Sjá spjallþráð - Hefðurðu áhuga á námskeiði í filmuframköllun? :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Hefðurðu áhuga á námskeiði í filmuframköllun?
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Filma
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
totifoto


Skráður þann: 11 Des 2004
Innlegg: 6860


InnleggInnlegg: 12 Ágú 2012 - 15:13:28    Efni innleggs: Hefðurðu áhuga á námskeiði í filmuframköllun? Svara með tilvísun

Ég er að reyna setja saman námskeið í filmuframköllun og langaði að athuga hvort að fólk hér inni hefði áhuga á svoleiðis og hversu mikið það væri til í að borga fyrir það.

Ég er að reyna koma því upp við mig hversu mikið ég ætti að hafa innifalið og hversu mörg skipti námskeiðið ætti að vera.

Ein hugmyndin er frekar vegleg og innifalið í því væri framköllunartankur, skiptipoki og filma ásamt vökvum á námskeiðinu til að framkalla 1-2 filmur. Það tæki kannski 2-3 kvöld og væri farið yfir ýmislegt í formi fyrirestrar ásamt kennslu.

ódyrast leiðin væri bara sú að fólk þyrfti að verða sér útum dótið sjálft og kæmi bara til mín með dótið og ég myndi kenna á það.

Hvað segiði?

Og er einvher hér sem hefur haldið einherskonar námskeið og veitt hvernig ég þarf að haga mér gagnvart skattinum og þvíumlíku?
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
A.Albert


Skráður þann: 01 Okt 2007
Innlegg: 1341
Staðsetning: Akureyri
Pentax K20D
InnleggInnlegg: 12 Ágú 2012 - 15:23:29    Efni innleggs: Svara með tilvísun

er ekki hægt að fara á námskeið í námskeiðahaldi ? .. Laughing
en það er niðugt að bjóða upp á svona námskeið .. svo geturu líka gert fleyri vídjó eins og um árið Wink
_________________
Flickr!
"If you're not yourself, who are you?"
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
asgeire


Skráður þann: 01 Jún 2009
Innlegg: 87

Nikon D5100
InnleggInnlegg: 12 Ágú 2012 - 16:30:08    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég hef tölverða reynslu af því að halda hin ýmsu námskeið og hefur það reynst mér best að hugsa út hvað ég myndi vera til í að borga fyrir námskeiðið og hvað ég væri til í að sætta mig fyrir að fá borgað fyrir að halda námskeiðið.

Þetta fer allt eftir tíma og fyrirhöfn, að halda 4 tíma námskeið krefst kannski 2-5 tíma undirbúnings, hafa til kennslugögn útbúa stundaskrá, fara yfir skráningar osfrv. Fólk sem sækir námskeið gera sér ekki alltaf grein fyrir þessu undirbúnings tíma og finnst því námskeið oft dýr eða stimpla þau sem gróðastarfsemi. Að sama skapi eru margir sem að halda námskeið sem að gera sér ekki grein fyrir tímanum sem fer í þennan undirbúning og eru þar af leiðandi oft komin niður í að fá mjög látt tímakaup.


Ég hef sjálfur ekki mikið verið að kenna námskeið fyrir einstaklinga, heldur aðalega fyrirtæki og þar eru oft stærri hópar sem að sækja mín námskeið og ég er samt alltaf með sömu þumalputta reglu, hvað sætti ég mig við að fá fyrir kennsluna, ég veit að oft hefði ég getað rukkað miklu meira ein ég geri, en ég vill frekar halda viðskiptunum.

Nú veit ég ekki mikið um framköllun en ég gera fastlega ráð fyrir því að þetta sé mjög sérhæft og gæti krafist tölverðs undirbúnings, svo ég ráðlegg þér að taka þann tíma inn í reikninginn að einhverju leiti allavega því ef það er eftirspurn eftir því að læra þetta og verðið er sanngjarnt þá færðu pottþétt einhvern til að mæta.

Svo með að hafa námskeið með öllu inniföldu eins og þú varst að tala um, þá myndi ég frekar hafa það valkvæmt, hvort fólk vill fá allt hjá þér og borga þar með meira fyrir námskeiðið eða koma með sitt dót sjálfir og borga þar með minna.

Ég vona að þetta hjálp þér eitthvað við þessar pælingar þínar og gangi þér vel með þetta.
_________________
Ásgeir E. Guðnason

Nikon D5100
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
asgeire


Skráður þann: 01 Jún 2009
Innlegg: 87

Nikon D5100
InnleggInnlegg: 12 Ágú 2012 - 16:31:33    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Gleymdi með skattinn, þú þarft ekki að borga VSK af kennslu, bara staðgreiðslu og það sem því fylgir.
_________________
Ásgeir E. Guðnason

Nikon D5100
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
totifoto


Skráður þann: 11 Des 2004
Innlegg: 6860


InnleggInnlegg: 12 Ágú 2012 - 22:37:32    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Kærar þakkir fyrir þetta innlegg. Gott

Já ég var ekkert búin að spá í tímanum sem fer í undirbúning og þess háttar heldur eingöngu kostnaðarhliðina á þessu eins og aðbúnað og húsnæði.

Ég hef bara fengið annsi margar fyrirspurnig um hvort að ég sé með námskeið eða biti um námskeið.

Ég er alls ekki að spá í að gera þetta sem einhverja gróðrastarfsemi heldur bara til gamans, má samt ekki taka of mikin tíma frá manni og heldur ekki kosta mann peninga.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Marel


Skráður þann: 25 Maí 2009
Innlegg: 609

Great Wall DF2, Canon AE-1 Program
InnleggInnlegg: 13 Ágú 2012 - 21:23:45    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég er alltaf að humma það fram af mér að læra framköllunina, þetta væri jafnvel kjörið tækifæri til að hætta humminu og byrja að syngja.
_________________
Flickrið mitt
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Konny


Skráður þann: 01 Okt 2006
Innlegg: 2652
Staðsetning: Vestmannaeyjar
PentaxK5
InnleggInnlegg: 14 Ágú 2012 - 8:59:31    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ertu að tala um námskeið í bænum eða annarsstaðar á landinu.

Mig hefur alltaf langað til að læra framköllun. Sótti um að fara í ljósmyndun oftar en einu sinni í barnaskóla á sínum tíma, en alltaf fengu bara strákarnir að fara í hana og mér hent í matreiðslu í staðinn. ( Ég hef engan áhuga á að elda mat )
_________________
http://www.flickr.com/photos/lubbakonsa/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
totifoto


Skráður þann: 11 Des 2004
Innlegg: 6860


InnleggInnlegg: 14 Ágú 2012 - 9:30:14    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Marel skrifaði:
Ég er alltaf að humma það fram af mér að læra framköllunina, þetta væri jafnvel kjörið tækifæri til að hætta humminu og byrja að syngja.


algjörlega, töluvert skemmtilegra að gera þetta sjálfur og ráða endanlegri útkomu Wink

Tilvitnun:
Ertu að tala um námskeið í bænum eða annarsstaðar á landinu.


Hugsa að ég myndi nú byrja með þetta hérna á höfuðborgarsvæðinu en ef þetta er eitthvað sem mundi vinda uppá sig þá væri nú ekkert því til fyrirstöðu að taka túr um landið ef eftirpurning er nægjanleg.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 14 Ágú 2012 - 9:34:09    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég myndi hugsanlega mæta á svona til að skerpa á þessu öllu, ef ég hefði síðan einhvern aðgang að öllum búnaði...

Væri frábært að hafa svona námskeið þar sem síðan væri hægt að borga mánaðargjald eða gjald fyrir hvert skipti, til að komast í aðstöðu!
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
totifoto


Skráður þann: 11 Des 2004
Innlegg: 6860


InnleggInnlegg: 14 Ágú 2012 - 10:49:53    Efni innleggs: Svara með tilvísun

oskar skrifaði:
Ég myndi hugsanlega mæta á svona til að skerpa á þessu öllu, ef ég hefði síðan einhvern aðgang að öllum búnaði...

Væri frábært að hafa svona námskeið þar sem síðan væri hægt að borga mánaðargjald eða gjald fyrir hvert skipti, til að komast í aðstöðu!


Málið er það það þarf enga aðstöðu til að framkalla eingöngu filmuna, það þarf bara aðstöðu ef maður ætlar að gera prent.

Þetta námskeið sem ég er að spá í myndi eingöngu stíla inná það að framkalla filmuna og skanna hana inn.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
OliMarSig


Skráður þann: 19 Des 2008
Innlegg: 83
Staðsetning: Kópvogur
Nikon 1 Digital og 3 Filmu
InnleggInnlegg: 14 Ágú 2012 - 11:48:54    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég hef áhuga á að komast á svona námskeið.
_________________
Óli Már
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 14 Ágú 2012 - 12:49:47    Efni innleggs: Svara með tilvísun

totifoto skrifaði:
oskar skrifaði:
Ég myndi hugsanlega mæta á svona til að skerpa á þessu öllu, ef ég hefði síðan einhvern aðgang að öllum búnaði...

Væri frábært að hafa svona námskeið þar sem síðan væri hægt að borga mánaðargjald eða gjald fyrir hvert skipti, til að komast í aðstöðu!


Málið er það það þarf enga aðstöðu til að framkalla eingöngu filmuna, það þarf bara aðstöðu ef maður ætlar að gera prent.

Þetta námskeið sem ég er að spá í myndi eingöngu stíla inná það að framkalla filmuna og skanna hana inn.


Rétt er það, fyrst þú ert bara að hugsa um framköllunina...

En ég gæti alveg trúað að það séu fleiri en ég í þeirri stöðu að leggja ekki út í að kaupa allan búnað og vökva í þetta fyrir einstaka filmur.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
totifoto


Skráður þann: 11 Des 2004
Innlegg: 6860


InnleggInnlegg: 14 Ágú 2012 - 14:10:05    Efni innleggs: Svara með tilvísun

oskar skrifaði:
totifoto skrifaði:
oskar skrifaði:
Ég myndi hugsanlega mæta á svona til að skerpa á þessu öllu, ef ég hefði síðan einhvern aðgang að öllum búnaði...

Væri frábært að hafa svona námskeið þar sem síðan væri hægt að borga mánaðargjald eða gjald fyrir hvert skipti, til að komast í aðstöðu!


Málið er það það þarf enga aðstöðu til að framkalla eingöngu filmuna, það þarf bara aðstöðu ef maður ætlar að gera prent.

Þetta námskeið sem ég er að spá í myndi eingöngu stíla inná það að framkalla filmuna og skanna hana inn.


Rétt er það, fyrst þú ert bara að hugsa um framköllunina...

En ég gæti alveg trúað að það séu fleiri en ég í þeirri stöðu að leggja ekki út í að kaupa allan búnað og vökva í þetta fyrir einstaka filmur.


Þess vegna er ég að hugsa um að láta filmudunk og skiptipoka fylgja með, þá þarf bara vökvana.

Annars er starkostnaðurinn á að byrja framkalla filmur kannski 15-25 þús og ef maður tekur mikið á filmur þá er það nú ekki svo mikið. Ef fólk ætlar bara taka eina filmu hér og þar þá borgar sig bara að láta framkalla fyrir sig.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
kristinnf


Skráður þann: 28 Mar 2007
Innlegg: 585
Staðsetning: Reykjavík
Ýmsar
InnleggInnlegg: 14 Ágú 2012 - 15:16:25    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég á einmitt "aldagamla" vökva og mjög fáar framkallaðar filmur. Komst því miður ekki nægilega vel inn í þetta til að gera þetta að meiri alvöru. Frekar dýrar filmur þegar upp var staðið Smile

En ég væri alveg til í að fara á svona námskeið til að öðlast meira öryggi í þessu öllu saman.

Mbk.
Kristinn
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Konny


Skráður þann: 01 Okt 2006
Innlegg: 2652
Staðsetning: Vestmannaeyjar
PentaxK5
InnleggInnlegg: 14 Ágú 2012 - 16:19:12    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég gæti haft áhuga á þessu, en það fer auðvitað samt eftir tímasetningum og verði.

Er alltaf á leiðinni að fara að prufa meira filmuvélarnar mínar.
_________________
http://www.flickr.com/photos/lubbakonsa/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Filma Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
Blaðsíða 1 af 2

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group