Sjá spjallþráð - Áfram varðandu UST samkeppnina - bréf frá ráðuneyti :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Áfram varðandu UST samkeppnina - bréf frá ráðuneyti
Fara á blaðsíðu 1, 2, 3, 4  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hið Opinbera
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
 sje
Stjórn


Skráður þann: 04 Sep 2004
Innlegg: 14460

Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 16 Ágú 2012 - 22:22:47    Efni innleggs: Áfram varðandu UST samkeppnina - bréf frá ráðuneyti Svara með tilvísunÉg ætla sem sagt að skrifa í framhaldinu bréf til ráðaneytisins og kæra framkvæmdina.

Öll hjálp vel þegin ef þið hafið einhverja punkta til að koma með til að styðja málið.
_________________
Sigurður Jónas Eggertsson
Ljósmyndar af áhuga
sje@ljosmyndakeppni.is
gsm: 663-4321
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
 sje
Stjórn


Skráður þann: 04 Sep 2004
Innlegg: 14460

Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 17 Ágú 2012 - 0:01:06    Efni innleggs: Svara með tilvísun

uppkast

http://www.ust.is/default.aspx?pageid=be1a3bc6-451a-4acf-9b91-11715455140e


Erindi:
Kæra framkvæmd ljósmyndasamkeppni Umhverfisstofnunar

Óska eftir hraðmeðferð þar sem keppnin endar 31. ágúst 2012


Samantekt:
Það er ósiðlegt að tæla almenning með verðlaunum til að taka þátt í ljósmyndasamkeppni sem hefur þá auka reglu að gefa frá sér til keppnishaldara ótakmarkaðan rétt til að nota allar myndir keppninar í sína þágu. Aldrei eru formleg samkipti þar sem tryggt er að hver þátttakandi átti sig á þessum skilmálum. Skilmálarnir uppfylla þannig ekki lög um höfundarrétt. Krafan er því að reglum verði breytt þannig að UST verði að hafa samband við viðkomandi ljósmyndara, greiði sanngjarnt verð fyrir og fái formlega heimild til að nota þær myndir.
Einig að þær heimildir verði samkvæmt hefðbundum heimildum sem viðgangast almennt.


Nánar:
Eftir margar tilraunir til að fá starfsmenn UST til að breyta skilmálum keppninar er okkur nauður einn sá kostur að kæra framkvæmdina og krefjast þess að fella út eftirfarandi texta úr reglum keppninar, breyta honum eða að örðum kosti að keppnin í heild verð lögð niður.:

"...Umhverfisstofnun og Vatnajökulsþjóðgarður áskilja sér einnig rétt til að nota myndirnar án sérstakrar greiðslu til höfundar í kynningarefni fyrir og í tengslum við gerð fræðsluefnis um viðkomandi svæði. Umhverfisstofnun og Vatnajökulsþjóðgarður áskilja sér rétt til þess að skera myndirnar til þannig að þær henti til birtingar hverju sinni og í einhverjum tilvikum setja texta inn á myndir tengt kynningu og fræðslu. ..."


Umhverfisstofnun og þar með Íslenska ríkið hefur vel bolmagn til að greiða sanngjarnt verð fyrir þær myndir sem það hyggst nota í sitt kynningar og fræsðsluefni. Eins eru þessir skilmálar slæmt fordæmi og ekki ljósmyndun á Íslandi til framdráttar. Aldrei mun nokkur halda hönnunarkeppni með þeim skilmálum sem hér eru við hafðir. Það gerir þessa skilmála í bestafalli ósiðlega en í verstafalli ólöglega.

Ljósmyndasamkeppni UST er haldin á röngum forsendum. Keppnin er í raun yfirvarp til að safna myndum í myndabanka til að nýta í verkefni á vegum UST. Þátttakendum halda að þeir séu eingöngu að taka þátt í ljósmyndasamkeppni en eru einnig að gefa myndirnar sínar í myndabanka UST. Þetta skaðar ekki bara hagsmuni þeirra sem taka þátt heldur einnig þeirra sem gera út á þennan markað að selja ljósmyndir.
Skilmálarnir eru þannig að þeir stangast á við eða eru á mjög gráu svæði er kemur að höfundarréttarlögum. Fari svo að einhver fari í mál við UST vegna birtinga á myndum úr keppnini þá hefur UST ekkert í höndunum annað en nafnlaust útfyllt form á netinu. Því er framkvæmdin við söfnun mynda í myndabanka gölluð.
Þá er má horfa til ljósmyndasamkeppni wow þar sem mynd ljósmyndara var send í keppni án hans vitundar sem fékk þó að vísu farsælan endi þar sem bæði ljósmyndarinn og sú sem sendi myndina inn fengu verðlaun.

Þá má spyrja sig að því hve margir í raun lesi reglurnar til enda og verði meðvitaður um þessa skilmála. Við þekkjum öll hvað við erum vön að hoppa yfir notendaskilmála á hugbúnaði og öðru slíku.
_________________
Sigurður Jónas Eggertsson
Ljósmyndar af áhuga
sje@ljosmyndakeppni.is
gsm: 663-4321
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 17 Ágú 2012 - 0:08:32    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þar sem ég er í grunninn á móti svona skilmálum, en ekki endilega viðbrögðum við þeim. Þá stend ég hvorugu megin, en það hlýtur að hjálpa málstaðnum að reyna að benda á lögbrotið?

Það er ekki nóg að vera slæmt fordæmi og ljósmyndunar ekki til framdráttar, eða hvað?

Ég myndi allavega reyna að skerpa á lögbrotsábendingunum, þar sem það er væntanlega það eina sem máli skiptir.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
lara


Skráður þann: 06 Des 2004
Innlegg: 540
Staðsetning: Ólafsfjörður
Canon EOS 5D MKII
InnleggInnlegg: 17 Ágú 2012 - 0:09:41    Efni innleggs: Svara með tilvísun

sje skrifaði:
uppkast

http://www.ust.is/default.aspx?pageid=be1a3bc6-451a-4acf-9b91-11715455140e


Erindi:
Kæra framkvæmd ljósmyndasamkeppni Umhverfisstofnunar

Óska eftir hraðmeðferð þar sem keppnin endar 31. ágúst 2012


Samantekt:
Það er ósiðlegt að tæla almenning með verðlaunum til að taka þátt í ljósmyndasamkeppni sem hefur þá auka reglu að gefa frá sér til keppnishaldara ótakmarkaðan rétt til að nota allar myndir keppninar í sína þágu. Aldrei eru formleg samkipti þar sem tryggt er að hver þátttakandi átti sig á þessum skilmálum. Skilmálarnir uppfylla þannig ekki lög um höfundarrétt. Krafan er því að reglum verði breytt þannig að UST verði að hafa samband við viðkomandi ljósmyndara, greiði sanngjarnt verð fyrir og fái formlega heimild til að nota þær myndir.
Einig að þær heimildir verði samkvæmt hefðbundum heimildum sem viðgangast almennt.


Nánar:
Eftir margar tilraunir til að fá starfsmenn UST til að breyta skilmálum keppninar er okkur nauður einn sá kostur að kæra framkvæmdina og krefjast þess að fella út eftirfarandi texta úr reglum keppninar, breyta honum eða að örðum kosti að keppnin í heild verð lögð niður.:

"...Umhverfisstofnun og Vatnajökulsþjóðgarður áskilja sér einnig rétt til að nota myndirnar án sérstakrar greiðslu til höfundar í kynningarefni fyrir og í tengslum við gerð fræðsluefnis um viðkomandi svæði. Umhverfisstofnun og Vatnajökulsþjóðgarður áskilja sér rétt til þess að skera myndirnar til þannig að þær henti til birtingar hverju sinni og í einhverjum tilvikum setja texta inn á myndir tengt kynningu og fræðslu. ..."


Umhverfisstofnun og þar með Íslenska ríkið hefur vel bolmagn til að greiða sanngjarnt verð fyrir þær myndir sem það hyggst nota í sitt kynningar og fræsðsluefni. Eins eru þessir skilmálar slæmt fordæmi og ekki ljósmyndun á Íslandi til framdráttar. Aldrei mun nokkur halda hönnunarkeppni með þeim skilmálum sem hér eru við hafðir. Það gerir þessa skilmála í bestafalli ósiðlega en í verstafalli ólöglega.

Ljósmyndasamkeppni UST er haldin á röngum forsendum. Keppnin er í raun yfirvarp til að safna myndum í myndabanka til að nýta í verkefni á vegum UST. Þátttakendum halda að þeir séu eingöngu að taka þátt í ljósmyndasamkeppni en eru einnig að gefa myndirnar sínar í myndabanka UST. Þetta skaðar ekki bara hagsmuni þeirra sem taka þátt heldur einnig þeirra sem gera út á þennan markað að selja ljósmyndir.
Skilmálarnir eru þannig að þeir stangast á við eða eru á mjög gráu svæði er kemur að höfundarréttarlögum. Fari svo að einhver fari í mál við UST vegna birtinga á myndum úr keppnini þá hefur UST ekkert í höndunum annað en nafnlaust útfyllt form á netinu. Því er framkvæmdin við söfnun mynda í myndabanka gölluð.
Þá er má horfa til ljósmyndasamkeppni wow þar sem mynd ljósmyndara var send í keppni án hans vitundar sem fékk þó að vísu farsælan endi þar sem bæði ljósmyndarinn og sú sem sendi myndina inn fengu verðlaun.

Þá má spyrja sig að því hve margir í raun lesi reglurnar til enda og verði meðvitaður um þessa skilmála. Við þekkjum öll hvað við erum vön að hoppa yfir notendaskilmála á hugbúnaði og öðru slíku.


Ég set efasemdir um að það séu rök í kæru að þátttakendur lesi ekki leiðbeiningar. Ég myndi sleppa því að ætla fólki það.
_________________
Kær kveðja
Lára
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda Yahoo-skilaboð MSN-skilaboð
 sje
Stjórn


Skráður þann: 04 Sep 2004
Innlegg: 14460

Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 17 Ágú 2012 - 0:18:44    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Lára - mín reynsla af bara hugbúnaði og ljósmyndakeppnum er að mjög margir kynna sér ekki skilmálana.

Óskar - formlegur samningur um ótakmarkaða notkun verður í raun aldrei til þar sem þátttakandi er að senda myndir í ljósmyndasamkeppni en ekki að gefa myndir í myndabanka.
Mjög óljóst og óvíst að sendanda sé þetta alveg ljóst.
_________________
Sigurður Jónas Eggertsson
Ljósmyndar af áhuga
sje@ljosmyndakeppni.is
gsm: 663-4321
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 17 Ágú 2012 - 0:53:15    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Það erum ekki við sem þarf að sannfæra, þú baðst um ábendingar Wink
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
kgs


Skráður þann: 04 Júl 2005
Innlegg: 7072
Staðsetning: Reykjavík
Sigma DP1
InnleggInnlegg: 17 Ágú 2012 - 1:59:45    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Úr Höfundalögum:

Tilvitnun:
49. gr. Eftirgerð ljósmynda, sem ekki njóta verndar laga þessara sem listaverk, sbr. 2. mgr. 1. gr., er óheimil án samþykkis ljósmyndara eða þess aðilja, sem rétt hans hefur hlotið. [Enn fremur er óheimilt að birta slíkar ljósmyndir án samþykkis rétthafa.]1) Nú er slík mynd birt opinberlega í atvinnuskyni eða ávinnings, og á ljósmyndari eða síðari rétthafi þá kröfu til þóknunar. Vernd ljósmyndar samkvæmt þessari grein skal haldast, uns liðin eru [50 ár]1) frá næstu áramótum eftir gerð hennar.
Ákvæði II. kafla laga þessara taka til ljósmynda þeirra, sem í 1. mgr. getur, eftir því sem við á.


Þetta er skýrt. Rétthafinn, hver sem hann er, á rétt á greiðslum fyrir myndirnar.

Tilvitnun:
4. gr. Skylt er, eftir því sem við getur átt, að geta nafns höfundar bæði á eintökum verks og þegar það er birt.
Óheimilt er að breyta verki höfundar eða birta það með þeim hætti eða í því samhengi, að skert geti höfundarheiður hans eða höfundarsérkenni.
Ógilt er afsal höfundar á rétti samkvæmt þessari grein, nema um einstök tilvik sé að ræða, sem skýrt eru tilgreind bæði um tegund og efni.


Þessi grein segir að afsal höfundar á rétti sínum verði að vera skýr bæði um tegund og efni. Framhjá þessari reglu ætti því ekki að vera fært eignaupptökuskilmálum keppninnar nema að mjög takmörkuðu leiti, t.d. ef það lægi fyrir einhver útgáfuáætlun eða tímamörk notkunarréttarins, t.d. innan árs.

Höfundalögin ganga einmitt út á það að rétthafar lendi ekki í gini svona hákarla sem þessar opinberu stofnanir líta út fyrir að vera.
_________________
Kveðja,
Kalli stillti Gott
Copy - 20Gb+ frí (Betra en Dropbox). Smile


Síðast breytt af kgs þann 17 Ágú 2012 - 2:06:20, breytt 2 sinnum samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
 sje
Stjórn


Skráður þann: 04 Sep 2004
Innlegg: 14460

Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 17 Ágú 2012 - 2:01:09    Efni innleggs: Svara með tilvísun

oskar skrifaði:
Það erum ekki við sem þarf að sannfæra, þú baðst um ábendingar Wink


já, var bara að úskýra frekar heldur en að sannfæra eitthvað.
_________________
Sigurður Jónas Eggertsson
Ljósmyndar af áhuga
sje@ljosmyndakeppni.is
gsm: 663-4321
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
 sje
Stjórn


Skráður þann: 04 Sep 2004
Innlegg: 14460

Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 17 Ágú 2012 - 2:40:04    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Tilvitnun:

Umhverfisráðuneytið
Skuggasundi 1
150 ReykjavíkErindi:
Kæra framkvæmd ljósmyndasamkeppni Umhverfisstofnunar
http://www.ust.is/default.aspx?pageid=be1a3bc6-451a-4acf-9b91-11715455140e

Óska eftir hraðmeðferð þar sem keppnin endar 31. ágúst 2012


Samantekt:
Það er ósiðlegt að tæla almenning með verðlaunum til að taka þátt í ljósmyndasamkeppni sem hefur þá auka reglu að gefa frá sér til keppnishaldara ótakmarkaðan rétt til að nota allar myndir keppninar í sína þágu. Aldrei eru formleg samkipti þar sem tryggt er að hver þátttakandi átti sig á þessum skilmálum. Skilmálarnir uppfylla einnig ekki lög um höfundarrétt. Krafan er því að reglum verði breytt þannig að UST verði að hafa samband við viðkomandi ljósmyndara, greiði sanngjarnt verð fyrir og fái formlega heimild til að nota þær myndir.
Einig að þær heimildir verði samkvæmt hefðbundum heimildum sem viðgangast almennt.

Nánar:
Eftir margar tilraunir til að fá starfsmenn UST til að breyta skilmálum keppninar er okkur nauður einn sá kostur að kæra framkvæmdina og krefjast þess að fella út eftirfarandi texta úr reglum keppninar, breyta honum eða að örðum kosti að keppnin í heild verð lögð niður.:
"...Umhverfisstofnun og Vatnajökulsþjóðgarður áskilja sér einnig rétt til að nota myndirnar án sérstakrar greiðslu til höfundar í kynningarefni fyrir og í tengslum við gerð fræðsluefnis um viðkomandi svæði. Umhverfisstofnun og Vatnajökulsþjóðgarður áskilja sér rétt til þess að skera myndirnar til þannig að þær henti til birtingar hverju sinni og í einhverjum tilvikum setja texta inn á myndir tengt kynningu og fræðslu. ..."

Skilmálarnir eru óljósir, án tímatakmarka og mjög óljós, ekkert skýrt tilgreint tegund og efni. Á höfundur von að sjá myndirnar á auglýsingarspjöldum, bókum, bæklingum, auglýsignum í fjölmiðlum?

"4. gr. Skylt er, eftir því sem við getur átt, að geta nafns höfundar bæði á eintökum verks og þegar það er birt.
Óheimilt er að breyta verki höfundar eða birta það með þeim hætti eða í því samhengi, að skert geti höfundarheiður hans eða höfundarsérkenni.
Ógilt er afsal höfundar á rétti samkvæmt þessari grein, nema um einstök tilvik sé að ræða, sem skýrt eru tilgreind bæði um tegund og efni."

Umhverfisstofnun og þar með Íslenska ríkið hefur vel bolmagn til að greiða sanngjarnt verð fyrir þær myndir sem það hyggst nota í sitt kynningar og fræsðsluefni. Eins eru þessir skilmálar slæmt fordæmi og ekki ljósmyndun á Íslandi til framdráttar. Aldrei mun nokkur halda hönnunarkeppni með þeim skilmálum sem hér eru við hafðir. Það gerir þessa skilmála í bestafalli ósiðlega en í verstafalli ólöglega.

"49. gr. Eftirgerð ljósmynda, sem ekki njóta verndar laga þessara sem listaverk, sbr. 2. mgr. 1. gr., er óheimil án samþykkis ljósmyndara eða þess aðilja, sem rétt hans hefur hlotið. [Enn fremur er óheimilt að birta slíkar ljósmyndir án samþykkis rétthafa.]1) Nú er slík mynd birt opinberlega í atvinnuskyni eða ávinnings, og á ljósmyndari eða síðari rétthafi þá kröfu til þóknunar. Vernd ljósmyndar samkvæmt þessari grein skal haldast, uns liðin eru [50 ár]1) frá næstu áramótum eftir gerð hennar.
Ákvæði II. kafla laga þessara taka til ljósmynda þeirra, sem í 1. mgr. getur, eftir því sem við á. "


Ljósmyndasamkeppni UST er haldin á röngum forsendum. Keppnin er í raun yfirvarp til að safna myndum í myndabanka til að nýta í verkefni á vegum UST. Þátttakendum halda að þeir séu eingöngu að taka þátt í ljósmyndasamkeppni en eru einnig að gefa myndirnar sínar í myndabanka UST. Þetta skaðar ekki bara hagsmuni þeirra sem taka þátt heldur einnig þeirra sem gera út á þennan markað að selja ljósmyndir.
Skilmálarnir eru þannig að þeir stangast á við eða eru á mjög gráu svæði er kemur að höfundarréttarlögum. Fari svo að einhver fari í mál við UST vegna birtinga á myndum úr keppnini þá hefur UST ekkert í höndunum annað en nafnlaust útfyllt form á netinu. Því er framkvæmdin við söfnun mynda í myndabanka gölluð.
Þá er má horfa til ljósmyndasamkeppni wow þar sem mynd ljósmyndara var send í keppni án hans vitundar sem fékk þó að vísu farsælan endi þar sem bæði ljósmyndarinn og sú sem sendi myndina inn fengu verðlaun.

Þá má spyrja sig að því hve margir í raun lesi reglurnar til enda og verði meðvitaður um þessa skilmála. Við þekkjum öll hvað við erum vön að hoppa yfir notendaskilmála á hugbúnaði og öðru slíku.
_____________________
Sigurður Jónas Eggertsson
170273-5089held ég sendi þetta svona á þá... þarf kannski að lesa þetta yfir á blaði áður..
_________________
Sigurður Jónas Eggertsson
Ljósmyndar af áhuga
sje@ljosmyndakeppni.is
gsm: 663-4321
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
kgs


Skráður þann: 04 Júl 2005
Innlegg: 7072
Staðsetning: Reykjavík
Sigma DP1
InnleggInnlegg: 17 Ágú 2012 - 2:52:56    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Já, ég mæli með pappírspróförk til að fækka villum. Gott framtak, Sigurður.
_________________
Kveðja,
Kalli stillti Gott
Copy - 20Gb+ frí (Betra en Dropbox). Smile


Síðast breytt af kgs þann 17 Ágú 2012 - 4:35:01, breytt 1 sinni samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
 sje
Stjórn


Skráður þann: 04 Sep 2004
Innlegg: 14460

Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 17 Ágú 2012 - 10:18:52    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þetta er komið aðeins lagfært upp í ráðuneyti.
_________________
Sigurður Jónas Eggertsson
Ljósmyndar af áhuga
sje@ljosmyndakeppni.is
gsm: 663-4321
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
garrinn


Skráður þann: 06 Jan 2008
Innlegg: 3619
Staðsetning: Akureyri
Canon EOS 5D
InnleggInnlegg: 17 Ágú 2012 - 11:52:43    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hefði kannski nálgast þetta á aðeins annan hátt, allvega hefði ég sleppt þessari línu:

"Þá má spyrja sig að því hve margir í raun lesi reglurnar til enda og verði meðvitaður um þessa skilmála. Við þekkjum öll hvað við erum vön að hoppa yfir notendaskilmála á hugbúnaði og öðru slíku."

Þarna ertu að búa til "flóttaleið" fyrir verjendur kærunar. Það er, rökin gilda bara alls ekki. Ímyndaðu þér ökumann sem ekur á 60 í 30km hverfi og segist ekki hafa tekið eftir bann skiltum þegar hann ók inn í íbúðahverfið. Slík rök vega að sjálfsögðu ekkert.
_________________
Canon EOS 5D, 1D MKIIn
Myndir stórar - PAD Garrinn
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
 sje
Stjórn


Skráður þann: 04 Sep 2004
Innlegg: 14460

Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 17 Ágú 2012 - 12:21:29    Efni innleggs: Svara með tilvísun

garrinn skrifaði:
Hefði kannski nálgast þetta á aðeins annan hátt, allvega hefði ég sleppt þessari línu:

"Þá má spyrja sig að því hve margir í raun lesi reglurnar til enda og verði meðvitaður um þessa skilmála. Við þekkjum öll hvað við erum vön að hoppa yfir notendaskilmála á hugbúnaði og öðru slíku."

Þarna ertu að búa til "flóttaleið" fyrir verjendur kærunar. Það er, rökin gilda bara alls ekki. Ímyndaðu þér ökumann sem ekur á 60 í 30km hverfi og segist ekki hafa tekið eftir bann skiltum þegar hann ók inn í íbúðahverfið. Slík rök vega að sjálfsögðu ekkert.


já, var á báðum áttum með einmitt þetta en lét það halda sér. Finnst samt samlíkingin hjá þér ekki ganga alveg upp.

Ástæðan fyrir þessu er að reyna að benda á að það er ekki tryggt í þessu að fólk sé að gefa upplýst samþykki þar sem fólk er að taka þátt í ljósmyndasamkeppni en ekki að senda myndir inn í myndabanka sem virðist á endanum vera raunin.
_________________
Sigurður Jónas Eggertsson
Ljósmyndar af áhuga
sje@ljosmyndakeppni.is
gsm: 663-4321
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
garrinn


Skráður þann: 06 Jan 2008
Innlegg: 3619
Staðsetning: Akureyri
Canon EOS 5D
InnleggInnlegg: 17 Ágú 2012 - 12:28:10    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Skil þig.

En hversu oft les maður skilmála á bak við hakið, "I accept these terms.." ?

Auðvitað aldrei. En það er nóg fyrir lögaðila að menn hafi samþykkt skilmálana. Man einmitt ekki betur en að þetta komi fram í skilmálum keppninnar.
_________________
Canon EOS 5D, 1D MKIIn
Myndir stórar - PAD Garrinn
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
kgs


Skráður þann: 04 Júl 2005
Innlegg: 7072
Staðsetning: Reykjavík
Sigma DP1
InnleggInnlegg: 17 Ágú 2012 - 13:21:53    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Mín skoðun er sú að afsal höfunda á rétti sínum til þessara ríkisstofnana skv. 4. grein höfundalaga sé ekki nægilega einstök eða nægilega skýrt tilgreind að afsalið sé gilt.
_________________
Kveðja,
Kalli stillti Gott
Copy - 20Gb+ frí (Betra en Dropbox). Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hið Opinbera Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu 1, 2, 3, 4  Næsta
Blaðsíða 1 af 4

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group