Sjá spjallþráð - Fjarnám í listljósmyndun í Menntaskólanum á Tröllaskaga :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Fjarnám í listljósmyndun í Menntaskólanum á Tröllaskaga
Fara á blaðsíðu 1, 2, 3  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Nám
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
lara


Skráður þann: 06 Des 2004
Innlegg: 540
Staðsetning: Ólafsfjörður
Canon EOS 5D MKII
InnleggInnlegg: 15 Ágú 2012 - 20:29:27    Efni innleggs: Fjarnám í listljósmyndun í Menntaskólanum á Tröllaskaga Svara með tilvísun

Komið þið sæl,

við í Menntaskólanum á Tröllaskaga www.mtr.is ætlum gefa nokkrum nemendum kost á að koma í fjarnám í listljósmyndun nú í haust. Annars vegar í grunnáfanga sem fjallar um myndatöku, ljósmyndun sem list, listljósmyndara, ljósmyndaseríur og fleira. Hér er áfangalýsing fyrir þann áfanga sem hefur verið kenndur tvisvar sinnum áður: http://www.mtr.is/is/moya/page/listljosmyndun-lil2a05/

Einnig í áfanga um myndvinnslu með Lightroom og samsettar myndir í Photoshop. Þetta er nýr áfangi og áfangalýsingin er ekki komin inn.

Áfanginn er í boði í gegnum Fjarmenntaskólann www.fjarmenntaskolinn.is Kennsla hefst á miðvikudag í næstu viku en það er í lagi að koma inn fram til 25. ágúst.

Nemendur koma með nemendum sem eru í staðnámi.

Væri gaman að fá einhverja áhugasama héðan sem langar til að læra.
_________________
Kær kveðja
Lára
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda Yahoo-skilaboð MSN-skilaboð
A. Dent


Skráður þann: 08 Mar 2006
Innlegg: 474
Staðsetning: Ísafjörður
Canon EOS 7D
InnleggInnlegg: 15 Ágú 2012 - 20:54:29    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hvað kostar námiðið og hvað er þetta langt nám?
_________________
Don´t panic.
Hlynur.Kr. /></a></span><span class=
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
totifoto


Skráður þann: 11 Des 2004
Innlegg: 6860


InnleggInnlegg: 15 Ágú 2012 - 20:57:48    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þetta hljómar vel, væri alveg til í að taka þennan listljósmyndaáfanga.

Hvernig er það þarf maður að koma norður á einhverjum tímapunktum?

Hvað kostar námið?
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
lara


Skráður þann: 06 Des 2004
Innlegg: 540
Staðsetning: Ólafsfjörður
Canon EOS 5D MKII
InnleggInnlegg: 15 Ágú 2012 - 21:30:55    Efni innleggs: Svara með tilvísun

totifoto skrifaði:
Þetta hljómar vel, væri alveg til í að taka þennan listljósmyndaáfanga.

Hvernig er það þarf maður að koma norður á einhverjum tímapunktum?

Hvað kostar námið?


Nei þú þarft ekki að koma norður. Það verður að vísu annar áfangi í ljósmyndun í miðannarvikunni sem byrjar 15. október og hann er algerlega á staðnum. Það er ekki frágengið hverjir koma núna en áður hafa verið Þórhallur Jónsson í Pedrómyndum frábær á græjur og tæki, Helga Kvam með myndvinnslu og listljósmyndun, Völundur Jónsson með auglýsingaljósmyndun, Hörður Geirsson með gömlu myndavélina sína og sýndi þeim myndatöku á glerplötur og fjallaði um ljósmyndasögu Eyjafjarðar. En það er alfarið staðbundin lota.

Verðið er það sama og verð í annað hjá Fjarmenntaskólanum http://fjarmenntaskolinn.is/?page_id=98. Ef menn skrá sig í fleiri áfanga þar en tvo hækkar verðið ekki.
_________________
Kær kveðja
Lára
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda Yahoo-skilaboð MSN-skilaboð
A. Dent


Skráður þann: 08 Mar 2006
Innlegg: 474
Staðsetning: Ísafjörður
Canon EOS 7D
InnleggInnlegg: 15 Ágú 2012 - 21:42:14    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Er það rétt skilið hjá mér að myndvinnsluáfanginn sé sér áfangi?
_________________
Don´t panic.
Hlynur.Kr. /></a></span><span class=
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
lara


Skráður þann: 06 Des 2004
Innlegg: 540
Staðsetning: Ólafsfjörður
Canon EOS 5D MKII
InnleggInnlegg: 15 Ágú 2012 - 21:50:45    Efni innleggs: Svara með tilvísun

A. Dent skrifaði:
Hvað kostar námiðið og hvað er þetta langt nám?


Verðið er skv. verðlista Fjarmenntaskólans http://fjarmenntaskolinn.is/?page_id=98.

Þetta er einnar annar nám og gefur 5 einingar eftir nýju kerfi framhaldsskólanna (er yfirleitt varpað yfir í 3 gamlar einingar). Námið stendur út önnina fyrir utan að það er frí vikuna sem byrjar 15. október. Það er ekkert lokapróf en próf á önninni og töluvert um verkefni.

Námið fer fram í Moodle og þar skila allir nemendur sínum verkefnum bæði stað- og fjarnemendur þannig að allir sjá verkefni allra.

Mögulegt er að tengjast kennslustundunum í gegnum Skype ef menn vilja það en tímarnir eru á miðvikudögum frá 13:25 til 15:35 í áfanganum um landslag og myndavél en á sama tíma á fimmtudögum fyrir vinnsluna. Það þarf þó ekkert að mæta þar því allt kennsluefni og það sem þarf að gera verður á Moodle.
_________________
Kær kveðja
Lára
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda Yahoo-skilaboð MSN-skilaboð
lara


Skráður þann: 06 Des 2004
Innlegg: 540
Staðsetning: Ólafsfjörður
Canon EOS 5D MKII
InnleggInnlegg: 15 Ágú 2012 - 21:51:59    Efni innleggs: Svara með tilvísun

A. Dent skrifaði:
Er það rétt skilið hjá mér að myndvinnsluáfanginn sé sér áfangi?


Já, það er að vísu farið í vinnslu í hinum áföngunum (ekki djúpt) en þessi er massívari vinnsla og mest í Lightroom.
_________________
Kær kveðja
Lára
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda Yahoo-skilaboð MSN-skilaboð
Konny


Skráður þann: 01 Okt 2006
Innlegg: 2652
Staðsetning: Vestmannaeyjar
PentaxK5
InnleggInnlegg: 15 Ágú 2012 - 22:00:15    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Er hægt að fá aðeins betri útlistun á námsskipulaginu. Eru þetta venjulegar 3ja mánaðar annir og eru sett fyrir verkefni vikulega eða sjaldnar. Eru fyrirlestrar á netinu.Bara svona almennt hvað má reikna með löngum tíma á viku fyrir námið og eiginlega hve mikla kennslu fær maður eða er þetta mikið til sjáflsnám.

Tók ljósmyndaáfanga í Tækniskólanum í fjarnámi og hann var í raun bara sjálfsnám, með verkefni á 2ja vikna fresti og einkun fyrir það.

Mér finnst þetta mjög spennandi, en var víst búin að segja öllum að ég væri komin í námspásu en maður veit aldrei.

Ok ég sé að það eru komin svör við ýmsum atriðum hér fyrir ofan.
_________________
http://www.flickr.com/photos/lubbakonsa/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
lara


Skráður þann: 06 Des 2004
Innlegg: 540
Staðsetning: Ólafsfjörður
Canon EOS 5D MKII
InnleggInnlegg: 15 Ágú 2012 - 22:21:25    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Konny skrifaði:
Er hægt að fá aðeins betri útlistun á námsskipulaginu. Eru þetta venjulegar 3ja mánaðar annir og eru sett fyrir verkefni vikulega eða sjaldnar. Eru fyrirlestrar á netinu.Bara svona almennt hvað má reikna með löngum tíma á viku fyrir námið og eiginlega hve mikla kennslu fær maður eða er þetta mikið til sjáflsnám.


Hver vika hefst á miðnætti milli sunnu- og mánudags. Henni lýkur á sama tíma viku síðar. Innan hverrar viku eru viðfangsefni sem þarf að leysa og eru metin til einkunnar. Þetta er námsönn ekki ólík því sem er í framhaldsskóla en þó er skipulagið aðeins öðruvísi því það eru ekki lokapróf.

Önn lýkur með sýningu sem hangir uppi í skólanum í eina viku. Hingað til hafa komið um 300 manns á tveimur klukkutímum þegar formlega sýningin er. Fjarnemendur þurfa að senda myndirnar sínar á sýninguna en við getum hengt upp fyrir þau.

Kennsluefnið er texti, myndbönd en mestu skiptir umræðan þar sem nemendur læra að gagnrýna ljósmyndir og læra í gegnum þá gagnrýni.

Í lögum Alþingis frá 2008 sem MTR er tekið upp nýtt einingakerfi þar sem vinnutími nemandans er mældur en ekki vinnutími kennarans. Allir framhaldsskólar eiga að vera búnir að taka það kerfi upp ekki síðar en 2015, ég veit ekki hverjir eru að byrja núna í haust en áður eru byrjaðir Kvennó, FMos, MA, ME og við. Ég veit að MH byrjar núna í haust með þá sem eru að innritast.

En allavega ein eining er mæld sem einn vinnudagur nemanda 6-8 klukkustundir þannig er 5 eininga áfangi fimmfalt það og deilt niður á vikur. Í vinnutíma nemanda eru mældar kennslustundir og reynt að álykta hvað hann er lengi að leysa verkefni og aðra vinnu sem hann á að inna af hendi. Mér hefur nú gengið illa að mæla myndatökuferðir nemenda enda hættir þeim til að mynda lengur og meira heldur en ég er að krefjast enda hef ég verið með marga mjög áhugasama nemendur.

Fjarnám krefst fyrst og fremst sjálfsaga en við erum ekki að miða við sjálfsnám. Þú getur alltaf haft samband við kennara og hann væri vís til að hafa samband við þig. Auk þess eru allir nemendur saman inn á Moodle og áfanginn keyrður miðað við það.

Þið getið síðan séð myndir frá vorsýningu nemenda í vor en þá vorum við með stúdíóáfanga (sem við getum því miður ekki sett í fjarnám nema fyrir þá sem hafa aðgang að stúdíói) þið getið séð þær myndir hér en þar er miklu fleira en ljósmyndun http://www.mtr.is/is/skolinn/myndir/voronn-2012/vorsyning-2012 Hér er síðan haustsýningin frá því í fyrra en það er afrakstur landslags/myndavélar áfangans sem er sá sami og núna hann heitir reyndar LIL2A05 http://www.mtr.is/is/skolinn/myndir/haustonn-2011/haustsyning-2011
_________________
Kær kveðja
Lára
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda Yahoo-skilaboð MSN-skilaboð
lara


Skráður þann: 06 Des 2004
Innlegg: 540
Staðsetning: Ólafsfjörður
Canon EOS 5D MKII
InnleggInnlegg: 15 Ágú 2012 - 22:28:03    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hérna eru svo myndir frá miðannarviku frá síðustu önn þar er meira sýnt frá nemendum að læra http://www.mtr.is/is/skolinn/myndir/voronn-2012/mid-ljosmyndun
_________________
Kær kveðja
Lára
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda Yahoo-skilaboð MSN-skilaboð
Konny


Skráður þann: 01 Okt 2006
Innlegg: 2652
Staðsetning: Vestmannaeyjar
PentaxK5
InnleggInnlegg: 15 Ágú 2012 - 22:51:55    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Takk Lára fyrir öll svörin, nokkrar spurningar í viðbót, hvað komast margir inn í fjarnámið og er þetta tilraun, eða verður boðið áfram uppá fjarnám.
_________________
http://www.flickr.com/photos/lubbakonsa/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
kgs


Skráður þann: 04 Júl 2005
Innlegg: 7072
Staðsetning: Reykjavík
Sigma DP1
InnleggInnlegg: 15 Ágú 2012 - 22:56:33    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Líst vel á þetta framtak. Smile
_________________
Kveðja,
Kalli stillti Gott
Copy - 20Gb+ frí (Betra en Dropbox). Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
lara


Skráður þann: 06 Des 2004
Innlegg: 540
Staðsetning: Ólafsfjörður
Canon EOS 5D MKII
InnleggInnlegg: 15 Ágú 2012 - 22:59:46    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Konny skrifaði:
Takk Lára fyrir öll svörin, nokkrar spurningar í viðbót, hvað komast margir inn í fjarnámið og er þetta tilraun, eða verður boðið áfram uppá fjarnám.


Ég reikna með að taka að hámarki 5 í hvorn hóp. Ég held að það sé góð blanda til að byrja með til að sjá hvernig þetta gengur. Mér er mikið í mun að við veitum góða þjónustu og veit að það tekur tíma að byggja slíkt upp. Ég er búin að fjarkenna á neti í tæp 30 ár svo ég þekki aðferðafræðina nokkuð vel. Sjálf var ég í fjarnámi í meistaranámi mínu í listljósmyndun frá Academy of Art University og ég nota aðferðir þaðan í fjarnáminu. Því er ég sannfærð um (þar til annað kemur í ljós) að þetta mun ganga vel og þetta er bara byrjunin. Ég stefni á að bjóða fast 4-5 áfanga á hverju skólaári til að uppfylla þarfir nemenda minna sem eru á listljósmyndabraut sem lýst er hér http://www.mtr.is/is/namid/namsbrautir/listabraut/listljosmyndunarsvid

Menntaskólinn á Tröllaskaga er fámennur framhaldsskóli og ætlar að vera það en sérhæfa sig á nokkrum sviðum og þar á meðal í listum. Til þess að geta það í svo fámennum skóla þurfum við að reyna að draga fleiri að á þeim sviðum til þess að það gangi fjárhagslega upp. Því leggjum við mikinn metnað í að gera þetta vel. EN það þýðir ekki að við séum fullkomin og að við þurfum ekki að læra af reynslu. Það er annað að kenna listljósmyndun á framhaldsskólastigi en háskólastigi svo það þarf að vera dálítið umburðarlyndi til að byrja með en gagnrýnið umburðarlyndi það er segja hvað fólki finnst svo hægt sé að bæta námið.
_________________
Kær kveðja
Lára
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda Yahoo-skilaboð MSN-skilaboð
lara


Skráður þann: 06 Des 2004
Innlegg: 540
Staðsetning: Ólafsfjörður
Canon EOS 5D MKII
InnleggInnlegg: 15 Ágú 2012 - 23:08:15    Efni innleggs: Svara með tilvísun

kgs skrifaði:
Líst vel á þetta framtak. Smile


Kærar þakkir, ég hef haft áhuga á því að þetta gerist í mörg ár og er mjög spennt að sjá það loks verða að veruleika.
_________________
Kær kveðja
Lára
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda Yahoo-skilaboð MSN-skilaboð
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 15 Ágú 2012 - 23:56:47    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Frábært!

Hef enga trú á öðru en að þetta sé æði!
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Nám Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu 1, 2, 3  Næsta
Blaðsíða 1 af 3

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group