér að nýta þér og kroppa eftirá, einhver sérstök ástæða ?
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
karibjorn


Skráður þann: 23 Apr 2006
Innlegg: 511

Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 11 Okt 2012 - 11:20:10    Efni innleggs: Svara með tilvísun

oskar skrifaði:
Af hverju viltu taka þetta gleiðara en þú ætlar þér að nýta þér og kroppa eftirá, einhver sérstök ástæða ?


Já aðallega til að geta komist nær myndefninu, geta náð öllu uniforminu frá mismunandi sjónarhornum... það var samt ekki upprunalega pælingin að nota slíka linsu til að fá meiri dýpt
_________________
http://www.flickr.com/photos/bisull
http://karibjorn.crevado.com/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
HIS


Skráður þann: 21 Nóv 2008
Innlegg: 258
Staðsetning: Kópavogur
Canon EOS 5D
InnleggInnlegg: 11 Okt 2012 - 11:21:40    Efni innleggs: Svara með tilvísun

kasta fram nokkrum punktum:

10-20 væri last resort í mínum augum ef þú ert að taka myndir af fólki vegna þess að það er svo mikil bjögun og "dýptar ýking" að fólk endar hnöttótt og með risa nef.

10-20/22) passa ekki með góðu móti á ef boddy þótt hað sé kanski hægt, þú færð heavy vignetting og hún nýtist ekki á fyrstu mm. + ef þú notar hana á fyrstu mm geturu stútað speiglinum í vélinni
(ef þú ert með 10-22 canon þarftu að rífa efs stykkið aftan úr henni og ég myndi ekki gera það á láns linsu, þekki það ekki með sigma 10-20)

Það gæti verið gaman ef að þetta á að vera psychedelic á annað borð að hafa flass fyristinguna en fá síðan hreyfingu á módelið (láta það hreyfa sig og skjóta) Jafnvel að nota lita filtera á flössin.

Sá líka um daginn myndir þar sem modelið var lýst með skjávarpanum þótt það kanski passi ekki ef þú ert að kynna fatalínu (áheyrsla á fötin)

full skerpa á bakgrunni... er það nauðsynlegt? ...jafnvel prufa að fara alveg í hina áttina???
_________________
"Ég hefði tekið hana öðruvísi"

http://www.flickriver.com/photos/hlynuris/


Síðast breytt af HIS þann 11 Okt 2012 - 11:29:40, breytt 2 sinnum samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 11 Okt 2012 - 11:27:52    Efni innleggs: Svara með tilvísun

karibjorn skrifaði:
oskar skrifaði:
Af hverju viltu taka þetta gleiðara en þú ætlar þér að nýta þér og kroppa eftirá, einhver sérstök ástæða ?


Já aðallega til að geta komist nær myndefninu, geta náð öllu uniforminu frá mismunandi sjónarhornum... það var samt ekki upprunalega pælingin að nota slíka linsu til að fá meiri dýpt


Nú skil ég ekki, þú kemst nær í raun, en með aðdrætti færðu módelið alveg jafn nálægt á myndinni sjálfri og ekki svona rosalega bjagað...
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 11 Okt 2012 - 11:31:13    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Næsta mál á dagskrá er sennilega þrennt hjá þér:

1) Prófa þetta á svona löngum tíma með manneskju og sjá hvort þú fýlir hreyfinguna sem kemur við það.

2) Prófa þetta á stærra ljósopi og sjá hvort þú náir þessu rétt lýstu og hvort fókusinn sé of grunnur fyrir þinn smekk.

3) Prófa þetta bæði á gleiðlinsu og normal linsu og sjá í raun hvað gefur þér það sem þú leytast eftir.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
karibjorn


Skráður þann: 23 Apr 2006
Innlegg: 511

Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 11 Okt 2012 - 11:34:38    Efni innleggs: Svara með tilvísun

HIS skrifaði:
kasta fram nokkrum punktum:

10-20 væri last resort í mínum augum ef þú ert að taka myndir af fólki vegna þess að það er svo mikil bjögun og "dýptar ýking" að fólk endar hnöttótt og með risa nef.
10-20/22) passa ekki með góðu móti á ef boddy þótt hað sé kanski hægt, þú færð heavy vignetting og hún nýtist ekki á fyrstu mm. + ef þú notar hana á fyrstu mm geturu stútað speiglinum í vélinni
(ef þú ert með 10-22 canon þarftu að rífa efs stykkið aftan úr henni og ég myndi ekki gera það á láns linsu, þekki það ekki með sigma 10-20)

Það gæti verið gaman ef að þetta á að vera psychedelic á annað borð að hafa flass fyristinguna en fá síðan hreyfingu á módelið (láta það hreyfa sig og skjóta) Jafnvel að nota lita filtera á flössin.

Sá líka um daginn myndir þar sem modelið var lýst með skjávarpanum þótt það kanski passi ekki ef þú ert að kynna fatalínu (áheyrsla á fötin)

full skerpa á bakgrunni... er það nauðsynlegt? ...jafnvel prufa að fara alveg í hina áttina???


ok, takk fyrir það með víðlinsupælinguna Smile

Já það eru fullt af litagelum þarna og trúðu mér, mig langar að prófa allt. Langar að tjekka á að setja djúpfjólublátt. Ég athugaði líka með að hafa hreyfingu á þessu og mér finnst það koma helv vel út, bara vona að hún vinkona mín samþykki það. Þetta verður líklegast einhver sería hjá henni þannig að það ætti að vera í fínu lagi að hafa eina vel skarpa þar sem allt er sýnilegt og svo allt á hreyfingu.

IMG_8234
_________________
http://www.flickr.com/photos/bisull
http://karibjorn.crevado.com/


Síðast breytt af karibjorn þann 13 Okt 2012 - 23:35:23, breytt 1 sinni samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
einhar


Skráður þann: 17 Ágú 2005
Innlegg: 5372
Staðsetning: Á milli Selkóps
Cnn
InnleggInnlegg: 11 Okt 2012 - 11:41:53    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Bakgrunnurinn er langbestur á þessari síðustu. Þú gætir prófað að deyfa skuggana með lýsingu neðan frá og jafnvel að setja baklýsingu.
_________________
Dagskot Rodors

Siððan wæs rodor áræred and ryne tungla, folde gefæstnad - Síðan var himinn settur upp svo og gangur tungls, jörð var sett föst
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
karibjorn


Skráður þann: 23 Apr 2006
Innlegg: 511

Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 14 Okt 2012 - 10:32:09    Efni innleggs: Svara með tilvísun

já takk kærlega fyrir svörin, hafa hjálpað mikið...

Er einhver til í að gefa ráð varðandi splæsingu á 2 eða fleiri myndum, hef gert þetta áður og með so so árangri með að fikra mig í gegnum misgóð youtube vídjó. basicly bara stacka þeim upp í photoshop og splæsa saman, oftast með lighten eða það sem virðist virka best og svo einhverjar misgáfulegar tilraunir til að fela misfellur osfrv.

Væri nice ef einhver gæti gefið step by step á þetta eða bent á gott blog eða video Smile
_________________
http://www.flickr.com/photos/bisull
http://karibjorn.crevado.com/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
 sje
Stjórn


Skráður þann: 04 Sep 2004
Innlegg: 14460

Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 14 Okt 2012 - 11:34:25    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Það var þráður um þetta hérna fyrir mjög stuttu.

http://www.ljosmyndakeppni.is/viewtopic.php?t=78930

Vonandi hjálpar þetta þér
_________________
Sigurður Jónas Eggertsson
Ljósmyndar af áhuga
sje@ljosmyndakeppni.is
gsm: 663-4321
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Ljósmyndatækni Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
Blaðsíða 1 af 2

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group