Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði |
Höfundur |
Skilaboð |
| ElíasB
|
Skráður þann: 15 Nóv 2010 Innlegg: 126
Canon 500D
|
|
Innlegg: 29 Sep 2012 - 14:17:32 Efni innleggs: Óheiðarleiki á sölutorgi |
|
|
Bara vara við einum aðila sem ég keypti af þrífót og haus síðustu helgi.
Í fljótu bragði leit þrífóturinn eðlilega út, en þegar ég var kominn með hann heim og byrjaði að nota hann var hann ónothæfur, rann til og voru nokkra festingar á fótum brotnar.
Ég sendi honum póst og spyr hvort hann taki hann ekki til baka því hann sé ónothæfur eins og er. Hann les póstinn en svarar engu.
Ég reyni að hringja og senda sms, en hann svarar engu.
Þannig nú er ég með ónýtan hlut og hann með seðla.
Alltaf þegar ég hef keypt hluti hér hafa allir verið mjög heiðarlegir í öllum sölum og kaupum. Fyrsta sinn sem ég lendi í svona rugli.
Hann kallar sig ArnarG og hér er prófíllinn hans.
http://www.ljosmyndakeppni.is/profile.php?mode=viewprofile&u=3302 |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| JóhannDK
| 
Skráður þann: 06 Jún 2006 Innlegg: 3607 Staðsetning: Norður-Sjáland Canon 5D
|
|
Innlegg: 29 Sep 2012 - 14:23:59 Efni innleggs: |
|
|
Það er mjög gott að venja sig á að skoða vel og prufa notaða hluti sem maður íhugar að kaupa. Brotnar festingar eru varla falinn galli eða hvað?
En skítt að lenda í svona og líka skítt af honum að svara engu. Vonandi svarar hann þér brátt og vonandi finnið þið lausn á þessu máli í sameiningu.
Gangi þér vel. _________________ flickr <-- Smelltu hér til að skoða myndirnar mínar. Nei í alvöru... smelltu. |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| Benni S.
| 
Skráður þann: 27 Mar 2009 Innlegg: 2177 Staðsetning: Akureyri Canon
|
|
Innlegg: 29 Sep 2012 - 15:57:56 Efni innleggs: |
|
|
Þetta kemur reglulega upp því miður, menn eru mis heiðarlegir og sorglegt ef menn eru að segja ósatt þegar þeir eru að lýsa því sem þeir eru að selja. _________________ Fullt nafn: Benedikt H. Sigurgeirsson S:896 6001
http://www.flickr.com/photos/benni-akureyri
Síðast breytt af Benni S. þann 29 Sep 2012 - 19:00:03, breytt 1 sinni samtals |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| raggos
| 
Skráður þann: 01 Feb 2009 Innlegg: 605 Staðsetning: Kópavogur ....
|
|
Innlegg: 29 Sep 2012 - 16:55:25 Efni innleggs: |
|
|
Það er leiðinlegt að lenda í svona löguðu en þú ættir að geta fundið hann Arnar auðveldlega í vinnunni hans sbr. http://progressive.is/um_okkur/starfsmenn/
Mætir bara á svæðið og ræðir við hann face 2 face.
Svo geta verið eðlilegar ástæður fyrir því að hann sé ekki búinn að svara. |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| Tryptophan
| 
Skráður þann: 23 Apr 2007 Innlegg: 4777 Staðsetning: fjær en capa webcam 2,0mpx
|
|
Innlegg: 29 Sep 2012 - 20:39:58 Efni innleggs: |
|
|
Áður fyrr þegar svona mál hafa komið upp hérna finnst mér eins og þau hafi einhvernvegin bara byggt á misskilningi sem hafi síðan verið leiðréttur. Við skulum fara varlega í að hrapa að ályktunum um eitthvað, þó þetta geti vissulega hljómað illa.
Arnar hefur verið hérna lengi og nafngreinir sig og er auðveldlega rekjanlegur, þannig að mér þykir ólíklegt að hann sé að reyna að stinga af með einhverja vitleysu.
Just sayin'. _________________ kv. W |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| einhar
| 
Skráður þann: 17 Ágú 2005 Innlegg: 5372 Staðsetning: Á milli Selkóps Cnn
|
|
Innlegg: 29 Sep 2012 - 20:46:41 Efni innleggs: |
|
|
Tryptophan skrifaði: | Áður fyrr þegar svona mál hafa komið upp hérna finnst mér eins og þau hafi einhvernvegin bara byggt á misskilningi sem hafi síðan verið leiðréttur. Við skulum fara varlega í að hrapa að ályktunum um eitthvað, þó þetta geti vissulega hljómað illa.
Arnar hefur verið hérna lengi og nafngreinir sig og er auðveldlega rekjanlegur, þannig að mér þykir ólíklegt að hann sé að reyna að stinga af með einhverja vitleysu.
Just sayin'. |
Sammála  _________________ Dagskot Rodors
Siððan wæs rodor áræred and ryne tungla, folde gefæstnad - Síðan var himinn settur upp svo og gangur tungls, jörð var sett föst |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| Flugnörd Umræðuráð | 
Skráður þann: 22 Jún 2006 Innlegg: 3332 Staðsetning: BIRK Canon EOS 5D Mark II
|
|
Innlegg: 29 Sep 2012 - 21:33:00 Efni innleggs: |
|
|
Fært í Önnur mál... _________________ Þórður Arnar - Ljósmyndari... 865-8943
Canon RÚLAR!!! Flickr URRRRR |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| ElíasB
|
Skráður þann: 15 Nóv 2010 Innlegg: 126
Canon 500D
|
|
Innlegg: 29 Sep 2012 - 22:43:20 Efni innleggs: |
|
|
Já vonandi leysist þetta, en liðin vika og hann svarar engu, finnst vera lágmark að svara manni, nema hann sé svona virkilega upptekinn.
Yfirleitt treysti ég fólki til að segja manni hvort eitthvað sé að hlutum, ég skoðaði hann smá, sá að ein festingin var eitthvað léleg, en erfitt að skoða hluti vel úti á svölum hjá fólki. |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| ArnarG
| 
Skráður þann: 21 Feb 2007 Innlegg: 1566 Staðsetning: Reykjavík Canon 5D Mark II
|
|
Innlegg: 30 Sep 2012 - 1:06:21 Efni innleggs: |
|
|
Það var verið að benda mér á þennan þráð áðan og ég verð að segja eins og er að ég er furðulostinn yfir honum og þykir það satt best að segja fáránlegt miðað við það að þú hefur nánast ekkert reynt að hafa samband.
Ég renndi í gegnum missed calls hjá mér og það er 1 missed call frá þér kl 8:59 á fimmtudagsmorgun. Og 1 sms frá fimmtudagskvöldinu sem eg sendi þér svar við.
En fyrst þú birtir þetta svona opinberlega þá svara ég þér líka bara opinberlega.
Ég vinn vaktavinnu og var steinsofandi þegar þú hringdir og kannaðist ekki við numerið og var þar af leiðandi ekkert að stressa mig á þvi að hringja til baka.
En 2 tilraunir til að hafa samband á fimmtudaginn eru langt frá þvi að vera vika þannig þú fyrirgefur ef mér fynnst þetta hreinn og beinn favitaskapur að pósta þessu og hvað þá svona.
Svona þér til fróðleiks þá er Það á ábyrgð kaupanda að skoða og kynna sér ástand hluta áður en hann kaupir ... þú segir meira að segja sjálfur að þú hafir séð að ein smella hafi verið léleg ... hvarflaði það að þér að spyrja út í það eða var þér kannski bara alveg sama ?
Síðast þegar ég notaði þrífotinn þá var hann í goðu lagi og ég vissi bara ekki betur en að þrífóturinn væri í góðu lagi... ef hann var það ekki þá biðst eg afsökunar á þvi.
Það væri sáralítið mál að kaupa á hann nýja smellur þær fást i Beco og þeir eiga að eiga þær til og það er ekki stórmál að laga þetta... en ég veit hreinlega ekki hvort ég eigi að gera þér það til geðs eftir svona asnaskap... en líklegast er það minna vesen en að standa í einhverju stappi.
Og nákvæmlega hverju ertu eiginlega að vara við ? Að ég svari ekki einu simtali eldsnemma um morguninn þegar flest folk er upptekið í vinnu ? Ber mér yfirhöfuð skylda til þess ? Keyptiru hja mér simsvörunarþjonustu eða hvað ? _________________ Flickr.com/ArnarGeir | ArnarG.is |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| Völundur
| 
Skráður þann: 01 Des 2004 Innlegg: 12123
|
|
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| ElíasB
|
Skráður þann: 15 Nóv 2010 Innlegg: 126
Canon 500D
|
|
Innlegg: 01 Okt 2012 - 11:35:43 Efni innleggs: |
|
|
Já vá, þú ert greinilega voðalega upptekinn og merkilegur maður.
Sendi tölvupóst á mánudagskvöldi - ekkert svar.
Hringi fimmtudag - ekkert svar
Sendi sms fimmtudag - ekkert svar
Ef það er ekki nóg til að þú hafir samband við mig þá veit ég ekki hvað þarf til.
Og já þessi fótur rennur til, vantar á hann tappa. Festingar brotnar.
Sandur í honum.
Ef þú ert of góður til að svara manni þá auðvitað kem ég með svona mál hingað á borð.
Það er algjör óþarfi að kalla mann fávita og asna, mér finnst þú bara vera algjör dóni og nenni ekki að eiga í samskiptum við svona menn.
Þessi þrífótur er kominn á haugana núna.
Vonandi kaupiru þér mannasiði fyrir peningana. |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| Völundur
| 
Skráður þann: 01 Des 2004 Innlegg: 12123
|
|
Innlegg: 01 Okt 2012 - 13:53:38 Efni innleggs: |
|
|
hvernig rennur hann til? og hvaða tappi er á þrífótum? _________________ - Spurðir þú þig spurninga í morgun? |
- Les photos des Völundes
- stuck in photos |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| Villi M E
|
Skráður þann: 30 Ágú 2006 Innlegg: 1432 Staðsetning: Noregur Fuji x100
|
|
Innlegg: 01 Okt 2012 - 14:42:27 Efni innleggs: |
|
|
Held að menn ættu nú bara að taka upp símann og tala saman. Ekki henda drullukökum sín á milli hér.
En hvað veit ég, kaup á notuðum hlutum eru alltaf viss áhætta, og ég sé þetta ekki sem einhvert mál sem ætti að rata hingað inn, þetta er jú bara þrífótur.
Og ef það er hægt að kaupa varahluti eins og seljandi vill meina þá getur þetta ekki verið stór mál.
En það veitir ekki seljanda rétt til að leyna göllum, og það er ekkert hér sem bendir til þess, þar sem kaupandi segir sjálfur að hann hafi séð brotnar spennur.
Réttlætið næst alltaf að lokum  _________________ Kveðja
Vilbogi M. Einarsson |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| oskar
| 
Skráður þann: 25 Nóv 2004 Innlegg: 9607
Canon 5D Mark III
|
|
Innlegg: 01 Okt 2012 - 14:55:50 Efni innleggs: |
|
|
Einn segir að ekki sé svarað, hinn segist hafa svarað. Annar segir fótinn ónýtann og hendir honum á meðan hinn segir ódýra varahluti í boði í Beco...
Þetta eru hreinlega samskipti sem eiga ekkert með að eiga sér stað á opinberum vettvangi, ekki á þessu stigi allavega. Rífið nú upp símana ykkar og leysið þetta bara ykkar á milli. Þið eruð báðir ósáttir en hljótið að geta fundið einhvern flöt. |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
|