Sjá spjallþráð - Vél keypt á Íslandi - Skráning í tolli - Kvittanir? :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Vél keypt á Íslandi - Skráning í tolli - Kvittanir?
Fara á blaðsíðu 1, 2, 3  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hið Opinbera
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
GeirHardarson


Skráður þann: 18 Sep 2009
Innlegg: 59
Staðsetning: Reykjavík
Canon
InnleggInnlegg: 05 Sep 2012 - 14:21:26    Efni innleggs: Vél keypt á Íslandi - Skráning í tolli - Kvittanir? Svara með tilvísun

Er að fara erlendis með vélina.
Þarf maður að vera með kvittanir og sýna þær(vélin keypt á Íslandi) þegar maður skráir vélina í tollinum á Keflavíkurvelli?
_________________
"Raunsýni er alltaf ruglað saman við svartsýni"
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
12joi


Skráður þann: 06 Jún 2009
Innlegg: 595
Staðsetning: Akureyri
Canon EOS-1Ds Mark II
InnleggInnlegg: 05 Sep 2012 - 14:52:11    Efni innleggs: Re: Vél keypt á Íslandi - Skráning í tolli - Kvittanir? Svara með tilvísun

GeirHardarson skrifaði:
Er að fara erlendis með vélina.
Þarf maður að vera með kvittanir og sýna þær(vélin keypt á Íslandi) þegar maður skráir vélina í tollinum á Keflavíkurvelli?


Ég fór með kvittun fyrir vél og linsu þegar ég fór erlendis, þeir litu ekki á þetta hvorki við brottför né heimkomu.
_________________
Canon 1Ds mark II, 5D mark III, EF 135 f/2 L USM, EF 70-200 2,8 L IS USM II, EF 24-105 f/4
http://www.flickr.com/photos/ottohar
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
GeirHardarson


Skráður þann: 18 Sep 2009
Innlegg: 59
Staðsetning: Reykjavík
Canon
InnleggInnlegg: 05 Sep 2012 - 14:57:50    Efni innleggs: Svara með tilvísun

OK, takk.
_________________
"Raunsýni er alltaf ruglað saman við svartsýni"
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
ArnarBergur


Skráður þann: 08 Feb 2009
Innlegg: 7515
Staðsetning: Reykjavík
The Sexy thing - 6D
InnleggInnlegg: 05 Sep 2012 - 15:12:22    Efni innleggs: Svara með tilvísun

GeirHardarson skrifaði:
OK, takk.


Ég myndi samt hafa það meðferðis ef þú hefur möguleika á því.

þeir geta alveg stoppað þig og þá er það þitt að sanna að þú hafir keypt þetta hér á landi til að sleppa við að þeir rukki þig jafnvel aftur við vsk og svona.
_________________
Myndasmiður
www.facebook.com/abmyndir
www.flickr.com/arnarbg
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
Gúrúinn


Skráður þann: 02 Júl 2007
Innlegg: 280
Staðsetning: Reykjavík
Canon EOS 70D
InnleggInnlegg: 05 Sep 2012 - 15:16:38    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Er með rétt mánaðargamla vél og skannaði kvittunina inn fyrir linsum og vél og hafði í símanum. Ég var ekkert stoppaður. Síðast spurði ég tollarana hvort ég ætti að skrá vélina úr landinu en þeir höfðu engan áhuga á því. Ég var heldur ekki stoppaður þá. En endilega hafðu kvittunina með, til öryggis.
_________________
Flickr
500px.com
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Halldór Ingi


Skráður þann: 15 Mar 2009
Innlegg: 705

Nikon D750
InnleggInnlegg: 05 Sep 2012 - 15:19:26    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þeir eru hættir að skrá niður hluti þegar þú ferð úr landi, þannig að já hafa allar kvittanir með í töskunni.
Þótt það séu ekki miklar líkur á að vera stoppaður þá er það bara þannig að í þessu ertu álitin sekur nema þú getir sannað annað Rolling Eyes
_________________
flickr
Galleríið á Facebook
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Alli69


Skráður þann: 29 Mar 2005
Innlegg: 910
Staðsetning: Reykjavík

InnleggInnlegg: 05 Sep 2012 - 15:55:33    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Það er ekki hægt að ætlast til þess að maður fái kvittun með notuðum hlutum sem maður kaupir.

Þannig að ef að tollurinn hefur rétt á að krefjast þess að sjá kvittanir þegar ég kem til baka, þá ætti það að vera minn réttur að krefjast þess að þeir skrái hlutinn úr landi þegar ég fer út (fyrst ég á engan kvittun).

Hef nú keypt helling af dóti hérna á lmk og aldrei fengið orginal kvittun með.

Á maður alltaf að vera með hnút í maganum í hvert sinn sem maður kemur "heim til sín" frá útlöndum með sama dót og maður tók út?? Eins og maður sér einhver dóp-smyglari??? Því maður a ekki "kvittun"?

Kommon þetta er algjörlega óþolandi svona bull!
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
ArnarBergur


Skráður þann: 08 Feb 2009
Innlegg: 7515
Staðsetning: Reykjavík
The Sexy thing - 6D
InnleggInnlegg: 05 Sep 2012 - 16:02:41    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Alli69 skrifaði:
Það er ekki hægt að ætlast til þess að maður fái kvittun með notuðum hlutum sem maður kaupir.

Þannig að ef að tollurinn hefur rétt á að krefjast þess að sjá kvittanir þegar ég kem til baka, þá ætti það að vera minn réttur að krefjast þess að þeir skrái hlutinn úr landi þegar ég fer út (fyrst ég á engan kvittun).

Hef nú keypt helling af dóti hérna á lmk og aldrei fengið orginal kvittun með.

Á maður alltaf að vera með hnút í maganum í hvert sinn sem maður kemur "heim til sín" frá útlöndum með sama dót og maður tók út?? Eins og maður sér einhver dóp-smyglari??? Því maður a ekki "kvittun"?

Kommon þetta er algjörlega óþolandi svona bull!


Því miður Alli þá já.

Ég hef sjálfur spurt að þessu og þeirra svar er bara einfalt, að mín er sönnunnarbirðinn ef þeir fara fram á að sjá kvittanir fyrir kaupum hér á landi.
Þetta er vitanlega mjög óþolandi bull en því miður þá veit ég um fólk sem hefur lent í svona dæmi.
_________________
Myndasmiður
www.facebook.com/abmyndir
www.flickr.com/arnarbg
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
KáriK


Skráður þann: 08 Sep 2011
Innlegg: 163
Staðsetning: Reykjavík
Nikon D7000
InnleggInnlegg: 05 Sep 2012 - 16:32:39    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég myndi ekki hafa miklar áhyggjur af þessu. Ég er sjálfur alltaf með útroðna ljósmyndatösku af kvittinum og pappírum ef ég skildi vera stoppaður. Svo stoppuðu þeir mig nú seinast þegar ég var að koma heim með allar græjurnar mínar. Ég bjó mig undir að fletta í gegnum allar kvittanir og sanna mitt sakleysi en þeir höfðu engan áhuga á þessu. Kinkuðu bara kolli eftir að hafa gegnumlýst dótið og hleyptu mér svo í gegn.

Bestu kveðjur,
Kári
_________________
http://www.fluidr.com/photos/valkvidi/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Nocturne


Skráður þann: 13 Nóv 2009
Innlegg: 747
Staðsetning: Hafnarfjörður
Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 05 Sep 2012 - 17:43:06    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Síðast þegar ég fór út þá tók ég bara mynd af kvittununum og hafði meðferðis... en ef þú átt ekki kvittanir þá getur þú alltaf opnað töskuna fyrir framan tollverðina þegar þú ferð út og tekið mynd af dótinu með tollverðina í bakgrunn... Very Happy
_________________
Kveðja,
Sigurður William
https://www.facebook.com/SiggiPhoto
http://www.flickr.com/photos/sigurdurwilliam/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Rotax


Skráður þann: 18 Okt 2011
Innlegg: 32
Staðsetning: Thule
Canon 450D
InnleggInnlegg: 05 Sep 2012 - 21:26:40    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég held að þeir séu mun áhugasamari um þá sem koma frá t.d. Bandaríkjunum heldur en þeim sem koma frá Evrópu.

Það er allavegana mín reynsla og það borgaði sig að vera með kvittun fyrir myndavél+linsu þegar ég kom seinast frá New York.
Var reyndar ekki með kvittun fyrir öllu en það var ekki skoðað nánar.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
GeirHardarson


Skráður þann: 18 Sep 2009
Innlegg: 59
Staðsetning: Reykjavík
Canon
InnleggInnlegg: 10 Sep 2012 - 16:04:58    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég talaði við þá í tollinum á Keflavíkurflugvelli.
1. Hætt að skrá búnað við brottför.
2. Þú verður að sýna kvittanir fyrir hlutum (keypt á Íslandi eða borgaður tollur) ef þú lendir í tékki við komuna til landsins.

Ergó, ekki taka sjensinn að fara með notaðan nótulausan búnað úr landi og koma með hann til baka. Bara ávísun á vesen.

Annars var ekkert verið að skoða við komuna frá Kaupmannahöfn þegar ég kom í gærkvöldi.

Kunningi minn kom til landsins fyrir nokkru og borgaði toll af myndavél. Hann fékk gulan miða á vélina en ekki linsuna. Plús kvittun.
_________________
"Raunsýni er alltaf ruglað saman við svartsýni"
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 10 Sep 2012 - 16:08:15    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Svöruðu þeir eitthvað hvað þú átt að gera ef þú kaupir notaðann búnað hérlendis ?
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Magnus


Skráður þann: 26 Nóv 2004
Innlegg: 1675
Staðsetning: Scotland
Canon EOS 5D
InnleggInnlegg: 10 Sep 2012 - 17:03:04    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þið verðið að muna að í tollinum á Íslandi eruð þið sek þangað til að þið mögulega einhvernveginn getið sannað sakleysi
_________________
Maggi / Canon 5D Mark II / Canon 24-104L / Canon 17-40L / Canon 50/1.4 / Flickr!
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
12joi


Skráður þann: 06 Jún 2009
Innlegg: 595
Staðsetning: Akureyri
Canon EOS-1Ds Mark II
InnleggInnlegg: 10 Sep 2012 - 17:13:08    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Keypti 5d classic hér á lmk í fyrra. Fór stuttu seinna með hana í Beco, þeir skönnuðu inn serialið og sáu að hún var keypt hjá þeim. Fékk svo kvittun sem ég hefði getað notað í tollinum. Keypti hana einmitt af Magnus hér á undan.
_________________
Canon 1Ds mark II, 5D mark III, EF 135 f/2 L USM, EF 70-200 2,8 L IS USM II, EF 24-105 f/4
http://www.flickr.com/photos/ottohar
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hið Opinbera Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu 1, 2, 3  Næsta
Blaðsíða 1 af 3

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group