Sjá spjallþráð - Notkun á mynd :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Notkun á mynd
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hið Opinbera
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Amaroq


Skráður þann: 25 Maí 2008
Innlegg: 82

Canon 350D REBEL XT
InnleggInnlegg: 16 Jún 2012 - 22:05:00    Efni innleggs: Notkun á mynd Svara með tilvísun

Mig langaði bara að spyrja hér, því ég er ekki mjög reynd í svona málum.

En þannig er mál með vexti að ég tók þátt í ljósmyndakeppni þar sem voru vegleg verðlaun og voru skilmálarnir þeir að ef ég myndi vinna, þá fengi fyrirtækið að nota myndina mína í staðinn.
Long story short.. ég vann ekki, en fyrirtækið sendi mér mail og vildi samt fá að nota myndina í markaðsefni (sem ég er mjög ánægð með) Smile
En þeir spyrja mig um leyfi að fá að nota myndina og hvort ég setji einhver skilyrði.
Er eitthvað sem ég ætti að fara fram á varðandi þetta? Eða á maður bara að vera stoltur af því að einhver vilji nota myndina manns og leyfa þetta skilyrðislaust?
_________________
http://www.flickr.com/photos/helga_b23
http://freki.dyraland.is
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
odidlov


Skráður þann: 27 Jún 2011
Innlegg: 170

Canon 1D mark 4
InnleggInnlegg: 16 Jún 2012 - 22:12:33    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Veistu til þess í hvernig markaðsefni er verið að fara nota þessa mynd? Þ.e. bæklingar, auglýsing í blaði, eða vefsíðu?
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Amaroq


Skráður þann: 25 Maí 2008
Innlegg: 82

Canon 350D REBEL XT
InnleggInnlegg: 16 Jún 2012 - 22:16:31    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þau tala um birtingu í blöðum, á heimasíðum og jafnvel öðrum miðlum.
_________________
http://www.flickr.com/photos/helga_b23
http://freki.dyraland.is
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
ArnarBergur


Skráður þann: 08 Feb 2009
Innlegg: 7515
Staðsetning: Reykjavík
The Sexy thing - 6D
InnleggInnlegg: 16 Jún 2012 - 22:24:34    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Og vilja þetta frítt einnig?
_________________
Myndasmiður
www.facebook.com/abmyndir
www.flickr.com/arnarbg
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
einhar


Skráður þann: 17 Ágú 2005
Innlegg: 5372
Staðsetning: Á milli Selkóps
Cnn
InnleggInnlegg: 16 Jún 2012 - 22:30:11    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hér geturðu skoðað gjaldskrá Myndstefs fyrir prent.
_________________
Dagskot Rodors

Siððan wæs rodor áræred and ryne tungla, folde gefæstnad - Síðan var himinn settur upp svo og gangur tungls, jörð var sett föst
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Amaroq


Skráður þann: 25 Maí 2008
Innlegg: 82

Canon 350D REBEL XT
InnleggInnlegg: 16 Jún 2012 - 23:19:36    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Já, allavega er ekkert talað um neina greiðslu í mail-inu.
Takk einhar.
_________________
http://www.flickr.com/photos/helga_b23
http://freki.dyraland.is
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
ArnarBergur


Skráður þann: 08 Feb 2009
Innlegg: 7515
Staðsetning: Reykjavík
The Sexy thing - 6D
InnleggInnlegg: 17 Jún 2012 - 1:47:45    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Amaroq skrifaði:
Já, allavega er ekkert talað um neina greiðslu í mail-inu.
Takk einhar.


Finnst bara ekkert að því að fá eitthvað fyrir þetta miðað við alla þessa notkun sem þeir ef til vill tilgreina.
_________________
Myndasmiður
www.facebook.com/abmyndir
www.flickr.com/arnarbg
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
hilmarfridjonsson


Skráður þann: 12 Mar 2008
Innlegg: 20
Staðsetning: Akureyri
Canon EOS 7D
InnleggInnlegg: 17 Jún 2012 - 11:57:57    Efni innleggs: Vegna notkunnar á mynd - Verðlagning Svara með tilvísun

Þetta er eilífðar vandamál þegar verið er að selja eina og eina mynd. Við höfum fá eða engin viðmið varðandi verðlagningu.
Mögulega vilja menn ekki opinbera eigin verðlagningu, ég veit það ekki, en það er mikil þörf á að hafa einhver viðmið.

Það sem líklega truflar verðlagninguna er að starfsheitið ljósmyndari er lögverndað og áhugaljósmyndarar eru þar með í vissum vanda.
En hugsanlega má komast fram hjá þessu með því að verðleggja tölvuvinnuna (photoshop-ið) því það er ljósmyndunin sem er lögvernduð, ekki tölvuvinnan Smile

Og þá er spurning að setja verðmiða á hana og tengja hana við birtingarmiðilinn; hvort það sé dagblað, tímarit, netmiðill, sjónvarp
og þá hversu stórt upplagið/dreifingin sé.

Spurning að miða við útselda vinnu pr klukkustund á photoshop-manni hjá auglýsingastofu (hef ekki hugmynd um tímakaup þeirra).
Virðisaukaskatturinn er sérdæmi útaf fyrir sig sem ég ætla ekki að taka fyrir hér því þar eru til undanþágur sem tengjast hver ársveltan sé.

Þetta gæti verið viðmiðið en ég ítreka að þetta hefur verið eilífðarvandamál sem leysist ekki endilega með svona viðmiði, en er samt skref í áttina Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
DNA


Skráður þann: 25 Feb 2005
Innlegg: 1540


InnleggInnlegg: 17 Jún 2012 - 12:27:50    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Það er voða kjánalegt að gefa myndir til notkunnar í viðskiptalegum tilgangi.
Öllum er nákvæmlega sama hver tók myndirnar og uppskeran verður að öllum líkindum enginn.

Fyrirtækið mun græða á myndinni þinn með því að nota hana og því eðlilegt að greitt sé fyrir.
Frekar en að styrkja fyrirtæki svo þau geti greitt eigendunum hærri arð myndi ég gefa beint til góðgerðarmála.
_________________
Myndasafnið
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
kgs


Skráður þann: 04 Júl 2005
Innlegg: 7072
Staðsetning: Reykjavík
Sigma DP1
InnleggInnlegg: 17 Jún 2012 - 12:42:27    Efni innleggs: Re: Vegna notkunnar á mynd - Verðlagning Svara með tilvísun

hilmarfridjonsson skrifaði:
Þetta er eilífðar vandamál þegar verið er að selja eina og eina mynd. Við höfum fá eða engin viðmið varðandi verðlagningu.
Mögulega vilja menn ekki opinbera eigin verðlagningu, ég veit það ekki, en það er mikil þörf á að hafa einhver viðmið.

Það sem líklega truflar verðlagninguna er að starfsheitið ljósmyndari er lögverndað og áhugaljósmyndarar eru þar með í vissum vanda.
En hugsanlega má komast fram hjá þessu með því að verðleggja tölvuvinnuna (photoshop-ið) því það er ljósmyndunin sem er lögvernduð, ekki tölvuvinnan Smile

Og þá er spurning að setja verðmiða á hana og tengja hana við birtingarmiðilinn; hvort það sé dagblað, tímarit, netmiðill, sjónvarp
og þá hversu stórt upplagið/dreifingin sé.

Spurning að miða við útselda vinnu pr klukkustund á photoshop-manni hjá auglýsingastofu (hef ekki hugmynd um tímakaup þeirra).
Virðisaukaskatturinn er sérdæmi útaf fyrir sig sem ég ætla ekki að taka fyrir hér því þar eru til undanþágur sem tengjast hver ársveltan sé.

Þetta gæti verið viðmiðið en ég ítreka að þetta hefur verið eilífðarvandamál sem leysist ekki endilega með svona viðmiði, en er samt skref í áttina Smile
Engin starfsheiti í iðnaði eru lögvernduð heldur eru starfsgreinarnar sjálfar lögverndaðar. Iðnaðarmönnum er aftur á móti einum heimilt að kenna sig við iðngrein sína. Þeir hafa til þess titlana 'sveinn' og 'meistari'. 'Ljósmyndari' er ekki lögverndað starfsheiti heldur mega allir kalla sig ljósmyndara ef þeir vilja…líka þessir iðnlærðu. Það mega líka allir kalla sig 'kennara'. Surprised)
_________________
Kveðja,
Kalli stillti Gott
Copy - 20Gb+ frí (Betra en Dropbox). Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
hilmarfridjonsson


Skráður þann: 12 Mar 2008
Innlegg: 20
Staðsetning: Akureyri
Canon EOS 7D
InnleggInnlegg: 17 Jún 2012 - 13:00:48    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Það er rétt hjá þér kgs, það má hver sem er kalla sig ljósmyndara og í raun mega menn kalla sig hvað sem er (eins og sést stundum í símaskránni).
En þú mátt ekki nota hvaða starfsheiti sem er, sbr http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/key2/241-2009

En þetta er í raun algert aukaatriði. Stóra málið er að finna leið til að verðleggja sig og sína vinnu í mestri friðsemd.
_________________
"Seize the day"
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
kgs


Skráður þann: 04 Júl 2005
Innlegg: 7072
Staðsetning: Reykjavík
Sigma DP1
InnleggInnlegg: 17 Jún 2012 - 13:19:51    Efni innleggs: Svara með tilvísun

hilmarfridjonsson skrifaði:
Það er rétt hjá þér kgs, það má hver sem er kalla sig ljósmyndara og í raun mega menn kalla sig hvað sem er (eins og sést stundum í símaskránni).
En þú mátt ekki nota hvaða starfsheiti sem er, sbr http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/key2/241-2009

En þetta er í raun algert aukaatriði. Stóra málið er að finna leið til að verðleggja sig og sína vinnu í mestri friðsemd.


Þú ert nú kennari og sagðir:
Tilvitnun:
…en það er mikil þörf á að hafa einhver viðmið. Það sem líklega truflar verðlagninguna er að starfsheitið ljósmyndari er lögverndað og áhugaljósmyndarar eru þar með í vissum vanda.

Þessum ranghugmyndum er mjög haldið á lofti og eru alls ekki neitt aukaatriði…síst þegar reynt er að leiðrétta þær.
_________________
Kveðja,
Kalli stillti Gott
Copy - 20Gb+ frí (Betra en Dropbox). Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
hilmarfridjonsson


Skráður þann: 12 Mar 2008
Innlegg: 20
Staðsetning: Akureyri
Canon EOS 7D
InnleggInnlegg: 17 Jún 2012 - 13:53:11    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Sæll KGS,
Nú skulum við ekki fara að deila um þetta atriði Smile því þessi þráður er stofnaður í öðrum tilgangi.

Iðnaðarlögin eru óljós í þessu samhengi, sbr: http://www.idnadarraduneyti.is/leyfisveitingar/uppl_um_leyfi/nr/1326

Ráðuneytið viðurkennir að þetta sé frumskógur og vísar m.a. í nokkra dóma (héraðsdóma og hæstarréttardóma) því til stuðnings (sjá neðarlega í viðkomandi tengli).

Ég skil áhyggjur lærðra ljósmyndara af stétt sinni og vil ég ekki gera það að aukaatriði í sjálfu sér. Það er bara ákveðin umræða út af fyrir sig og engan vegin léttvæg.

Það er ekki vilji minn í sjálfu sér að höggva í þá stétt enda á ég gott samstarf við þá ljósmyndara sem eru hér fyrir norðan. Ég styð þá heilshugar í þeirra vinnu og réttindabaráttu sem þeir sinna.

En það breytir því ekki að það hefur verið erfitt að finna leið fyrir venjulega áhugaljósmyndara að finna verð á ljósmyndir sem áhugi er að nota í viðskiptalegum tilgangi.
Oft er það eitthvert útgáfufyrirtæki sem vill nota myndina og hefur samband við ljósmyndarann, en ekki öfugt. Fyrirtækið verður að fá verðmiða á myndina til að hægt sé að bókfæra hana í bókhaldsgrunni þess, og þá oft með vsk. Það er því fyrirtækið sem er að spyra; hvað á að borga fyrir myndina.
Þetta er viss staðreynd og ég sé alveg núningsflötinn í málinu.
En þessi staða er að koma upp hvað eftir annað.

Í mestri vinsemd Smile
Hilmar Friðjónsson
áhugaljósmyndari og kennari
_________________
"Seize the day"
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Amaroq


Skráður þann: 25 Maí 2008
Innlegg: 82

Canon 350D REBEL XT
InnleggInnlegg: 17 Jún 2012 - 14:11:48    Efni innleggs: Svara með tilvísun

DNA skrifaði:
Það er voða kjánalegt að gefa myndir til notkunnar í viðskiptalegum tilgangi.
Öllum er nákvæmlega sama hver tók myndirnar og uppskeran verður að öllum líkindum enginn.

Fyrirtækið mun græða á myndinni þinn með því að nota hana og því eðlilegt að greitt sé fyrir.
Frekar en að styrkja fyrirtæki svo þau geti greitt eigendunum hærri arð myndi ég gefa beint til góðgerðarmála.


En nú er þetta fyrirtæki örugglega ekki beint að fara hagnast sjálft per sei, þetta er semsagt Markaðsstofa fyrir vissan landshluta og verður myndin sennilega bara notuð til að auglýsa landsfjórðunginn, sem mun vonandi skila sér með fleiri ferðamönnum (ég sá vissan plús í því). Ég ætla að hugsa þetta betur og ræða við fleiri sem ég þekki, en þakka ykkur kærlega fyrir svörin. Smile
_________________
http://www.flickr.com/photos/helga_b23
http://freki.dyraland.is
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
einhar


Skráður þann: 17 Ágú 2005
Innlegg: 5372
Staðsetning: Á milli Selkóps
Cnn
InnleggInnlegg: 17 Jún 2012 - 14:18:47    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Amaroq skrifaði:
DNA skrifaði:
Það er voða kjánalegt að gefa myndir til notkunnar í viðskiptalegum tilgangi.
Öllum er nákvæmlega sama hver tók myndirnar og uppskeran verður að öllum líkindum enginn.

Fyrirtækið mun græða á myndinni þinn með því að nota hana og því eðlilegt að greitt sé fyrir.
Frekar en að styrkja fyrirtæki svo þau geti greitt eigendunum hærri arð myndi ég gefa beint til góðgerðarmála.


En nú er þetta fyrirtæki örugglega ekki beint að fara hagnast sjálft per sei, þetta er semsagt Markaðsstofa fyrir vissan landshluta og verður myndin sennilega bara notuð til að auglýsa landsfjórðunginn, sem mun vonandi skila sér með fleiri ferðamönnum (ég sá vissan plús í því). Ég ætla að hugsa þetta betur og ræða við fleiri sem ég þekki, en þakka ykkur kærlega fyrir svörin. Smile


Markaðsstofa fyrir landshluta gæti hugsanlega fallið undir, Menningar-, fræðslu- og opinberar stofnanir hjá Myndstefi.
Svo getur þú líka velt því fyrir þér ef þú ætlar að gefa þína vinnu, hvort þessi markaðsstofa ætlar að markaðssetja fleira frítt í landshlutanum.
En þú ert kannski einhver auðkýfingur sem mátt til með styrkja eitt og annað Wink
_________________
Dagskot Rodors

Siððan wæs rodor áræred and ryne tungla, folde gefæstnad - Síðan var himinn settur upp svo og gangur tungls, jörð var sett föst
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hið Opinbera Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu 1, 2  Næsta
Blaðsíða 1 af 2

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group